Gríðarlegur og umfangsmikill vandi Reykjanesbæjar síast inn

reykjanesb--r.jpg
Auglýsing

Reykja­nes­bær er fimmta stærsta sveita­fé­lag lands­ins. Þar búa um 14.500 manns. Og Reykja­nes­bær er það sveit­ar­fé­lag sem glímir við mestan vanda allra á Íslandi í dag.

Stærsta vanda­málið eru skuld­ir. Reykja­nes­bær er skuld­settasta sveit­ar­fé­lag lands­ins. Skuldir þess, rúmir 40 millj­arðar króna, eru um 250 pró­sent af reglu­legum tekj­um. Sam­kvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lögum sem tóku gildi árið 2012 þá er leyfi­legt skulda­hlut­fall að hámarki 150 pró­sent. Skulda­staða Reykja­nes­bæjar er því bein­leiðis í and­stöðu við lög.

Atvinnu­leysi á svæð­inu hefur ver­ið, og er, mun hærra en ann­ars staðar á land­inu. Í mars 2011 var það 14,5 pró­sent á meðan að það var 8,6 pró­sent á land­inu öllu. Í dag er það 5,8 pró­sent á Suð­ur­nesjum á meðan að það er 3,6 pró­sent að með­al­tali á land­inu öllu. Minna atvinnu­leysi er ekki að öllu leyti fjölgun starfa að þakka. Í tveimur skrefum hefur atvinnu­leys­is­bóta­tíma­bilið verið lækkað úr fjórum árum í tvö og hálft ár frá árs­lokum 2012.

Auglýsing

Fjár­hags­að­stoð Reykja­nes­bæjar við íbúa sína sem þurfa á slíkri að halda fimm­fald­að­ist frá hruni og fram til loka árs­ins 2013.

Því hafa margir lang­tíma­at­vinnu­laus­ir, en þeir eru hlut­falls­lega flestir í Reykja­nesbæ á land­inu, farið af atvinnu­leys­is­bótum og njóta nú fjár­hags­að­stoðar sveit­ar­fé­laga. Fjár­hags­að­stoð Reykja­nes­bæjar við íbúa sína sem þurfa á slíkri að halda fimm­fald­að­ist frá hruni og fram til loka árs­ins 2013. Á því ári var hún um 270 millj­ónir króna. Búist er við því að stytt­ing atvinnu­leys­is­bóta­tíma­bils­ins um síð­ustu ára­mót niður í tvö og hálft ár muni auka kostnað Reykja­nes­bæjar vegna fjár­hags­að­stoðar um 70 millj­ónir króna á þessu ári, sam­kvæmt því sem kom fram í máli Odd­nýjar Harða­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Alþingi í gær.

Af þessu ástandi leiðir að fleiri börn búa við fátækt í Reykja­nesbæ en ann­ars­staðar á land­inu.

Víta­verð fjár­mála­stjórn



Þeir sem héldu á stjórn­ar­taumunum í Reykja­nesbæ á árunum 2002 til 2014, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn undir stjórn Árna Sig­fús­son­ar, þurftu að takast á við stærsta áfall sem bær­inn hefur nokkru sinni þurft að takast á við, brott­hvarf Banda­ríkja­hers frá Mið­nes­heiði. Með hernum hvarf langstærsti vinnu­staður svæð­is­ins. Til að bregð­ast við þessu var ákveðið að ráð­ast í fjár­fest­ingar í atvinnu­upp­bygg­ingu, meðal ann­ars með því að fjár­magna iðn­að­ar­höfn í Helgu­vík og með því að fjölga íbúum hratt með ódýrum lóða­út­deil­ing­um.

Árni Sigfússon var bæjarstjóri í Reykjanesbæ á árunum 2002 til 2014. Árni Sig­fús­son var bæj­ar­stjóri í Reykja­nesbæ á árunum 2002 til 2014.

Íbúum í Reykja­nesbæ fjölg­aði enda um 30 pró­sent á árunum 2005 til 2009. Það var líka ákveðið að selja allar verð­mæt­ustu eignir sveit­ar­fé­lags­ins, þar á meðal eign­ar­hlut­inn í HS Orku. Á þessu tíma­bili, 2003 til 2014, skil­aði var A-hluti Reykja­nes­bæjar rek­inn í tapi öll árin utan eins, það var árið 2010.

Fjár­fest­ing­arnar skil­uðu hins vegar mun minna til baka er vonur stóðu til um. Skuldir vegna hafn­ar­upp­bygg­ing­ar­innar eru yfir 7,5 millj­arðar króna og aukast ár frá ári. Margir þeirra sem fengu lóðir í sveit­ar­fé­lag­inu stóðu ekki undir þeirri skuld­bind­ingu og Íbúða­lána­sjóður tók yfir húsin þeirra. Alls eru rúm­lega 40 pró­sent allra eigna sem Íbúða­lána­sjóður heldur á á Suð­ur­nesj­um. Sam­tals eru þetta 780 íbúð­ir.

Víta­hringur skap­ast



Þá eru 17 pró­sent íbúa 18 ára og eldri á svæð­inu í alvar­legum van­skil­um, en það er hæsta hlut­fall van­skila á land­inu og næst flest hegn­ing­ar­laga­brot miðað við höfða­tölu voru til­kynnt til lög­reglu á Suð­ur­nesjum á árinu 2013. Ein­ungis höf­uð­borg­ar­svæðið var með fleiri brot.

Það er því gríð­ar­legt fram­boð af hús­næði á Suð­ur­nesjum, sér­stak­lega þegar þær þús­undir íbúða sem her­inn skildi eftir á Mið­nes­heiði eru taldar með.

Sökum allra þess­arra þátta er leigu­verð á Suð­ur­nesjum allt að helm­ingi ódýr­ara en í dýr­ustu hverfum Reykja­vík­ur. Fyrir þá sem ætla að kaupa er fer­metra­verðið í Reykja­nesbæ (um 165 þús­und krón­ur) mun lægra en það er í höf­uð­borg­inni (315 þús­und krón­ur) þótt það taki ein­ungis um 40 mín­útur að keyra á milli.

Hið lága hús­næð­is­verð hefur leitt til þess að margt fólk sem þarf að sækja í ódýrt leigu­hús­næði, ein­fald­lega vegna þess að það hefur ekki efni á öðru, hefur flutt sig til Reykja­nes­bæj­ar. Þegar það fólk hefur lokið bóta­rétti sínum fær það síðan fjár­hags­að­stoð frá Reykja­nesbæ og eykur þar af leið­andi kostnað sveit­ar­fé­lags­ins vegna þessa. Börn þeirra sem eru á fjár­hags­legri fram­færslu eru lík­legri en önnur til að búa við fátækt og þannig ýkist það vanda­mál. Ákveðin víta­hringur hefur skap­ast.

Þörf á sárs­auka­fullum aðgerðum



Eftir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar tóku ný öfl við stjórn­ar­taumunum í Reykja­nesbæ og fengu KPMG til að gera óháða úttekt á fjár­málum sveit­ar­fé­lags­ins. Á grunni þeirrar úttektar var ný aðgerð­ar­á­ætlun til átta ára kynnt til sög­unn­ar. Hún fékk nafnið „Sókn­in“ og hafði það að mark­miði að ná skulda­hlut­fall­inu niður fyrir 150 pró­sent fyrir árið 2021. Í grófum dráttum er um fjór­þætta áætlun að ræða.

Í fyrsta lagi þarf að auka fram­legð að lág­marki um 900 millj­ónir króna með aðgerðum í rekstri. Það þýðir auknar tekj­ur, til dæmis í gegnum þjón­ustu­gjöld og hækkun á útsvari, og lækkun rekstr­ar­kostn­að­ar, til dæmis með upp­sögnum á starfs­fólki.

Skuldir vegna byggingar Helguvíkurhafnar eru yfir 7,5 milljarðar króna. Tekjur standa ekki undir fjármagnskostnaði. Skuldir vegna bygg­ingar Helgu­vík­ur­hafnar eru yfir 7,5 millj­arðar króna. Tekjur standa ekki undir fjár­magns­kostn­að­i.

Í öðru lagi á að stöðva fjár­flæði frá A-hluta sveit­ar­sjóðs yfir til starf­semi sem til­heyrir B-hluta. Með öðrum orðum á að hætta að nota tekjur sveita­fé­lags­ins, lán­tökur eða eigna­sölur til að borga fyrir þann hluta sem til­heyrir B-hluta sveita­sjóðs. Í þessu felst meðal ann­ars að HS Veitur verði látnar greiða hámarks­arð, um 900 millj­ónir króna á ári.

Í þriðja lagi á að tak­marka fjár­fest­ingar A-hluta sveit­ar­fé­lags­ins við 200 millj­ónir króna á ári þar til fjár­hags­mark­miðum verður náð.

Í fjórða lagi á að mæta auk­inni greiðsl­ur­byrði næstu ára með end­ur­fjár­mögnun skulda og skuld­binda og skoða mögu­leika á frek­ari sölu eigna eða sam­ein­ingu  B-hluta stofn­ana. Þær B-hluta stofn­anir sem eru mest byrði á Reykja­nesbæ eru Reykja­nes­höfn og Fast­eignir Reykja­nes­bæj­ar. Hvorug þeirra getur rekið sig án pen­inga frá A-hluta sveita­sjóðs­ins eins og staðan er í dag.

Íbú­arnir þolendur



Síðan var haf­ist handa við að taka til. Og íbúar Reykja­nes­bæjar hafa heldur betur fundið fyrir því.

Um síð­ustu ára­mót var til að mynda fengin heim­ild til að leggja auka­ála ofan á hámarks­út­svar. Á manna­máli þýðir það að íbúar Reykja­nes­bæj­ar, með öll sín íþyngj­andi vanda­mál, þurfa líka að greiða hærri skatta til sveit­ar­fé­lags­ins en nokk­urt annað sveit­ar­fé­lag á land­inu vegna afleitrar fjár­hags­stöðu. Þeir borga 15,05 pró­sent á meðan að hámarks­út­svar sam­kvæmt lögum er 14,52 pró­sent.

Til við­bótar hefur fast­eigna­skattur verið hækk­að­ur, fastri yfir­vinnu bæj­ar­starfs­manna sagt upp, föstum öku­tækja­styrkjum þeirra sagt upp, fagsviðum fækk­að, öllum fram­kvæmda­stjórum sveit­ar­fé­lags­ins sagt upp. Í hálkunni á milli jóla og nýárs var íbúum boðið að koma og sækja sand til að dreifa á stétt­ina hjá sér. Það voru ekki til bæj­ar­starfs­menn til að sinna því við­viki.

Afneitun og fólk á villi­götum



Kjartan Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri í Reykja­nes­bæ, skrif­aði grein á vef Vík­ur­frétta í fyrra­dag þar sem hann lýsir þessum veru­leika sem við er að etja og hvernig íbú­arnir eru hægt og bít­andi að átta sig á hon­um.

Þar segir meðal ann­ars: „Fjár­hags­staða Reykja­nes­bæjar er graf alvar­leg. Sú  stað­reynd hefur legið fyrir um nokk­urt skeið. Samt eru ótrú­lega margir sem halda ennþá að þetta sé bara póli­tískur skolla­leikur með það að mark­miði að láta stöð­una líta verr út en hún raun­veru­lega er. Það er fjarri lag­i.[...]­Samt hitti ég fólk af og til sem heldur hinu gagn­stæða fram og trúir því að þetta sé allt í plati. „Var nú nauð­syn­legt að hækka útsvar­ið? Var nauð­syn­legt að hækka fast­eigna­skatt­inn?

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Kjartan Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri í Reykja­nes­bæ.

Var nauð­syn­legt að draga saman og hag­ræða í rekstri? Var nú nauð­syn­legt að segja upp fastri yfir­vinnu? Var nú nauð­syn­legt að segja upp föstum akst­ur­styrkj­um? Var nauð­syn­legt að fækka fagsvið­um? Var nú nauð­syn­legt að segja upp öllum fram­kvæmda­stjór­un­um? Var nú nauð­syn­legt að gera samn­ing við inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið? Var nú nauð­syn­legt að …….“ Öllum spurn­ingum í þessum dúr er bara hægt að svara á einn veg; „Já, það var bráð­nauð­syn­legt að taka þessar ákvarð­anir þótt erf­iðar væru.“

Kjartan segir enn­fremur að komið sé að ögur­stundu og það hafi ein­fald­lega ekki verið hægt að bíða lengur og sjá hvort ástandið myndi lag­ast. Það þurfi að grípa til aðgerða og það hafi veirð gert. Skuldir Reykja­nes­bæjar séu allt of háar og að það þurfi að greiða þær nið­ur­.„Það gerum við ekki nema með því að eiga rekstr­ar­af­gang á hverju ári sem nota má til þess að greiða niður skuldir og því þurfum við að halda gríð­ar­lega vel á spil­unum á næstu 8 árum að minnsta kosti. Allir sem halda öðru fram eru í afneitun og á villi­göt­u­m.“

Þing­heimur vaknar



Al­var­leg staða Reykja­nes­bæjar virð­ist líka vera að ýta við alþing­is­mönnum þjóð­ar­inn­ar. Í gær fór fram sér­stök umræða um stöð­una á Alþingi, að frum­kvæði Odd­nýjar Harð­ar­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Oddný er af Suð­ur­nesj­un­um.

Oddný fór yfir væg­ast sagt afleita stöðu Reykja­nes­bæjar í ítar­legu máli og beindi þeirri fyr­ir­spurn til Ólafar Nor­dal, ráð­herra sveit­ar­stjórn­ar­mála, hver ábyrgð eft­ir­lits­nefndar með fjár­málum sveit­ar­fé­laga, sem heim­il­aði Reykja­nesbæ að ráð­ast í stór­tækar fjár­fest­ingar og hina hamlausu skulda­söfn­un, væri. Hefði hún ekki átt að grípa inní og gera skýrar kröfur á rekstri sveita­fé­lags sem var rekið með jafn miklum halla í jafn langan tíma og Reykja­nes­bær?

Í gær fór fram sérstök umræða um stöðuna á Alþingi, að frumkvæði Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Í gær fór fram sér­stök umræða um stöð­una á Alþingi, að frum­kvæði Odd­nýjar Harð­ar­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Fjöl­margir þing­menn, þvert á flokka, tóku þátt í umræð­unum og tóku undir með Odd­nýju um að íbúar sveita­fé­lags­ins væru þolendur í mál­inu. Páll Valur Björns­son, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, sagði að meiri­hluti íbúa á svæð­inu væri „í sjokki yfir þessu“, og átti þar við fjár­hags­stöðu bæj­ar­ins.

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að eft­ir­lits­nefnd með fjár­málum sveit­ar­fé­laga hefði sam­þykkt „draum­kennd fjár­fest­ing­ar­á­form“ fyrri stjórn­enda sveit­ar­fé­lags­ins og spurði: „Af hverju var ekki gripið í taumanna fyrr, vegna þess að kostn­að­ur­inn fyrir íbúa í Reykja­nesbæ er hræði­leg­ur.“

Ólöf Nor­dal tók undir að vand­inn væri meðal ann­ars til­kom­inn vegna fjár­fest­inga sem Reykja­nes­bær hefði ráð­ist í með þeim vænt­ingum að þær myndu skapa mikil tæki­færi. Þau tæki­færi hafi hins vegar ekki skilað sér og því hafi fjár­fest­ing­arnar orðið þungur baggi á bæn­um. Hún benti hins vegar rétti­lega á að sveita­fé­lög beri hins vegar sjálf ábyrgð á sínum fjár­mál­um. Og það þyrfti að vera verk­efni mun fleiri ráðu­neyta en hennar að grípa til aðgerða vegna stöð­unnar á Suð­ur­nesj­um.

Lífs­mark en margt eftir að gera



Þess ber að geta að það hefur átt sér stað atvinnu­upp­bygg­ing í Reykja­nes­bær á allra síð­ustu miss­er­um.  Fjögur gagna­ver eru komin í gagnið í Reykja­nes­bæ, tvö kís­il­ver eru í upp­bygg­ingu í Helgu­vík, tvö líf­tækni­fyr­ir­tæki eru í píp­unum og alþjóða­flug­völl­ur­inn á Mið­nes­heiði skilar sínu, en fjöl­mörg flug­þjón­ustu­fyr­ir­tæki eru starf­rækt í sveit­ar­fé­lag­inu.

Stóra lausnin á atvinnu­málum Reykja­nes­bæj­ar, sem fyrri rík­is­stjórnir tóku þátt í að búa til óraun­hæfar vænt­ingar um að yrði að veru­leika, álver í Helgu­vík, mun þó lík­ast til aldrei rísa.

Því er ljóst að þótt byrjað sé að taka á vanda Reykja­nes­bæj­ar, er langt í land hjá sveit­ar­fé­lag­inu við að rétta sinn hlut.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None