Framsókn horfir til þess að fá fylgisbyr í seglin

18417150919_8ced912150_k-1.jpg
Auglýsing

Í annað sinn á kjör­tíma­bil­inu er nýaf­stað­inn blaða­manna­fundur í Hörpu­nni, þar sem stjórn­völd, með Bjarna Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, og Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra, í broddi fylk­ing­ar, kynna stór og mikil áform þar spjót­unum er beint að kröfu­höfum föllnu bank­anna.

Hinn 10. nóv­em­ber í fyrra var það leið­rétt­ingin svo­nefnda á verð­tryggðum skuldum heim­ila, fyrir um 80 millj­arða, og nú tæpum sjö mán­uðum síðar eru það áform um að losa um fjár­magns­höft með því að setja skil­yrði fyrir kröfu­hafa föllnu bank­anna, eða 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatt, og að „bræða“ niður snjón­hengju aflandskróna.

Hver verða áhrifin póli­tískt?Óhætt er að segja að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn þurfi á byr í seglin að halda, enda mælist fylgi við hann í lægstu lægðum í augna­blik­inu. Frá því leið­rétt­ingin var kynnt hefur fylgið hríð­fall­ið, þvert á það sem margir héldu, og mælir Gallup nú fylgið í 8,9 pró­sent­um. Til sam­an­burðar fékk flokk­ur­inn 24,4 pró­sent í kosn­ing­unum vorið 2013, þegar hann komst til valda.

Ljóst er að margir innan Fram­sókn­ar­flokks­ins eru með miklar vænt­ingar um að nýlega kynnt áform um afnám hafta, með mörg hund­ruð millj­arða ávinn­ingi fyrir rík­is­sjóð og almenn­ing, geti haft mikil áhrif á fylgi flokks­ins og póli­tískt bak­land hans.

Auglýsing

Sigurður Hannesson og Benedikt Gíslason, varaformenn framkvæmdahóps um losun hafta, hafa verið í lykilhlutverki í undirbúningi fyrir aðgerðirnar sem nú hafa verið kynntar. Mynd: Birgir. Sig­urður Hann­es­son og Bene­dikt Gísla­son, vara­for­menn fram­kvæmda­hóps um losun hafta, hafa verið í lyk­il­hlut­verki í und­ir­bún­ingi fyrir aðgerð­irnar sem nú hafa verið kynnt­ar. Mynd: Birg­ir.

„Það var ekki lítið hlegið að fram­bjóð­endum Fram­sókn­ar­flokks­ins þegar þeir minnt­ust á kylfu og gul­rót í síð­ustu kosn­inga­bar­átt­u. Póli­tískir and­stæð­ingar höfðu aldrei heyrt aðra eins firru, aldrei heyrt annað eins bull og það að hægt væri að nálg­ast kröfu­hafa á þessum nót­um. Annað hefur komið á dag­inn,“ sagði Karl Garð­ars­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins á Alþingi í dag. Hann fór fram á að and­stæð­ingar flokks­ins bæðu Fram­sókn afsök­unar á orðum sínum um mál­flutn­ing flokks­ins, í ljósi þess hvernig úr mál­unum væri að spil­ast.

Við­mæl­endur Kjarn­ans innan Fram­sókn­ar­flokks­ins, höfðu svip­aða sögu að segja. Nú væri komið í ljós að það flokk­ur­inn hefði haft á réttu að standa, hvað varðar mögu­leika á því að fá mikla pen­inga frá kröfu­höfum í slitabú bank­anna til hags­bóta fyrir almenn­ing, og ætti að upp­skera eftir því.

Leið­rétt­ingin ekki vin­sæl – En hvað með losun hafta?Óhætt er að segja að hið póli­tíska lands­lag á Íslandi, eftir hrun­ið, hafi – eins og nær allur gang­ur­inn í efna­hags­málum – verið for­dæma­laus. Í lands­mál­unum vann VG stór­sigur í kosn­ing­unum 2009, Fram­sókn eins og áður segir árið 2013 en spurn­ingin er hvað ger­ist eftir 23 mán­uði, í kosn­ing­unum 2017. Þessi tæpu tvö ár eru langur tími í póli­tík, en eins og sakir standa mælist fylgið við Pírata lang­sam­lega mest, eða 34,1 pró­sent.

Leið­rétt­ingin svo­nefnda var ekki til vin­sælda fall­in, í það minnsta á þeim tíma sem liðin er frá kynn­ingu á henni, en ljóst má telja að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn muni vafa­lítið horfa til þess að áætl­unin og skil­yrðin fyrir losun hafta, sem hafa nú verið kynnt með svip­uðum hætti og sú fyrri, muni auka vin­sældir flokks­ins. Ekki veitir flokknum af því í augna­blik­inu, enda fylgið í lægstu lægð­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None