Fimm ára gamall fiskútflytjandi velti 7,3 milljörðum árið 2020

Gunnar Valur Sigurðsson, framkvæmdastjóri fiskútflutningsfyrirtækisins Atlantic Seafood, segir að mikill vöxtur fyrirtækisins á árinu 2020 skýrist einna helst af COVID-19. Fyrirtækið er orðið eitt það stærsta í útflutningi á óunnum fiski frá Íslandi.

Á undanförnum árum hefur útflutningur á óunnum fiski frá Íslandi aukist allnokkuð.
Á undanförnum árum hefur útflutningur á óunnum fiski frá Íslandi aukist allnokkuð.
Auglýsing

Óhætt er að segja að fisk­út­flutn­ings­fyr­ir­tæk­inu Atl­antic Seafood hafi vaxið fiskur um hrygg frá stofnun þess árið 2016. Rekstr­ar­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins árið 2020 voru, sam­kvæmt árs­reikn­ingi sem birt­ist í upp­hafi þessa mán­að­ar, 7,3 millj­arðar króna, sam­an­borið við 3,7 millj­arða árið 2019 og um 2 millj­arða árið 2018.

Á öðru starfs­ári fyr­ir­tæk­is­ins árið 2017 voru tekj­urnar 860 millj­ónir króna og síðan þá hefur fyr­ir­tækið um það bil tvö­faldað veltu sína ár frá ári. Hagn­aður af rekstri Atl­antic Seafood árið 2020, á fimmta starfs­ári félags­ins, nam 212 millj­ónum króna, en lyk­il­tölur úr rekstri félags­ins má sjá hér að neð­an.

Auglýsing

Félagið var stofnað af Gunn­ari Vali Sig­urðs­syni sem er jafn­framt fram­kvæmda­stjóri þess. Hann segir í sam­tali við Kjarn­ann að á rekstr­ar­ár­inu 2021 hafi velta fyr­ir­tæk­is­ins verið svipuð og árið 2020 og senni­lega ögn minni. Hraður vöxtur fyr­ir­tæk­is­ins virð­ist þannig hafa náð jafn­vægi á nýliðnu ári.

Gunnar Valur var skráður eig­andi alls hluta­fjár í félag­inu allt fram til árs­ins 2020 og eini stjórn­ar­maður þess, sam­kvæmt árs­reikn­ing­um. Við árs­lok 2020 var 35 pró­sent hlutur í félag­inu hins vegar kom­inn í eigu tveggja aðila, Elvars Þórs Alfreðs­sonar sem á 20 pró­senta hlut og danska félags­ins UpNorth Hold­ing, sem hélt á 15 pró­sent hlut.

Eig­andi danska félags­ins er Bjarne Bene­dikt Peder­sen, sem er sam­kvæmt danskri fyr­ir­tækja­skrán­ingu einnig stjórn­andi þar­lends félags sem ber nafnið Atl­antic Seafood A/S. Þar eru þeir Gunnar Valur og Elvar einnig stjórn­ar­menn.

Árið 2020 hafi verið óvenju­legt í útflutn­ingi

Sam­hliða örum vexti Atl­antic Seafood hefur verið vöxtur í útflutn­ingi á óunnum fiski frá Íslandi. Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru tæp­lega 32 þús­und tonn af fiski flutt út óunnin í gámum árið 2016, en árið 2020 voru tonnin rúm­lega 57 þús­und tals­ins.

Hag­stofa Íslands tekur einnig saman tölur yfir heild­ar­út­flutn­ing á nýj­um, kældum eða ísvörðum heilum fiski og sam­kvæmt þeim voru flutt út rúm­lega 38 þús­und tonn af fiski í þeim flokki árið 2016. Árið árið 2020 nam útflutn­ing­ur­inn svo rúmum 66 þús­und tonn­um, ef horft er til þessa flokks.

Verð­mæti útflutn­ings á ferskum heilum fiski hefur sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar vaxið um níu millj­arða á þessu sama tíma­bili frá 2016, úr tæpum 10,6 millj­örðum upp í tæpa 19,4 millj­arða árið 2020.

Atl­antic Seafood virð­ist eiga nokkurn þátt í þess­ari aukn­ingu, sem hefur verið gagn­rýnd nokkuð á síð­ustu árum af aðilum sem vilja kaupa hrá­efni á fisk­mörk­uðum til að verka það hér­lend­is. „Þessir aðilar hækka bara þegar maður býður í og kaupa megnið af fisk­inum sem fer óunn­inn úr landi og skapar engin störf,“ var til dæmis haft eftir fisk­verkanda í frétt Vík­ur­frétta haustið 2020.

Gunnar Valur vill ekki meina að Atl­antic Seafood hafi verið að flækj­ast mikið fyrir þeim sem vilja vinna fisk hér á landi, þó hann segi að fyr­ir­tækið hafi reyndar keypt og flutt út tölu­vert mikið magn af þorski árið 2020, en það ár voru alls rúm 16 þús­und tonn af þorski flutt frá Íslandi óunn­in, um helm­ingi meira en árin þar á und­an.

