Fjöldi ferðamanna á Íslandi í júlí hefur fjórfaldast frá 2002

kjarninn_ferdamenn.jpg
Auglýsing

Alls sóttu 180.679 ferða­menn Ísland heim í nýliðnum júlí. Það eru 25 pró­sent fleiri en komu hingað í þessum stærsta ferða­manna­mán­uði árs­ins árið áður og tæp­lega helm­ingi fleiri en heim­sóttu Ísland í júlí 2011. Þegar litið er lengra aftur er aukn­ingin enn meiri. Árið 2002 voru erlendir gestir okkar Íslend­inga í júlí alls 46.015 tals­ins. Fjöldi þeirra hefur því fjór­fald­ast síðan þá. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Ferða­mála­stofu.Aukn­ing það sem af er ári 27,7 pró­sentÞað sem af er ári hafa 697.716 ferða­menn heim­sótt land­ið. Það eru 151.363 fleiri en á sama tíma í fyrra. Á öllu árinu 2014 komu 969 þús­und ferða­menn hingað til lands. Ljóst er að mikil fjölgum verður á milli ára með sama áfram­haldi.

Það sem meira er þá hefur fjöldi erlendra ferða­manna auk­ist mikið í hverjum ein­asta mán­uði. Alls nemur aukn­ingin frá byrjun jan­úar til loka júlí 27,7 pró­sent­um. Þessi mikla aukn­ing, ásamt spreng­ingu í fram­boði á flugum sem eiga við­komu á Íslandi, gerir það að verkum að við sem sam­fé­lag græðum sífellt meira á ferða­mennsku.

Auglýsing

Í Morg­un­blað­inu í morgun er haft eftir Helgu Árna­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, að gjald­eyr­is­tekjur af ferða­þjón­ustu í maí, júní og júlí hafi numið 104 millj­örðum króna. Á sama tíma­bili í fyrra námu tekj­urnar um 80 millj­örðum króna og því hafa þær hækkað um 24 millj­arða króna á milli ára á þessu þriggja mán­aða tíma­bili. Vert er að taka fram að í töl­unum er eru ekki með­taldar gjald­eyr­is­tekjur íselnskra fyr­ir­tækja sem starfa í ferða­þjón­ustu utan Íslands.

Banda­ríkja­menn flykkj­ast til ÍslandsAukn­ing ferða­manna sem koma frá Norð­ur­-Am­er­íku er 44,4 pró­sent á milli ára og ljóst að mesta spren­ingin er að eiga sér stað á þeim mark­aði. Aukn­ing er í fjölda ferða­manna frá flestum öðrum mörk­uðum líka. Um 27,5 pró­sent fleiri koma frá Bret­landi í ár en í fyrra, 21 pró­sent fleiri frá Mið- og Suð­ur­-­Evr­ópu og 40,9 pró­sent frá öðrum löndum sem eru ekki talin sér­stak­lega og flokk­ast undir „ann­að“.  Um sjö­undi hver ferða­maður er flokk­aður í þennan flokk.

Eina mark­aðs­svæðið sem stendur nokkurn veg­inn í stað eru Norð­ur­lönd­in. Frændur okkar virð­ast ekki vera að taka þátt í tísku­bylgj­unni sem heim­sókn til Íslands er orð­in. Raunar fækk­aði gestum frá Sví­þjóð og Nor­egi í júlí­mán­uði á milli ára.

Ef horft er ein­ungis á á hvaðan ferða­menn í júlí koma þá sést að lang­flestir ferða­menn sem heim­sækja Ísland eru Banda­ríkja­menn. Raunar hefur fjöldi ferða­manna frá Norð­ur­-Am­er­íku meira en sjö­fald­ast frá árinu 2002 á sama tíma og fjöldi allra ferða­manna hefur fjór­fald­ast. Það er því ljóst hvaðan mesta aukn­ingin er að koma.

Og það virð­ist ekki ætla að verða neitt lát á. Í fyrra komu 22.998 ferða­menn frá Banda­ríkj­unum til Íslands í júlí. Í ár voru þeir 37.235 tals­ins og fjölg­aði því um 62 pró­sent á milli ára. Banda­ríkja­menn voru enda um fimmt­ungur allra sem heim­sóttu Íslands í nýliðnum júlí.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None