Framsókn horfir til þess að fá fylgisbyr í seglin

18417150919_8ced912150_k-1.jpg
Auglýsing

Í annað sinn á kjör­tíma­bil­inu er nýaf­stað­inn blaða­manna­fundur í Hörpu­nni, þar sem stjórn­völd, með Bjarna Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra, og Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra, í broddi fylk­ing­ar, kynna stór og mikil áform þar spjót­unum er beint að kröfu­höfum föllnu bank­anna.

Hinn 10. nóv­em­ber í fyrra var það leið­rétt­ingin svo­nefnda á verð­tryggðum skuldum heim­ila, fyrir um 80 millj­arða, og nú tæpum sjö mán­uðum síðar eru það áform um að losa um fjár­magns­höft með því að setja skil­yrði fyrir kröfu­hafa föllnu bank­anna, eða 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatt, og að „bræða“ niður snjón­hengju aflandskróna.

Hver verða áhrifin póli­tískt?Óhætt er að segja að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn þurfi á byr í seglin að halda, enda mælist fylgi við hann í lægstu lægðum í augna­blik­inu. Frá því leið­rétt­ingin var kynnt hefur fylgið hríð­fall­ið, þvert á það sem margir héldu, og mælir Gallup nú fylgið í 8,9 pró­sent­um. Til sam­an­burðar fékk flokk­ur­inn 24,4 pró­sent í kosn­ing­unum vorið 2013, þegar hann komst til valda.

Ljóst er að margir innan Fram­sókn­ar­flokks­ins eru með miklar vænt­ingar um að nýlega kynnt áform um afnám hafta, með mörg hund­ruð millj­arða ávinn­ingi fyrir rík­is­sjóð og almenn­ing, geti haft mikil áhrif á fylgi flokks­ins og póli­tískt bak­land hans.

Auglýsing

Sigurður Hannesson og Benedikt Gíslason, varaformenn framkvæmdahóps um losun hafta, hafa verið í lykilhlutverki í undirbúningi fyrir aðgerðirnar sem nú hafa verið kynntar. Mynd: Birgir. Sig­urður Hann­es­son og Bene­dikt Gísla­son, vara­for­menn fram­kvæmda­hóps um losun hafta, hafa verið í lyk­il­hlut­verki í und­ir­bún­ingi fyrir aðgerð­irnar sem nú hafa verið kynnt­ar. Mynd: Birg­ir.

„Það var ekki lítið hlegið að fram­bjóð­endum Fram­sókn­ar­flokks­ins þegar þeir minnt­ust á kylfu og gul­rót í síð­ustu kosn­inga­bar­átt­u. Póli­tískir and­stæð­ingar höfðu aldrei heyrt aðra eins firru, aldrei heyrt annað eins bull og það að hægt væri að nálg­ast kröfu­hafa á þessum nót­um. Annað hefur komið á dag­inn,“ sagði Karl Garð­ars­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins á Alþingi í dag. Hann fór fram á að and­stæð­ingar flokks­ins bæðu Fram­sókn afsök­unar á orðum sínum um mál­flutn­ing flokks­ins, í ljósi þess hvernig úr mál­unum væri að spil­ast.

Við­mæl­endur Kjarn­ans innan Fram­sókn­ar­flokks­ins, höfðu svip­aða sögu að segja. Nú væri komið í ljós að það flokk­ur­inn hefði haft á réttu að standa, hvað varðar mögu­leika á því að fá mikla pen­inga frá kröfu­höfum í slitabú bank­anna til hags­bóta fyrir almenn­ing, og ætti að upp­skera eftir því.

Leið­rétt­ingin ekki vin­sæl – En hvað með losun hafta?Óhætt er að segja að hið póli­tíska lands­lag á Íslandi, eftir hrun­ið, hafi – eins og nær allur gang­ur­inn í efna­hags­málum – verið for­dæma­laus. Í lands­mál­unum vann VG stór­sigur í kosn­ing­unum 2009, Fram­sókn eins og áður segir árið 2013 en spurn­ingin er hvað ger­ist eftir 23 mán­uði, í kosn­ing­unum 2017. Þessi tæpu tvö ár eru langur tími í póli­tík, en eins og sakir standa mælist fylgið við Pírata lang­sam­lega mest, eða 34,1 pró­sent.

Leið­rétt­ingin svo­nefnda var ekki til vin­sælda fall­in, í það minnsta á þeim tíma sem liðin er frá kynn­ingu á henni, en ljóst má telja að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn muni vafa­lítið horfa til þess að áætl­unin og skil­yrðin fyrir losun hafta, sem hafa nú verið kynnt með svip­uðum hætti og sú fyrri, muni auka vin­sældir flokks­ins. Ekki veitir flokknum af því í augna­blik­inu, enda fylgið í lægstu lægð­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None