Framsókn ekki mælst með minna fylgi frá því að Sigmundur Davíð tók við formennsku

9951399013-d1d9280f9b-o.jpg
Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur ekki mælst með minna fylgi í könn­unum MMR frá því að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son var kjör­inn for­maður flokks­ins í jan­úar 2009. Nýjasta könnun fyr­ir­tæk­is­ins, sem var birt í dag, sýnir að ein­ungis 8,6 pró­sent aðspurðra myndu kjósa flokk­inn í dag. Það er því ljóst að vera flokks­ins í rík­is­stjórn hefur ekki skilað honum miklum vin­sæld­um.

Sama má raunar segja um Sjálf­stæð­is­flokk­inn sem mælist enn tölu­vert frá kjör­fylgi sínu, sem var þó ein slakasta útkoma sem flokk­ur­inn hefur nokkru sinni feng­ið. Þessar óvin­sældir stjórn­ar­flokk­anna skila hefð­bundnum stjórn­mála­flokkum í and­stöðu á þing­inu hins vegar ekki miklu. Bæði Sam­fylk­ingin og Vinstri græn virð­ast föst í mik­illi til­vist­ar­kreppu sem gerir það að verkum að kjós­endur þýð­ast hvor­ugan flokk­inn og Björt fram­tíð, sem lengi vel mæld­ist næst stærsti flokkur lands­ins, mælist með minna fylgi en í síð­ustu könnun í sjö­unda skiptið í röð. Flokk­ur­inn mælist nú minnstur allra sem eiga full­trúa á þingi.

Ástæðan fyrir þess­ari stöðu blasir við: gríð­ar­leg fylg­is­aukn­ing Pírata.

AuglýsingNýr botn Fram­sóknarSig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, núver­andi for­sæt­is­ráð­herra, var kjör­inn for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins 18. jan­úar 2009. Flokk­ur­inn var í mik­illi krísu í kjöl­far hruns­ins á þeim tíma og könnun sem gerð var í des­em­ber 2008 sýndi að ein­ungis 4,9 pró­sent lands­manna vildi kjósa hann.

Þremur dögum eftir að Sig­mundur Davíð tók við for­mennsku birti MMR könnun sem sýndi að flokkur hans mæld­ist með 17,2 pró­sent fylgi. Það féll hins vegar skarpt næstu mán­uði og náði botni í apríl 2009 þegar fylgi flokks­ins mæld­ist ein­ungis níu pró­sent.

Flokk­ur­inn náði síðan flugi fyrir síð­ustu kosn­ingar og hlaut þá 24,4 pró­sent atkvæða. Það dugði til að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn leiddi rík­is­stjórn, þar sem Sig­mundur Davíð varð for­sæt­is­ráð­herra. Síðan má segja að flokk­ur­inn hafi verið í frjálsu falli. Sum­arið 2014 var fylgið komið niður í um 9,5 pró­sent og það náði síðan lægsta punkti frá hveiti­brauðs­dögum Sig­mundar Dav­íðs á for­manns­stóli í jan­úar síð­ast­liðn­um, þegar fylgið mæld­ist 9,4 pró­sent. Nú hefur það enn fallið og fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mælist í dag lægra en nokkru sinni fyrr síðan að skipt var um for­mann í flokknum í jan­úar 2009, eða 8,6 pró­sent.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki langt undanSjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk 26,7 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um. Það var vissu­lega bæt­ing frá kosn­ing­unum 2009, þegar hann fékk 23,7 pró­sent, en langt frá því sem flokk­ur­inn er vanur að fá þegar litið er á fylgi hans í sögu­legu sam­hengi. Sam­hliða minnk­andi vin­sældum rík­is­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks hefur fylgi hans dalað áfram allt frá síð­ustu kosn­ing­um.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk sína verstu fylg­is­mæl­ingu á kjör­tíma­bil­inu í apríl síð­ast­liðnum þegar fylgið mæld­ist ein­ungis 21,9 pró­sent. Fylgi flokks­ins hress­ist aðeins á milli kann­ana og mælist í dag 23,1 pró­sent. Það er samt sem áður lægra en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum 2009, sem eru verstu kosn­ingar flokks­ins frá upp­hafi.

Á tölu­vert í land við að ná síð­ustu rík­is­stjórn í óvin­sældumStuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina eykst lít­il­lega á milli mán­aða en er samt ein­ungis 31,4 pró­sent. Þegar ný rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks tók við mæld­ist stuðn­ingur við hana 59,9 pró­sent. Hann hefur því tæp­lega helm­ing­ast frá því sem best lét. Sitj­andi rík­is­stjórn á þó enn tölu­vert í land með að ná þeirri sem sat á undan henni í óvin­sæld­um. Þegar stuðn­ingur við hana mæld­ist minnstur, í októ­ber 2010, studdu ein­ungis 22,1 pró­sent aðspurðra rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna.

