Gulllestin í Walbrzych

Nazi_gold_mine_sha_3415541b.jpg
Auglýsing

Tveir menn, annar pólskur og hinn þýskur, hafa fundið lest sem nas­istar földu í lok seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Lest­in, sem er full af gulli og öðrum verð­mæt­um, fannst djúpt inn í fjöllum nálægt borg­inni Wal­brzych í Pól­landi. Þetta er ekki skáld­saga eftir Alistair MacLean heldur alvöru frétt en enn sem komið er er lítið vitað um þennan fund eða hvort það er ein­hver fundur yfir­höf­uð.

Stálu miklu



Það er vitað að nas­ist­arnir stálu miklu fé til að hjálpa til við að halda stríðs­rekstr­inum gang­andi. Lík­lega var stærstum hluta þýf­is­ins stolið beint úr rík­is­kössum þeirra landa sem þeir her­námu. Hund­ruðum millj­óna doll­ara var stolið af Frökk­um, Hol­lend­ing­um, Belgum og fleir­um. En einnig var tölu­verðum fjár­munum stolið af ein­stak­ling­um. Það er vel þekkt hvernig þeir plokk­uðu öll verð­mæti af fórn­ar­lömbum helfar­ar­inn­ar. Minna hefur verið fjallað um þjófnað þeirra á almennum borg­urum á hernumdum svæð­um. Þeir stálu ekki bara reiðufé heldur flest öllu sem þeir gátu komið í verð eins og gulli og gim­stein­um, mál­verkum og öðrum list­mun­um, úrum, skart­grip­um, hluta­bréf­um, húsum og jafn­vel lóð­um. Það verður aldrei vitað nákvæm­lega hversu miklu nas­ist­arnir stálu en fjár­hæð­irnar eru gíf­ur­legar og enn þann dag í dag koma upp mál þar sem deilt er um nas­ista­gull.

Sagan um gull­lest­ina hefur verið vel þekkt í Pól­landi frá stríðslok­um. Það eru til margar kenn­ingar um upp­runa lest­ar­innar og sú lífs­seig­asta er sú að þegar Sov­ét­menn sóttu hratt að Þýska­landi í lok stríðs­ins hafi borg­ar­yf­ir­völd í Breslau (nú Wroclaw) stolið öllu steini létt­ara af íbúum borg­ar­innar og falið það í lest­inni. Lest­inni hafi síðan verið ekið út úr borg­inni og ekki sést meir. Einnig eru til sögur um að fjöllin og hæð­irnar í Wal­brzych séu full af göngum sem nas­ist­arnir hafi látið grafa meðal ann­ars til þess að fela þýfi. Á þeim tíma var svæðið þýskt og hét Wald­en­burg en Pól­verjar fengu það til eignar eftir stríðið í skaða­bætur fyrir svæðið sem þeir misstu til Sov­ét­manna í austri. Þessar sögur hafa gert það að verkum að margir hafa freistað gæf­unnar í leit að lest­inni en eng­inn fundið neitt………­fyrr en nú?

Mikil leynd



Tví­menn­ing­arnir neita að gefa upp stað­setn­ing­una á lest­inni nema það sé tryggt að þeir fái sinn skerf af verð­mæt­un­um. Þeir krefj­ast 10% af verð­mæt­unum en yfir­völd í Pól­landi virð­ast ekki ætla að taka því boði. Opin­bera stefnan er sú að allt nas­ista­gull sem kynni að vera falið í land­inu sé eign rík­is­ins. Hafa ber einnig í huga að hell­arnir og göngin í Wal­brzych eru ákaf­lega vara­söm og gas getur safn­ast þar fyr­ir. Ef lestin er til og menn­irnir hafi í alvöru fundið hana getur það einnig verið erfitt og hættu­legt að ná henni út úr göng­un­um. Það verk gæti tekið mán­uði án þess að hafa neina vissu fyrir því hvað sé í henni. Engu að síður eru borg­ar­yf­ir­völd í Wal­bryzch komin í við­bragðs­stöðu og gætu hafið eigin leit að lest­inni. Opin­ber starfs­maður til­kynnti að lög­fræð­ing­ar, her­inn, lög­reglan og slökkvi­liðið væru öll komin í mál­ið.





Fróð­legt að sjá hvað í henni er



Ef lestin er til og hún yrði grafin upp á kom­andi mán­uðum verður fróð­legt að sjá hvað í henni er. Sög­unum ber nefni­lega ekki öllum saman um farm­inn. Sumir segja að lestin sé full af gulli og gim­steinum en aðrir að hún sé hlaðin vopn­um. Mögu­lega er þessi umrædda lest tóm. Ef verð­mæti finn­ast í henni þá hefj­ast vænt­an­lega deilur um upp­runa þeirra og hver eigi til­kall til þeirra. Pólska rík­ið? Wal­bryzch borg? Wroclaw borg? Sam­tök Gyð­inga? Eða ein­hverjir aðr­ir? Hin fræga ung­verska gull­lest, sem inni­hélt þýfi sem stolið var af ung­verskum gyð­ingum í stríð­inu, olli milli­ríkja­deil­um. Verð­mæti þeirrar lestar voru sett á upp­boð í New York árið 1948 og fjár­magnið notað í upp­bygg­ingu eft­ir­stríðs­ár­anna gegn vilja Ung­verja og sam­taka Gyð­inga. Árið 2005 fóru sam­tök Gyð­inga í mál við banda­ríska ríkið og enn í dag er verið að greiða bætur vegna þess. Hvað varðar hina umræddu pólsku lest, þá er nokkuð ljóst að tvímenn­ing­arnir munu ekki fá neina pró­sentu af farm­in­um, hvað þá 10%. Þeir fá ekki einu sinni nöfn sín í blöð­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None