Fyrsta neyslurýmið á Íslandi endurspegli viðhorfsbreytingu á skaðaminnkun

Ylja, fyrsta neyslurýmið á Íslandi, tók til starfa í vikunni. Verkefnastýra hjá Rauða krossinum segir viðhorf til hugmyndafræði sem byggir á skaðaminnkun hafa breyst til hins betra og vonast til að Ylja komi til með að fækka lyfjatengdum andlátum.

Ylja er fyrsta færanlega neyslurýmið á Íslandi þar sem fólki, 18 ára og eldra, býðst að sprauta sig með vímuefnum í æð í öruggu umhverfi.
Ylja er fyrsta færanlega neyslurýmið á Íslandi þar sem fólki, 18 ára og eldra, býðst að sprauta sig með vímuefnum í æð í öruggu umhverfi.
Auglýsing

„Það er stór­kost­leg til­finn­ing. Fal­leg, góð og hlý til­finn­ing,“ segir Hafrún Elísa Sig­urð­ar­dótt­ir, verk­efna­stýra Frú Ragn­heiðar hjá Rauða kross­in­um, um örugga neyslu­rýmið Ylju sem tók til starfa á fimmtu­dag.

Ylja er fyrsta fær­an­lega neyslu­rýmið á Íslandi þar sem fólki, 18 ára og eldra, býðst að sprauta sig með vímu­efnum í æð í öruggu umhverfi. Úrræðið byggir á hug­mynda­fræði skaða­minnk­un­ar, rétt eins og Frú Ragn­heiður sem sett var á lagg­irnar árið 2009. Ylja er frá­brugðin Frú Ragn­heiði að því leyti að um öruggt neyslu­rými er að ræða á meðan Frú Ragn­heið­ur, sem ekur um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Suð­ur­nesjum og á Akur­eyri, sinnir fyrst og fremst heil­brigð­is- og nála­skipta­þjón­ustu.

Auglýsing

„Þetta er búið að taka smá tíma, að koma öllu af stað,“ segir Hafrún. Samn­ingur vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borgar og Rauða kross­ins um rekstur neyslu­rým­is­ins var sam­þykktur í vel­ferð­ar­ráði á mið­viku­dag og hófst starf­semin dag­inn eft­ir. Emb­ætti land­læknis gefur út starfs­leyfi vegna rekst­urs­ins og er það í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt. Áætl­aður rekstr­ar­kostn­aður neyslu­rým­is­ins er um 50 millj­ónir króna á ári en hann greið­ist af Sjúkra­trygg­ingum Íslands.

Ylja er fær­an­legt neyslu­rými á hjólum og hefur aðstöðu í eldri bif­reið Frú Ragn­heið­ar. „Fyrir ári síðan náðum við að safna fyrir nýrri bif­reið fyrir Frú Ragn­heiði þannig við ákváðum að prófa þetta. Verk­efnið er til eins árs og við erum að reyna að kort­leggja þörf­ina fyrir neyslu­rými. Von­andi seinna meir, ef þörfin verður til stað­ar, verður neyslu­rýmið fært í var­an­legt hús­næð­i.“

Hafrún Elísa Sigurðardóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum.

Opið þegar önnur þjón­usta er lokuð

Ylja verður opin á milli klukkan 10 og 16 og geta not­endur einnig haft sam­band sím­leiðis á dag­vinnu­tíma í síma 774-2957. „Á þessum tíma eru gisti­skýlin á Lind­ar­götu og Granda lok­uð, sem og Konu­kot. Þá erum við að reyna að koma í veg fyrir að fólk sé úti að nota vímu­efni í æð. Tveir verða á vakt­inni hverju sinni og við verðum stað­sett mið­svæðis en stað­setn­ingin getur verið breyti­leg.“ Leyfið vegna rekst­urs­ins er gefið úr til eins árs en Hafrún segir að lang­tíma­mark­miðið sé að koma Ylju í var­an­legt hús­næði.

Nafn­ið, Ylja, kemur frá mann­eskju sem hefur nýtt sér þjón­ustu Frú Ragn­heið­ar. „Í Frú Ragn­heiði leggjum við mikið upp úr að vera í góðum sam­skiptum við not­endur þjón­ust­unnar og fólki gafst kostur á að skrifa niður hug­myndir á nöfnum fyrir neyslu­rýmið og þetta var eitt af því sem kom upp þar,“ segir Hafrún.

Að hennar mati er það því mjög við­eig­andi að nafnið komi frá not­anda. „Við leggjum upp úr því að þjón­ustan er fyrir þau og þau þurfa að geta sagt okkur frá hvað hentar og hvað hentar ekki og við reynum alltaf reglu­lega að heyra frá þeim hvað þeim finnst virka og leggjum mikið upp úr því.“

Mark­miðið að koma í veg fyrir dauðs­föll og óaft­ur­kræfðan skaða

Hafrún segir Rauða kross­inn og starfs­fólk Frú Ragn­heiðar lengi hafa talað fyrir mik­il­vægi neyslu­rým­is. „Þetta er mjög gott skref sem við erum búin að bíða eft­ir. Það er munur á verk­efn­unum að því leyti að frú Ragn­heiður heldur áfram í sinni mynd þar sem við komum á stað­inn til fólks sem óskar eftir því en Ylja verður stað­sett mið­svæðis þar sem fólk getur komið til okkar og notað vímu­efni í æð á hlýj­um, þurrum og öruggum stað undir leið­sögn starfs­manna. Þar verður alltaf heil­brigð­is­mennt­aður starfs­maður á staðnum sem getur gripið inn í ef þörf er á.

