Framsóknarflokkurinn boðar engar „töfra- eða allsherjarlausnir“ í baráttunni

Framsókn lagði fram kosningaáherslur sínar í gærkvöldi og boðar meðal annars að álögur lækki á minni fyrirtæki en hækki á þau sem skili verulegum hagnaði, að þrjú ný ráðuneyti verði stofnuð og að fleiri geti fengið hlutdeildarlán til að kaupa íbúð.

Sigurður Ingi Jóhannsson flokksformaður hélt ræðu á kosningafundi flokksins í gærkvöldi.
Sigurður Ingi Jóhannsson flokksformaður hélt ræðu á kosningafundi flokksins í gærkvöldi.
Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn kynnti mál­efna­á­herslur sínar fyrir kom­andi kosn­ingar á fundi á Hótel Nor­dica í Reykja­vík í gær­kvöldi, undir slag­orð­inu Fjár­festum í fólki.

Flokk­ur­inn, sem er fyrstur núver­andi stjórn­ar­flokka til þess að kynna kosn­inga­á­herslur sín­ar, seg­ist ekki ætla að leggja fram hug­myndir að „töfra- eða alls­herj­ar­lausnum“ fyrir þessar kosn­ing­ar.

Í mál­efna­á­herslum Fram­sóknar er víða talað um að fjár­festa í fólki og efla eða jafn­vel stór­efla ýmis kerfi sam­fé­lags­ins, en sjaldnar er talað hvernig flokk­ur­inn nákvæm­lega vilji gera það.

Kjarn­inn skoð­aði mál­efna­skrá flokks­ins fyrir kosn­ing­arnar og tók út það helsta.

Stærri fyr­ir­tæki borgi hærri skatta

Í atvinnu­málum seg­ist Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vera málsvari lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja. Flokk­ur­inn vill taka upp þrepa­skipt trygg­inga­gjald og lækka trygg­inga­gjald á lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki. Sam­hliða segir flokk­ur­inn nauð­syn­legt að taka upp fleiri þrep í tekju­statti fyr­ir­tækja.

„Hreinan hagnað fyr­ir­tækja umfram 200 m.kr. á ári þarf að skatt­leggja hærra til á móti lækk­un­inni til að hún dragi ekki úr getu rík­is­sjóðs til að standa undir öfl­ugu vel­ferð­ar-, mennta- og heil­brigð­is­kerf­i,“ segir í mál­efna­skrá flokks­ins.

Flokk­ur­inn seg­ist einnig leggja áherslu á að tekið verði til­lit til stærðar fyr­ir­tækja við álagn­ingu ýmissa opin­berra gjaldra, sem í dag eru í formi flatra gjalda eða skatta, eins og gjöld vegna starfs­leyfa og úttekta eft­ir­lits­að­ila.

Fram­sókn seg­ist líka vilja nota skatt­kerfið til að jafna aðstöðumun fólks á lands­byggð­inni, en ekki er útskýrt nákvæm­lega við hvað er átt í því til­liti.

Þrjú ný ráðu­neyti á teikni­borði Fram­sókn­ar­flokks­ins

Í kosn­inga­stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins segir að vilji flokks­ins sé að breyta skipu­lagi stjórn­ar­ráðs­ins nokkuð og setja á fót heil þrjú ný ráðu­neyti.

Þannig vill flokk­ur­inn koma á fót sér­stöku lofts­lags­ráðu­neyti til þess að halda utan um aðgerðir í þeim efnum og sömu­leiðis kljúfa land­bún­að­inn frá sjáv­ar­út­veg­inum yfir í sér­stakt land­bún­að­ar- og mat­væla­ráðu­neyti. Til við­bótar við það segir flokk­ur­inn að það ætti að setja á fót sér­stakt ráðu­neyti skap­andi greina.

