Minnkandi atvinnuleysi en hindranir og áskoranir fyrir hendi

barack_obama.jpg
Auglýsing

Atvinnu­leysi í Banda­ríkj­unum mælist nú 5,3 pró­sent og hefur minnkað um 0,9 pró­sentu­stig á einu ári og um rúm­lega tvö pró­sentu­stig á tveimur árum. Þessum tölum er sér­stak­lega fagnað í pistli Jason Fur­man, for­manni efna­hags­ráð­gjafa­hóps ­rík­is­stjórnar Barack Obama, á vef Hvíta húss­ins en þær þykja stað­festa rétta stefnu Obama í efna­hags­mál­um, frá því hann tók við stjórn­ar­taumunum í nóv­em­ber 2008. Áherslan hefur verið á að  ná niður atvinnu­leysi og ­styrkja aðstæður fyrir lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki,  meðal ann­ars með övar­andi aðgerð­um. Margt bendir til þess að þetta hafi heppnast, einkum sé horft til síð­ustu tveggja ára.

Einka­geir­inn spyrnir sér frá botniSér­stak­lega eru það góðar tölur í einka­geir­anum sem stað­festa að tölu­verð sókn er nú í banda­ríska hag­kerf­inu. Um 210 þús­und störf urðu til í júlí í einka­geir­anum og sé horft yfir síð­ustu sautján mán­uði þá hefur fimmtán sinum tek­ist að skapa meira en 200 þús­und ný störf á mán­uði, sem er sögu­lega mikið og eitt­hvað sem stjórn­völd hafa horft til sem mark­mið. Þetta eru stórar tölur enda banda­ríska hag­kerfið risa­vax­ið. Það er með árlega lands­fram­leiðslu á mann upp á ríf­lega 53 þús­und Banda­ríkja­dali, jafn­virði um sjö millj­óna króna, og helsti styrkur þess felst í miklum sveigj­an­leika, fjöl­breyti­leika og öfl­ugri nýsköp­un. Auk þess eru mörg stærstu fyr­ir­tæki heims­ins, sem ekki aðeins skapa störf í Banda­ríkj­unum heldur um allan heim, með rann­sókn­ar- og þró­un­ar­hluta sinn stað­settan í Banda­ríkj­unum sem hefur mikil marg­feld­is­á­hrif vítt og breitt um hag­kerf­ið.

Myndin sýnir hvernig ný störf hafa orðið til einkageiranum í Bandaríkjunum, frá því fjármálakreppan skall á af miklum þunga fyrir mörg lítil og meðalstór fyrirtæki. Mynd: Vefur Hvíta hússins. Myndin sýnir hvernig ný störf hafa orðið til einka­geir­anum í Banda­ríkj­un­um, frá því fjár­málakreppan skall á af miklum þunga fyrir mörg lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki. Mynd: Vefur Hvíta húss­ins.

Eftir mikla erf­ið­leika í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar á árunum 2007 til og með 2009 þá hefur einka­geir­inn náð að spyrna sér frá botni, ef svo má að orði kom­ast. Atvinnu­leysi fór upp í tíu pró­sent þegar verst lét, á árunum 2009 og 2010, og yfir­skuld­setn­ing varð mikið vanda­mál, ekki síst í iðn­aði, þar sem eft­ir­spurn dróst hratt saman en kostn­aður fylgdi ekki nægi­lega hratt með niður á við.

Auglýsing

Lang­tíma­at­vinnu­leysi festir ræturÞrátt fyrir að hlut­irnir séu á réttri leið eru ýmis atriði ekki komin í lag, þegar rýnt er í atvinnu­leys­ið. Þannig hefur lang­tíma­at­vinnu­leysi fest rætur víða í Banda­ríkj­unum og er 34 pró­sent hærra en það var fyrir fjár­málakrepp­una. Þá sýna mæl­ingar einnig að atvinnu­leysi þar sem horft er sér­stak­lega til þeirra sem eru að vinna hluta­starf en myndu vilja vinna í fullri vinnu, er fjórtán pró­sent hærra en það var fyrir fjár­málakrepp­una. Konur eiga einnig í meiri erf­ið­leikum með að fá vinnu nú en fyrir fjár­málakrepp­una og sömu­leiðis spænsku mæl­andi fólk, að því er segir í stöðu­mati Hvíta húss­ins frá því fyrr í dag.

Áskor­anir framundanÞrátt fyrir að atvinnu­leysið sé að minn­ka, og horf­urnar séu aðrar og betri en þær voru eftir þreng­ing­arnar á fjár­mála­mark­aði, þá stendur banda­ríska hag­kerfið frammi fyrir miklum áskor­un­um. Lífaldur er að aukast sífellt og er nú í 78,9 ár. Með­al­aldur er sömu­leiðis að hækka, en hann er nú 37,6 ár, en í sam­an­burði við margar aðrar þjóðir þykir hann ásætt­an­leg­ur. Í Bret­landi er hann lið­lega 40 ár og á Íslandi er hann næstum alveg sá sami, eða 37,5 ár, sam­kvæmt gögnum Hag­stofu Íslands. Framund­an, horft til næstu tíu til fimmtán ára, er því þörf fyrir mikla fjölgun starfa og hraða aðlögun vinnu­mark­að­ar­ins að auk­inni atvinnu­þátt­töku fólks. Líf­eyr­is­s­kerf­ið, hvort sem er að hálfu einka­rek­inna sjóða eða hins opin­bera, þarf að laga sig að þess­ari stöðu. Fyrir þjóð sem telur tæp­lega 320 millj­ónir íbúa, sem búa í inn­byrðis afar ólíkum ríkj­um, með mis­mun­andi stoðir undir efna­hagnum á hverjum stað, er þetta mikil áskor­un.

Örv­un­að­gerðir - Ganga þær enda­laust?Að baki árangrinum býr einnig mark­viss og skýr stefna Seðla­banka Banda­ríkj­anna um að örva hag­kerfið með ódýru fjár­magni. Vöxtum hefur verið haldið við núllið í sjö ár og atvinnu­lífið - ekki síst fjár­mála­kerfið - hefur notið góðs af þeirri stöðu. En til lengdar litið mun hag­kerfið ekki geta treyst á örv­un­ar­að­gerðir hins opin­bera, að því er Janet Yellen, seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna, hefur látið hafa eftir sér. Hún reiknar nú með því að vextir taki að hækka síðar á árinu. En eins og svo oft þegar seðla­banka­stjórar eru að ræða um hlut­ina, þá eru fyr­ir­var­arnir marg­ir. Óvissa sé alltaf fyrir hendi og að aðstæður geti skyndi­lega breyst. Þannig hljóm­uðu svör hennar í það minnsta eftir að hún var spurð út í fram­tíð­ar­horfur á fundi í Cleveland, 10. júlí síð­ast­lið­inn.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None