Fjöldi ferðamanna á Íslandi í júlí hefur fjórfaldast frá 2002

kjarninn_ferdamenn.jpg
Auglýsing

Alls sóttu 180.679 ferða­menn Ísland heim í nýliðnum júlí. Það eru 25 pró­sent fleiri en komu hingað í þessum stærsta ferða­manna­mán­uði árs­ins árið áður og tæp­lega helm­ingi fleiri en heim­sóttu Ísland í júlí 2011. Þegar litið er lengra aftur er aukn­ingin enn meiri. Árið 2002 voru erlendir gestir okkar Íslend­inga í júlí alls 46.015 tals­ins. Fjöldi þeirra hefur því fjór­fald­ast síðan þá. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Ferða­mála­stofu.Aukn­ing það sem af er ári 27,7 pró­sentÞað sem af er ári hafa 697.716 ferða­menn heim­sótt land­ið. Það eru 151.363 fleiri en á sama tíma í fyrra. Á öllu árinu 2014 komu 969 þús­und ferða­menn hingað til lands. Ljóst er að mikil fjölgum verður á milli ára með sama áfram­haldi.

Það sem meira er þá hefur fjöldi erlendra ferða­manna auk­ist mikið í hverjum ein­asta mán­uði. Alls nemur aukn­ingin frá byrjun jan­úar til loka júlí 27,7 pró­sent­um. Þessi mikla aukn­ing, ásamt spreng­ingu í fram­boði á flugum sem eiga við­komu á Íslandi, gerir það að verkum að við sem sam­fé­lag græðum sífellt meira á ferða­mennsku.

Auglýsing

Í Morg­un­blað­inu í morgun er haft eftir Helgu Árna­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, að gjald­eyr­is­tekjur af ferða­þjón­ustu í maí, júní og júlí hafi numið 104 millj­örðum króna. Á sama tíma­bili í fyrra námu tekj­urnar um 80 millj­örðum króna og því hafa þær hækkað um 24 millj­arða króna á milli ára á þessu þriggja mán­aða tíma­bili. Vert er að taka fram að í töl­unum er eru ekki með­taldar gjald­eyr­is­tekjur íselnskra fyr­ir­tækja sem starfa í ferða­þjón­ustu utan Íslands.

Banda­ríkja­menn flykkj­ast til ÍslandsAukn­ing ferða­manna sem koma frá Norð­ur­-Am­er­íku er 44,4 pró­sent á milli ára og ljóst að mesta spren­ingin er að eiga sér stað á þeim mark­aði. Aukn­ing er í fjölda ferða­manna frá flestum öðrum mörk­uðum líka. Um 27,5 pró­sent fleiri koma frá Bret­landi í ár en í fyrra, 21 pró­sent fleiri frá Mið- og Suð­ur­-­Evr­ópu og 40,9 pró­sent frá öðrum löndum sem eru ekki talin sér­stak­lega og flokk­ast undir „ann­að“.  Um sjö­undi hver ferða­maður er flokk­aður í þennan flokk.

Eina mark­aðs­svæðið sem stendur nokkurn veg­inn í stað eru Norð­ur­lönd­in. Frændur okkar virð­ast ekki vera að taka þátt í tísku­bylgj­unni sem heim­sókn til Íslands er orð­in. Raunar fækk­aði gestum frá Sví­þjóð og Nor­egi í júlí­mán­uði á milli ára.

Ef horft er ein­ungis á á hvaðan ferða­menn í júlí koma þá sést að lang­flestir ferða­menn sem heim­sækja Ísland eru Banda­ríkja­menn. Raunar hefur fjöldi ferða­manna frá Norð­ur­-Am­er­íku meira en sjö­fald­ast frá árinu 2002 á sama tíma og fjöldi allra ferða­manna hefur fjór­fald­ast. Það er því ljóst hvaðan mesta aukn­ingin er að koma.

Og það virð­ist ekki ætla að verða neitt lát á. Í fyrra komu 22.998 ferða­menn frá Banda­ríkj­unum til Íslands í júlí. Í ár voru þeir 37.235 tals­ins og fjölg­aði því um 62 pró­sent á milli ára. Banda­ríkja­menn voru enda um fimmt­ungur allra sem heim­sóttu Íslands í nýliðnum júlí.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None