Auk þess segir flokk­ur­inn að færa þurfi skipu­lags­mál og hús­næð­is­mál undir eitt og sama ráðu­neyt­ið, en eins og staðan er í dag heyra skipu­lags­málin undir sam­göngu­ráðu­neytið og hús­næð­is­málin eru í félags­mála­ráðu­neyt­inu.

35 pró­sent end­ur­greiðslur til kvik­mynda­gerðar

Auk þess að segja að næsta skref sé „sér­stakt ráðu­neyti skap­andi greina“ seg­ist Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vilja byggja undir upp­bygg­ingu í skap­andi grein­um. Í kosn­inga­stefn­unni segir meðal ann­ars að flokk­ur­inn vilji hækka end­ur­greiðslur á kostn­aði við kvik­mynda­gerð úr 25 pró­sentum upp í 35 pró­sent og byggja upp inn­viði fyrir kvik­mynda­gerð.

Flokk­ur­inn segir tæki­færin í hug­verka­iðn­aði nær ótak­mörkuð og vill hvetja til frek­ari fjár­fest­inga á svið­inu með „fjár­fest­inga­stuðn­ingi við stærri verk­efni“ sem skapi verð­mæti og störf. Fram­sókn seg­ist einnig vilja styrkja Tækni­þró­un­ar­sjóð og bæta skattaum­hverfi nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja.

Sunda­braut í gang 2026 og alltaf ein jarð­göng í bygg­ingu

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur farið með ráðu­neyti sam­göngu­mála und­an­farin ár og mál­efna­skrá flokks­ins í þeim efnum er að mestu upp­taln­ing á þeim verkum sem ákveðið hefur verið að ráð­ast í á næstu árum og þeim sem Sig­urður Ingi Jóhann­es­son for­maður flokks­ins hefur beitt sér fyr­ir.

Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á Sundabraut í tillögum sínum.

Sér­stak­lega er minnst á Sunda­braut, sem flokk­ur­inn segir að verði stór­kost­leg sam­göngu­bót sem losi um umferð­ar­hnúta. „Á kjör­tíma­bil­inu hefur verið unnið að und­ir­bún­ingi svo fram­kvæmdir geti byrjað eins og áætl­anir gera ráð fyrir árið 2026,“ segir um Sunda­braut­ina í plaggi flokks­ins.

Varð­andi upp­bygg­ingu inn­viða á hálend­inu seg­ist Fram­sókn vilja huga að því til fram­tíðar að raf­magns­bílar kom­ist þar um. Einnig vill flokk­ur­inn leggja áherslu á veg­ina um Kjöl og að Fjalla­baki, „ekki síst vegna mögu­legs örygg­is­hlut­verks þeirra ef nátt­úruvá ber að dyr­um.“

Fram­sókn vill síðan að á hverjum tíma sé alltaf unnið að því að byggja að minnsta kosti ein jarð­göng á land­inu. Flokk­ur­inn seg­ist líka vilja efla bæði inn­an­lands­flug­velli og hafn­ir.

Meira fé til byggða­mála

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn seg­ist vilja setja bæði aukið fé í byggða­á­ætlun og auka við eigið fé Byggða­stofn­un­ar. Þá vill flokk­ur­inn að byggðir verði klasar í sam­starfi rík­is, sveit­ar­fé­laga og atvinnu­lífs út um landið til að tryggja betur fram­gang hug­mynda­fræð­innar um störf án stað­setn­ing­ar.

„Sett verði í for­gang því tengdu að þróa skatta­lega hvata til að flýta þeirri upp­bygg­ingu svo klasar eða sam­vinnu­hús rísi sem víð­ast. Aðstöðu­leysi má ekki koma í veg fyrir að störf á vegum hins opin­bera og einka­að­ila verði til á lands­byggð­inn­i,“ segir í stefnu flokks­ins.

