Fjórðungur styrkja úr Orkusjóði fóru til stofnunar sem bróðir formanns nefndar stýrir

arnisigfusson2.jpg
Auglýsing

Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands fékk tæpan fjórð­ung þeirra styrkja sem Orku­sjóður úthlut­aði til alls ell­efu verk­efna fyrr í þessum mán­uði. Fjallað var um úthlut­un­ina á for­síðu Frétta­blaðs­ins í dag sökum þess að for­maður nefnd­ar­innar sem velur hverjir fá styrki, Árni Sig­fús­son, er bróðir for­stjóra Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands, Þor­steins Inga Sig­fús­son­ar. Árni vék ekki sæti þegar fjallað var um styrk­veit­ing­una.

Ljóst er að hæfi Árna til að koma að þeirri máls­með­ferð gæti mögu­lega verið í and­stöðu við stjórn­sýslu­lög. Í öðrum kafla þeirra segir að nefnd­ar­maður sé van­hæfur til með­ferðar máls ef hann „er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ætt­leið­ing­ar“ eða ef hann „teng­ist fyr­ir­svars­manni eða umboðs­manni aðila með þeim hætt­i“. Auk þess telj­ast nefnd­ar­menn van­hæfir ef „að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlut­drægni hans í efa með rétt­u".

En styrk­veit­ingar til Nýsköp­un­ar­mið­stöðv­ar, sem er á fjár­lög­um, úr sam­keppn­is­sjóðum hafa verið gagn­rýndar vegna ýmissa ann­arra ástæðna. Hlut­verk hennar sam­kvæmt lögum er að aðstoða frum­kvöðla, ekki keppa við þá um styrki.

Auglýsing

Árni for­maður nýrrar nefndar

Orku­sjóður er í eigu rík­is­ins og er hlut­verk hans að stuðla að hag­kvæmri nýt­ingu orku­linda lands­ins með styrkjum eða lán­um, einkum til aðgerða sem miða að því að draga úr notkun jarð­efna­elds­neyt­is. Yfir­um­sjón og ábyrgð með sjóðnum er hjá iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra.

Í des­em­ber í fyrra sam­þykkti Alþingi að gera breyt­ingar á lögum um Orku­sjóð. Í þeim breyt­ingum fólst meðal ann­ars að Orku­ráð var lagt niður en í stað þess á iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra að skipta þriggja manna ráð­gjafa­nefnd til fjög­urra ára sem hefur það hlut­verk að gera til­lögur til ráð­herra um lán­veit­ingar og ein­stakar greiðslur úr Orku­sjóði sam­kvæmt fjár­hags- og greiðslu­á­ætlun sjóðs­ins.

Laga­breyt­ingin tók gildi 1. jan­úar 2015 og í byrjun árs skip­aði Ragn­heiður Elín Árna­dóttir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, þrjá ein­stak­linga í ráð­gjafa­nefnd­ina. Þeir eru Árni Sig­fús­son, Franz Viðar Árna­son og Halla Hrund Loga­dótt­ir.

Árni var auk þess skip­aður for­maður nefnd­ar­inn­ar.

Árni er vel­þekktur úr íslensku stjórn­mála­lífi. Hann var borg­ar­full­trúi í Reykja­vík fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í þrettán ár á níunda og tíunda ára­tugnum og var borga­stjóri höf­uð­borg­ar­innar í nokkra mán­uði árið 1994. Árn­i varð síðar bæj­ar­stjóri í Reykja­nesbæ í tólf ár fyrir hönd Sjálf­stæð­is­flokks­ins, frá árinu 2002 og fram að síð­ustu kosn­ing­um, vorið 2014, þegar flokkur hans tap­aði miklu fylgi og missti völdin í sveita­fé­lag­inu. Árni situr enn sem óbreyttur aðal­full­trúi í bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar og er odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins þar. Starf bæj­ar­full­trúa er hluta­starf.

Und­an­farið ár hefur Árni fengið nokkur verk­efni frá rík­inu. Þann 22. októ­ber 2014 skip­aði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, verk­efna­stjórn sem hefur það hlut­verk að fylgja eftir útbreiðslu og notkun raf­rænna skil­ríkja. Sú verk­efna­stjórn réð síðan Árna sem verk­efna­stjóra inn­leið­ingar raf­rænna skil­ríkja.

