Framsókn horfir til þess að fá fylgisbyr í seglin

18417150919_8ced912150_k-1.jpg
Auglýsing

Í annað sinn á kjör­tíma­bil­inu er nýaf­stað­inn blaða­manna­fundur í Hörpu­nni, þar sem stjórn­völd, með Bjarna Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, og Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra, í broddi fylk­ing­ar, kynna stór og mikil áform þar spjót­unum er beint að kröfu­höfum föllnu bank­anna.

Hinn 10. nóv­em­ber í fyrra var það leið­rétt­ingin svo­nefnda á verð­tryggðum skuldum heim­ila, fyrir um 80 millj­arða, og nú tæpum sjö mán­uðum síðar eru það áform um að losa um fjár­magns­höft með því að setja skil­yrði fyrir kröfu­hafa föllnu bank­anna, eða 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatt, og að „bræða“ niður snjón­hengju aflandskróna.

Hver verða áhrifin póli­tískt?Óhætt er að segja að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn þurfi á byr í seglin að halda, enda mælist fylgi við hann í lægstu lægðum í augna­blik­inu. Frá því leið­rétt­ingin var kynnt hefur fylgið hríð­fall­ið, þvert á það sem margir héldu, og mælir Gallup nú fylgið í 8,9 pró­sent­um. Til sam­an­burðar fékk flokk­ur­inn 24,4 pró­sent í kosn­ing­unum vorið 2013, þegar hann komst til valda.

Ljóst er að margir innan Fram­sókn­ar­flokks­ins eru með miklar vænt­ingar um að nýlega kynnt áform um afnám hafta, með mörg hund­ruð millj­arða ávinn­ingi fyrir rík­is­sjóð og almenn­ing, geti haft mikil áhrif á fylgi flokks­ins og póli­tískt bak­land hans.

Auglýsing

Sigurður Hannesson og Benedikt Gíslason, varaformenn framkvæmdahóps um losun hafta, hafa verið í lykilhlutverki í undirbúningi fyrir aðgerðirnar sem nú hafa verið kynntar. Mynd: Birgir. Sig­urður Hann­es­son og Bene­dikt Gísla­son, vara­for­menn fram­kvæmda­hóps um losun hafta, hafa verið í lyk­il­hlut­verki í und­ir­bún­ingi fyrir aðgerð­irnar sem nú hafa verið kynnt­ar. Mynd: Birg­ir.

„Það var ekki lítið hlegið að fram­bjóð­endum Fram­sókn­ar­flokks­ins þegar þeir minnt­ust á kylfu og gul­rót í síð­ustu kosn­inga­bar­átt­u. Póli­tískir and­stæð­ingar höfðu aldrei heyrt aðra eins firru, aldrei heyrt annað eins bull og það að hægt væri að nálg­ast kröfu­hafa á þessum nót­um. Annað hefur komið á dag­inn,“ sagði Karl Garð­ars­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins á Alþingi í dag. Hann fór fram á að and­stæð­ingar flokks­ins bæðu Fram­sókn afsök­unar á orðum sínum um mál­flutn­ing flokks­ins, í ljósi þess hvernig úr mál­unum væri að spil­ast.

Við­mæl­endur Kjarn­ans innan Fram­sókn­ar­flokks­ins, höfðu svip­aða sögu að segja. Nú væri komið í ljós að það flokk­ur­inn hefði haft á réttu að standa, hvað varðar mögu­leika á því að fá mikla pen­inga frá kröfu­höfum í slitabú bank­anna til hags­bóta fyrir almenn­ing, og ætti að upp­skera eftir því.

Leið­rétt­ingin ekki vin­sæl – En hvað með losun hafta?Óhætt er að segja að hið póli­tíska lands­lag á Íslandi, eftir hrun­ið, hafi – eins og nær allur gang­ur­inn í efna­hags­málum – verið for­dæma­laus. Í lands­mál­unum vann VG stór­sigur í kosn­ing­unum 2009, Fram­sókn eins og áður segir árið 2013 en spurn­ingin er hvað ger­ist eftir 23 mán­uði, í kosn­ing­unum 2017. Þessi tæpu tvö ár eru langur tími í póli­tík, en eins og sakir standa mælist fylgið við Pírata lang­sam­lega mest, eða 34,1 pró­sent.

Leið­rétt­ingin svo­nefnda var ekki til vin­sælda fall­in, í það minnsta á þeim tíma sem liðin er frá kynn­ingu á henni, en ljóst má telja að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn muni vafa­lítið horfa til þess að áætl­unin og skil­yrðin fyrir losun hafta, sem hafa nú verið kynnt með svip­uðum hætti og sú fyrri, muni auka vin­sældir flokks­ins. Ekki veitir flokknum af því í augna­blik­inu, enda fylgið í lægstu lægð­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None