Geta Íslendingar lært af reynslu Dana við sjónvarpsþáttagerð?

488501678-1280x720.jpg
Auglýsing

Æsispenn­andi loka­þáttur Hrauns­ins fór í loftið á RÚV á sunnu­dags­kvöld­ið. Sitt sýn­ist hverjum um ágæti þátt­anna, en Frið­rik Erlings­son, sem titl­aður er sem fyrr­ver­andi hand­rits­höf­und­ur, tekur sjón­varps­þátta­röð­ina af lífi í pistli sem hann skrifar á vef­síð­una klapptre.is, sem er umræðu­vett­vangur um ­ís­lenska sjón­varps­þátta- og kvik­mynda­gerð.

Frið­rik lætur ekki þar staðar numið, heldur gagn­rýnir harð­lega nán­ast allt sem íslenski sjón­varps­þátta- og kvik­mynda­gerð­ar­geir­inn hefur borið á borð fyrir almenn­ing á und­an­förnum árum.

Margir hafa litið til vel­gengni Dana í brans­an­um, og velt fyrir sér af hverju sú vel­gengni stafi. Fyrr­greindum Frið­riki finnst að minnsta kosti Íslend­ingar standa Dönum ljósárum að baki í fag­inu.

Auglýsing

Borg­þór Arn­gríms­son, frétta­rit­ari Kjarn­ans í Kaup­manna­höfn, velti vel­gengni Dana í sjón­varps­þátta­gerð fyrir sér í ítar­legri frétta­skýr­ingu sem hann skrif­aði fyrir 38. útgáfu Kjarn­ans sem út kom 8. maí síð­ast­lið­inn.

Danskir þættir mala gull erlendis



Borgen Pressemøde

Fyrir tíu til fimmtán árum hefðu fáir trúað því að sá dagur kæmi að danskir sjón­varps­mynda­flokkar yrðu verð­mæt útflutn­ings­vara og sjón­varps­stöðvar víða um heim myndu kepp­ast við að tryggja sér sýn­inga­rétt­inn. En sá dagur er kom­inn, reyndar fyrir nokkru síð­an, og DR er orðið stórt nafn á alþjóð­lega sjón­varps­mark­aðn­um.

Fyrir rúmum fjöru­tíu árum sat sá sem hér skrifar fyr­ir­lestra hjá Þor­geiri heitnum Þor­geir­syni í Leik­list­ar­skóla SÁL (eins og hann var kall­að­ur) í kjall­ar­anum á Frí­kirkju­vegi 11 í Reykja­vík. Einn fyr­ir­lestra Þor­geirs fjall­aði um fram­leiðslu sjón­varps­efn­is, þar á meðal hina pen­inga­legu hlið. Það er minn­is­stætt að Þor­geir tal­aði sér­stak­lega um breska rík­is­­út­varp­ið, BBC, sem þá fram­leiddi margs konar gæða­efni, þar á meðal fram­halds­þætti. Þar hafði verið tekin sú ákvörðun að setja markið hátt og fram­leiða gæða­efni, allir vita árangur þeirrar stefnu. Það situr ekki síður í minn­inu að Þor­geir ræddi um (og nefndi tölur máli sínu til stuðn­ings) hvaða pól Danir hefðu tekið í þessa hæð. „Þeir eru ekki orðnir mjög góðir enn, sem von er, það tekur tíma,“ sagði Þor­geir og bætti við: „En ef þeir halda þess­ari stefnu og setja áfram pen­inga í slíka fram­leiðslu mun það skila sér á næstu ára­tugum.“

Góðir hlutir taka tíma



Þegar Þor­geir lét þessi orð falla var danska sjón­varp­ið, nú ætíð kallað DR, enn að slíta barns­skón­um. Svæð­is­bundnar sjón­varps­út­send­ingar hófust 1951 en 1960 gátu flestir lands­menn séð sjón­varp­ið. Þó var sjón­varps­við­tæki aðeins til á fjórum heim­ilum af hverjum tíu. Á árunum frá 1960–70 var leikið efni sem danska sjón­varpið fram­leiddi, eða lét fram­leiða, fyrst og fremst það sem kalla mætti kvik­mynd­aðar leik­sýn­ing­ar. Á síð­ari hluta ára­tug­ar­ins fóru þó að sjást merki um breyt­ing­ar. Árið 1967 sýndi danska sjón­varpið glæpa­þátta­röð­ina Ka’ De li´ østers, sex þátta seríu sem Leif Pand­uro og Bent Christen­sen skrif­uðu og fyr­ir­tækið ASA film fram­leiddi.

Skylt að fram­leiða afþrey­ing­ar­efni



Árið 1973 tóku gildi ný útvarps­lög, þar sem skýrt var kveðið á um þá skyldu Dan­marks Radio að fram­leiða afþrey­ing­ar­efni. Í lögum þessum var líka settur eins konar fjár­hags­rammi sem átti að tryggja fram­leiðslu skemmti­efnis til jafns við önnur verk­efni og skyldur stofn­un­ar­inn­ar. Þremur árum áður en lögin tóku gildi hafði sjón­varpið í sam­vinnu við hið rót­gróna fyr­ir­tæki Nor­disk Film gert þátta­röð­ina Huset på Christ­i­ans­havn. Þætt­irnir fjöll­uðu um íbú­ana í fjöl­býl­i­húsi á Ama­gergade 7 á Krist­jáns­höfn, dag­legt strit og gleð­i­­stundir í bland, meðal ann­ars á hverf­is­barnum sem bar nafnið Rottehul­let (skiltið má enn sjá á fram­hlið húss­ins!). Þætt­irnir í fyrstu syrp­unni voru 6, margir gagn­rýnendur spáðu því að þessir þættir yrðu ekki lang­lífir en annað kom á dag­inn. Áður en yfir lauk höfðu verið gerðir 84 þætt­ir, flestir um 30 mín­útna langir, sá sein­asti var sýndur á gamlárs­kvöld 1977. Einn úr hópi dag­skrár­stjóra danska sjón­varps­ins sagði síðar að gerð þess­ara þátta hefði verið sam­felld kennslu­stund, og þótt margt í þátt­unum væri barn síns tíma hefði grunn­ur­inn þarna verið lagður að vand­aðri þátta­gerð. Þess má geta að þætt­irnir eru enn sýndir síð­degis á K-rás DR.

Mata­dor



matador

Tæpu ári eftir eftir að síð­asti þátt­ur­inn um fólkið í Ama­gergade hvarf af skjánum frum­sýndi danska sjón­varpið (11. nóv­em­ber 1978) fyrsta þátt­inn í nýrri sjón­varps­þátta­röð, Mata­dor, sem Nor­disk Film fram­leiddi undir stjórn Eriks Ball­ing. Sagan hefst árið 1929 í smá­bænum Kors­bæk (Kor­sØr og Hol­bæk!) og lýkur 1947. Alls urðu þætt­irnir 24 og voru sýndir á fjög­urra ára tíma­bili, sex á hverju ári. Skemmst er frá því að segja að Mata­dor sló algjör­lega í gegn, þætt­irnir hafa verið end­ur­sýndir sex sinn­um, sein­ast í hitteð­fyrra. Þá horfði að jafn­aði tals­vert á aðra milljón Dana á hvern þátt, á besta sýn­ing­ar­tíma á laug­ar­dags­kvöld­um.

Póli­tíkusum þótti bruðlað með almannafé



Þótt almenn­ingur tæki Mata­dor opnum örmum urðu ýms­ir, þar á meðal Radi­orådet (út­varps­ráð, skipað full­trúum flokk­anna, lagt niður 1987) til að gagn­rýna kostn­að­inn og töl­uðu um bruðl. For­svars­menn Dan­marks Radio svör­uðu því til að góðir hlutir kost­uðu pen­inga. Í dag eru flestir sam­mála um að með þessum tveim þátta­röðum sem hér hafa verið nefnd­ar, Huset på Christ­i­ans­havn og Mata­dor, einkum þó þeirri síð­ar­nefndu, hafi Danir sýnt og sannað að þeir gætu fram­leitt sjón­varps­efni sem stæð­ist sam­an­burð við hvað sem væri.

En eins og Róm var ekki byggð á einum degi var enn langt í að danskir sjón­varps­mynda­flokkar næðu veru­legri útbreiðslu. Á níunda og fyrri hluta tíunda ára­tug­ar­ins voru fram­leiddir fjölda­margir sjón­varps­mynda­flokk­ar, margir prýði­lega gerð­ir, en fæstir þeirra náðu þó telj­andi vin­sældum utan danskra land­steina.

En undir alda­mótin fóru hjólin að snú­ast. Árið 1996 birt­ist mynda­flokk­ur­inn Bryggeren (um J.C. Jac­ob­sen, stofn­anda Carls­berg) á skján­um, ári síðar kom Taxa, Edderkoppen og Rej­seholdet árið 2000. Þessir þættir voru seldir til margra landa og í kjöl­farið fylgdu Niko­laj og Julie, Krøni­ken, Ørnen, Klovn og Anna Pihl. Allt vel gerðir og vand­aðir þætt­ir. Rej­sehold­et, Ørnen og Niko­laj og Julie höfðu þar að auki hreppt hin eft­ir­sóttu Emmy-verð­laun. Danir kunnu orðið vel til verka.

Lög­reglu­konan á lopa­peys­unni



Sunnu­dags­kvöldið 7. jan­úar 2007 birt­ist í fyrsta sinn á skjánum lög­reglu­konan Sarah Lund, íklædd lopa­peysu sem varð tísku­klæðn­aður kvenna víða um lönd, munstrið ýmist sagt íslenskt eða fær­eyskt. Mynda­flokk­ur­inn hét For­brydel­sen, eða Glæp­ur­inn. Þætt­irnir í fyrstu syrp­unni voru 20 tals­ins, hver um sig tæp­lega klukku­tíma lang­ur. Dag­inn eftir sýn­ingu fyrsta þátt­ar­ins sögðu dönsku blöðin í umsögnum sínum að hér hefði nýr tónn verið sleg­inn. Það reynd­ust orð að sönnu. Mynda­flokk­ur­inn naut geysi­mik­illa vin­sælda og sjón­varpss­stöðvar víða um lönd keppt­ust um að kaupa sýn­inga­rétt­inn. Síðar voru gerðar tvær þátt­araðir til við­bótar þar sem Sarah Lund tókst ásamt félögum sínum á við erfið mál. Alls voru fram­leiddir 40 þættir og var sá sein­asti sýndur í danska sjón­varp­inu 25. nóv­em­ber 2012. Breska rík­is­út­varp­ið, BBC, sýndi þætt­ina textaða í stað þess að láta enska leik­ara mæla fyrir munn dönsku leik­ar­anna.

Sofie Gråbøl (fædd 1968), sem leikur aðalhlutverkið  í Forbrydelsen, Glæpnum, hefur enga formlega  leiklistarmenntun. Sofie Gråbøl (fædd 1968), sem leikur aðal­hlut­verkið

í For­brydel­sen, Glæpn­um, hefur enga form­lega

leik­list­ar­mennt­un.

Nú voru hjólin farin að snú­ast og For­brydel­sen-þætt­irnir hafa verið sýndir í að minnsta kosti 130 lönd­um. Þegar DR til­kynnti snemma árs 2010 að vænt­an­legir væru á skjá­inn þættir um stjórn­mála­menn­ina á Krist­jáns­borg, undir heit­inu Borgen (Höll­in), stóðu kaup­endur í röð­um. Alls voru gerðir 30 þættir í þremur syrp­um,. Þessir þættir hafa verið sýndir í rúm­lega 70 löndum og sífellt bæt­ast nýir kaup­endur í hóp­inn.

Broen, Brú­in, hét næsta stór­verk­efni, sem kom á skjá­inn 2011. Þeir þættir voru sam­vinnu­verk­efni DR, sænska Sjón­varps­ins SVT og þess þýska ZDF. Þætt­irnir voru 20 í tveimur syrpum og í haust hefj­ast tökur á þeirri þriðju. Þótt ekki nytu þessir þættir sömu vin­sælda á heima­velli og For­brydel­sen og Borgen hafa sjón­varps­stöðvar í 174 löndum keypt sýn­inga­rétt­inn. Í vetur kom svo á skjá­inn fyrsta þátta­röðin undir heit­inu Arvin­gerne (Erf­ingj­arn­ir), 10 klukku­stund­ar­langir þættir um fjöl­skyldu­deil­ur. Búið var að selja þennan sjón­varps­mynda­flokk til margra landa áður en sýn­ingar hófust í Dan­mörku. Önnur syrpa í mynda­flokknum um erf­ingj­ana kemur á skjá­inn í árs­byrjun 2015, og erlendar sjón­varps­stöðvar sem hafa þegar keypt þá þætti skipta tug­um.

Fleira mætti nefna af vel­heppn­uðum verk­um, til dæmis mynda­flokk­inn Sommer, um sam­nefnda fjöl­skyldu. Áhrifa­miklir þættir sem hreyfðu við mörg­um.

1864 – stærsta verk­efni sem DR hefur ráð­ist í



Í sept­em­ber hefj­ast sýn­ingar á þátta­röð sem ber heitið 1864. Þessir þættir byggja á raun­veru­legum atburð­um, Slés­vík­ur­stríð­inu árið 1864 þegar Danir lutu í lægra haldi fyrir Prússum og Aust­ur­rík­is­mönnum og töp­uðu stórum hluta rík­is­ins. Þessir þættir eru að sögn þeir dýr­ustu sem DR hefur nokkru sinni ráð­ist í að gera, en stjórn­endur DR eru ekki í vafa um að miklar tekjur komi á móti, því fjöl­margar erlendar sjón­varps­stöðvar hafa þegar fest kaup á þátt­un­um.

Sjónvarpsþáttaröðin 1864 hóf göngu sína á RÚV síðastliðið mánudagskvöld. Sjón­varps­þátta­röðin 1864 hóf göngu sína á RÚV síð­ast­liðið mánu­dags­kvöld.

Fyrir nokkru kom fram í dönsku dag­blaði að á síð­ustu sex árum hefði DR selt sjón­varps­þættir fyrir upp­hæð sem jafn­gildir 6 millj­örðum íslenskra króna og sú upp­hæð fer stöðugt hækk­andi.

Hver er gald­ur­inn?



Margir hafa velt fyrir sér ástæðum þess að danskir sjón­varps­þættir njóta slíkra vin­sælda víða um heim. Ingolf Gabold, sem var yfir­maður leik­list­ar­deildar DR frá 1999–2012, telur ástæð­urnar nokkr­ar. Í fyrsta lagi þurfi fjár­magn og þá dugi ekki að horfa til skamms tíma heldur ára­tuga. Í öðru lagi þurfi að leggja mikla vinnu í að þjálfa hand­rits­höf­unda, ef hand­ritið haldi ekki verði mynda­flokk­ur­inn aldrei neitt neitt. Aðal­per­són­urnar þurfi líka allar að hafa sína sögu, til hliðar við aðal­at­burða­rás­ina, þetta er mjög mik­il­vægt segir Ingolf Gabold, því þannig skírskoti þætt­irnir til mun breið­ari hóps. Ekki er síður mik­il­vægt að vanda leik­ara­val­ið, ef hugsað er til dæmis til nýj­ustu þáttar­að­ar­inn­ar, Arvin­ger­ne, skilst vel hvað við er átt. Þar smellpassa allir leik­arar við per­sónur verks­ins. Svo er það tækni­hlið­in, segir Ingolf Gabold, það tekur mörg ár að þjálfa upp þá færni sem til þarf. Í stuttu máli, segir hinn reynslu­mikli Ingolf Gabold: „Pen­ing­ar, þol­in­­mæði og mark­viss stefna. Þetta höfum við Danir get­að, og svo má ekki gleyma kynn­ing­ar- og sölu­hlið­inni. Þar kemur það líka til góða að margar danskar kvik­myndir hafa náð alþjóð­legum vin­sældum og það skiptir líka máli.“ Höf­undur þessa pistils átti einmitt við hann langt sam­tal fyrir nokkru um þessi mál.

Þor­geir Þor­geir­son gaf sig ekki út fyrir að vera spá­­mað­ur. Í fyr­ir­lestr­inum sem minnst var á í upp­hafi þessa pistils nefndi hann hvað þyrfti til að kom­ast í fremstu röð við gerð sjón­varps­efn­is. Hann vissi greini­lega hvað hann söng.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÆgir Þór Eysteinsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None