Mynd: Samsett

Miðflokkurinn heldur áfram að dala en Sósíalistaflokkurinn heldur áfram að rísa

Ríkisstjórnin stendur tæpt og undir helmingur þjóðarinnar hefur í hyggju að kjósa flokkana sem að henni standa. Hin frjálslynda miðja á þingi græðir þó lítið á þeirri stöðu, að minnsta kosti enn sem komið er. Sá flokkur sem er að hrista mest upp í stöðunni eru Sósíalistar. Þeir eru á fljúgandi siglingu. Þetta kemur fram í nýjustu kosningaspá Kjarnans.

Mið­flokk­ur­inn og Sós­í­alista­flokkur Íslands hafa sæta­skipti á stærð­ar­lista stjórn­mál­anna sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­son­ar. Fyrir rúmri viku mæld­ist Mið­flokk­ur­inn með 6,6 pró­sent fylgi og var sjö­undi stærsti flokkur lands­ins. Sós­í­alista­flokk­ur­inn mæld­ist hins vegar með 6,2 pró­sent fylgi og var minnstur þeirra átta flokka sem mæld­ust með öruggan mögu­leika á að ná manni inn á þing.

Nú, níu dögum síð­ar, er staða sú að Sós­í­alista­flokk­ur­inn mælist með 7,5 pró­sent fylgi en Mið­flokk­ur­inn hefur skroppið saman niður í 6,2 pró­sent. 

Mið­flokk­ur­inn vill gefa fólki pen­inga

Sós­í­alista­flokk­ur­inn kynnti fram­boðs­lista sína síðar en flestir aðrir og virð­ast þeir mæl­ast vel fyrir hjá þeim sem hafa áhuga á að kjósa flokk­inn. Þá hefur hann mán­uðum saman birt það sem hann kallar til­boð til kjós­enda. Þau eru nú orðin ell­efu tals­ins, og snú­ast meðal ann­ars um að byggja 30 þús­und íbúðir á ára­tug, að lækka skatta á almenn­ing og ráð­ast að rótum spill­ing­ar. Það nýjasta, sem kynnt var í dag, snýst um sós­íal­íska byggð­ar­stefnu.

Niðurstöður kosningaspárinnar 26. ágúst 2021

Mið­flokk­ur­inn birti kosn­inga­á­herslur sínar í gær í tíu punkta skjali sem hann kall­aði „Tíu ný rétt­indi fyrir íslensku þjóð­ina“. Uppi­staðan í þeim lof­orðum snýst um að greiða lands­mönnum háar fjár­hæðir úr rík­is­sjóði með inn­lögnum á banka­reikn­inga þeirra.

Mið­flokk­ur­inn vill til dæmis greiða helm­ing­inn af öllum afgangi sem rík­is­sjóður skilar á hverju ári til full­orð­inna lands­manna, greiða auð­linda­gjald vegna nýt­ingu fiski­miða, orku og sölu los­un­ar­heim­ilda til þeirra, gefa þjóð­inni þriðj­ung í Íslands­banka (mark­aðsvirði er um 80 millj­arðar króna) sem hún á nú þegar og greiða mót­fram­lag úr rík­is­sjóði sem gefur öllum tæki­færi til að eign­ast hús­næði. Þá ætlar flokk­ur­inn að afnema skerð­ing­ar, hækka líf­eyr­is­greiðslur upp í lág­marks­laun og hækka frí­tekju­mark atvinnu­tekna upp í 500 þús­und krón­ur. 

Rík­is­stjórnin tæp

Stjórn­ar­flokk­arnir þrír, sem eiga flestir eftir að kynna áherslur sínar í kom­andi kosn­ing­um, mæl­ast sam­tals með 48,7 pró­sent fylgi, sem gæti dugað til að þeir næðu næf­ur­þunnum meiri­hluta á þingi. Þeir fengu sam­tals 52,9 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2017 og því hafa þeir saman tapað 4,2 pró­sentu­stigum á kjör­tíma­bil­in­u. 

