Hálfur milljarður í eftirlaun þingmanna og ráðherra

Althingi.jpg
Auglýsing

Á árinu 2013 fengu 218 þing­menn eða vara­þing­menn og 49 ráð­herrar greitt sam­kvæmt hinum umdeildu lögum um eft­ir­laun for­seta Íslands, ráð­herra, alþing­is­manna og hæsta­rétt­ar­dóm­ara, sem sam­þykkt voru árið 2003 og tryggðu þessum hópi mun betri eft­ir­launa­rétt­indi en flestum öðrum í íslensku sam­fé­lagi. Sam­tals námu greiðslur til þessa hóps 479,1 milljón króna í fyrra. Þetta kemur fram í svari Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR) við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Fjöldi þeirra fyrrum þing­manna og ráð­herra sem þiggja eft­ir­laun sam­kvæmt lög­unum hefur auk­ist mjög á síð­ustu sex árum. Á árinu 2007 voru þeir 164 tals­ins en í fyrra voru þeir orðnir 267. Þiggj­end­unum hefur því fjölgað um 103 á tíma­bil­inu.

Hund­ruð millj­óna í eft­ir­launa­greiðslur



Í svari LSR kemur fram að sjóð­ur­inn greiddi alls 368,7 millj­ónir króna vegna eft­ir­launa fyrrum þing­manna og vara­þing­manna árið 2013. Með­al­greiðsla til hvers fyrrum þing­manns eða vara­þing­manns var tæp­lega 1,7 millj­ónir króna. Vert er að taka fram að þiggj­end­urnir 218 hafa unnið sér inn mis­mun­andi mikil rétt­indi og því skipt­ast greiðsl­urnar mjög mis­mun­andi á milli þeirra.

Greiðsl­urnar til ráð­herr­anna 49, sam­tals 110,4 millj­ónir króna á síð­asta ári, voru tölu­vert hærri að með­al­tali, eða tæp­lega 2,3 millj­ónir króna á hvern þeirra. Sama gildir um þá og fyrrum þing­menn­ina, greiðsl­urnar skipt­ast afar mis­mun­andi eftir því hvað þeir sátu lengi á ráð­herra­stóli.

Auglýsing

„Flutn­ings­menn frum­varps­ins voru upp­haf­lega úr öllum stjórn­mála­flokkum sem þá sátu á Alþingi. Eftir að inni­hald þess komst í umræð­una snérist hluti flutn­ings­manna gegn því.“



Fjórir fengu greitt frá hinu opin­bera sam­hliða eft­ir­launa­töku



Kjarn­inn spurði líka hversu margir fyrrum þing­menn eða fyrrum ráð­herrar þiggi eft­ir­laun sam­hliða því að greiða iðgjöld í sjóð­inn, en geri þeir það þá þiggja þeir enn laun vegna opin­bers starfs sam­hliða eft­ir­launa­töku. Í svari LSR segir að „Eng­inn fyrrum þing­maður greiðir iðgjald til sjóðs­ins af föstu starfi á vegum rík­is­ins eða stofn­ana þess. Þrír fyrrum þing­menn hafa á þessu ári greitt iðgjald til sjóðs­ins af launum fyrir til­fallandi verk­efni eða nefnd­ar­störf [...] Eng­inn fyrrum ráð­herra greiðir iðgjald til sjóðs­ins af föstu starfi á vegum rík­is­ins eða stofn­ana þess. Einn fyrrum ráð­herra hefur á þessu ári greitt iðgjald til sjóðs­ins af launum fyrir til­fallandi verk­efni eða nefnd­ar­störf.“

Því fengu þrír fyrrum þing­menn og einn fyrrum ráð­herra greitt fyrir til­fallandi verk­efni eða nefnd­ar­störf á síð­asta ári sam­hliða því að þeir þáðu eft­ir­laun.

Greiðslur vegna eft­ir­launa ráð­herra tvö­fald­ast



Fjöldi þeirra fyrrum þing­manna eða vara­þing­manna sem þiggja eft­ir­laun hefur fjölgað tölu­vert á und­an­förnum árum. Árið 2007 voru þeir 129 tals­ins og hefur þeim því fjölgað um 89 á sex árum, eða um tæp­lega 70 pró­sent. Það ár var kostn­aður vegna greiðslna til fyrrum þing­manna eða vara­þing­manna um 200 millj­ónir króna, eða um 169 millj­ónum krónum lægri en kostn­að­ur­inn var í fyrra. Það þýðir að kostn­aður vegna eft­ir­launa­greiðslna hóps­ins hefur auk­ist um rúm­lega 80 pró­sent á tíma­bil­inu. Með­al­kostn­aður á hvern þing­mann eða vara­þing­mann hefur líka hækk­að, en hann var um rúm­lega 1,5 millj­ónir króna á hvern þeirra á árinu 2007.

Ráð­herrum sem fá greidd eft­ir­laun hefur líka fjölg­að. Þeir voru 35 árið 2007 en voru orðnir 49 í fyrra. Það er 40 pró­sent aukn­ing á sex ára tíma­bili. Sam­tals fengu þeir nálægt 50 millj­ónum króna í eft­ir­launa­greiðslur þá en 110,4 millj­ónir króna í fyrra. Greiðsl­urnar hafa því tvö­fald­ast á tíma­bil­inu.

Færri fyrrum ráð­herrar eru hins vegar í laun­uðum störfum hjá rík­inu nú en á árinu 2007. Á því ári voru níu þiggj­endur eft­ir­launa­greiðslna einnig í laun­uðum störfum hjá rík­inu.

Upp­haf­lega flutt af öllum flokkum



halldorblondalEft­ir­launa­frum­varpið sem varð að lögum í des­em­ber 2003 var gíf­ur­lega umdeilt. Það fól í sér mun rýmri eft­ir­launa­rétt­indi fyrir for­seta Íslands, ráð­herra, þing­menn og hæsta­rétta­dóm­ara en tíðk­að­ist almennt. Auk þess var meðal ann­ars kveðið á um það í lög­unum að fyrr­ver­andi ráð­herrar gætu farið á eft­ir­laun við 55 ára ald­ur.

Flutn­ings­menn frum­varps­ins voru upp­haf­lega úr öllum stjórn­mála­flokkum sem þá sátu á Alþingi. Eftir að inni­hald þess komst í umræð­una snérist hluti flutn­ings­manna gegn því. Hall­dór Blön­dal mælti fyrir frum­varp­inu, en hann hafði lengi verið þing­maður og ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þegar Hall­dór gerði það sagði hann það meðal ann­ars vera lýð­ræð­is­lega nauð­syn að svo væru búið að þeim emb­ættum og störfum sem frum­varpið næði til að „það hvetji til þátt­töku í stjórn­málum og að þeir sem verja meg­in­hluta starfsævi sinnar til stjórn­mála­starfa á opin­berum vett­vangi og gegna þar trún­að­ar- og for­ustu­störfum geti dregið sig í hlé og vikið fyrir yngra fólki án þess að hætta fjár­hags­legri afkomu sinn­i“.

gudmundurarniAllir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, sem mynd­uðu rík­is­stjórn þess tíma, greiddu atkvæði með frum­varp­inu. Aðrir greiddu ýmist atkvæði á móti eða sátu hjá, nema Guð­mundur Árni Stef­áns­son, þá þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en hann var einn flutn­ings­manna frum­varps­ins. Guð­mundur Árni greiddi atkvæði með því að frum­varpið yrði að lög­um.

Í des­em­ber 2008, fimm árum og einum degi eftir að eft­ir­launa­lögin voru sam­þykkt, breytti Alþingi þeim og hækk­aði meðal ann­ars lág­marks­aldur við eft­ir­launa­töku úr 55 árum í 60. Áunnin rétt­indi stóðu hins vegar eftir óskert og því ljóst að margir fyrrum for­víg­is­menn stjórn­mál­anna hafi náð að safna tölu­verðum rétt­indum á meðan að lögin voru í gildi. Lögin umdeildu voru loks afnumin vorið 2009  hvað varðar þing­menn og ráð­herra þó kafl­arnir um hæsta­rétt­ar­dóm­ara og for­seta hafi verið látnir halda sér.

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None