Sprengja inn á húsnæðislánamarkað - Lífeyrissjóður býður mun ódýrari lán en bankar

ABH3597.jpg húsnæði húsnæðisskortur
Auglýsing

Lífeyrissjóður verslunarmanna býður nú langódýrustu húsnæðislánakjör sem Íslendingum bjóðast. Á þriðjudag tilkynnti hann að hann hefði lækkað vexti á verðtryggðum lífeyrissjóðslánum, að sjóðsfélögum bjóðist nú einnig óverðtryggð lán, að lánshlutfall hafi verið hækkað í 75 prósent og að lántökukostnaður hafi verið lækkaður um fjórðung.

Óverðtryggðir vextir, bundir í þrjú ár, eru sem stendur 6,97 prósent hjá lífeyrissjóðnum á meðan að þeir eru 7,15 til 7,4 prósent hjá stóru bönkunum þremur. Þar munar 2,6 til 6,2 prósent. Fastir verðtryggðir vextir hjá sjóðnum eru 3,6 prósent á meðan að þeir eru 3,85 til 4,3 prósent hjá bönkunum. Þar munar 6,9 til 19,4 prósent.

Og mestu af öllu munar á breytilegum verðtryggðum vöxtum. Þar býður Lífeyrissjóður verslunarmanna upp á 3,2 prósent vexti á meðan að vextir hjá Arion banka og Landsbankanum eru 3,65 til 3,85 prósent. Þar munar 14 til 20,3 prósent á vöxtunum. Íslandsbanki býður ekki upp á breytilega verðtryggða vexti.

Auglýsing

Til viðbótar býður lífeyrissjóðurinn upp á 75 prósent lánshlutfall. Hinir bankarnir lána 70 prósent af verðmæti eignar, en bjóða síðan upp á dýrari viðbótarlán til þeirra sem þurfa á því að halda.


Ein mestu tíðindi í langan tíma


Þá lækkar Lífeyrissjóður verslunarmanna lántökugjaldið hjá sér um fjórðung og er það nú 0,75 prósent af teknu láni. Hjá stóru bönkunum öllum er það eitt prósent. Þetta þýðir til að mynda að lántökukostnaður vegna 30 milljóna króna láns er 225 þúsund hjá sjóðnum á meðan að hann er 300 þúsund hjá bönkunum.

Því er um að ræða gríðarleg tíðindi á íslenska húsnæðismarkaðinum. Ein þau mestu sem orðið hafa árum saman. Það er enginn vafi á því að lánin sem Lífeyrissjóður verslunarmanna er að bjóða 150 þúsund Íslendingum - sem hafa á einhverjum tímapunkti greitt í sjóðinn – eru það langhagstæðustu sem í boði eru. Og viðbúið að þeir sem það geta skoði gaumgæfilega að færa húsnæðislánin sín þangað. Það sparar þeim einfaldlega umtalsverðar fjárhæðir og þegar tugir prósenta af ráðstöfunartekjum þúsunda íslendinga fara í húsnæðiskostnað á hverjum mánuði skiptir það verulegu máli.

Þeir sem vilja fá þessi lán þurfa ekki lengur að fara í greiðslumat hjá banka heldur framkvæmt greiðslumat í gegnum greiðslumatskerfi Creditinfo sem skilar niðurstöðu mun fyrr en áður hefur tíðkast og kostar lántakendann minna.

Engin ákvörðun um viðbrögð hjá bönkunum


Kjarninn leitaði eftir upplýsingum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum um hvort og þá hvernig þeir ætluðu að bregðast við þessari breyttu stöðu á húsnæðislánamarkaði.

Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir að bankinn hafi ekki tekið ákvörðun um að breyta vöxtum hjá sér, en að ákvörðun Lífeyrissjóðs verslunarmanna gefi tilefni til að skoða það gaumgæfilega. Edda Hermannsdóttir,samskiptastjóri Íslandsbanka, segir málið í skoðun hjá bankanum en að engar ákvarðanir hafi verið teknar.

