Samkeppniseftirlitið þrýsti á um sölu – uppstokkun framundan

9954386413-d945ea051c-k.jpg
Auglýsing

„Við höfum lagt á það áherslu við bank­ana að gerðar yrðu breyt­ingar á eign­ar­haldi stóru greiðslu­korta­fyr­ir­tækj­anna, þ.e. að bank­arnir komi ekki saman að eign­ar­haldi í greiðslu­korta­fyr­ir­tækj­un­um. Í því ljósi telur Sam­keppn­is­eft­ir­litið jákvætt að Lands­bank­inn hafi nú selt sig út úr Borg­un. Breyt­ingin er til þess fallin að auka sam­keppni á greiðslu­korta­mark­aði. Sam­keppn­is­eft­ir­litið tekur hins vegar ekki afstöðu til þess hvaða bankar fari með eign­ar­hald í greiðslu­korta­fyr­ir­tækj­unum eða hvort Lands­bank­inn hafi vegna eign­ar­halds rík­is­ins á honum átt að setja hlut­inn í opið sölu­ferli,“ ­segir Páll Gunnar Páls­son, for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, um sölu Lands­bank­ans á 31,2 pró­sent hlut í Borgun til Eign­ar­halds­fé­lags Borg­unar slf., en til­kynnt var um það 25. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að Lands­bank­inn hefði selt umræddan hlut fyrir tæp­lega 2,2 millj­arða króna.

Bak við luktar dyrEkk­ert opið eða gagn­sætt sölu­ferli fór fram áður en við­skiptin voru form­gerð með samn­ingi og voru fjár­fest­arnir sem eru eig­endur Eign­ar­halds­fé­lags Borg­unar því einu aðil­arnir sem fengu mögu­leik­ann á því að kaupa. Banka­ráðið sam­þykkti við­skiptin áður en þau voru kláruð, en það stað­festi Tryggvi Páls­son, for­maður banka­ráðs­ins, við Kjarn­ann í gær.

Sam­kvæmt skýr­ingum Lands­bank­ans var ástæðan meðal ann­ars sú að bank­inn hefði viljað losa um eign­ar­hlut­inn hratt og að hann hefði verið undir þrýst­ingi, meðal ann­ars frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu, um að selja hlut­inn.

Breyt­ingarPáll Gunnar segir að sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi knúið á um breyt­ingar á eign­ar­haldi hjá greiðslu­korta­fyr­ir­tækj­unum á und­an­förnum mán­uð­um, og sett sig upp á móti því að full­trúar frá bönk­unum öll­um, sem eru eig­endur greiðslu­korta­fyr­ir­tækj­anna, geti átt með sér sam­starf eða sam­ráð á vett­vangi þess­ara fyr­ir­tækja, hvort sem það er í stjórn eða með annarri aðkomu.

Þrjú stærstu greiðslu­korta­fyr­ir­tækin á Íslandi eru Valitor, Borgun og Kredit­kort. Stærstu eig­endur Borg­unar eru Íslands­banki með 62 pró­sent hlut og Eign­ar­halds­fé­lag Borg­unar slf. með 31,2 pró­sent hlut. Aðrir eig­end­ur, með óveru­lega hluti hver, eru Arion banki, BPS ehf., Spari­sjóður Vest­manna­eyja, Spari­sjóður Norð­fjarðar og síðan á Borgun hf. lítið eitt af eigin hlut­um.

Auglýsing

Valitor hf. er 99 pró­sent í eigu Valitor Hold­ing hf., sem eru í eigu banka að mestu leyti. Arion banki er stærsti eig­and­inn með 60,78 pró­sent hlut og Lands­bank­inn er með 38 pró­sent hlut. Spari­sjóðir og smærri fjár­mála­fyr­ir­tæki eiga síðan afgang­inn, tæp­lega tvö pró­sent.

Kredit­kort er síðan í eigu Íslands­banka að nær öllu leyti.

peningar_optÞessi sala á 31,2 pró­sent hlutnum í Borgun til Eign­ar­halds­fé­lags Borg­unar er því að öllum lík­indum aðeins topp­ur­inn á ísjak­anum þegar að kemur að breyt­ingum á eign­ar­haldi greiðslu­korta­fyr­ir­tækj­anna, sé heild­ar­myndin á mark­aðnum skoðuð og hún sett í sam­hengi við kröfur Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um að bank­arnir dragi sig úr eig­enda­hópi greiðslu­korta­fyr­ir­tækj­anna.

Stofnfé Eign­ar­halds­fé­lags Borg­unar nemur 500 þús­und krónum sem skipt­ist í þrjá flokka, 100 þús­und í A flokki, 395 þús­und í B flokki og fimm þús­und í C flokki. Í A og B flokki eru eig­endur stofn­fjár með tak­mark­aða ábyrgð en í C flokki er ótak­mörkuð ábyrgð.

B flokk­ur­inn langstærsturEinu eig­endur A flokks stofn­fjár er félagið Orbis Borg­unar slf. Eig­endur B flokks hluta­bréfa Eign­ar­halds­fé­lags Borg­unar eru þrettán tals­ins, sam­kvæmt samn­ingi um sam­lags­fé­lagið sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um. Stærsti ein­staki eig­and­inn er Stál­skip ehf., þar sem Guð­rún Lár­us­dóttir hefur stýrt ferð­inni í ára­tugi, með 29,43 pró­sent hlut. Þá á félagið P126 ehf. 19,71 pró­sent hlut, en eig­endur þess eru Einar Sveins­son og sonur hans Bene­dikt Ein­ars­son, í gegnum móð­ur­fé­lagið Chara­m­ino Hold­ings Limited sem skráð er á Lúx­em­borg.

Þá á Pétur Stef­áns­son ehf. 19,71 pró­sent hlut, en for­svars­maður þess var Sig­valdi Stef­áns­son á stofn­fundi. Sam­an­lagður eign­ar­hlutur þess­ara þriggja stærstu eig­enda nemur 68,85 pró­sentum af B flokki stofn­fjár.

Á eftir þessum stærstu eig­endum kemur félagið Vetr­ar­gil ehf. með 5,14 pró­sent hlut og TD á Íslandi ehf. 5,15 pró­sent. Afgang­inn eiga AB 426 ehf (2,86%)., þar sem Sig­ur­þór Stef­áns­son er í for­svari, Egg­son ehf. (0,86%), þar sem Anna Birgitta Geir­finns­dóttir er í for­svari, Bústoð ehf. (0,86%), þar sem Anna Birgitta er einnig í for­svari, Fram­tíð­ar­brautin ehf. (4,43%), þar sem B. Jak­obína Þrá­ins­dóttir er í for­svari, Iðu­steinar ehf., þar sem Magnús Pálmi Örn­ólfs­son er í for­svari, Holt og hæðir ehf., þar sem Sig­ríður V. Hall­dórs­dóttir er í for­svari, Spect­a­bilis ehf., þar sem Óskar V. Sig­urðs­son er í for­svari, og Mens Manus ehf., þar sem Hjalti Þ. Krist­jáns­son er í for­svari.

Stofn­fundur í októ­berSam­kvæmt stofn­fund­ar­gerð félags­ins, frá 23. októ­ber síð­ast­liðn­um, voru fjórir ein­stak­lingar mættir fyrir hönd félag­anna Orbis Borg­unar slf. og Orbis GP ehf. Þau félög eru þau einu sem eru í eig­endur stofn­fjár í C flokki með ótak­mark­aða ábyrgð. Þau sem mættu á fund­inn fyrir hönd félag­anna voru Magnús Magn­ús­son, Óskar V. Sig­urðs­son, Jóhann Bald­urs­son og Mar­grét Gunn­ars­dótt­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None