Rússar hefja loftárásir á skotmörk í Sýrlandi - Landher í stellingum

rsz_h_52273635.jpg
Auglýsing

Rússneskar herflugvélar hófu í morgun loftárásir á valin skotmörk í Sýrlandi sem beinast að Íslamska ríkinu. Árásirnar eru gerðar undir verndarvæng ríkisstjórnar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, en Vladímir Pútín, forseti Rússlands, hefur hvatt þjóðir heimsins, ekki síst Bandaríkjamenn, til þess að „stilla sér upp með“ stjórnarher Sýrlands í baráttunni við Íslamska ríkið og sjálfstæða hryðjuverkahópa inn þessa stríðshrjáða ríkisins.

Samkvæmt frásögn Washington Post hafa Rússar þegar sett landher í stellingar í Sýrlandi, sem er til þjónustu reiðbúinn, þegar Assad og yfirmenn í stjórnarher Sýrlands gefa skipanir um hvað skuli gera. Bandarísk stjórnvöld hafa þegar gagnrýnt aðgerðir Rússa og sagt að þær geti leitt til flókinnar stöðu í Miðausturlöndum og grafið undan friði og samstöðu.


Þessi litla stúlka býr við viðvarandi ótta, eins og milljónir manna sem hafa flúið átökin í Sýrlandi, Írak og Afganistan. Mynd: EPA. Þessi litla stúlka býr við viðvarandi ótta, eins og milljónir manna sem hafa flúið átökin í Sýrlandi, Írak og Afganistan. Mynd: EPA.

Auglýsing

Spennuþrungið ástand


Frumkvæði Rússa kemur á tíma þar sem þeir eru einangraðir á hinu alþjóðapólitíska sviði. Evrópusambandsríkin hafa stillt sér upp gegn Rússum, vegna aðgerðanna í Úkraínu og átakanna þar, og það sama má segja um Bandaríkin. Viðskiptaþvingunum er beitt til þess að halda rússneska birninum niðri.


Á vef Foreign Policy kemur fram að Rússar sjái stöðuna í Sýrlandi sem ákveðna leið út úr vandanum sem landið er í, þar sem alþjóðasamfélaginu, með Bandaríkjamenn í broddi fylkingar, hefur mistekist að búa til jarðveg friðar. Þvert á móti eru átökin í Sýrlandi, Írak og Afganista sífellt að versna, og er nú talið að 20 til 25 milljónir manna séu á flótta undan hatursfullu ofbeldi og átökum. Í Sýrlandi er ástandið verst, en um tíu milljónir manna hafa flúið heimili sín og um fimm milljónir hafa komist úr landinu. Af um 22 milljónar heildaríbúafjölda, sé tekið mið af tölum Alþjóðabankans frá því í lok árs 2013, þá eru meira en fjórtán milljónir í hreinni neyð. Stór hópur fólks telur sig hvergi geta farið, og heldur til við slæmar aðstæður á heimilum sínum. Almennum borgurum stafar bæði ógn af aðgerðum stjórnarhersins og Íslamska ríksins.


Pútín hefur sagt, að þjóðir heimsins hafa engan annan kost en að hefja strax kerfisbundnar hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu. En hvers vegna hika aðrar þjóðir, Bandaríkin, Frakkland og Bretland þar helst, við að vinna með stjórnarher Sýrlands? Ástæðan er algjört vantraust á Assad. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, að Assad hafi beitt sprengjum gegn börnum í sínu eigin landi, og að hann gæti aldrei verið hluti af pólitískri lausn á stöðunni í Sýrlandi. Francois Hollande, forseti Frakklands, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafa báðir sagt það sama.


Sýrland. Stríðshrjáð ríki í augnablikinu. Á kortinu sést borgin Homs, þar sem gríðarlega hörð átök hafa átt sér stað, í á fjórða ár. Loftárásir stjórnarhersins í borginni hafa verið harðlega gagnrýndar. Mynd: EPA. Sýrland. Stríðshrjáð ríki í augnablikinu. Á kortinu sést borgin Homs, þar sem gríðarlega hörð átök hafa átt sér stað, í á fjórða ár. Loftárásir stjórnarhersins í borginni hafa verið harðlega gagnrýndar. Mynd: Google.


Hernaðarlega flókin staða


Rússneski herinn hefur stillt sér upp einkum á þremur stöðum í landinu. Við Al Sanobar herstöðina, skammt frá borginni Latakia, á Bassel al-Assad alþjóðaflugvellinum, og við Tartus, sem er um hundrað kílómetra frá Latakia. Allir þessir staðir eru við vesturströnd landsins, þar sem Miðjarðarhafið leggst að. Árásin í morgun var töluvert innar í landinu, samkvæmt Washington Post, á svæði í grennd við borgina Homs, sem er með um eina milljón íbúa. Þar er ástandið hvað verst í landinu, hús hafa verið jöfnuð við jörðu og óbreyttir borgarar halda til við illan kost í örvæntingu án neyðaraðstoðar. Íslamska ríkið er sagt byggja sínar aðgerðir úr leynibyrgjum, meðal annars í kringum Homs, þar sem Rússar sprengdu í morgun.


En yfirráð í landinu, til þess að ná stöðugleika, eru ekki handan við hornið. Barist er víða, ekki síst í austurhluta landsins sem á landamæri að Írak. Flóttamenn sem flýja frá Írak til Sýrlands eru á vægast sagt hættulegri leið til betra lífs.


Sértækar aðgerðir breska, franska og bandaríska hersins, meðal annars með svonefndum drónum, sem eru ómönnuð loftför, hafa meðal annars miðað að því að skaða vígamenn Íslamska ríksins sem ráðast á óbreytta borgara sitt hvoru megin við landamæri Sýrlands og Íraks. Af þeim 250 þúsund borgurum sem hafa látið lífið í Sýrlandi frá árinu 2011, og þeim 800 þúsund sem hafa slasast, hefur stór hluti fallið á svæðinu nærri landamærum Sýrlands og Íraks. Stór hópur flóttamanna innan úr Sýrlandi hefur safnast saman í flóttamannabúðum í Líbanon, sem á landamæri að suðvesturhluta landsins.
Hvað gera Bandaríkjamenn?


Frumkvæði Rússa, og skarpar aðgerðir þeirra í Sýrlandi, hafa beint spjótunum að Bandaríkjamönnum. Hvað gera þeir nú, og hvað liggja hagsmunir þeirra? Jafnvel þó Obama hafi opnað á samstarf við Rússa í Sýrlandi, þá er kalt á milli þessara stórvelda í augnablikinu, og efnahagslegar þvinganir Bandaríkjanna til marks um það. Bandaríkin standa nú frammi fyrir því að blanda sér beint í átökin, ná frumkvæði í hernaðaraðgerðum, en að láta Rússa um það að stilla til friðar í Sýrlandi með stjórnarhernum, sem síðan teygir anga sína víðar. Eins og segir í umföllun Foreign Policy, þá hafa bandarísk stjórnvöld langa reynslu af því að treysta ekki Rússum. Ólíklegt verður að teljast að þau leyfi þeim að stýra ferðinni. En eftir að Rússar formlega hófu hernaðaraðgerðir í Sýrlandi í morgun, virðist blasa við að Bandaríkjamenn, með Sameinuðu þjóðunum og eftir atvikum öðrum alþjóðstofnunum og bandalögum þjóða, þurfa að gera upp við sig hvernig þeir ætla að nálgast þetta súra epli sem Sýrland er.


 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None