„Þessar teg­undir sem menn vilja vinna hérna heima, eins og þorskur og ýsa, þetta hefur snar­minnkað í útflutn­ing,“ segir Gunnar Valur um þró­un­ina síðan þá. Hann bætir við að árið 2020 hafi verið óvenju­legt hvað þetta varðar og það hafi skýrst af kór­ónu­veiru­far­aldr­inum og skýtur á að árið 2021 hafi útflutn­ingur Atl­antic Seafood á þorski og ýsu dreg­ist saman um helm­ing frá fyrra ári. Aðrar teg­undir eins og stein­bítur og ufsi hafi komið í stað­inn.

Fimmtán kílóa ufsi

„Ég veit nú ekki hvort það sé alveg rétt,“ segir Gunnar Valur um það að útflytj­endur á borð við Atl­antic Seafood séu að gera íslenskum fisk­vinnslum erfitt fyrir með því að yfir­bjóða á fisk­mörk­uð­um. „Það er ekk­ert tekið eftir okkur þegar það er nægur fisk­ur, þá er öllum sama, en auð­vitað eru ein­hverjar vikur þar sem er minna af fiski og þá er það bara svo sem eðli­legt að það sé greitt yfir­verð fyrir vör­una, það er bara fram­boð og eft­ir­spurn,“ segir hann.

Hann segir að fyr­ir­tækið sé að kaupa mikið á fisk­mörk­uðum á sumr­in. Þá sé yfir­leitt meira af fiski og fram­boðið meira en eft­ir­spurn­in. „Við höfum oft verið að taka vöru sem er ógeðs­lega mikið til af og eng­inn áhugi hérna heima á að kaupa, eins og ufsa, stein­bít og skar­kola. Þetta er ekk­ert unnið hérna og við erum ekk­ert að trufla neinn sem er að vinna þessar teg­undir hérna heima. Ég get alveg slegið því fram,“ segir Gunnar Val­ur.

Auglýsing

Hann nefnir að stundum henti vör­urnar sem fyr­ir­tækið kaupi og flytji út ekki til vinnslu hér, eins og til dæmis ufs­inn á vissum árs­tíma, þegar hann geti orðið jafn­vel 15 kíló. „Þá eru aðilar eins og Brim og fleiri stórir sem bara geta ekk­ert unnið þetta. Það er of dýrt að vera með hand­flak­ara­her fyrir ein­hverja tvo mán­uði á ári,“ segir Gunnar Valur og bætir við að hann telji Atl­antic Seafood hafa gripið ýmis tæki­færi í skrítnum aðstæð­um.

Hvergi eru til opin­berar tölur um það hversu mikið magn hver og einn útflytj­andi óunn­ins afla flytur úr landi og Gunnar Valur var ekki með töl­urnar um umsvif fyr­ir­tæk­is­ins fyrir framan sig þegar Kjarn­inn náði af honum tali, en hann var staddur í fríi í Portú­gal.

Aðspurður hvort það væri rétt að Atl­antic Seafood væri orð­inn stærsti útflytj­and­inn á óunnum fiski frá Íslandi segir Gunnar Valur að félagið sé á meðal þeirra stærstu, ásamt reyndar 4-5 aðilum öðrum, en umsvif fyr­ir­tækj­anna rokki á milli ára. „Ástæðan fyrir því að við stækk­uðum svona ört árið 2020 var bara COVID. Það var fiskur sem var búinn að falla niður í 15-20 pró­sent af því sem eðli­legt verð­gildi var og eng­inn vissi hvað átti að gera við. Við bara tókum okkur stöðu og keyptum mikið á meðan allt var í lág­marki, það var svona upp­hafið að þessu,“ segir Gunnar Val­ur.

Hrá­efni til dýra­fóð­urs upp­hafið

Hann segir að hann og Elvar Þór, sem áður hafði rekið eigið fyr­ir­tæki í Hong Kong, hafi verið saman í við­skipt­unum hjá Atl­antic Seafood frá upp­hafi og að hagn­aður af sölu ódýrs dýra­fóð­urs til Nígeríu og til Kína hafi verið fjár­magnið sem kom þeim af stað. Síðan hafi þeir fært út kví­arnar í frek­ari útflutn­ingi. Auk þess að vera með starf­semi í Dan­mörku hafi þeir svo einnig verið með skrif­stofu í Hong Kong, en staðan á kín­verska mark­aðnum hafi hins vegar orðin snúin vegna COVID-19.

Gunnar Valur telur þá hingað til hafa hitt á réttan tíma með ákvarð­anir sem snúa að rekstr­inum og segir aðspurður að hann haldi að það væri „mjög erfitt“ að koma sér af stað í útflutn­ingi á fiski frá Íslandi í dag.

Spurður um fram­haldið seg­ist hann ekki sjá enda­laus vaxt­ar­tæki­færi framund­an. „Þetta er bara mjög stremb­inn mark­aður þegar allt er eðli­legt. Ég stór­efa að það sé hægt að stækka enda­laust í svona, alla­vega á íslenska mark­aðn­um. Sum tæki­færi verða bara hrein­lega tap,“ segir Gunnar Val­ur.

Blaða­maður nefnir þá að hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins hafi ekki auk­ist alveg í hlut­falli við stór­aukna veltu þess á und­an­förnum árum.

„Nei, alls ekki. Það er það sem er framund­an, að reyna frekar að minnka og hafa meira eft­ir,“ svarar fram­kvæmda­stjór­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar