Hálfur milljarður í eftirlaun þingmanna og ráðherra

Althingi.jpg
Auglýsing

Á árinu 2013 fengu 218 þing­menn eða vara­þing­menn og 49 ráð­herrar greitt sam­kvæmt hinum umdeildu lögum um eft­ir­laun for­seta Íslands, ráð­herra, alþing­is­manna og hæsta­rétt­ar­dóm­ara, sem sam­þykkt voru árið 2003 og tryggðu þessum hópi mun betri eft­ir­launa­rétt­indi en flestum öðrum í íslensku sam­fé­lagi. Sam­tals námu greiðslur til þessa hóps 479,1 milljón króna í fyrra. Þetta kemur fram í svari Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR) við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Fjöldi þeirra fyrrum þing­manna og ráð­herra sem þiggja eft­ir­laun sam­kvæmt lög­unum hefur auk­ist mjög á síð­ustu sex árum. Á árinu 2007 voru þeir 164 tals­ins en í fyrra voru þeir orðnir 267. Þiggj­end­unum hefur því fjölgað um 103 á tíma­bil­inu.

Hund­ruð millj­óna í eft­ir­launa­greiðslurÍ svari LSR kemur fram að sjóð­ur­inn greiddi alls 368,7 millj­ónir króna vegna eft­ir­launa fyrrum þing­manna og vara­þing­manna árið 2013. Með­al­greiðsla til hvers fyrrum þing­manns eða vara­þing­manns var tæp­lega 1,7 millj­ónir króna. Vert er að taka fram að þiggj­end­urnir 218 hafa unnið sér inn mis­mun­andi mikil rétt­indi og því skipt­ast greiðsl­urnar mjög mis­mun­andi á milli þeirra.

Greiðsl­urnar til ráð­herr­anna 49, sam­tals 110,4 millj­ónir króna á síð­asta ári, voru tölu­vert hærri að með­al­tali, eða tæp­lega 2,3 millj­ónir króna á hvern þeirra. Sama gildir um þá og fyrrum þing­menn­ina, greiðsl­urnar skipt­ast afar mis­mun­andi eftir því hvað þeir sátu lengi á ráð­herra­stóli.

Auglýsing

„Flutn­ings­menn frum­varps­ins voru upp­haf­lega úr öllum stjórn­mála­flokkum sem þá sátu á Alþingi. Eftir að inni­hald þess komst í umræð­una snérist hluti flutn­ings­manna gegn því.“Fjórir fengu greitt frá hinu opin­bera sam­hliða eft­ir­launa­tökuKjarn­inn spurði líka hversu margir fyrrum þing­menn eða fyrrum ráð­herrar þiggi eft­ir­laun sam­hliða því að greiða iðgjöld í sjóð­inn, en geri þeir það þá þiggja þeir enn laun vegna opin­bers starfs sam­hliða eft­ir­launa­töku. Í svari LSR segir að „Eng­inn fyrrum þing­maður greiðir iðgjald til sjóðs­ins af föstu starfi á vegum rík­is­ins eða stofn­ana þess. Þrír fyrrum þing­menn hafa á þessu ári greitt iðgjald til sjóðs­ins af launum fyrir til­fallandi verk­efni eða nefnd­ar­störf [...] Eng­inn fyrrum ráð­herra greiðir iðgjald til sjóðs­ins af föstu starfi á vegum rík­is­ins eða stofn­ana þess. Einn fyrrum ráð­herra hefur á þessu ári greitt iðgjald til sjóðs­ins af launum fyrir til­fallandi verk­efni eða nefnd­ar­störf.“

Því fengu þrír fyrrum þing­menn og einn fyrrum ráð­herra greitt fyrir til­fallandi verk­efni eða nefnd­ar­störf á síð­asta ári sam­hliða því að þeir þáðu eft­ir­laun.

Greiðslur vegna eft­ir­launa ráð­herra tvö­fald­astFjöldi þeirra fyrrum þing­manna eða vara­þing­manna sem þiggja eft­ir­laun hefur fjölgað tölu­vert á und­an­förnum árum. Árið 2007 voru þeir 129 tals­ins og hefur þeim því fjölgað um 89 á sex árum, eða um tæp­lega 70 pró­sent. Það ár var kostn­aður vegna greiðslna til fyrrum þing­manna eða vara­þing­manna um 200 millj­ónir króna, eða um 169 millj­ónum krónum lægri en kostn­að­ur­inn var í fyrra. Það þýðir að kostn­aður vegna eft­ir­launa­greiðslna hóps­ins hefur auk­ist um rúm­lega 80 pró­sent á tíma­bil­inu. Með­al­kostn­aður á hvern þing­mann eða vara­þing­mann hefur líka hækk­að, en hann var um rúm­lega 1,5 millj­ónir króna á hvern þeirra á árinu 2007.

Ráð­herrum sem fá greidd eft­ir­laun hefur líka fjölg­að. Þeir voru 35 árið 2007 en voru orðnir 49 í fyrra. Það er 40 pró­sent aukn­ing á sex ára tíma­bili. Sam­tals fengu þeir nálægt 50 millj­ónum króna í eft­ir­launa­greiðslur þá en 110,4 millj­ónir króna í fyrra. Greiðsl­urnar hafa því tvö­fald­ast á tíma­bil­inu.

Færri fyrrum ráð­herrar eru hins vegar í laun­uðum störfum hjá rík­inu nú en á árinu 2007. Á því ári voru níu þiggj­endur eft­ir­launa­greiðslna einnig í laun­uðum störfum hjá rík­inu.

Upp­haf­lega flutt af öllum flokkumhalldorblondalEft­ir­launa­frum­varpið sem varð að lögum í des­em­ber 2003 var gíf­ur­lega umdeilt. Það fól í sér mun rýmri eft­ir­launa­rétt­indi fyrir for­seta Íslands, ráð­herra, þing­menn og hæsta­rétta­dóm­ara en tíðk­að­ist almennt. Auk þess var meðal ann­ars kveðið á um það í lög­unum að fyrr­ver­andi ráð­herrar gætu farið á eft­ir­laun við 55 ára ald­ur.

Flutn­ings­menn frum­varps­ins voru upp­haf­lega úr öllum stjórn­mála­flokkum sem þá sátu á Alþingi. Eftir að inni­hald þess komst í umræð­una snérist hluti flutn­ings­manna gegn því. Hall­dór Blön­dal mælti fyrir frum­varp­inu, en hann hafði lengi verið þing­maður og ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þegar Hall­dór gerði það sagði hann það meðal ann­ars vera lýð­ræð­is­lega nauð­syn að svo væru búið að þeim emb­ættum og störfum sem frum­varpið næði til að „það hvetji til þátt­töku í stjórn­málum og að þeir sem verja meg­in­hluta starfsævi sinnar til stjórn­mála­starfa á opin­berum vett­vangi og gegna þar trún­að­ar- og for­ustu­störfum geti dregið sig í hlé og vikið fyrir yngra fólki án þess að hætta fjár­hags­legri afkomu sinn­i“.

gudmundurarniAllir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, sem mynd­uðu rík­is­stjórn þess tíma, greiddu atkvæði með frum­varp­inu. Aðrir greiddu ýmist atkvæði á móti eða sátu hjá, nema Guð­mundur Árni Stef­áns­son, þá þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en hann var einn flutn­ings­manna frum­varps­ins. Guð­mundur Árni greiddi atkvæði með því að frum­varpið yrði að lög­um.

Í des­em­ber 2008, fimm árum og einum degi eftir að eft­ir­launa­lögin voru sam­þykkt, breytti Alþingi þeim og hækk­aði meðal ann­ars lág­marks­aldur við eft­ir­launa­töku úr 55 árum í 60. Áunnin rétt­indi stóðu hins vegar eftir óskert og því ljóst að margir fyrrum for­víg­is­menn stjórn­mál­anna hafi náð að safna tölu­verðum rétt­indum á meðan að lögin voru í gildi. Lögin umdeildu voru loks afnumin vorið 2009  hvað varðar þing­menn og ráð­herra þó kafl­arnir um hæsta­rétt­ar­dóm­ara og for­seta hafi verið látnir halda sér.

 

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None