Rússar hefja loftárásir á skotmörk í Sýrlandi - Landher í stellingum

rsz_h_52273635.jpg
Auglýsing

Rúss­neskar her­flug­vélar hófu í morgun loft­árásir á valin skot­mörk í Sýr­landi sem bein­ast að Íslamska rík­inu. Árás­irnar eru gerðar undir vernd­ar­væng rík­is­stjórnar Bashar al-Assad, for­seta Sýr­lands, en Vladímir Pútín, for­seti Rúss­lands, hefur hvatt þjóðir heims­ins, ekki síst Banda­ríkja­menn, til þess að „stilla sér upp með“ stjórn­ar­her Sýr­lands í bar­átt­unni við Íslamska ríkið og sjálf­stæða hryðju­verka­hópa inn þessa stríðs­hrjáða rík­is­ins.

Sam­kvæmt frá­sögn Was­hington Post hafa Rússar þegar sett land­her í stell­ingar í Sýr­landi, sem er til þjón­ustu reið­bú­inn, þegar Assad og yfir­menn í stjórn­ar­her Sýr­lands gefa skip­anir um hvað skuli gera. Banda­rísk stjórn­völd hafa þegar gagn­rýnt aðgerðir Rússa og sagt að þær geti leitt til flók­innar stöðu í Mið­aust­ur­löndum og grafið undan friði og sam­stöðu.

Auglýsing


Þessi litla stúlka býr við viðvarandi ótta, eins og milljónir manna sem hafa flúið átökin í Sýrlandi, Írak og Afganistan. Mynd: EPA. Þessi litla stúlka býr við við­var­andi ótta, eins og millj­ónir manna sem hafa flúið átökin í Sýr­landi, Írak og Afganist­an. Mynd: EPA.Spennu­þrungið ástandFrum­kvæði Rússa kemur á tíma þar sem þeir eru ein­angr­aðir á hinu alþjóða­póli­tíska sviði. Evr­ópu­sam­bands­ríkin hafa stillt sér upp gegn Rússum, vegna aðgerð­anna í Úkra­ínu og átak­anna þar, og það sama má segja um Banda­rík­in. Við­skipta­þving­unum er beitt til þess að halda rúss­neska birn­inum niðri.Á vef For­eign Policy kemur fram að Rússar sjái stöð­una í Sýr­landi sem ákveðna leið út úr vand­anum sem landið er í, þar sem alþjóða­sam­fé­lag­inu, með Banda­ríkja­menn í broddi fylk­ing­ar, hefur mis­tek­ist að búa til jarð­veg frið­ar. Þvert á móti eru átökin í Sýr­landi, Írak og Afganista sífellt að versna, og er nú talið að 20 til 25 millj­ónir manna séu á flótta undan hat­urs­fullu ofbeldi og átök­um. Í Sýr­landi er ástandið ver­st, en um tíu millj­ónir manna hafa flúið heim­ili sín og um fimm millj­ónir hafa kom­ist úr land­inu. Af um 22 millj­ónar heildar­í­búa­fjölda, sé tekið mið af tölum Alþjóða­bank­ans frá því í lok árs 2013, þá eru meira en fjórtán millj­ónir í hreinni neyð. Stór hópur fólks telur sig hvergi geta far­ið, og heldur til við slæmar aðstæður á heim­ilum sín­um. Almennum borg­urum stafar bæði ógn af aðgerðum stjórn­ar­hers­ins og Íslamska ríks­ins.Pútín hefur sagt, að þjóðir heims­ins hafa engan annan kost en að hefja strax kerf­is­bundnar hern­að­ar­að­gerðir gegn Íslamska rík­inu. En hvers vegna hika aðrar þjóð­ir, Banda­rík­in, Frakk­land og Bret­land þar hel­st, við að vinna með stjórn­ar­her Sýr­lands? Ástæðan er algjört van­traust á Assad. Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, sagði í ræðu sinni á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna, að Assad hafi beitt sprengjum gegn börnum í sínu eigin landi, og að hann gæti aldrei verið hluti af póli­tískri lausn á stöð­unni í Sýr­landi. Francois Hollande, for­seti Frakk­lands, og David Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hafa báðir sagt það sama.Sýrland. Stríðshrjáð ríki í augnablikinu. Á kortinu sést borgin Homs, þar sem gríðarlega hörð átök hafa átt sér stað, í á fjórða ár. Loftárásir stjórnarhersins í borginni hafa verið harðlega gagnrýndar. Mynd: EPA. Sýr­land. Stríðs­hrjáð ríki í augna­blik­inu. Á kort­inu sést borgin Homs, þar sem gríð­ar­lega hörð átök hafa átt sér stað, í á fjórða ár. Loft­árásir stjórn­ar­hers­ins í borg­inni hafa verið harð­lega gagn­rýnd­ar. Mynd: Google.Hern­að­ar­lega flókin staðaRúss­neski her­inn hefur stillt sér upp einkum á þremur stöðum í land­inu. Við Al Sanobar her­stöð­ina, skammt frá borg­inni Latakia, á Bassel al-Assad alþjóða­flug­vell­in­um, og við Tartus, sem er um hund­rað kíló­metra frá Latakia. Allir þessir staðir eru við vest­ur­strönd lands­ins, þar sem Mið­jarð­ar­hafið leggst að. Árásin í morgun var tölu­vert innar í land­inu, sam­kvæmt Was­hington Post, á svæði í grennd við borg­ina Homs, sem er með um eina milljón íbúa. Þar er ástandið hvað verst í land­inu, hús hafa verið jöfnuð við jörðu og óbreyttir borg­arar halda til við illan kost í örvænt­ingu án neyð­ar­að­stoð­ar. Íslamska ríkið er sagt byggja sínar aðgerðir úr leyni­byrgj­um, meðal ann­ars í kringum Homs, þar sem Rússar sprengdu í morg­un.En yfir­ráð í land­inu, til þess að ná stöð­ug­leika, eru ekki handan við horn­ið. Barist er víða, ekki síst í aust­ur­hluta lands­ins sem á landa­mæri að Írak. Flótta­menn sem flýja frá Írak til Sýr­lands eru á væg­ast sagt hættu­legri leið til betra lífs.Sér­tækar aðgerðir breska, franska og banda­ríska hers­ins, meðal ann­ars með svo­nefndum drón­um, sem eru ómönnuð loft­för, hafa meðal ann­ars miðað að því að skaða víga­menn Íslamska ríks­ins sem ráð­ast á óbreytta borg­ara sitt hvoru megin við landa­mæri Sýr­lands og Íraks. Af þeim 250 þús­und borg­urum sem hafa látið lífið í Sýr­landi frá árinu 2011, og þeim 800 þús­und sem hafa slasast, hefur stór hluti fallið á svæð­inu nærri landa­mærum Sýr­lands og Íraks. Stór hóp­ur flótta­manna innan úr Sýr­landi hefur safn­ast saman í flótta­manna­búðum í Líbanon, sem á landa­mæri að suð­vest­ur­hluta lands­ins.Hvað gera Banda­ríkja­menn?Frum­kvæði Rússa, og skarpar aðgerðir þeirra í Sýr­landi, hafa beint spjót­unum að Banda­ríkja­mönn­um. Hvað gera þeir nú, og hvað liggja hags­munir þeirra? Jafn­vel þó Obama hafi opnað á sam­starf við Rússa í Sýr­landi, þá er kalt á milli þess­ara stór­velda í augna­blik­inu, og efna­hags­legar þving­anir Banda­ríkj­anna til marks um það. Banda­ríkin standa nú frammi fyrir því að blanda sér beint í átök­in, ná frum­kvæði í hern­að­ar­að­gerð­um, en að láta Rússa um það að stilla til friðar í Sýr­landi með stjórn­ar­hern­um, sem síðan teygir anga sína víð­ar. Eins og segir í umföllun For­eign Policy, þá hafa banda­rísk stjórn­völd langa reynslu af því að treysta ekki Rúss­um. Ólík­legt verður að telj­ast að þau leyfi þeim að stýra ferð­inni. En eftir að Rússar form­lega hófu hern­að­ar­að­gerðir í Sýr­landi í morg­un, virð­ist blasa við að Banda­ríkja­menn, með Sam­ein­uðu þjóð­unum og eftir atvikum öðrum alþjóð­stofn­unum og bandalögum þjóða, þurfa að gera upp við sig hvernig þeir ætla að nálg­ast þetta súra epli sem Sýr­land er. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,7 að stærð samkvæmt fyrstu tölum á vef Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans eru sögð 4,1 km vestur af Krýsuvík. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None