Gamla Ísland vaknar alltaf þegar einhver getur grætt hratt

10016380525-fb1c4ee434-z.jpg
Auglýsing

Sala Lands­bank­ans á hlut sínum í greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­inu Borgun til hóps fjár­festa sem sýndi frum­kvæði að því að kaupa hlut­inn hefur vakið mikla athygli. Lands­bank­inn er í eigu íslenska rík­is­ins og hefur opin­ber­lega gefið það út að hann starfi eftir ákveðnum reglum við sölu fyr­ir­tækja í sam­keppn­is­rekstri. Í frétta­til­kynn­ingu frá bank­anum frá­22. júní 2012 segir að „rek­star­fyr­ir­tæki eru aug­lýst og boðin til sölu á almennum mark­aði, brjóti það ekki gegn samn­ingum eða lög­vörðum hags­munum við­skipta­vina bank­ans“.

Borgun er rekstr­ar­fyr­ir­tæki. Sala á hlut Lands­bank­ans í fyr­ir­tæk­inu var hvorki aug­lýst né boðin til sölu á almennum mark­aði. Þess í stað var 31,2 pró­sent hlutur Lands­bank­ans í Borgun seldur til Eign­ar­halds­fé­lags Borg­unar slf., en til­kynnt var um það 25. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að Lands­bank­inn hefði selt umræddan hlut fyrir tæp­lega 2,2 millj­arða króna.

Steinþór Pálsson er bankastjóri Landsbankans. Stein­þór Páls­son er banka­stjóri Lands­bank­ans.

Auglýsing

Vekur upp minn­ingar um VestiaÞetta er ekki í fyrsta sinn sem sala Lands­bank­ans á eignum hefur valdið ulfúð og vakið upp spurn­ingar um hvort eðli­legum ferlum hafi verið fylgt við fram­kvæmd söl­unn­ar.

icelandic group

Fyrir nokkrum árum hafði eign­ar­hlutum sem Lands­bank­inn hafði tekið yfir eftir hrunið verið komið fyrir inni í eign­ar­um­sýslu­fé­lag­inu Vestia, sem bank­inn átti að öllu leyti. Stærsti bit­inn var Icelandic Group, alþjóð­legt sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki með alls 30 dótt­ur­fé­lög og starf­semi í 14 lönd­um. Á meðal ann­arra fyr­ir­tækja voru Voda­fo­ne, fyr­ir­tækin sem síðar runnu saman í Advan­ía, Húsa­smiðjan og Plast­prent.  Í ljósi þess að sala rík­is­eigna á Íslandi á sér ekki mjög fal­lega sögu, og hafið er yfir allan vafa að fyr­ir­tækjum í eigu rík­is­ins var oft á tíðum stýrt í „rétt­ar“ hendur á árunum fyrir hrun, var lögð áhersla á að allt ætti að vera uppi á borð­unum þegar nýju íslensku bank­arn­ir, reistir á grunni gjald­þrota banka, seldu þær fjöl­mörgu eignir sem höfðu fallið þeim í skaut vegna efna­hags­hruns­ins. Einn þáver­andi ráð­herra sagði við grein­ar­höf­und að það mætti ekki verða neinn „mon­key business“ í end­ur­sölu á þessum eign­um.  Þeim átti ekki að stýra upp í hend­urnar á ein­hverjum útvöld­um.

Stein­grímur J. varð brjál­aður­Stein­grímur J. Sig­fús­son, þá fjár­mála­ráð­herra, varði við­skiptin opin­ber­lega en bak­við luktar dyr varð hann gjör­sam­lega brjál­aður yfir sam­ein­ing­unni. Að hans mati fólst í þess­ari sam­ein­ingu klárt brot á reglum sem Lands­bank­inn hafði sjálfur sett sér um með­ferð eigna sem lent höfðu í hönd­unum á honum eftir bankahrunið.

Í lok ágúst 2010 var skyndi­lega til­kynnt um að Fram­taks­sjóður Íslands, umbreyt­inga­sjóður í eigu íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna, hefði keypt Vestia. Fyrir þennan pakka greiddi Fram­taks­sjóð­ur­inn 19,5 millj­arða króna auk þess sem Lands­bank­inn eign­að­ist 27,5 pró­sent hlut í hinum ætl­aða umbreyt­ing­ar­sjóði. Með þessum gern­ingi var íslenska rík­ið, sem átti Lands­bank­ann að mestu, orð­inn óbeint stærsti ein­staki eig­andi Fram­taks­sjóðs­ins. Það var aldrei mein­ingin að svo yrði.

Ákvörð­unin um þennan gern­ing var líka tekin af þáver­andi æðstu stjórn­endum Lands­bank­ans og Fram­taks­sjóðs­ins, þeim Stein­þóri Páls­syni og Finn­boga Jóns­syni. Stein­grímur J. Sig­fús­son, þá fjár­mála­ráð­herra, varði við­skiptin opin­ber­lega en bak­við luktar dyr varð hann gjör­sam­lega brjál­aður yfir sam­ein­ing­unni. Að hans mati fólst í þess­ari sam­ein­ingu klárt brot á reglum sem Lands­bank­inn hafði sjálfur sett sér um með­ferð eigna sem lent höfðu í hönd­unum á honum eftir banka­hrun­ið.

Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, varði söluna á Vestia opinberlega. Á bakvið luktar dyr var hann brjálaður yfir henni. Stein­grímur J. Sig­fús­son, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, varði söl­una á Vestia opin­ber­lega. Á bak­við luktar dyr var hann brjál­aður yfir henn­i.

Stein­grími fannst þeir Stein­þór og Finn­bogi heldur ekki hafa vandað almenni­lega til verka. Í einka­sam­tölum hund­skamm­aði hann þá báða og sagði þeim mjög skýrt að svona lagað skyldu þeir aldrei gera aft­ur.

Aug­ljós­lega var sam­run­inn við Fram­taks­sjóð­inn góð leið fyrir Lands­bank­ann til að koma eignum frá sér og losa þar með um þrýst­ing á bank­ann um að losa sig sem fyrst við fyr­ir­tæki sem voru komin í faðm hans. Stein­grímur lagði mikla áherslu á að þeir Finn­bogi og Stein­þór myndu ekki láta taka sig í bólinu þegar kæmi að því að fyr­ir­tækin yrðu end­ur­seld út úr Fram­taks­sjóðn­um. Allt yrði að vera opið og gagn­sætt í þeim sölu­ferl­um.

Einka­við­ræður þrátt fyrir aðra áhuga­samaStein­grímur varð því ekki ánægður þegar Fram­taks­sjóð­ur­inn tók upp einka­við­ræður í upp­hafi árs 2011 við fjár­fest­inga­sjóð­inn Triton um kaup á verk­smiðju­rekstri Iceland­ic, sem hafði fylgt frá Lands­bank­anum til sjóðs­ins þegar Vestia var selt. Á hlið­ar­lín­unni í þeim við­skiptum voru aðrir áhuga­samir aðil­ar, meðal ann­ars kanadíska fisk­sölu­fyr­ir­tækið High Liner Foods, algjör­lega brjál­aðir yfir því að fá ekki að gera til­boð í rekst­ur­inn. Í umræð­unni á þessum tíma var látið líta út fyrir að Finn­bogi Bald­vins­son, for­stjóri Iceland­ic, hefði haft sér­staka hags­muni umfram aðra að Triton keypti Icelandic og að við­ræður við fjár­fest­inga­sjóð­inn hefðu verið til­komnar vegna frænd­semi hans við nafna sinn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóra Fram­taks­sjóðs­ins.

Sam­sær­is­kenn­ingin gekk út á það að bak­hjarl Finn­boga Bald­vins­sonar væri bróðir hans, Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri og eig­andi Sam­herja. Samn­ings­við­ræð­urnar áttu þannig að vera eitt stórt ráða­brugg til að gera þeim kleift að kom­ast yfir Iceland­ic. Á meðal þess sem lagt var til í þessum við­ræðum við Triton var að hluti starfs­manna Icelandic myndi fá að eign­ast í fyr­ir­tæk­inu ef af söl­unni yrði.

­Mörgum innan stjórn­sýsl­unnar og við­skipta­lífs­ins fannst óþefur af við­ræð­unum og töl­uðu um að gamla Ísland vakn­aði alltaf þegar ein­hver héldi að hann gæti grætt mikið á skömmum tíma.

Mörgum innan stjórn­sýsl­unnar og við­skipta­lífs­ins fannst óþefur af við­ræð­unum og töl­uðu um að gamla Ísland vakn­aði alltaf þegar ein­hver héldi að hann gæti grætt mikið á skömmum tíma. Í byrjun febr­úar 2011 var til­kynnt um að til­boði Triton hefði verið hafnað og að hluti af starf­semi Icelandic yrði seldur í opnu sölu­ferli. Á bak­við tjöldin hafði gengið mikið á vik­urnar á und­an. Aftur bland­aði Stein­grímur J. Sig­fús­son sér í málið og sagði við Finn­boga Jóns­son að hann ætti að slíta samn­inga­við­ræð­un­um. Hvort þau skila­boð fjár­mála­ráð­herr­ans hafi ráðið úrslitum í því að hætt var við söl­una liggur ekki fyr­ir. En við hana var að minnsta kosti hætt.

Í nóv­em­ber 2011 var starf­semi Icelandic í Banda­ríkj­unum seld til High Liner Foods. Sölu­verðið var 26,9 millj­arðar króna. Fram­taks­sjóð­ur­inn hélt eftir Icelandic nafn­inu og á enn starf­semi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins á Íslandi, í Evr­ópu og Asíu.Frétta­skýr­ingin byggir að hluta á kafla úr bók­inni Ísland ehf.- auð­menn og áhrif eftir hrun, eftir grein­ar­höf­und og Magnús Hall­dórs­son sem kom út í águst 2013.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Samþykkt að fara í verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg
Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg eða 95,5% samþykkti verkfallsboðun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
Kjarninn 26. janúar 2020
Ófullburða arfur – ljúf, fyndin og frábær leiklist
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Engilinn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Kjarninn 26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
Kjarninn 26. janúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None