Útgerðarmenn bíða spenntir eftir ákvörðun um makríl

makríll-muynd.jpg
Auglýsing

Hlut­hafar í þeim sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum sem veitt hafa mak­ríl í íslenskri lög­sögu á und­an­förnum árum bíða  nú spenntir eftir því hvort sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra kvóta­setji mak­ríl­inn var­an­lega.  Ákvörðun um þetta gæti komið fram í vet­ur.  Fram að þessu hefur mak­ríl­kvót­anum ein­ungis verið úthlutað til eins árs í senn - að vori fyrir kom­andi ver­tíð sem stendur venju­lega frá júní og fram í sept­em­ber.  Þessi  „skamm­tíma­út­hlut­un“ hefur breyst nokkuð á síð­ustu árum.  Að vísu hafa upp­sjáv­ar­skipin sem hafa mestu afla­reynsl­una alltaf fengið hlut­falls­lega mest en þó hefur hlut­deild smá­báta­flot­ans auk­ist nokk­uð, sér­stak­lega jókst hún í ár.  Í ár var mak­ríl­kvót­inn sem Ísland úthlut­aði sér tæp 168 þús tonn. Upp­sjáv­ar­skipin sem hafa mesta afla­reynslu fengu 69,8% af kvót­an­um, frysti­tog­arar fengu 20,8%, ísfisk­skip fengu 5,4% og smá­bátar 4,1%.

Ekk­ert sam­komu­lag í N-Atl­ants­hafiÞjóð­irnar sem veiða mak­ríl í N-Atl­ants­hafi hafa ekki getað komið sér saman um skipt­ingu á mak­ríl­kvót­an­um.  Það hefur leitt til þess að heild­ar­afl­inn hefur verið tals­vert umfram ráð­gjöf ICES.  Á meðan enn er ósamið um mak­ríl­kvót­ann þykir mörgum eðli­legt að hann sé ekki settur var­an­lega inní kvóta­kerf­ið. Á hinn bóg­inn hefur afla­reynsla vegið þungt þegar nýjar teg­undir eru kvóta­settar innan fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins á Íslandi. Yfir­leitt hefur það verið gert án sér­staks end­ur­gjalds. Nýlegt dæmi er úthlutun í var­an­lega kerfið á blá­löngu­kvóta. Þar nutu útgerðir á Suð­ur- og Vest­ur­landi þess að sú teg­und veidd­ist að mestu leyti úti fyrir Suð­ur- og Vest­ur­landi fyrstu árin þótt útbreiðslan hafi auk­ist á síð­ari árum. Í því til­felli þurftu þær útgerðir sem fengu kvóta úthlut­aðan ekki að greiða neitt sér­stakt gjald heldur nutu afla­reynslu áranna á und­an.

Mak­rílút­hlutun[ta­ble file="https://docs.­google.com/­spr­eads­heets/d/1f­m7q_XS­gaaBa1A­j8F­BqJoJ3Ri­U1apL6Fsk­flcd6mx5s/ex­port?­format=csv"][/ta­ble]

Miklir fjár­hags­legir hags­munir eru í húfi þegar kemur að mak­ríln­um.  Teg­undin er  verð­mæt og má segja að stóru upp­sjáv­ar­fyr­ir­tækin sem hafa mestu afla­reynsl­una við veiðar á mak­ríl hafi hagn­ast mikið á síð­ustu árum með til­komu hans inn í lög­sög­una. Með til­komu mak­ríls­ins hefur verk­efna­staða upp­sjáv­ar­skipa auk­ist til muna.  Mikil fjár­fest­ing hefur einnig átt sér stað innan fyr­ir­tækj­anna til að getað búið til sem mest verð­mæti úr afl­an­um.

Ýmsar leiðir eru til staðar við úthlutun mak­ríl­skvót­ans hjá nágranna­þjóð­um. Þannig hafa stjórn­völd í sumum nágranna­ríkjum okkar ákveðið að leggja á sér­stakt leigu­gjald á hvert tonn sem er veitt af mak­ríl. Það gerðu t.a.m. Græn­lend­ingar í ár og höfðu nokkuð miklar tekjur af því. Fær­eysk stjórn­völd hafa boðið út hluta kvót­ans í upp­hafi hverrar ver­tíðar til hæst­bjóð­anda og þannig tryggt sér tekjur af veið­un­um.

Auglýsing

Kvót­inn gríð­ar­lega verð­mæturErfitt er að meta virði íslenska mak­ríl­kvót­ans. Lík­legt er að hann sé ekki síður verð­mætur heldur en kvóti í öðrum teg­undum við Ísland. Í ár veiddu Íslend­ingar óvenju mikið en búast má við því að kvót­inn gæti minnkað á kom­andi árum.  Það fer þó allt eftir ástandi stofns­ins og einnig hvort við náum samn­ingum við nágranna­þjóðir okkar um skipt­ingu hans.  Ljóst er þó að virði kvót­ans hleypur á tugum millj­arða, sumir segja hann jafn­vel yfir 100 millj­arða virð­i.  Það er því mikið í húfi.  Besta nið­ur­staðan fyrir hlut­haf­ana í þeim sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum sem mesta reynsl­una hafa væri sú að þeir fengju ein­fald­lega mak­ríl­kvót­anum úthlutað end­ur­gjalds­laust byggt á afla­reynslu síð­ustu ára.  Ef þetta yrði nið­ur­staðan kæmu hlut­hafar í fyr­ir­tækjum á borð við HB Granda, Síld­ar­vinnsl­unni, Ísfé­lagi Vest­manna­eyja, Sam­herja, Vinnslu­stöð­inni, Skinn­ey-­Þinga­ness, Eskju og Gjögur vel út.

Stór ákvörðunSig­urður Ingi Jóhanns­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra þarf að skoða ýmsa þætti máls­ins gaum­gæfi­lega áður en hann tekur þá stóru ákvörðun hvernig eða þá hvort hann mun úthluta mak­ríl­kvót­anum var­an­lega .  Hugs­an­lega vill hann skoða aðferðir Græn­lend­inga og Fær­ey­inga sem hafa lagt áherslu á að rík­is­sjóður fái hlut­deild í arð­inum sem skap­ast hefur með til­komu mak­ríls­ins.  Kæmi til greina að fresta var­an­legri úthlutun og bjóða ein­fald­lega hluta kvót­ans upp til árs í senn líkt og Fær­ey­ingar ger­a?  Eða jafn­vel  bjóða upp kvót­ann til nokk­urra ára í senn?

Eitt er víst að spenn­andi verður að fylgj­ast með því hvaða leið sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra velur við úthlutun þess­arar verð­mætu teg­undar sem svo óvænt byrj­aði að veið­ast innan lög­sög­unnar fyrir til­tölu­lega fáum árum.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None