Hálfur milljarður í eftirlaun þingmanna og ráðherra

Althingi.jpg
Auglýsing

Á árinu 2013 fengu 218 þing­menn eða vara­þing­menn og 49 ráð­herrar greitt sam­kvæmt hinum umdeildu lögum um eft­ir­laun for­seta Íslands, ráð­herra, alþing­is­manna og hæsta­rétt­ar­dóm­ara, sem sam­þykkt voru árið 2003 og tryggðu þessum hópi mun betri eft­ir­launa­rétt­indi en flestum öðrum í íslensku sam­fé­lagi. Sam­tals námu greiðslur til þessa hóps 479,1 milljón króna í fyrra. Þetta kemur fram í svari Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR) við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Fjöldi þeirra fyrrum þing­manna og ráð­herra sem þiggja eft­ir­laun sam­kvæmt lög­unum hefur auk­ist mjög á síð­ustu sex árum. Á árinu 2007 voru þeir 164 tals­ins en í fyrra voru þeir orðnir 267. Þiggj­end­unum hefur því fjölgað um 103 á tíma­bil­inu.

Hund­ruð millj­óna í eft­ir­launa­greiðslurÍ svari LSR kemur fram að sjóð­ur­inn greiddi alls 368,7 millj­ónir króna vegna eft­ir­launa fyrrum þing­manna og vara­þing­manna árið 2013. Með­al­greiðsla til hvers fyrrum þing­manns eða vara­þing­manns var tæp­lega 1,7 millj­ónir króna. Vert er að taka fram að þiggj­end­urnir 218 hafa unnið sér inn mis­mun­andi mikil rétt­indi og því skipt­ast greiðsl­urnar mjög mis­mun­andi á milli þeirra.

Greiðsl­urnar til ráð­herr­anna 49, sam­tals 110,4 millj­ónir króna á síð­asta ári, voru tölu­vert hærri að með­al­tali, eða tæp­lega 2,3 millj­ónir króna á hvern þeirra. Sama gildir um þá og fyrrum þing­menn­ina, greiðsl­urnar skipt­ast afar mis­mun­andi eftir því hvað þeir sátu lengi á ráð­herra­stóli.

Auglýsing

„Flutn­ings­menn frum­varps­ins voru upp­haf­lega úr öllum stjórn­mála­flokkum sem þá sátu á Alþingi. Eftir að inni­hald þess komst í umræð­una snérist hluti flutn­ings­manna gegn því.“Fjórir fengu greitt frá hinu opin­bera sam­hliða eft­ir­launa­tökuKjarn­inn spurði líka hversu margir fyrrum þing­menn eða fyrrum ráð­herrar þiggi eft­ir­laun sam­hliða því að greiða iðgjöld í sjóð­inn, en geri þeir það þá þiggja þeir enn laun vegna opin­bers starfs sam­hliða eft­ir­launa­töku. Í svari LSR segir að „Eng­inn fyrrum þing­maður greiðir iðgjald til sjóðs­ins af föstu starfi á vegum rík­is­ins eða stofn­ana þess. Þrír fyrrum þing­menn hafa á þessu ári greitt iðgjald til sjóðs­ins af launum fyrir til­fallandi verk­efni eða nefnd­ar­störf [...] Eng­inn fyrrum ráð­herra greiðir iðgjald til sjóðs­ins af föstu starfi á vegum rík­is­ins eða stofn­ana þess. Einn fyrrum ráð­herra hefur á þessu ári greitt iðgjald til sjóðs­ins af launum fyrir til­fallandi verk­efni eða nefnd­ar­störf.“

Því fengu þrír fyrrum þing­menn og einn fyrrum ráð­herra greitt fyrir til­fallandi verk­efni eða nefnd­ar­störf á síð­asta ári sam­hliða því að þeir þáðu eft­ir­laun.

Greiðslur vegna eft­ir­launa ráð­herra tvö­fald­astFjöldi þeirra fyrrum þing­manna eða vara­þing­manna sem þiggja eft­ir­laun hefur fjölgað tölu­vert á und­an­förnum árum. Árið 2007 voru þeir 129 tals­ins og hefur þeim því fjölgað um 89 á sex árum, eða um tæp­lega 70 pró­sent. Það ár var kostn­aður vegna greiðslna til fyrrum þing­manna eða vara­þing­manna um 200 millj­ónir króna, eða um 169 millj­ónum krónum lægri en kostn­að­ur­inn var í fyrra. Það þýðir að kostn­aður vegna eft­ir­launa­greiðslna hóps­ins hefur auk­ist um rúm­lega 80 pró­sent á tíma­bil­inu. Með­al­kostn­aður á hvern þing­mann eða vara­þing­mann hefur líka hækk­að, en hann var um rúm­lega 1,5 millj­ónir króna á hvern þeirra á árinu 2007.

Ráð­herrum sem fá greidd eft­ir­laun hefur líka fjölg­að. Þeir voru 35 árið 2007 en voru orðnir 49 í fyrra. Það er 40 pró­sent aukn­ing á sex ára tíma­bili. Sam­tals fengu þeir nálægt 50 millj­ónum króna í eft­ir­launa­greiðslur þá en 110,4 millj­ónir króna í fyrra. Greiðsl­urnar hafa því tvö­fald­ast á tíma­bil­inu.

Færri fyrrum ráð­herrar eru hins vegar í laun­uðum störfum hjá rík­inu nú en á árinu 2007. Á því ári voru níu þiggj­endur eft­ir­launa­greiðslna einnig í laun­uðum störfum hjá rík­inu.

Upp­haf­lega flutt af öllum flokkumhalldorblondalEft­ir­launa­frum­varpið sem varð að lögum í des­em­ber 2003 var gíf­ur­lega umdeilt. Það fól í sér mun rýmri eft­ir­launa­rétt­indi fyrir for­seta Íslands, ráð­herra, þing­menn og hæsta­rétta­dóm­ara en tíðk­að­ist almennt. Auk þess var meðal ann­ars kveðið á um það í lög­unum að fyrr­ver­andi ráð­herrar gætu farið á eft­ir­laun við 55 ára ald­ur.

Flutn­ings­menn frum­varps­ins voru upp­haf­lega úr öllum stjórn­mála­flokkum sem þá sátu á Alþingi. Eftir að inni­hald þess komst í umræð­una snérist hluti flutn­ings­manna gegn því. Hall­dór Blön­dal mælti fyrir frum­varp­inu, en hann hafði lengi verið þing­maður og ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þegar Hall­dór gerði það sagði hann það meðal ann­ars vera lýð­ræð­is­lega nauð­syn að svo væru búið að þeim emb­ættum og störfum sem frum­varpið næði til að „það hvetji til þátt­töku í stjórn­málum og að þeir sem verja meg­in­hluta starfsævi sinnar til stjórn­mála­starfa á opin­berum vett­vangi og gegna þar trún­að­ar- og for­ustu­störfum geti dregið sig í hlé og vikið fyrir yngra fólki án þess að hætta fjár­hags­legri afkomu sinn­i“.

gudmundurarniAllir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, sem mynd­uðu rík­is­stjórn þess tíma, greiddu atkvæði með frum­varp­inu. Aðrir greiddu ýmist atkvæði á móti eða sátu hjá, nema Guð­mundur Árni Stef­áns­son, þá þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en hann var einn flutn­ings­manna frum­varps­ins. Guð­mundur Árni greiddi atkvæði með því að frum­varpið yrði að lög­um.

Í des­em­ber 2008, fimm árum og einum degi eftir að eft­ir­launa­lögin voru sam­þykkt, breytti Alþingi þeim og hækk­aði meðal ann­ars lág­marks­aldur við eft­ir­launa­töku úr 55 árum í 60. Áunnin rétt­indi stóðu hins vegar eftir óskert og því ljóst að margir fyrrum for­víg­is­menn stjórn­mál­anna hafi náð að safna tölu­verðum rétt­indum á meðan að lögin voru í gildi. Lögin umdeildu voru loks afnumin vorið 2009  hvað varðar þing­menn og ráð­herra þó kafl­arnir um hæsta­rétt­ar­dóm­ara og for­seta hafi verið látnir halda sér.

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi
None
Kjarninn 25. september 2021
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None