Tæpur fjórð­ungur til Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar



Ráð­gjafa­nefnd Orku­sjóðs gerir til­lögu um úthlut­anir og ráð­herr­ann tekur ákvarð­anir um þær á grund­velli þeirra til­lagna. Umsýsla sjóðs­ins er hins vegar hjá Orku­stofn­un.

Til­kynnt var um styrki Orku­sjóðs til 11 verk­efna á vef Orku­stofn­unar 18. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Eft­ir­far­andi aðilar hlutu styrki:

Íslensk Nýorka Drægni­reiknir fyrir raf­bíla 1.400.000
ElCor­rect ehf. Grein­ing á örorku­nýt­ingu til upp­færslu á rafsíu 2.300.000
Ivar G. Ingv­ars­son Íslensku jarð­vegur – órann­sökuð orku­auð­lind 1.700.000
Orkey ehf. Vinnsla á fitu- og úrgangi til líf­dís­ils­fram­leiðslu 1.000.000
Sig­urður Brynjóls­son Brenni­steins­vetni frá jarð­varma­virkj­unum nýtt til fram­leiðslu á líf­efnum 750.000
ReSo­urce International ehf. Prod­uct­ion of biofuel from fis­h-oil by-prod­ucts 1.500.000
Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands Ljósveiðar - orku­sparn­aður í tog­veiðum 3.600.000
Sig­fús Björns­son, próf. Þróun og smíði lífofns til rækt­unar tví­hama örþör­unga 1.500.000
Sig­urður Karl Jóns­son Fær­an­leg tvennd­ar­vél 2.100.000
Unn­steinn Her­manns­son End­ur­nýj­an­leg orka í land­bún­aði 2.400.000
Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands Vist­vænt elds­neyti úr afgasi jarð­hita­virkj­ana 1.000.000
Sam­tals kr. 19.250.000


Ný­sköp­un­ar­mið­stöð Íslands hlaut hæsta ein­staka styrk­inn, alls 3,6 millj­ónir króna, vega verk­efnis sem kall­ast Ljósveiðar og snýst um orku­sparnað í tog­veið­um. Nýsköp­un­ar­mið­stöðin hlaut einnig annan styrk, upp á eina milljón króna, segna ann­ars verk­efnis sem snýst um gerð vist­væns elds­neytis úr afgasi jarð­hita­virkj­ana. Sam­tals fékk Nýsköð­un­ar­mið­stöðin 24 pró­sent þeirra styrkja sem veittir voru að þessu sinni.

Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands er stofnun sem heyrir undir iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra. Hlut­verk henn­ar, sam­kvæmt lögum um hana,  er „að styrkja sam­keppn­is­stöðu íslensks atvinnu­lífs og auka lífs­gæði í land­inu“. Á árinu 2015 fær mið­stöðin 537 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði. Á næsta ári, árinu 2016, mun hún fá sam­tals 569 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði og mun auk þess afla sér­tekna upp á 843 millj­ónir króna, sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi.

Sam­kvæmt lögum um Nýsköp­un­ar­mið­stöð fær hún tekjur sínar frá fram­lögum úr rík­is­sjóði, þjón­ustu­gjöld­um, fjár­magnstekj­um, tekjum vegna hlut­deildar í félögum og „öðrum tekj­u­m“. Aðrar tekjur eru meðal ann­ars styrkir sem mið­stöðin sækir í. Til dæmis hjá Orku­sjóði.

Segir Ragn­heiði Elínu ekki hafa svarað erindi sínu



Dag­inn áður en að Orku­sjóður birti yfir­lit yfir úthlut­anir í ár birt­ist grein á vef fyr­ir­tæk­isnis Valorku, sem vinnur að þróun tækni til  nýt­ingar sjáv­ar­falla­orku í annesja­röst­um. Greinin er eftir Valdi­mar Öss­ur­ar­son, fram­kvæmd­stjóra Valorku og for­mann Sam­taka frum­kvöðla og hug­vits­manna. Í henni fer hann hörðum orðum um styrk­veit­ingar Orku­sjóðs til Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands.

Þar rekur Valdi­mar að Valorka hafi fengið styrkt frá Tækni­þró­un­ar­sjóði nýver­ið. „Valorka fagnar að sjálf­sögðu þess­ari líf­línu, sem kom á síð­ustu stundu; verk­efnið hefði að öðrum kosti drep­ist á þessu sumri þrátt fyrir góðan árang­ur,“ segir Valdi­mar í grein­inni.

Tækni­þró­un­ar­sjóður gerir hins vegar kröfu um 50 pró­sent mót­fram­lag vegna sinna styrk­veit­inga. Á und­an­förnum árum hefur fram­lag úr Orku­sjóði riðið bagga­munin hjá Valorku svo að fyr­ir­tækið hafi getað haldið áfram sinni þró­un.

Í ár var Valorku hins vegar synjað um styrk úr Orku­sjóði og, að sögn Valdi­mars, stefnir það verk­efni Valorku í bráða hætti, enda sé hann eina úrræðið sem Valorka hafi um mót­fram­lag við styrk Tækni­þró­un­ar­sjóðs. Hann hafi farið fram á að Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, beitti heim­ild sinni til að breyta nið­ur­stöðu ráð­gjafa­nefndar Orku­sjóð­ar. Ráð­herr­ann hafi hins vegar ekki svarað erind­inu.

Segir styrk­veit­ing­una ólög­mæta

Það sem fer mest fyrir brjóstið á Valdi­mari eru úthlut­anir til Nýsköp­un­ar­sjóðs úr Orku­sjóði. Valdi­mar gerir þrí­þættar athuga­semdir við þær.

Í fyrsta lagi að Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands, sem er ætlað að vera frum­kvöðlum til ráð­gjafar og stuðn­ings, sé að sækja sjálf um styrki í sömu sjóði og þeir sem hún á að vera að aðstoða. Þannig sé mið­stöðin í sam­keppni við skjól­stæð­inga sína og sam­starfs­að­ila.

Í öðrum lagi segir hann styrk­ina til Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar vera ámæl­is­verða vegna þess að mið­stöðin hafi mun fleiri mögu­leika en sér­hæfð þró­un­ar­verk­efni á borð við það sem Valorka vinnur að til að sækj­ast eftir stuðn­ingi við sín verk­efni. Ljós­vörpu­verk­efn­ið, sem fékk hæsta styrkin úr Orku­sjóði, sé til að mynda styrk­hæft úr þró­un­ar­sjóði sjáv­ar­út­vegs­ins. „Víta­vert verður að telj­ast að hinu nauma styrkfé Orku­sjóðs sé ráð­stafað til aðila sem hafa slík úrræði og önnur verk­efni, sem þó heyra meira til sviðs orku­fram­leiðslu, eru sett á guð og gadd­inn.  Hér er um for­kast­an­leg vinnu­brögð að ræða,“ segir Valdi­mar í grein sinni.

Í þriðja lagi segir hann að styrk­veit­ingar Orku­sjóðs til Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar sé ólog­mæt, eins og að henni var stað­ið, þar sem for­maður ráð­gjafa­nefnd­ar­innar sem gerði til­lögu um styrk­veit­ing­arn­ar, Árni Sig­fús­son, og Þor­steinn Ingi Sig­fús­son, for­stjóri Nýsköp­un­ar­mið­stöðv­ar, séu bræð­ur. Jakob Björns­son, fram­kvæmda­stjóri Orku­stofn­un­ar, hefur stað­fest að Árni hafi ekki vikið sæti þegar styrk­veit­ingin var sam­þykkt. Valdi­mar telur því að styrk­veit­ingin stang­ist á við 2. kafla stjórn­sýslu­laga og hljóti að dæm­ast ómerk.

Þar segir að nefnd­ar­maður sé van­hæfur til með­ferðar máls ef hann „er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ætt­leið­ing­ar“ eða ef hann „teng­ist fyr­ir­svars­manni eða umboðs­manni aðila með þeim hætt­i“. Auk þess telj­ast nefnd­ar­menn van­hæfir ef „að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlut­drægni hans í efa með rétt­u“.

Í Frétta­blað­inu í dag kemur fram að Valdi­mar hafi kært málið til ráðu­neyt­is­ins og kraf­ist end­ur­upp­töku styrk­veit­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None