Vert er þó að taka fram að stuðn­ingur við hana jókst aftur þegar leið á kjör­tíma­bilið og þegar hún fór frá studdu 31,5 pró­sent þá rík­is­stjórn, 0,1 pró­sentu­stígi fleiri en styðja þá sem nú sit­ur.

Til­vist­ar­kreppa stjórn­ar­and­stöð­unnarEn það eru ekki bara stjórn­ar­flokk­arnir tveir sem eiga í til­vist­ar­kreppu. Sam­fylk­ingin mælist nú með 13,1 pró­sent fylgi. Flokk­ur­inn bætir sann­ar­lega við sig milli kann­ana, en fylgið var 10,4 pró­sent í apr­íl. Sú mæl­ing er hins vegar sú versta sem Sam­fylk­ingin hefur fengið frá hruni. Fylgið eins og það stendur í dag er ein­ungis 0,2 pró­sent yfir kjör­fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en útreiðin sem flokk­ur­inn fékk í síð­ustu alþing­is­kosn­ingum er sú versta sem íslenskum stjórn­mála­flokkur hefur nokkru sinni fengið milli kosn­inga. Fylgið fór úr 29,8 pró­sentum í kosn­ing­unum 2009 niður í 12,9 pró­sent vorið 2013.

Minnkandi fylgi ríkisstjórnarflokkanna skilar sér hvorki til Samfylkingar né Bjartrar framtíðar. Báðir flokkar virðast eiga við tilvistarkreppu að etja. Minnk­andi fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna skilar sér hvorki til Sam­fylk­ingar né Bjartrar fram­tíð­ar. Báðir flokkar virð­ast eiga við til­vist­ar­kreppu að etja.

Vinstri grænir eiga vin­sælasta leið­tog­ann, Katrínu Jak­obs­dótt­ur, sem virð­ist höfða til mjög  víðs hóps lands­manna. Það skilar sér þó enn og aftur ekki í neinni fylg­is­aukn­ingu við flokk­inn sem hún er í for­ystu fyr­ir. Fylgi Vinstri grænna lækkar lít­il­lega á milli kann­ana og stendur nú í 10,4 pró­sent. Það er aðeins minna en flokk­ur­inn fékk í síð­ustu alþing­is­kosn­ing­um, þegar 10,5 pró­sent atkvæða féllu honum í skaut.

Fylgið dalar sjö­unda mán­uð­inn í röðSá stjórn­ar­and­stöðu­flokkur sem ætti að hafa mestar áhyggjur yfir því að vera ekki að ná til almenn­ings er Björt fram­tíð. Flokk­ur­inn hlaut 8,2 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um, þeim fyrstu sem hann bauð fram í. Fylgið hafði mælst hærra í aðdrag­anda kosn­ing­anna og því er ljóst að nið­ur­staða þeirra var að minnsta kosti sumum fram­bjóð­endum flokks­ins, sem von­ast höfðu eftir þing­sæti, tölu­verð von­brigði.

Í kjöl­far kosn­ing­anna fór fylgið að mæl­ast aftur hærra og í júní 2014 mæld­ist Björt fram­tíð næst stærsti flokkur lands­ins á eftir Sjálf­stæð­is­flokkn­um, með alls 21,8 pró­sent fylgi. Þetta fylgi hélst vel fram á haust og í októ­ber var stuðn­ingur við flokk­inn en að mæl­ast yfir 20 pró­sent. Þá hófst frjálst fall. Frá því í lok jan­úar hefur fylgi Bjartrar fram­tíðar í könn­unum MMR farið úr því að mæl­ast 16,8 pró­sent í 8,2 pró­sent. Fylgið hefur dal­aði í alls sjö könn­unum í röð.

Píratar halda ekki bara velli, heldur bæta við sigStóra fréttin í könn­unum MMR og fleiri sem mæla fylgi stjórn­mála­flokka í síð­asta mán­uði var að fylgi Pírata var komið yfir 30 pró­sent. Það er auð­vitað stór­frétt að það hald­ist ekki ein­ungis í slíkum hæðum heldur bæti flokk­ur­inn við sig. Fylgi hans mælist nú 32,7 pró­sent sem gerir Pírata að langstærsta flokki lands­ins ef kosið væri í dag.

Þetta er líka þriðja könnun MMR í röð sem mælir Pírata sem stærsta flokk lands­ins. Píratar fengu 5,1 pró­sent fylgi í kosn­ing­unum í apríl 2013 og hafa því rúm­lega sexfaldað fylgi sitt á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að þær fóru fram.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None