Sprengja inn á húsnæðislánamarkað - Lífeyrissjóður býður mun ódýrari lán en bankar

ABH3597.jpg húsnæði húsnæðisskortur
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna býður nú langódýr­ustu hús­næð­is­lána­kjör sem Íslend­ingum bjóð­ast. Á þriðju­dag til­kynnti hann að hann hefði lækkað vexti á verð­tryggðum líf­eyr­is­sjóðs­lán­um, að sjóðs­fé­lögum bjóð­ist nú einnig óverð­tryggð lán, að láns­hlut­fall hafi verið hækkað í 75 pró­sent og að lán­töku­kostn­aður hafi verið lækk­aður um fjórð­ung.

Óverð­tryggðir vext­ir, bundir í þrjú ár, eru sem stendur 6,97 pró­sent hjá líf­eyr­is­sjóðnum á meðan að þeir eru 7,15 til 7,4 pró­sent hjá stóru bönk­unum þrem­ur. Þar munar 2,6 til 6,2 pró­sent. Fastir verð­tryggðir vextir hjá sjóðnum eru 3,6 pró­sent á meðan að þeir eru 3,85 til 4,3 pró­sent hjá bönk­un­um. Þar munar 6,9 til 19,4 pró­sent.

Og mestu af öllu munar á breyti­legum verð­tryggðum vöxt­um. Þar býður Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna upp á 3,2 pró­sent vexti á meðan að vextir hjá Arion banka og Lands­bank­anum eru 3,65 til 3,85 pró­sent. Þar munar 14 til 20,3 pró­sent á vöxt­un­um. Íslands­banki býður ekki upp á breyti­lega verð­tryggða vexti.

Auglýsing

Til við­bótar býður líf­eyr­is­sjóð­ur­inn upp á 75 pró­sent láns­hlut­fall. Hinir bank­arnir lána 70 pró­sent af verð­mæti eign­ar, en bjóða síðan upp á dýr­ari við­bót­ar­lán til þeirra sem þurfa á því að halda.Ein mestu tíð­indi í langan tímaÞá lækkar Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna lán­töku­gjaldið hjá sér um fjórð­ung og er það nú 0,75 pró­sent af teknu láni. Hjá stóru bönk­unum öllum er það eitt pró­sent. Þetta þýðir til að mynda að lán­töku­kostn­aður vegna 30 millj­óna króna láns er 225 þús­und hjá sjóðnum á meðan að hann er 300 þús­und hjá bönk­un­um.

Því er um að ræða gríð­ar­leg tíð­indi á íslenska hús­næð­is­mark­að­in­um. Ein þau mestu sem orðið hafa árum sam­an. Það er eng­inn vafi á því að lánin sem Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna er að bjóða 150 þús­und Íslend­ingum - sem hafa á ein­hverjum tíma­punkti greitt í sjóð­inn – eru það lang­hag­stæð­ustu sem í boði eru. Og við­búið að þeir sem það geta skoði gaum­gæfi­lega að færa hús­næð­is­lánin sín þang­að. Það sparar þeim ein­fald­lega umtals­verðar fjár­hæðir og þegar tugir pró­senta af ráð­stöf­un­ar­tekjum þús­unda íslend­inga fara í hús­næð­is­kostnað á hverjum mán­uði skiptir það veru­legu máli.

Þeir sem vilja fá þessi lán þurfa ekki lengur að fara í greiðslu­mat hjá banka heldur fram­kvæmt greiðslu­mat í gegnum greiðslu­mats­kerfi Credit­info sem skilar nið­ur­stöðu mun fyrr en áður hefur tíðkast og kostar lán­tak­end­ann minna.

Engin ákvörðun um við­brögð hjá bönk­unumKjarn­inn leit­aði eftir upp­lýs­ingum hjá Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­anum um hvort og þá hvernig þeir ætl­uðu að bregð­ast við þess­ari breyttu stöðu á hús­næð­is­lána­mark­aði.

Har­aldur Guðni Eiðs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Arion banka, segir að bank­inn hafi ekki tekið ákvörðun um að breyta vöxtum hjá sér, en að ákvörðun Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna gefi til­efni til að skoða það gaum­gæfi­lega. Edda Her­manns­dótt­ir,­sam­skipta­stjóri Íslands­banka, segir málið í skoðun hjá bank­anum en að engar ákvarð­anir hafi verið tekn­ar.

Í svari frá Rún­ari Pálma­syni, í mark­aðs- og sam­skipta­deild Lands­bank­ans, segir að bank­inn hafi boðið betri eða sam­bæri­leg kjör á íbúða­lánum en keppi­nautar hans. "Lands­bank­inn hefur und­an­farin miss­eri leit­ast við að lækka útláns­vexti eins og kostur er. Má t.d. benda á að þegar Seðla­bank­inn hækk­aði síð­ast stýri­vexti lækk­aði Lands­bank­inn vexti á óverð­tryggðum íbúða­lánum með föstum vöxtum til 60 mán­aða." Rúnar segir hins vegar að sam­keppn­is­staða ­ís­lenskra banka og líf­eyr­is­sjóða og að öjöfn sam­keppn­is­staða setji Lands­bank­anum því tölu­verðar skorður í sam­keppni á íbúða­lána­mark­aði. Bank­inn muni áfram " leit­ast við að bjóða góð og sam­keppn­is­hæf kjör á íbúða­lána­mark­að­i".

Engin ákvörðun hefur verið tekin um viðbrögð hjá stóru bönkunum. Lánakjörin sem þeir bjóða í dag eru mun lakari en það sem Lífeyrissjóður verlsunarmanna býður upp á. Engin ákvörðun hefur verið tekin um við­brögð hjá stóru bönk­un­um. Lána­kjörin sem þeir bjóða í dag eru mun lak­ari en það sem Líf­eyr­is­sjóður verls­un­ar­manna býður upp á.

Líf­eyr­is­sjóð­irnir þurfa ekki eigið féÞað er rétt hjá Lands­bank­anum að sam­keppn­is­staða banka og líf­eyr­is­sjóða sé ójöfn.

Bank­arnir hafa hingað til ekki talið sér fært að lækka kjör á hús­næð­is­lánum meira en raun ber vitni og hafa borið fyrir sig tvenns konar ástæður sem skerði sam­keppn­is­stöðu þeirra gagn­vart öðrum lán­veit­endum á mark­aðn­um. Í fyrsta lagi eru þeir skyldugir sam­kvæmt lögum til að eiga mun meira eigið fé en líf­eyr­is­sjóð­ir. Í lok árs 2014 var eigið fé Íslands­banka, Arion banka og Lands­banka sam­an­lagt tæpir 600 millj­arðar króna. Það er reyndar nokkuð umfram eig­in­fjár­kröfu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem eru að jafn­aði yfir 19 pró­sent.

Líf­eyr­is­sjóð­irnir þurfa ekki að sitja á svona miklu eigin fé. Raunar eiga þeir ekk­ert eigið fé. Þeirra hlut­verk er að taka við yfir hund­rað millj­örðum krónum sem lands­mönnum er gert að greiða í þá árlega og ávaxta það fé í minnsta lagi um 3,5 pró­sent verð­tryggt á ári.

Lána­kjör verri vegna banka­skattsÍ öðru lagi þurfa stóru við­skipta­bank­arnir að greiða banka­skatt og sér­stakan fjár­sýslukatt. Efna­hags­svið Sam­taka atvinnu­lifs­ins áætlar greiðsla þeirra sé ígildi um 15 pró­sent af þeim vaxta­mun sem bank­arnir inn­heimtu árið 2014.

Stjórn­endur bank­anna segja í einka­sam­tölum að þeir gætu boðið almenn­ingi betri kjör ef þeir væru ekki að borga þessa skatta. Banka­skatt­ur­inn er til að mynda 0,376 pró­sent skattur á allar skuldir bank­anna. Því sé hann bein­línis álag ofan á útlán. Með öðrum orðum er almenn­ingur að borga banka­skatt­inn - sem not­aður hefur verið til að skila rík­is­sjóði afgangi und­an­farin ár – að minnsta kosti að hluta. Sam­tals greiddu Arion banki, Íslands­banki og Lands­bank­inn átta millj­arða króna í banka­skatt í fyrra.

Ýmsar ástæður fyr­ir­ ­stöð­unniEn af hverju er Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna að þessu?

Í Morg­un­blað­inu í vik­unn­i var rætt við Magnús Árna Skúla­son, hag­fræð­ing hjá Reykja­vik Economics,­sem nefndi tvær ástæð­ur. Í fyrsta lagi að það væru ekki mörg fjár­fest­inga­tæki­færi fyrir líf­eyr­is­sjóði á skulda­bréfa­mark­aði. Þeir hafi vana­lega keypt mikið af skulda­bréfum útgefnum af Íbúða­lána­sjóði, og þar með komið óbeint að fjár­mögnun hús­næð­is­lána, en sjóð­ur­inn hefur ekki gefið út ný bréf í tvö ár. Auk þess taldi Magnús Árni að Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna væri mögu­lega að svara ákalli innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, sem hefur mikla aðkomu að líf­eyr­is­kerf­in­u,um að bjóða sjóðs­fé­lögum lán­veit­ingar á góðum kjör­um.

Í sama blaði var rætt við Guð­mund Þ. Þór­halls­son, fram­kvæmda­stjóra Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna, sem sagði að hlut­fall sjóð­fé­lags­lána af eignum sjóðs­ins væri mjög lágt í sögu­legu til­liti, eða ein­ungis sjö pró­sent. Á sínum tíma hafi þau verið 13 til 14 pró­sent og megi því hækka nokk­uð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None