Í svari frá Rúnari Pálmasyni, í markaðs- og samskiptadeild Landsbankans, segir að bankinn hafi boðið betri eða sambærileg kjör á íbúðalánum en keppinautar hans. "Landsbankinn hefur undanfarin misseri leitast við að lækka útlánsvexti eins og kostur er. Má t.d. benda á að þegar Seðlabankinn hækkaði síðast stýrivexti lækkaði Landsbankinn vexti á óverðtryggðum íbúðalánum með föstum vöxtum til 60 mánaða." Rúnar segir hins vegar að samkeppnisstaða íslenskra banka og lífeyrissjóða og að öjöfn samkeppnisstaða setji Landsbankanum því töluverðar skorður í samkeppni á íbúðalánamarkaði. Bankinn muni áfram " leitast við að bjóða góð og samkeppnishæf kjör á íbúðalánamarkaði".

Engin ákvörðun hefur verið tekin um viðbrögð hjá stóru bönkunum. Lánakjörin sem þeir bjóða í dag eru mun lakari en það sem Lífeyrissjóður verlsunarmanna býður upp á. Engin ákvörðun hefur verið tekin um viðbrögð hjá stóru bönkunum. Lánakjörin sem þeir bjóða í dag eru mun lakari en það sem Lífeyrissjóður verlsunarmanna býður upp á.

Lífeyrissjóðirnir þurfa ekki eigið fé


Það er rétt hjá Landsbankanum að samkeppnisstaða banka og lífeyrissjóða sé ójöfn.

Bankarnir hafa hingað til ekki talið sér fært að lækka kjör á húsnæðislánum meira en raun ber vitni og hafa borið fyrir sig tvenns konar ástæður sem skerði samkeppnisstöðu þeirra gagnvart öðrum lánveitendum á markaðnum. Í fyrsta lagi eru þeir skyldugir samkvæmt lögum til að eiga mun meira eigið fé en lífeyrissjóðir. Í lok árs 2014 var eigið fé Íslandsbanka, Arion banka og Landsbanka samanlagt tæpir 600 milljarðar króna. Það er reyndar nokkuð umfram eiginfjárkröfu Fjármálaeftirlitsins, sem eru að jafnaði yfir 19 prósent.

Lífeyrissjóðirnir þurfa ekki að sitja á svona miklu eigin fé. Raunar eiga þeir ekkert eigið fé. Þeirra hlutverk er að taka við yfir hundrað milljörðum krónum sem landsmönnum er gert að greiða í þá árlega og ávaxta það fé í minnsta lagi um 3,5 prósent verðtryggt á ári.

Lánakjör verri vegna bankaskatts


Í öðru lagi þurfa stóru viðskiptabankarnir að greiða bankaskatt og sérstakan fjársýslukatt. Efnahagssvið Samtaka atvinnulifsins áætlar greiðsla þeirra sé ígildi um 15 prósent af þeim vaxtamun sem bankarnir innheimtu árið 2014.

Stjórnendur bankanna segja í einkasamtölum að þeir gætu boðið almenningi betri kjör ef þeir væru ekki að borga þessa skatta. Bankaskatturinn er til að mynda 0,376 prósent skattur á allar skuldir bankanna. Því sé hann beinlínis álag ofan á útlán. Með öðrum orðum er almenningur að borga bankaskattinn - sem notaður hefur verið til að skila ríkissjóði afgangi undanfarin ár – að minnsta kosti að hluta. Samtals greiddu Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn átta milljarða króna í bankaskatt í fyrra.

Ýmsar ástæður fyrir stöðunni


En af hverju er Lífeyrissjóður verslunarmanna að þessu?

Í Morgunblaðinu í vikunni var rætt við Magnús Árna Skúlason, hagfræðing hjá Reykjavik Economics,sem nefndi tvær ástæður. Í fyrsta lagi að það væru ekki mörg fjárfestingatækifæri fyrir lífeyrissjóði á skuldabréfamarkaði. Þeir hafi vanalega keypt mikið af skuldabréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði, og þar með komið óbeint að fjármögnun húsnæðislána, en sjóðurinn hefur ekki gefið út ný bréf í tvö ár. Auk þess taldi Magnús Árni að Lífeyrissjóður verslunarmanna væri mögulega að svara ákalli innan verkalýðshreyfingarinnar, sem hefur mikla aðkomu að lífeyriskerfinu,um að bjóða sjóðsfélögum lánveitingar á góðum kjörum.

Í sama blaði var rætt við Guðmund Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem sagði að hlutfall sjóðfélagslána af eignum sjóðsins væri mjög lágt í sögulegu tilliti, eða einungis sjö prósent. Á sínum tíma hafi þau verið 13 til 14 prósent og megi því hækka nokkuð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None