Veðmálasérfræðingurinn kominn upp við vegg

John-Paulson.jpg
Auglýsing

Það besta sem gat komið fyrir hinn 59 ára gamla John A. Paul­son var alls­herj­ar­hrun fjár­mála­mark­aða og fast­eigna­mark­að­ar­ins í Banda­ríkj­unum frá 2007 til 2009. Þá breytti hann eignum sem voru innan við 50 millj­ónir Banda­ríkja­dala í 20 millj­arða dala og gerðu hann að einum rík­asta manni í heimi. Bók­in, Greatest Trade Ever, sem blaða­maður Wall Street Journal, Gregory Zuckerman, skrif­ar, rekur þá ótrú­legu sögu. Í stuttu máli veðj­aði Paul­son, með hjálp vinar síns og skóla­fé­laga Paolo Pellegrini, að fast­eigna­verð myndi hrynja og að van­skil myndu hrann­ast upp í kerf­inu með þeim afleið­ingum að skulda­bréfa­vafn­ingar yrðu verð­laus­ir. Þetta gekk eft­ir, og bæði Paul­son og Pellegrini, sem er doktor í stærð­fræði, urðu mold­rík­ir. Pellegrini rekur nú sjóð­inn PSQR en John Paul­son er með víð­tæka eigna­stýr­ing­ar­þjón­ustu í nokkrum sjóðum en félag hans Paul­son & Co. Inc. er stærst og móð­ur­fé­lag flestra sjóð­anna.

Erf­ið­leikar hjá Paul­son



Í gær var frá því greint að við­skipta­vinir Bank of Amer­ica Merril Lynch hefðu ákveðið að yfir­gefa sjóði Paul­son vegna slæmrar ávöxt­unar í fyrra, og erf­ið­leika það sem af er ári. Sam­tals hafa nú þegar verið teknir 81 millj­ónir Banda­ríkja­dala úr sjóðum Paul­son,  en heild­ar­stærð þeirra var um tveir millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 265 millj­örðum króna. Þó 81 milljón Banda­ríkja­dala af tveggja millj­arða dala sjóði virki ekki mik­ið, þá eru það skila­boðin sem risa­bank­inn er að senda út á mark­að­inn sem eru alvar­leg­ustu tíð­indin fyrir Paul­son. Nú standa eft­ir­sótt­ustu við­skipta­vinir sjóða í New York ekki lengur í bið­röðum eftir því að kom­ast með fé sitt til Paul­son til ávöxt­un­ar. Eftir að fréttir spurð­ust út af ótrú­legu veð­máli hans þegar fjár­mála­mark­aðir hrundu, var það reynd­in. Hann gat valið fjár­festa til að vinna með.

En síð­ustu tvö árin hafa verið erf­ið. Áhættu­sæknar fjár­fest­ingar í heil­brigðistengdri nýsköpun hafa ekki skilað sér til baka, og þá hafa stöðu­tökur sjóða hans í hluta­bréfum heldur ekki verið að skila árangri. Eignir eru nú metnar á 11,2 millj­arða Banda­ríkja­dala en voru þegar best lét ríf­lega 30 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um fjögur þús­und millj­örðum króna.

Þrátt fyrir allt er Paul­son enn með áhrifa­meiri fjár­festum í New York. Hann velur fífl­djarfa áhættu­sækni í mörgum sínum sjóðum og fjár­festar sem leggja honum til fé sitt vita það mæta vel. Allt getur tap­ast en ef veð­málin ganga upp þá er ávöxt­un­ar­mögu­leik­inn gríð­ar­leg­ur.

Auglýsing

Wall Street, helsta táknmynd markaða í New York. Fjárfestar sem kenndir eru við meginstraum Wall Street eru ekki á sömu línu og Paulson, sem leitar uppi vandamál og rennir að græða á þeim. Mynd: EPA. Wall Street, helsta tákn­mynd mark­aða í New York. Fjár­festar sem kenndir eru við meg­in­straum Wall Street eru ekki á sömu línu og Paul­son, sem leitar uppi vanda­mál og reynir að græða á þeim. Mynd: EPA.

Fjár­festi á Íslandi, í Grikk­landi og Púertó Ríkó



Sjóðir í stýr­ingu hjá Paul­son létur hrunið á Íslandi ekki fram­hjá sér fara og var sjóð­ur­inn Paul­son Credit Oportunities Master um tíma meðal stærstu eig­enda krafna í slitabú Glitn­is. Í des­em­ber 2014 seldi hann kröfur sínar sem voru að nafn­virði upp á 53 millj­arða króna á þeim tíma.

