Hálfur milljarður í eftirlaun þingmanna og ráðherra

Althingi.jpg
Auglýsing

Á árinu 2013 fengu 218 þing­menn eða vara­þing­menn og 49 ráð­herrar greitt sam­kvæmt hinum umdeildu lögum um eft­ir­laun for­seta Íslands, ráð­herra, alþing­is­manna og hæsta­rétt­ar­dóm­ara, sem sam­þykkt voru árið 2003 og tryggðu þessum hópi mun betri eft­ir­launa­rétt­indi en flestum öðrum í íslensku sam­fé­lagi. Sam­tals námu greiðslur til þessa hóps 479,1 milljón króna í fyrra. Þetta kemur fram í svari Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR) við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Fjöldi þeirra fyrrum þing­manna og ráð­herra sem þiggja eft­ir­laun sam­kvæmt lög­unum hefur auk­ist mjög á síð­ustu sex árum. Á árinu 2007 voru þeir 164 tals­ins en í fyrra voru þeir orðnir 267. Þiggj­end­unum hefur því fjölgað um 103 á tíma­bil­inu.

Hund­ruð millj­óna í eft­ir­launa­greiðslurÍ svari LSR kemur fram að sjóð­ur­inn greiddi alls 368,7 millj­ónir króna vegna eft­ir­launa fyrrum þing­manna og vara­þing­manna árið 2013. Með­al­greiðsla til hvers fyrrum þing­manns eða vara­þing­manns var tæp­lega 1,7 millj­ónir króna. Vert er að taka fram að þiggj­end­urnir 218 hafa unnið sér inn mis­mun­andi mikil rétt­indi og því skipt­ast greiðsl­urnar mjög mis­mun­andi á milli þeirra.

Greiðsl­urnar til ráð­herr­anna 49, sam­tals 110,4 millj­ónir króna á síð­asta ári, voru tölu­vert hærri að með­al­tali, eða tæp­lega 2,3 millj­ónir króna á hvern þeirra. Sama gildir um þá og fyrrum þing­menn­ina, greiðsl­urnar skipt­ast afar mis­mun­andi eftir því hvað þeir sátu lengi á ráð­herra­stóli.

Auglýsing

„Flutn­ings­menn frum­varps­ins voru upp­haf­lega úr öllum stjórn­mála­flokkum sem þá sátu á Alþingi. Eftir að inni­hald þess komst í umræð­una snérist hluti flutn­ings­manna gegn því.“Fjórir fengu greitt frá hinu opin­bera sam­hliða eft­ir­launa­tökuKjarn­inn spurði líka hversu margir fyrrum þing­menn eða fyrrum ráð­herrar þiggi eft­ir­laun sam­hliða því að greiða iðgjöld í sjóð­inn, en geri þeir það þá þiggja þeir enn laun vegna opin­bers starfs sam­hliða eft­ir­launa­töku. Í svari LSR segir að „Eng­inn fyrrum þing­maður greiðir iðgjald til sjóðs­ins af föstu starfi á vegum rík­is­ins eða stofn­ana þess. Þrír fyrrum þing­menn hafa á þessu ári greitt iðgjald til sjóðs­ins af launum fyrir til­fallandi verk­efni eða nefnd­ar­störf [...] Eng­inn fyrrum ráð­herra greiðir iðgjald til sjóðs­ins af föstu starfi á vegum rík­is­ins eða stofn­ana þess. Einn fyrrum ráð­herra hefur á þessu ári greitt iðgjald til sjóðs­ins af launum fyrir til­fallandi verk­efni eða nefnd­ar­störf.“

Því fengu þrír fyrrum þing­menn og einn fyrrum ráð­herra greitt fyrir til­fallandi verk­efni eða nefnd­ar­störf á síð­asta ári sam­hliða því að þeir þáðu eft­ir­laun.

Greiðslur vegna eft­ir­launa ráð­herra tvö­fald­astFjöldi þeirra fyrrum þing­manna eða vara­þing­manna sem þiggja eft­ir­laun hefur fjölgað tölu­vert á und­an­förnum árum. Árið 2007 voru þeir 129 tals­ins og hefur þeim því fjölgað um 89 á sex árum, eða um tæp­lega 70 pró­sent. Það ár var kostn­aður vegna greiðslna til fyrrum þing­manna eða vara­þing­manna um 200 millj­ónir króna, eða um 169 millj­ónum krónum lægri en kostn­að­ur­inn var í fyrra. Það þýðir að kostn­aður vegna eft­ir­launa­greiðslna hóps­ins hefur auk­ist um rúm­lega 80 pró­sent á tíma­bil­inu. Með­al­kostn­aður á hvern þing­mann eða vara­þing­mann hefur líka hækk­að, en hann var um rúm­lega 1,5 millj­ónir króna á hvern þeirra á árinu 2007.

Ráð­herrum sem fá greidd eft­ir­laun hefur líka fjölg­að. Þeir voru 35 árið 2007 en voru orðnir 49 í fyrra. Það er 40 pró­sent aukn­ing á sex ára tíma­bili. Sam­tals fengu þeir nálægt 50 millj­ónum króna í eft­ir­launa­greiðslur þá en 110,4 millj­ónir króna í fyrra. Greiðsl­urnar hafa því tvö­fald­ast á tíma­bil­inu.

Færri fyrrum ráð­herrar eru hins vegar í laun­uðum störfum hjá rík­inu nú en á árinu 2007. Á því ári voru níu þiggj­endur eft­ir­launa­greiðslna einnig í laun­uðum störfum hjá rík­inu.

Upp­haf­lega flutt af öllum flokkumhalldorblondalEft­ir­launa­frum­varpið sem varð að lögum í des­em­ber 2003 var gíf­ur­lega umdeilt. Það fól í sér mun rýmri eft­ir­launa­rétt­indi fyrir for­seta Íslands, ráð­herra, þing­menn og hæsta­rétta­dóm­ara en tíðk­að­ist almennt. Auk þess var meðal ann­ars kveðið á um það í lög­unum að fyrr­ver­andi ráð­herrar gætu farið á eft­ir­laun við 55 ára ald­ur.

Flutn­ings­menn frum­varps­ins voru upp­haf­lega úr öllum stjórn­mála­flokkum sem þá sátu á Alþingi. Eftir að inni­hald þess komst í umræð­una snérist hluti flutn­ings­manna gegn því. Hall­dór Blön­dal mælti fyrir frum­varp­inu, en hann hafði lengi verið þing­maður og ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þegar Hall­dór gerði það sagði hann það meðal ann­ars vera lýð­ræð­is­lega nauð­syn að svo væru búið að þeim emb­ættum og störfum sem frum­varpið næði til að „það hvetji til þátt­töku í stjórn­málum og að þeir sem verja meg­in­hluta starfsævi sinnar til stjórn­mála­starfa á opin­berum vett­vangi og gegna þar trún­að­ar- og for­ustu­störfum geti dregið sig í hlé og vikið fyrir yngra fólki án þess að hætta fjár­hags­legri afkomu sinn­i“.

gudmundurarniAllir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, sem mynd­uðu rík­is­stjórn þess tíma, greiddu atkvæði með frum­varp­inu. Aðrir greiddu ýmist atkvæði á móti eða sátu hjá, nema Guð­mundur Árni Stef­áns­son, þá þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en hann var einn flutn­ings­manna frum­varps­ins. Guð­mundur Árni greiddi atkvæði með því að frum­varpið yrði að lög­um.

Í des­em­ber 2008, fimm árum og einum degi eftir að eft­ir­launa­lögin voru sam­þykkt, breytti Alþingi þeim og hækk­aði meðal ann­ars lág­marks­aldur við eft­ir­launa­töku úr 55 árum í 60. Áunnin rétt­indi stóðu hins vegar eftir óskert og því ljóst að margir fyrrum for­víg­is­menn stjórn­mál­anna hafi náð að safna tölu­verðum rétt­indum á meðan að lögin voru í gildi. Lögin umdeildu voru loks afnumin vorið 2009  hvað varðar þing­menn og ráð­herra þó kafl­arnir um hæsta­rétt­ar­dóm­ara og for­seta hafi verið látnir halda sér.

 

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None