Framsókn horfir til þess að fá fylgisbyr í seglin

18417150919_8ced912150_k-1.jpg
Auglýsing

Í annað sinn á kjör­tíma­bil­inu er nýaf­stað­inn blaða­manna­fundur í Hörpu­nni, þar sem stjórn­völd, með Bjarna Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, og Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra, í broddi fylk­ing­ar, kynna stór og mikil áform þar spjót­unum er beint að kröfu­höfum föllnu bank­anna.

Hinn 10. nóv­em­ber í fyrra var það leið­rétt­ingin svo­nefnda á verð­tryggðum skuldum heim­ila, fyrir um 80 millj­arða, og nú tæpum sjö mán­uðum síðar eru það áform um að losa um fjár­magns­höft með því að setja skil­yrði fyrir kröfu­hafa föllnu bank­anna, eða 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatt, og að „bræða“ niður snjón­hengju aflandskróna.

Hver verða áhrifin póli­tískt?Óhætt er að segja að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn þurfi á byr í seglin að halda, enda mælist fylgi við hann í lægstu lægðum í augna­blik­inu. Frá því leið­rétt­ingin var kynnt hefur fylgið hríð­fall­ið, þvert á það sem margir héldu, og mælir Gallup nú fylgið í 8,9 pró­sent­um. Til sam­an­burðar fékk flokk­ur­inn 24,4 pró­sent í kosn­ing­unum vorið 2013, þegar hann komst til valda.

Ljóst er að margir innan Fram­sókn­ar­flokks­ins eru með miklar vænt­ingar um að nýlega kynnt áform um afnám hafta, með mörg hund­ruð millj­arða ávinn­ingi fyrir rík­is­sjóð og almenn­ing, geti haft mikil áhrif á fylgi flokks­ins og póli­tískt bak­land hans.

Auglýsing

Sigurður Hannesson og Benedikt Gíslason, varaformenn framkvæmdahóps um losun hafta, hafa verið í lykilhlutverki í undirbúningi fyrir aðgerðirnar sem nú hafa verið kynntar. Mynd: Birgir. Sig­urður Hann­es­son og Bene­dikt Gísla­son, vara­for­menn fram­kvæmda­hóps um losun hafta, hafa verið í lyk­il­hlut­verki í und­ir­bún­ingi fyrir aðgerð­irnar sem nú hafa verið kynnt­ar. Mynd: Birg­ir.

„Það var ekki lítið hlegið að fram­bjóð­endum Fram­sókn­ar­flokks­ins þegar þeir minnt­ust á kylfu og gul­rót í síð­ustu kosn­inga­bar­átt­u. Póli­tískir and­stæð­ingar höfðu aldrei heyrt aðra eins firru, aldrei heyrt annað eins bull og það að hægt væri að nálg­ast kröfu­hafa á þessum nót­um. Annað hefur komið á dag­inn,“ sagði Karl Garð­ars­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins á Alþingi í dag. Hann fór fram á að and­stæð­ingar flokks­ins bæðu Fram­sókn afsök­unar á orðum sínum um mál­flutn­ing flokks­ins, í ljósi þess hvernig úr mál­unum væri að spil­ast.

Við­mæl­endur Kjarn­ans innan Fram­sókn­ar­flokks­ins, höfðu svip­aða sögu að segja. Nú væri komið í ljós að það flokk­ur­inn hefði haft á réttu að standa, hvað varðar mögu­leika á því að fá mikla pen­inga frá kröfu­höfum í slitabú bank­anna til hags­bóta fyrir almenn­ing, og ætti að upp­skera eftir því.

Leið­rétt­ingin ekki vin­sæl – En hvað með losun hafta?Óhætt er að segja að hið póli­tíska lands­lag á Íslandi, eftir hrun­ið, hafi – eins og nær allur gang­ur­inn í efna­hags­málum – verið for­dæma­laus. Í lands­mál­unum vann VG stór­sigur í kosn­ing­unum 2009, Fram­sókn eins og áður segir árið 2013 en spurn­ingin er hvað ger­ist eftir 23 mán­uði, í kosn­ing­unum 2017. Þessi tæpu tvö ár eru langur tími í póli­tík, en eins og sakir standa mælist fylgið við Pírata lang­sam­lega mest, eða 34,1 pró­sent.

Leið­rétt­ingin svo­nefnda var ekki til vin­sælda fall­in, í það minnsta á þeim tíma sem liðin er frá kynn­ingu á henni, en ljóst má telja að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn muni vafa­lítið horfa til þess að áætl­unin og skil­yrðin fyrir losun hafta, sem hafa nú verið kynnt með svip­uðum hætti og sú fyrri, muni auka vin­sældir flokks­ins. Ekki veitir flokknum af því í augna­blik­inu, enda fylgið í lægstu lægð­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Seðlabankinn telur Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka alla vera kerfislega mikilvæga.
Starfsfólki fækkar ört í fjármálakerfinu
Rúmlega þriðjungi færri unnu í fjármálafyrirtækjum í sumar, miðað við árið á undan. Hagræðing þriggja stærstu bankanna hefur skilað sér í hærri arðsemi, þrátt fyrir að þrengt hafi verið að rekstri þeirra á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 24. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja forsendur að baki lífskjarasamningnum brostnar í ljósi gjörbreyttra efnahagsaðstæðna.
Kjarninn 24. september 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None