Paul­son hefur einnig verið með fjár­fest­ingar í gangi á öðrum stöðum þar sem erf­ið­leikar hafa verið fyrir hendi og nú síð­ast í Grikk­landi. Sjóður sem þar hefur fjár­fest fyrir háar fjár­hæð­ir, Special Situ­ations Fund, skil­aði nei­kvæðri ávöxtun upp á 3,8 pró­sent í júní síð­ast­liðnum og virð­ist sem Paul­son hafi verið að veðja á aðra útkomu úr við­ræðum Grikkja við kröfu­hafa en reyndin varð. Sjóð­ur­inn er næst stærsti hlut­haf­inn í Pira­eus Bank Group á eftir gríska rík­inu og hefur ein­fald­lega upp­lifað algjört hrun á mark­aðsvirði bank­ans og erf­ið­leika við fjár­mögn­un. Þá keypti sjóð­ur­inn einnig hluti í fyr­ir­tækj­unum Athens Water Supply and Sewerage Company, sem fram­leiðir vatn eins og nafnið gefur til kynna. Sam­tals námu þessar fjár­fest­ingar 137 millj­ónum Banda­ríkja­dala. Mark­aðsvirðið hefur hrun­ið, og mikið fé tap­ast á skömmum tíma. En Paul­son hefur sjálfur beðið fjár­festa um þol­in­mæði, ekki séu öll kurl komin til grafar ennþá í Grikk­landi.

Nýleg kaup hans á opin­berum skuldum Púertó Ríkó, sem á í miklum erf­ið­leikum þessa dag­ana, sýna enn fremur að Paul­son vill helst vera þar sem vanda­málin eru stór og mik­il. Kaup sjóða hans á kröfum upp á 120 millj­ónir Banda­ríkja­dala er enn ein stað­fest­ing á því.

Gefur ótrú­legar upp­hæðir til góð­gerð­ar­mála



Í maí síð­ast­liðnum sendi Paul­son bréf til verk­fræði­deildar Harvard háskóla og sagð­ist hafa áhuga því styrkja deild­ina. Síðan fylgdi annað bréf þar sem hann sagð­ist vilja gefa deild­inni 400 millj­ónir Banda­ríkja­dala, jafn­virði tæp­lega 60 millj­arða króna, sem  er stærsta gjöf sem skól­inn hefur nokkurn tím­ann feng­ið. Fyrstu við­brögð skól­ans voru hikandi, vegna þess að þetta birt­ist eins og þruma úr heið­skíru lofti. En eftir nokkrar umræð­ur, þar sem gjöfin var gagn­rýnd meðal ann­ars vegna þess að hún þótti það stór að hún gæti búið til þá ímynd að Harvard væri til sölu, þá sagði skól­inn já.

Í febr­úar 2012 kom svipað bréf frá Paul­son til almenn­ings­garða félags New York borg­ar, sem styður við upp­bygg­ingu almenn­ings­garða, þar á meðal kenni­tákns­ins glæsi­lega Central Park. Paul­son sagð­ist vilja styrkja upp­bygg­ingu garðs­ins og stuðla að verndun hans. (Myndin hér að neðan sýnir börn að leik í Central Park, sem Paul­son vill að verði vernd­aður alveg, og mik­ill pen­ingur settur í almennt við­hald. Blaða­maður fór þangað með syni sínum á dög­un­um, sem valdi að vera í vatn­inu í hit­an­um, öðru frem­ur).





Í byrjun ágúst­mán­aðar bár­ust svo fréttir af því að Paul­son hefði ákveðið að styrkja Success Academy skól­ann um 8,5 millj­ónir Banda­ríkja­dala, og hafa þær fréttir leitt til gagn­rýni á skól­ann fyrir að taka við pen­ing­un­um, nú síð­ast í dag.

Er Paul­son með plan?



Erf­ið­leik­arnir hjá John Paul­son vekja upp spurn­ing­ar. Er hann með plan, þar sem ávöxt­unin gæti komið hratt til baka ef mark­aðs­að­stæður breytast? Hvernig sér hann fram­tíð­ina fyrir sér? Að hluta er þetta óráð­ið, enda er hann frægur fyrir að sýna ekki of mikið á spilin heldur frekar reyna að fá fjár­festa til þess að treysta sér fyrir pen­ing­unum sín­um, með vit­und um að veð­málin geti farið vel og illa. Þessi tæp­lega sex­tugi fjár­fest­ir, sem hefur BA prófum í klass­ískum vís­indum frá New York Uni­versity og MBA próf frá Harvard, hefur sýnt það áður að  hann fer sínar eigin leiðir í stað þess að elta meg­in­straum­inn á Wall Street. Þó hann sé kom­inn upp við vegg núna, þýðir ekki endi­lega að hann viti ekki hvað hann er að gera.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None