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokkur og Vinstri græn mæl­ast bæði undir kjör­fylgi og síð­ar­nefndi flokk­ur­inn hefur tapað þorra þess fylgis sem kvarn­ast hefur af stjórn­ar­flokk­unum á kjör­tíma­bil­inu, eða 3,9 pró­sentu­stig. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur tapað 1,2 pró­sentu­stigi en Fram­sókn hefur einn stjórn­ar­flokk­anna bætt við sig fylgi, farið úr 10,7 í 11,6 pró­sent.

Frjáls­lynda miðjan þarf að bæta við sig til að ná í rík­is­stjórn

Frjáls­lyndu miðju­flokk­arnir á Alþingi: Sam­fylk­ing, Píratar og Við­reisn, fengu sam­tals 28 pró­sent atkvæða árið 2017. Þeir mæl­ast nú saman með 32,6 pró­sent, eða 4,6 pró­sentu­stigum meira en í síð­ustu kosn­ing­um. Ljóst er að þessir flokkar þurfa að bæta við sig fylgi á næstu vikum ef þeir ætla sér í rík­is­stjórn. Hið svo­kall­aða Reykja­vík­ur­mynstur er nú með 45,6 pró­sent fylgi og ef það myndi skipta út Við­reisn fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn færi fylgið upp í 47,3 pró­sent. 

Samfylkingin kynnti kosningastefnu sína í gær.
Mynd: Samfylkingin

Gott gengi Sós­í­alista­flokks­ins er að höggva í fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem mælist undir kjör­fylgi, og bæði fram­bjóð­endur flokks­ins og stuðn­ings­menn eru farnir að hvetja vinstra fólk opin­ber­lega til að „spreða ekki atkvæði á flokka“ ­sem vilji ekki taka þátt í myndun stórnar í anda Reykja­vík­ur­mód­els­ins. Erfitt er að skilja þá herkvaðn­ingu með öðrum hætti en að henni sé beint gegn Sós­í­alista­flokkn­um. 

Þróun fylgis framboða í kosningaspánni
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda kosninga til Alþingis 2021.
B C D F M P S V Aðrir

Flokk­ur­inn kynnti kosn­inga­stefnu sína í gær, en þar eru sett fram lof­orð um kjara­bætur eldri borg­ara, öryrkja og barna­fjöl­skyldna. Auk þess boðar flokk­ur­inn upp­töku stór­eigna­skatta, hærri álögur á stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tækin og metn­að­ar­fyllri aðgerðir í lofts­lags­mál­um.

Við­reisn sýnir á spilin um kom­andi helgi

Við­reisn er lík­lega ekki sátt með að vera komin undir tíu pró­sent markið á ný í síð­ustu kosn­inga­spám. Þekkt nöfn hafa tekið sæti á listum flokks­ins, hann hefur tekið þátt í meiri­hluta­sam­starfi í Reykja­vík í næstum heilt kjör­tíma­bil og er nú að fara í sínar þriðju þing­kosn­ing­ar. Við­reisn er því ekki nýr flokkur leng­ur.

Auglýsing

Heima­til­bú­inn vand­ræða­gangur í kringum val á listum og höfnun á stofn­anda flokks­ins, yfir­lýs­ingar vara­for­manns flokks­ins um að nýtt fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi eigi ekki að skila rík­is­sjóði meiri tekjum og mis­skiln­ingur for­manns flokks­ins á spurn­ingu í við­tali við Pál Magn­ús­son hefur valdið Við­reisn erf­ið­leikum á síð­ustu vik­um. Þrátt fyrir það er flokk­ur­inn að mæl­ast með 3,2 pró­sentu­stigum yfir því sem hann fékk í síð­ustu kosn­ing­um, en með minna fylgi en hann fékk í jóm­frú­ar-­kosn­ingum sínum árið 2016. Við­reisn mun kynna kosn­inga­á­herslur sínar um kom­andi helg­i. 

Jakob Frímann Magnússon leiðir lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.
Mynd: Flokkur fólksins

Píratar eru að dala lít­il­lega og mæl­ast nú með 11,4 pró­sent fylgi í kosn­inga­spánni. Það er þó yfir því sem flokk­ur­inn fékk árið 2017 en undir því sem Píratar fengu árið 2016. Þeir sam­þykktu sína kosn­inga­stefnu­skrá í júlí.

Eyða miklu en skila litlu

Sá flokkur sem hefur verið að eyða mestum fjár­munum í að aug­lýsa á sam­fé­lags­miðlum og er einnig dug­legur að kaupa­hefð­bundnar aug­lýs­ingar í íslenskum fjöl­miðlum til að vekja athygli á sér, Flokkur fólks­ins, virð­ist ekki vera að hafa erindi sem erf­iði enn sem komið er. Sú ákvörðun flokks­ins að raða þjóð­þekktum tón­list­ar­manni, Jak­obi Frí­manni Magn­ús­syni, í eitt for­ystu­sætið á listum hans fyrir kom­andi kosn­ingar virð­ist heldur ekki hafa aukið fylgið sem neinu nem­ur. Flokk­ur­inn skipti algjör­lega um ásýnd í lok árs í fyrra þegar hann tók upp nýtt merki og nýja ein­kenn­andi lit­i. 

Auglýsing

Sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spánni er afar tæpt að Flokk­ur­inn nái yfir fimm pró­senta þrösk­uld­inn til að fá úthlutað jöfn­un­ar­mönn­um, en hann gæti þó náð inn kjö0r­dæma­kjörnum mönnum í ein­hverjum kjör­dæm­um. 

Þær kann­anir sem liggja til grund­vallar nýj­ustu kosn­inga­spánni eru eft­ir­far­andi:

  • Skoð­ana­könnun MMR í sam­starfi við Morg­un­blaðið 18 - 24. ágúst (vægi 35,4 pró­sent)
  • Skoð­ana­könnun Mask­ínu í sam­starfi við Frétta­stofu Stöðvar 2, Bylgj­unnar og Vísis 13 – 23. ágúst (20,2 pró­sent)
  • Þjóð­ar­púls Gallup 29. júlí-15. ágúst (vægi 44,4 pró­sent)

Hvað er kosn­­inga­­spá­in?

Fyrir hverjar kosn­ingar um allan heim birta fjöl­miðlar gríð­ar­legt magn af upp­lýs­ing­um. Þessar upp­lýs­ingar eru oftar en ekki töl­fræði­leg­ar, byggðar á skoð­ana­könn­unum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upp­lifir stjórn­málin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórn­mála­fræð­ingar og fjöl­miðlar kepp­ast svo við að túlka nið­ur­stöð­urnar og veita almenn­ingi enn meiri upp­lýs­ingar um stöð­una í heimi stjórn­mál­anna.

Allar þessar kann­anir og allar mögu­legar túlk­anir á nið­ur­stöðum þeirra kunna að vera rugl­andi fyrir hinn almenna neyt­anda. Einn kannar skoð­anir fólks yfir ákveðið tíma­bil og annar kannar sömu skoð­anir á öðrum tíma og með öðrum aðferð­um. Hvor könn­unin er nákvæm­ari? Hverri skal treysta bet­ur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vand­inn er að hinn almenni kjós­andi hefur ekki for­sendur til að meta áreið­an­leika hverrar könn­un­ar.

Þar kemur kosn­inga­spáin til sög­unn­ar.

Kosn­­­inga­­­spálíkan Bald­­­urs Héð­ins­­­sonar miðar að því að setja upp­­­lýs­ing­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar hér á Kjarn­anum reglu­lega í aðdrag­anda kosn­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar