Fyrsti hópurinn sem keypti í Símanum búinn að ávaxta hlut sinn um 36 prósent

S--minn_02.jpg
Auglýsing

Þeir fjár­festar sem skráðu sig fyrir hlut í Sím­anum í hluta­fjár­út­boði sem lauk í dag þurfa flestir að greiða 3,4 krónur fyrir hvern hlut sem þeir kaupa í félag­inu. Alls var 16 pró­sent hlutur seldur á því gengi en fimm pró­sent voru seld til minni fjár­festa á 3,1 krónur á hlut.

Mikil umfram­eft­ir­spurn var eftir bréfum í Sím­anum. Alls nam sölu­and­virði þess 21 pró­sent hlutar sem seldur var um 6,7 millj­örðum króna. Heild­ar­eft­ir­spurn var hins vegar 33 millj­arðar króna. Því var eft­ir­spurnin fimm sinnum meiri en fram­boð­ið. Verðið er hærra en flestir grein­ing­ar­að­ilar töldu að það yrði.

Í aðdrag­anda þess að hluta­fjár­út­boðið fór fram ákvað Arion banki, sem varð stærsti eig­andi Sím­ans í kjöl­far fjár­hags­legrar end­ur­skipu­lagn­ingar hans sem lauk árið 2013, að selja tíu pró­sent hlut til valdra aðila. Fyrst ákvað bank­inn að selja hópi stjórn­enda Sím­ans, og fjár­festa­hópi sem for­stjóri félags­ins hafði sett sam­an, fimm pró­sent hlut á geng­inu 2,5 krónur á hlut. Þessi við­skipti áttu sér stað í lok ágúst­mán­að­ar, rúmum mán­uði áður en hluta­fjár­út­boð Sím­ans fór fram. Miðað við það gengi sem var á þorra þess hluta­fjár sem Arion banki seldi í útboð­inu, 3,4 krónur á hlut, hefur þessi hópur þegar ávaxtað fjár­fest­ingu sína um 36 pró­sent á rúmum mán­uði. Það þýðir að hlutur sem var keyptur á 100 millj­ónir króna er nú orðin 136 millj­óna króna virði. Þó er vert að taka fram að hóp­ur­inn skuld­batt sig til að selja ekki hlut­inn strax.

Auglýsing

Síð­ari hluta sept­em­ber var síðan greint frá því að valdir við­skipta­vinir Arion banka hefðu fengið að kaupa fimm pró­sent hlut í Sím­anum á geng­inu 2,8 krónur á hlut. Þessi við­skipti áttu sér stað nokkrum dögum áður en hluta­fjár­út­boð Sím­ans hófst. Ekki hefur verið upp­lýst um hverjir það voru sem fengu að kaupa á þessum afslátt­ar­kjör­um. Hlutur þeirra hefur hins vegar ávaxt­ast um 21,5 pró­sent á þessum fáu dögum sem liðnir eru frá því að þeir keyptu hann. Þessi hópur má ekki selja hluti sína fyrr en 15. jan­úar 2016.

Fyrstir inn á lágu verðiKjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um þær sölur sem áttu sér stað í aðdrag­anda skrán­ing­ar­innar á und­an­förnum vik­um. Í frétta­skýr­ingu hans sem birt­ist 25. ágúst var aðdrag­andi kaupa stjórn­enda­hóps­ins og með­fjár­festa þeirra rak­in.

Í ágúst var greint frá því að félagið L1088 ehf. hafi fengið að kaupa fimm pró­sent hlut í Sím­anum á geng­inu 2,5 krónur á hlut. Sá hópur var settur saman af Orra Hauks­syni, for­stjóra Sím­ans, og hann átti frum­kvæði að því að leita til Arion banka til að koma við­skipt­unum á. Að hópnum standa nokkrir erlendir fjár­festar með reynslu úr fjar­skipta­geir­anum og Orri. For­stjór­inn á alls 0,4 pró­sent hlut í Sím­anum sem hann fékk að kaupa á geng­inu 2,5 krónur á hlut. Orri greiddi rúm­lega 100 millj­ónir króna fyrir hlut­inn.

Aðrir í yfir­stjórn Sím­ans fengu líka að kaupa hluti í eigin nafni. Eign þeirra er þó öllu minni, en stjórn­end­urnir keypta alls fyrir um 1,8 milljón króna í eigin nafni. For­stjór­inn Orri nýtti sér þennan rétt einnig. Þessum kaupum fylgja ákveðnar sölu­höml­ur. L1088 ehf, félag Orra og fjár­fest­anna, má ekki selja fyrr en í jan­úar 2017 og yfir­stjórn­end­urnir mega ekki selja fyrr en 1. mars 2016.

Hluti stjórn­end­anna sem fengu að kaupa hafa ekki starfað hjá Sím­anum lengi, og voru raunar ráðnir til starfa þar eftir að fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu lauk. Orri var til að mynda ráð­inn for­stjóri í októ­ber 2013, eftir tölu­verða valda­bar­áttu í stjórn Sím­ans, og Magnús Ragn­ars­son var ráð­inn í sitt starf í apríl 2014. Áður hafði hann verið aðstoð­ar­maður Ill­uga Gunn­ars­son­ar, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra.

Á hlut­hafa­fundi sem hald­inn var hjá Sím­anum skömmu eftir að á­kvörð­unin um að selja ofan­greindum hópi fimm pró­sent hlut var hand­salað að öllum fast­ráðnum starfs­mönnum myndi bjóð­ast að kaupa fyrir allt sex hund­ruð þús­und krónur á ári á geng­inu 2,5 krónur á hlut í þrjú ár. Þegar hafa 613 starfs­menn gert samn­inga um slík kaup fyrir sam­tals 1,1 millj­arð króna. Nýtt hlutafé verður gefið út vegna kaup­rétt­ar­á­ætl­unar starfs­manna. Við það þynn­ist hlutur ann­arra hlut­hafa, sem að mestu eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir.

Síð­ari hluta sept­em­ber­mán­að­ar, nokkrum dögum áður en fyr­ir­hugað hluta­fjár­út­boð fer fram, fengu nokkrir valdir við­skipta­vinir Arion banka að kaupa fimm pró­sent hlut í Sím­anum á geng­inu 2,8 krónur á hlut. Ekki hefur verið gefið upp hverjir fjár­fest­arnir eru. Þessi hópur má ekki selja hluti sína fyrr en 15. jan­úar 2016.

Fimm­föld eft­ir­spurnMargir við­mæl­endur Kjarn­ans innan við­skipta­lífs­ins settu spurn­ingar við þessa aðferð­ar­fræði við sölu á tíu pró­senta hlut í Sím­an­um. Umfram­eft­ir­spurn yrði nær örugg­lega eftir hlutum í félag­inu í hluta­fjár­út­boði og því þyrfti ekki að selja með afslætti til hand­val­inna aðila í aðdrag­anda þess.

Það varð líka raun­in. Tæp­lega fimm þús­und fjár­festar ósk­uðu á end­anum eftir því að eign­ast hlut í félag­inu í hluta­fjár­út­boð­inu sem lauk í gær. Eft­ir­spurnin var fimm sinnum meiri en fram­boðið og því þurfti að skerða áskriftir stórs hluta þeirra sem vildu eign­ast í félag­inu.

Til sölu var fimm pró­sent hlutur á geng­inu 2,7 til 3,1 krónur á hlut og allt að 16 pró­sent hlutur á að minnsta kosti 2,7 krónur á hlut. Nið­ur­staðan varð sú að minni hlut­ur­inn fór á 3,1 krónur á hlut og 16 pró­sent hlut­ur­inn seld­ist fyrir 3,4 krónur á hlut. Miðað við með­al­gengi útboðs­ins er mark­aðsvirði Sím­ans 32 millj­arðar króna.

Áætlað er að við­skipti með hluti í Sím­anum muni hefj­ast á Aðal­mark­aði Kaup­hallar Íslands á fimmtu­dag­inn í næstu viku, þann 15. októ­ber. Áhuga­vert verður að sjá hvernig gengi bréfa hans þró­ast í við­skiptum fyrstu dag­anna eftir skrán­ingu, sér­stak­lega í ljósi þeirrar miklu eft­ir­spurnar eftir bréfum í Sím­anum sem birt­ist í nýaf­stöðnu hluta­fjár­út­boði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None