Ylja hefur aðstöðu í eldri bíl Frú Ragnheiðar, öðru skaðaminnkandi úrræði á vegum Rauða krossins.

Mark­mið Ylju, ásamt því að kort­leggja þörf­ina fyrir neyslu­rými, er að tryggja öryggi not­enda þess. „Með þessu úrræði erum við að reyna að koma í veg fyrir að ein­stak­lingar séu úti að nota vímu­efni í æð í ótryggum aðstæðum og þannig getum við reynt að koma í veg fyrir dauðs­föll og óaft­ur­kræfan skaða,“ segir Hafrún.

Lyfja­tengdum and­látum hefur farið fjölg­andi á Íslandi síð­ast­liðin ár. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum úr dán­ar­meina­skrá land­læknis voru þau 24 á fyrri helm­ingi síð­asta árs og hafa aldrei verið fleiri. Lyfja­tengd and­lát eru einnig hvergi fleiri á Norð­ur­lönd­unum en hér á landi. Hafrún seg­ist vona að Ylja komi til með að lækka þessa tölu.

„Fólk ætti að opna hjörtun sín og sína meiri skiln­ing“

Hug­mynda­fræði byggð á skaða­minnkun miðar að því að fyr­ir­byggja þann skaða og þá áhættu sem hljót­ast af notkun vímu­efna fremur en að fyr­ir­byggja notk­un­ina sjálfa. Hafrún segir við­mót gagn­vart skaða­minnk­andi úrræði hafi breyst mjög frá því það var fyrst inn­leitt hér á landi fyrir um ára­tug.

„Við­mótið er heldur betur búið að breyt­ast og mér finnst ég alltaf vera að heyra góða hluti um skaða­minnkun og sjá breyt­ingu í sam­fé­lag­inu, fólk er til­búið fyrir skaða­minnk­unar hug­mynda­fræði og til­búið að við­ur­kenna að fólk notar vímu­efni, hvort sem það vilji það eða geti ekki hætt. Ég sé mjög miklar og góðar breyt­ingar í því,“ segir Hafrún.

Nei­kvætt umtal um þau úrræði sem Rauði kross­inn starf­rækir sem byggja á skaða­minnkun bygg­ist fyrst og fremst á for­dómum að hennar mati. „For­dómar eru fáfræði og hræðsla, það er eðli­legt að vera hræddur við eitt­hvað sem maður þekkir ekki. En fólk ætti að opna hjörtun sín og sína meiri skiln­ing.“

Vonar að afglæpa­væð­ing neyslu­skammta verði að veru­leika

Frum­varp um breyt­ingar á lögum um ávana- og fíkni­efni, sem felur í sér afglæpa­væð­ingu neyslu­skammta, var lagt fram á Alþingi fyrir jól og er þetta í fjórða sinn sem frum­varp af þessu tagi er til með­ferðar í þing­inu. Hafrún fagnar frum­varp­inu en kallar eftir nán­ari sam­skiptum við þau sem nota fíkni­efni við útfærslu þess.

„Við styðjum afglæpa­væð­ingu neyslu­skammta og höfum verið að tala mikið fyrir því og vonum inni­lega að þetta frum­varp fari í gegn. Það sem okkur finnst skorta er að rætt sé við þau sem nota vímu­efni og fá þeirra skoðun á því hvernig neyslu­skammtur eigi að vera, fólk sem notar vímu­efni eru mestu sér­fræð­ing­arnir og mér finnst vera mik­ill skortur á því að rætt sé við þau,“ segir Hafrún, sem telur það til hags­bóta að inn­leiða hug­mynda­fræði skaða­minnk­unar við útfærslu frum­varps­ins um afglæpa­væð­ingu neyslu­skammta. „Ég held að það yrði mjög góður ávinn­ingur af því.“

Á þriðja tug umsagna hafa borist um frum­varp­ið, meðal ann­ars frá Emb­ætti land­læknis sem styður þá nálgun „að refsa ekki ein­stak­lingum sem glíma við heil­brigð­is­vanda eins og ávana eða fíkn“. Sér­­fræð­ingar á vegum emb­ætt­is­ins eru reið­u­­búnir að vera til ráð­gjafar um þau áform sem fram koma í frum­varp­inu. Rauði kross­inn hefur boðið slíkt hið sama. „Og erum heldur betur til í það, við erum í mjög góðu sam­bandi við not­endur og það er klár­lega eitt­hvað sem hægt væri að ger­a,“ segir Hafrún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent