Gulllestin í Walbrzych

Nazi_gold_mine_sha_3415541b.jpg
Auglýsing

Tveir menn, annar pólskur og hinn þýskur, hafa fundið lest sem nas­istar földu í lok seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Lest­in, sem er full af gulli og öðrum verð­mæt­um, fannst djúpt inn í fjöllum nálægt borg­inni Wal­brzych í Pól­landi. Þetta er ekki skáld­saga eftir Alistair MacLean heldur alvöru frétt en enn sem komið er er lítið vitað um þennan fund eða hvort það er ein­hver fundur yfir­höf­uð.

Stálu mikluÞað er vitað að nas­ist­arnir stálu miklu fé til að hjálpa til við að halda stríðs­rekstr­inum gang­andi. Lík­lega var stærstum hluta þýf­is­ins stolið beint úr rík­is­kössum þeirra landa sem þeir her­námu. Hund­ruðum millj­óna doll­ara var stolið af Frökk­um, Hol­lend­ing­um, Belgum og fleir­um. En einnig var tölu­verðum fjár­munum stolið af ein­stak­ling­um. Það er vel þekkt hvernig þeir plokk­uðu öll verð­mæti af fórn­ar­lömbum helfar­ar­inn­ar. Minna hefur verið fjallað um þjófnað þeirra á almennum borg­urum á hernumdum svæð­um. Þeir stálu ekki bara reiðufé heldur flest öllu sem þeir gátu komið í verð eins og gulli og gim­stein­um, mál­verkum og öðrum list­mun­um, úrum, skart­grip­um, hluta­bréf­um, húsum og jafn­vel lóð­um. Það verður aldrei vitað nákvæm­lega hversu miklu nas­ist­arnir stálu en fjár­hæð­irnar eru gíf­ur­legar og enn þann dag í dag koma upp mál þar sem deilt er um nas­ista­gull.

Sagan um gull­lest­ina hefur verið vel þekkt í Pól­landi frá stríðslok­um. Það eru til margar kenn­ingar um upp­runa lest­ar­innar og sú lífs­seig­asta er sú að þegar Sov­ét­menn sóttu hratt að Þýska­landi í lok stríðs­ins hafi borg­ar­yf­ir­völd í Breslau (nú Wroclaw) stolið öllu steini létt­ara af íbúum borg­ar­innar og falið það í lest­inni. Lest­inni hafi síðan verið ekið út úr borg­inni og ekki sést meir. Einnig eru til sögur um að fjöllin og hæð­irnar í Wal­brzych séu full af göngum sem nas­ist­arnir hafi látið grafa meðal ann­ars til þess að fela þýfi. Á þeim tíma var svæðið þýskt og hét Wald­en­burg en Pól­verjar fengu það til eignar eftir stríðið í skaða­bætur fyrir svæðið sem þeir misstu til Sov­ét­manna í austri. Þessar sögur hafa gert það að verkum að margir hafa freistað gæf­unnar í leit að lest­inni en eng­inn fundið neitt………­fyrr en nú?

Mikil leyndTví­menn­ing­arnir neita að gefa upp stað­setn­ing­una á lest­inni nema það sé tryggt að þeir fái sinn skerf af verð­mæt­un­um. Þeir krefj­ast 10% af verð­mæt­unum en yfir­völd í Pól­landi virð­ast ekki ætla að taka því boði. Opin­bera stefnan er sú að allt nas­ista­gull sem kynni að vera falið í land­inu sé eign rík­is­ins. Hafa ber einnig í huga að hell­arnir og göngin í Wal­brzych eru ákaf­lega vara­söm og gas getur safn­ast þar fyr­ir. Ef lestin er til og menn­irnir hafi í alvöru fundið hana getur það einnig verið erfitt og hættu­legt að ná henni út úr göng­un­um. Það verk gæti tekið mán­uði án þess að hafa neina vissu fyrir því hvað sé í henni. Engu að síður eru borg­ar­yf­ir­völd í Wal­bryzch komin í við­bragðs­stöðu og gætu hafið eigin leit að lest­inni. Opin­ber starfs­maður til­kynnti að lög­fræð­ing­ar, her­inn, lög­reglan og slökkvi­liðið væru öll komin í mál­ið.

Fróð­legt að sjá hvað í henni erEf lestin er til og hún yrði grafin upp á kom­andi mán­uðum verður fróð­legt að sjá hvað í henni er. Sög­unum ber nefni­lega ekki öllum saman um farm­inn. Sumir segja að lestin sé full af gulli og gim­steinum en aðrir að hún sé hlaðin vopn­um. Mögu­lega er þessi umrædda lest tóm. Ef verð­mæti finn­ast í henni þá hefj­ast vænt­an­lega deilur um upp­runa þeirra og hver eigi til­kall til þeirra. Pólska rík­ið? Wal­bryzch borg? Wroclaw borg? Sam­tök Gyð­inga? Eða ein­hverjir aðr­ir? Hin fræga ung­verska gull­lest, sem inni­hélt þýfi sem stolið var af ung­verskum gyð­ingum í stríð­inu, olli milli­ríkja­deil­um. Verð­mæti þeirrar lestar voru sett á upp­boð í New York árið 1948 og fjár­magnið notað í upp­bygg­ingu eft­ir­stríðs­ár­anna gegn vilja Ung­verja og sam­taka Gyð­inga. Árið 2005 fóru sam­tök Gyð­inga í mál við banda­ríska ríkið og enn í dag er verið að greiða bætur vegna þess. Hvað varðar hina umræddu pólsku lest, þá er nokkuð ljóst að tvímenn­ing­arnir munu ekki fá neina pró­sentu af farm­in­um, hvað þá 10%. Þeir fá ekki einu sinni nöfn sín í blöð­in.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None