Flokk­ur­inn seg­ist líka vilja beita „fjár­hags­legum hvöt­um“ að auka aðgengi íbúa á skil­greindum brot­hættum svæðum að opin­berri þjón­ustu og segir Loft­brúna, nið­ur­greitt flug fyrir íbúa lands­byggð­ar­inn­ar, dæmi um vel heppn­aða aðgerð af þessu tagi.

Grænn iðn­aður

Í mál­efna­á­herslum Fram­sókn­ar­flokks­ins er vikið að lofts­lags­málum í kafl­anum um land­bún­að. Þar segir að flokk­inn vilji styðja betur við land­græðslu og skóg­rækt til að mæta skuld­bind­ingum Íslands í lofts­lags­málum og að stuðn­ingur hin opin­bera í land­bún­aði þurfi í auknum mæli „að bein­ast að því að efla fjöl­breyta ræktun og land­nýt­ingu, þar með talið kolefn­is­bind­ing­u.“

Auglýsing

Einnig er sér kafli um lofts­lags­mál­in, þar sem flokk­ur­inn seg­ist vilja efla grænan iðn­að, þar á meðal vetn­is­fram­leiðslu og „nýta tæki­færin í land­inu til nýsköp­un­ar, þró­unar og verð­mæta­sköp­unar í lofts­lags­mál­u­m“. Fram­sókn seg­ist vilja taka „enn stærri skref“ í orku­skiptum á næstu árum.

„Verk­efnin þurfa að vera mark­viss­ari og skil­virk­ari og til þess að leiða það telur Fram­sókn nauð­syn­legt að koma á sér­stöku lofts­lags­ráðu­neyti. Stefnan er kolefn­is­hlut­laust Ísland árið 2040,“ segir í stefnuplaggi flokks­ins.

Fjár­fest­ingar í fólki sem hefur lent í áföllum

Í heil­brigð­is­málum seg­ist Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vilja skoða hvort til­efni sé til auk­ins einka­rekst­urs innan heil­brigð­is­geirans.

Þá vill flokk­ur­inn ráð­ast í þjóð­ar­á­tak í lýð­heilsu­tengdum for­vörn­um, auk þess sem flokk­ur­inn vill efla geð­heil­brigð­is­þjón­ustu í for­varna­skyn og seg­ist vilja stór­efla heil­brigð­is­þjón­ustu utan sjúkra­stofn­ana, sér­stak­lega fyrir eldra fólk. Bent er á að Finnar hafi náð eft­ir­tekt­ar­verðum árangri varð­andi hið síð­ast­nefnda.

Lilja Alfreðsdóttir er varaformaður Framsóknar. Mynd: Bára Huld Beck.

Flokk­ur­inn seg­ist líka vilja fjár­festa í fólki sem hefur lent í marg­vís­legum alvar­legum áföllum á sinni lífs­leið og fara í mark­vissa vinnu við að end­ur­meta og sam­þætta þjón­ustu við þennan hóp fólks.

Styrkir til for­eldra sem eru með börn heima

Í mál­efnum barna seg­ist Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn meðal ann­ars vilja koma á fót styrkjum fyrir for­eldra sem þurfa að brúa bil á milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla og eru ekki með börnin hjá dag­for­eldri. Ekki kemur fram hve háa styrki flokk­ur­inn sér fyrir sér.

Einnig vill flokk­ur­inn koma á svo­kall­aðri þjón­ustu­trygg­ingu, „sem þýðir að ef ein­stak­lingur fær ekki heil­brigð­is- eða félags­þjón­ustu hjá hinu opin­bera er honum vísað til einka­að­ila, sam­an­ber danska mód­el­ið.“

Í mál­efna­skrá flokks­ins segir að eitt flókn­asta við­fangs­efni íslenskra stjórn­mála síð­ustu ára­tugi hafi verið sú stað­reynd að börn þurfi oft að bíða óhóf­lega lengi eftir grein­ingu eða þjón­ustu vegna mögu­legs vanda.

Fram­sókn seg­ist ætla að stytta biðlista eftir grein­ing­ar­úr­ræðum með því að fjölga sér­hæfðu starfs­fólki og grípa fyrr inn í aðstæður barna.

Sex­tíu þús­und úr rík­is­sjóði til allra barna

Fram­sókn seg­ist vilja koma á rík­is­styrkjum vegna frí­stunda barna og viðrar hug­mynd um 60 þús­und króna greiðslu á ári, til allra barna, en flest sveit­ar­fé­lög lands­ins nið­ur­greiða í dag tóm­stundir barna að ein­hverju marki.

Auglýsing

Hvað íþrótta­starf varðar seg­ist flokk­ur­inn einnig vilja byggja nýja þjóð­ar­leik­vanga í sam­starfi við íþrótta­hreyf­ing­una, styðja betur við afrek­s­í­þrótta­fólk með auknum fjár­fram­lögum til afreks­sjóðs sér­sam­banda, auka fram­lög í ferða­jöfn­un­ar­sjóð íþrótta­fé­laga og styðja sér­stak­lega við íþrótta­fé­lög sem starf­rækja meist­ara­flokka kvenna, til að jafna fjár­hags­legan mun á milli karla- og kvenna­deilda í afreks­starfi í hóp­í­þrótt­um.

Hlut­deild­ar­lán fyrir eldra fólk

Í mál­efnum eldra fólks seg­ist Fram­sókn vilja afnema reglur um að fólk fari á eft­ir­laun eða hætti störfum við ákveð­inn aldur og gera stór­á­tak í upp­bygg­ingu heima­hjúkr­unar og dag­þjálf­un­ar­rýma.

Flokk­ur­inn seg­ist leggja áherslu á að „al­menna frí­tekju­markið hækki í skrefum og að líf­eyr­is­skerð­ingar vegna atvinnu­tekna verði afnumdar.“

Þá seg­ist flokk­ur­inn vilja mæta þeim verst stöddu í hópi eldri borg­ara og horfa sér­stak­lega til hús­næð­is­mála. Fram­sókn segir að skoða þurfi mögu­leik­ann á hlut­deild­ar­lánum fyrir eldra fólk, en hlut­deild­ar­lánin eru úrræði sem felur í sér að ríkið ger­ist í raun með­fjár­festir þeirra sem eru að koma inn á eign­ar­markað á íbúða­mark­aði og hefur hingað til ein­ungis beinst að tekju­lágum fyrstu kaup­end­um.

Í hús­næð­is­málum seg­ist flokk­ur­inn vilja færa skipu­lags- og hús­næð­is­mál inn í sama ráðu­neyti til að „auka skil­virkni þegar kemur að skipu­lags­málum sveit­ar­fé­laga“.

Flokk­ur­inn seg­ist einnig vilja auka fram­boð af almennum íbúðum fyrir öryrkja og fatl­aða og sem áður seg­ir, útfæra hlut­deild­ar­lán fyrir fleiri en bara fyrstu kaup­end­ur. „Þá er sér­stak­lega horft til eldra fólks og félags­lega veikra hópa í sam­fé­lag­in­u,“ segir í kosn­inga­stefn­unni.

Vilja tryggja inn­flytj­endum tæki­færi til að læra íslensku

Í mennta­málum seg­ist Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn meðal ann­ars vilja auka vægi iðn- og tækni­mennt­unar og tryggja aukið jafn­ræði bók- og verk­náms. Þá seg­ist flokk­ur­inn, sem hefur farið með mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið á kjör­tíma­bil­inu, ætla að sýna lestr­ar­vanda drengja sér­staka athygli og „styðja kröft­ug­lega við íslenska tungu í sífellt alþjóð­legri og staf­rænni heim­i.“

Flokk­ur­inn seg­ist líka vilja tryggja öllum sem eru af „er­lendu bergi brotn­ir“ hér á landi tæki­færi til þess að læra íslensku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar