Geta peningar keypt árangur og öryggi í ensku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu?

sterling.jpg
Auglýsing

Enska úrvalds­deildin hófst í dag. Þetta fyr­ir­bæri á sér­stakan stað í hjarta Íslend­inga af ein­hverri ástæðu. Áhorf og fylgni á þessa vin­sæl­ustu knatt­spyrnu­deild í heimi hér­lendis er ótrú­lega mikið og ófáar umræð­urnar á kaffi­stof­unum á mánu­dög­um, á barnum á fimmtu­dögum eða í spjall­kerfum sam­fé­lags­miðl­anna hvenær sem er sem snú­ast um hana.

Annar hver full­orð­inn mað­ur, og margar kon­ur, virð­ist vera búinn að setja upp lið í Fanta­sy-­deild­inni fyrir kom­andi tíma­bil og gíra sig upp í ánægj­una ,eða von­brigð­in, sem rétt úrslit geta skap­að. Hvað það er sem fær fólk til að týna sér í þess­ari afþr­ey­ingu með jafn glóru­lausum hætti og raun ber vitni er erfitt að segja til um. Og kannski hluti af sjarm­anum að vera ekki að greina það of mik­ið.

Það þýðir samt ekki að það megi ekki greina ensku deild­ina í ræm­ur, enda hluti af aðdrátt­ar­afl­inu að búa til rök­semd­ar­færslur fyrir því að þess­ari og hinni þróun mála innan hennar út frá allskyns töl­fræði. Sú töl­fræði sem skiptir mestu máli í dag er, því mið­ur, fjár­mála­töl­fræð­in. Nánar til­tekið er það orðin ófrá­víkj­an­leg breyta í árang­urs­upp­skrift að eyða for­múu fjár í að kaupa leik­menn og eng­inn hirðir lengur deild­ar­titil án þess að vera með að með­al­tali tvo lands­liðs­menn til taks í hverri stöðu.

Auglýsing

Það getur hins vegar verið mjög áhuga­vert að greina fjár­út­látin og reyna að setja þau í sam­hengi við væntan árang­ur.

Stefnir í enn eitt metáriðÍ raun má segja að liðin í ensku deild­inni fái þorra pen­ing­anna sina með þrennu móti. Í fyrsta lagi úr almennum rekstri. Þar eru lið með fjölda fylg­is­manna út um allan heim, t.d. Manchester United, Liver­pool og Arsenal, með tölu­vert for­skot á aðra enda geta þau selt varn­ing á borð við bún­inga, sem eru auð­vitað end­ur­nýj­aðir árlega til að tryggja aukna sölu, til þeirra.

Í öðru lagi eru sum lið með syk­ur­pabba. Þ.e. ofur­ríka menn sem dæla fé í félögin sem þeir kaupa til að gera þau sam­keppn­is­hæf um titla á sem skemmstum tíma. Chel­sea og Manchester City eru auð­vitað skýr­ustu dæmin um þetta. Og þessi pen­inga­dæl­ing er að virka. Pen­inga­liðin tvö hafa unnið sex af síð­ustu ell­efu deild­ar­meist­aratitl­um.

Í þriðja lagi fá liðin fé vegna sjón­varps­rétt­ar­samn­inga. Umfang þeirra hefur eðli­lega auk­ist gríð­ar­lega sam­hliða auknum vin­sældum ensku úrvals­deild­ar­innar og fleiri kepp­ast nú um að kom­ast yfir rétt­inn en áður. Í byrjun árs var gerður nýr samn­ingur sem er að mörgum talin nærri gal­in. Þá var rétt­ur­inn fyrir árin 2016-2019 seldur fyrir 5,2 millj­arða punda. Það þýðir að Sky Sports og BT Sport, sem keyptu rétt­inn, borga meira en tíu milljón pund fyrir hvern leik sem stöðv­arnar sýna. Til sam­an­burðar má nefna að samn­ing­ur­inn sem var í gildi fyrir árin 2013 til 2016 kost­aði um þrjá millj­arða punda. Og þegar úrvals­deildin var sett á fót árið 1992 var sjón­varps­rétt­ur­inn seldur til sex ára fyrir 191 milljón punda. Til að setja þann vöxt á sölu­tekjum sjón­varps­réttar í sam­hengi þá fengu liðin í deild­inni sam­tals 32 millj­ónir punda á með­al­tali á árið á tíma­bil­inu 1992 til 1997. Á árunum 2016 til 2019 fá þau um 1,3 millj­arða punda til skipt­anna.

Liverpool eyddi rúmlega 32 milljónum punda í Christian Benteke. Liver­pool eyddi rúm­lega 32 millj­ónum punda í Christ­ian Benteke.

Metið verður nær örugg­lega slegiðAuknar tekjur lið­anna vegna sölu sjón­varps­réttar end­ur­spegl­ast í eyðslu þeirra í leik­menn á liðnu sumri. Í fyrra­sumar var sett met í eyðslu þegar liðin 20 sem þá spil­uðu í deild­inni eyddu 857,7 millj­ónum punda í leik­menn. Þá eyddu þrettán lið meira en 25 millj­ónum punda í leik­manna­kaup.

Í dag, þegar tæpur mán­uður er enn eftir þar til leik­manna­glugg­inn lokar, hafa liðin þegar eytt 517 millj­ónum punda. Búist er við því að sú tala muni hækka hratt á næstu vik­um, enda sum liðin enn að leita sér að lyk­il­leik­mönn­um. Á meðal þeirra kaupa sem hafa verið í umræð­unni eru kaup Chel­sea á Baba Rahman (17,5 millj­ónir punda) og hinn lævísa og und­ir­förla til­raun þeirra til að kaupa John Sto­nes (30 millj­ónir punda). Búist er við því að Manchester City kaupi að minnsta kosti einn mjög dýran leik­mann í við­bót og þykir Kevin De Bru­yne (45 millj­ónir punda) tal­inn lík­leg­ast­ur. Hitt Manchester liðið þarf að kaupa ein­hver til að fylla skarð hins fok­dýra Angel Di Maria, sem hefur verið seldur til Frakk­lands, og er talið að Pedro (um 20 millj­ónir punda) sé lík­leg­ast­ur. Þá virð­ast flestir spek­ingar sam­mála um að Arsenal þurfi að kaupa sér fram­herja til að geta keppt um tit­il­inn og bresku blöðin hafa sagt að mestar likur séu á að Arsene Wen­ger reyni við Karim Benzema (45-50 millj­ónir punda).

Ef öll þessi kaup stóru lið­anna myndu ganga eftir myndu 162,5 millj­ónir punda bæt­ast við eyðsl­una og ýta henni upp í 679,5 millj­ónir punda. Og það yrði bara hluti af við­bót­areyðslu fjög­urra liða. Hin 16 munu ugg­laust ná að eyða að minnsta kosti sam­bæri­legri upp­hæð og þvi virð­ist blasa við að eyðslu­metið fyrir einn glugga verði sleg­ið.Stóru eyddu mikið í fyrraÍ fyrra­sumar voru það stóru liðin sem eyddu mestu. Manchester United fór af hjör­unum og keypti leik­menn fyrir 153 millj­ónir punda. Liver­pool voru litlu skárri og eyddu 117 millj­ónum punda, að mestu í vafa­sama sókn­ar­menn og leik­menn frá Sout­hampton sem stóðu síðan alls ekki undir vænt­ing­um. Chel­sea (88 millj­ónir punda) Arsenal (78 millj­ónir punda) og Manchester City (54,5 millj­ónir punda) komu þar á eft­ir. Eina liðið sem náði að troða sé á milli þeirra stóru í eyðslu var Sout­hampton (58 millj­ónir punda), en það þurfti líka nán­ast að kaupa sér nýtt lið eftir að Liver­pool ofborg­aði fyrir flesta lyk­il­menn þess frá árinu áður.

Í ár er staðan aðeins öðru­vísi. Liver­pool heldur áfram að eyða stjarn­fræði­lega og hefur þegar keypt leik­menn fyrir 77,6 millj­ónir punda. Líkt og oft áður þá hefur liðið selt stór­stjörnu fyrir morðfé (Fern­ando Torres, Luis Suarez og nú Raheem Sterl­ing) og keypt kippur af nýjum leik­mönnum á stórar fjár­hæðir í stað­inn. Að frá­dregnu því sem komið hefur í kass­ann vegna sölu á leik­mönnum þá er eyðsla Liver­pool því „að­eins“ 23,5 millj­ónir punda.

Manchester United heldur áfram að eyða stórum fjár­hæð­um, þótt að hæðum síð­asta árs sé enn ekki náð. Nú þegar hefur félagið eytt 69 millj­ónum punda í nýja leik­menn og er alls ekki hætt. Salan á Di Maria náði þó stórum hluta þess­arrar eyðslu til baka. City er svo auð­vitað ekki langt fjarri og hefur þegar eytt 59 millj­ónum punda, að lang­mestu í Raheem Sterl­ing.

Þótt Chelsea og Arsenal hafi ekki eytt miklu enn sem komið er í sumar þá gæti það breyst á næstu vikum. Chelsea hefur til að mynda reynt mikið að kaupa John Stones frá Everton. Hann myndi kosta yfir 30 milljónir punda ef Everton myndi selja hann. Þótt Chel­sea og Arsenal hafi ekki eytt miklu enn sem komið er í sumar þá gæti það breyst á næstu vik­um. Chel­sea hefur til að mynda reynt mikið að kaupa John Sto­nes frá Everton. Hann myndi kosta yfir 30 millj­ónir punda ef Everton myndi selja hann.

"Minni" liðin að eyða stórum fjár­hæðumÞað sem vekur hins vegar athygli er hóf­leg eyðsla Chel­sea (17 millj­ónir punda) og Arsenal (10 millj­ónir punda), að minnsta kosti enn sem komið er. Og ekki síðri athygli vekur mikil eyðsla „minni“ liða.

Bæði Newcastle (35,9 millj­ónir punda) og Aston Villa (38,4 millj­ónir punda) hafa eytt miklum fjár­hæð­um. Þá hafa Totten­ham, Sout­hampton, Crys­tal Palace, West Ham, Leicester, Sund­er­land og Watford öll eytt um 20 millj­ónum punda eða meira í nýja leik­menn. Meira að segja nýliðar Bour­nemouth hafa eytt 18 millj­ónum punda og West Bromwich fer með heildar­eyðslu sína nálægt 30 millj­ónum punda ef félagið nær að klára kaupin á sókn­ar­mann­inum Solomon Rondon, líkt og lík­legt þyk­ir.

Hóf­leg­ustu lið deild­ar­inn­ar, og þau einu ásamt Arsenal sem hafa eytt undir tíu millj­ónum punda í leik­menn í sum­ar, eru Norwich (8,2 millj­ónir punda), Swan­sea (8,9 millj­ónir punda), Stoke (8,7 millj­ónir punda) og auð­vitað Everton (sem hefur ein­ungis eytt 4,4 millj­ónum punda).

Líkt og svo oft áður þá skiptir eyðslan samt ekki öllu máli heldur gæði þeirra ell­efu leik­manna sem spila hverju sinni. Í fyrra eyddi Hull til að mynda tæpum 40 millj­ónum punda og QPR um 36,5 millj­ónum punda í nýja leik­menn. Bæði lið féllu samt.

Það er því ljóst að þótt pen­ingar geti oft keypt árangur handa topp­lið­unum þá fer því fjarri að þeir geti keypt öryggi og áfram­hald­andi deild­ar­veru hjá minni liðum deild­ar­inn­ar. Áhuga­vert verður að bera eyðslu lið­anna í sumar saman við árangur þeirra að loknu því tíma­bili sem hefst í dag að ári liðnu.

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None