Hátt í tíu þúsund mótmæla komu dólgsins Julien Blanc til landsins

087499-665e0fd2-63bf-11e4-8f83-4f43733686cd.jpg
Auglýsing

Banda­ríkja­mað­ur­inn Julien Blanc, sem á ættir sínar að rekja til Sviss, hefur boðað komu sína til lands­ins á næsta ári til að kenna íslenskum karl­mönnum hvernig þeir eiga að ná sér í kon­ur. Blanc kveðst vera stefnu­móta­þjálf­ari, og hefur titlað sjálfan sig sem „pickup artist“ og sér­fræð­ing í tæl­ingu. Hann starfar hjá fyr­ir­tæk­inu Real Social Dyna­mics í Los Ang­el­es, en í nýlegri grein TIME tíma­rits­ins titlar hann sig sem „al­þjóð­legan leið­toga í stefnu­móta­ráð­gjöf.“ Áður­nefnd grein ber fyr­ir­sögn­ina: „Er þetta hatað­asti maður heims?“

Julien Blanc býður upp á nám­skeið og fyr­ir­lestra á vegum Real Social Dyna­mics, þar sem karl­mönnum er boðin ráð­gjöf um hvernig kom­ast eigi í kynni við kvenn­menn og tæla þá. Blanc hefur látið hafa eftir sér­ að til­gang­ur hans sé að ýta undir sjálfs­traust félags­fæl­inna karl­manna til að hafa sam­skipti við kon­ur.

Þetta skema birti Julien Blanc á Twitter, sem á að sýna hvernig menn geta tryggt yfirráð sín yfir konum. Þetta skema birti Julien Blanc á Twitt­er, sem á að sýna hvernig menn geta tryggt yfir­ráð sín yfir kon­um.

Auglýsing

Sak­aður um að kynda undir ofbeldi gagn­vart konumFram­koma Blanc við konur hefur verið harð­lega gagn­rýnd og for­dæmd, enda hefur hann birt ófáar færslur Twitter færslur þar sem hann fer við­ur­styggi­leg­um orðum um kon­ur og hvetur til þess að þær séu beittar ofbeldi. Þá hefur hann birt myndir af sér þar sem hann tekur konur kverka­taki, undir hashtagg­inu #Chok­ing­Girls­AroundtheWorld.

Blanc birti nýverið mynd­band af sér í Tokyo á Youtube þar sem hann beitir konur ofbeldi, áreitir þær og togar höfuð þeirra niður í klofið á sér. Í mynd­band­inu sést Blanc sömu­leiðis tala af fyr­ir­litn­ing­u um jap­anskar konur fyrir fullum sal af karl­mönn­um, sem hlæja dátt að sögum hans. Mynd­bandið var til­kynnt japönskum yfir­völdum enda þar full­yrt að: „Allar asískar konur séu ókeypis fyrir menn sem hagi sér eins og rán­dýr,“ ­sem þótti hvetja menn til að áreita jap­anskar kon­ur. Mynd­bandið var fjar­lægt af Youtu­be, og var mynd­banda­síðu Blanc lokað í kjöl­far­ið. ­Mynd­band­ið var hins vegar birt á ný inn á Youtube um helg­ina af óþekktum aðila, þar sem það var for­dæmt. Sjón er sögu rík­ari.

Ein­stak­ling­ur, sem kveðst vera stúlka á þrí­tugs­aldri, birti nýverið sam­skipti sín við Blanc í stefnu­móta­for­rit­inu Tinder. Eftir ógeð­felld sam­skipti þeirra á milli tók stúlkan saman ýmsar upp­lýs­ingar um Blanc og birti fleiri sam­skipti hans við konur í gegnum stefnu­móta­for­rit­ið. Þar sést hvernig Blanc meðal ann­ars lýgur til um and­lát föður síns og að systur sinni hafi verið nauðg­að til að fá konur til að hafa sam­skipti við sig út á vor­kunn. Þá má sömu­leiðis sjá þar fjöl­margar Twitt­er-­færslur frá Blanc þar sem hann talar við­bjóðs­lega um konur af mik­illi kvenn­fyr­ir­litn­ingu. Þá hefur Blanc ekki vílað fyrir sér að hvetja til þess að konum sé nauðg­að.

Þús­undir mót­mæla komu Blanc til lands­insFyr­ir­huguð koma Blanc til lands­ins hefur vakið hörð við­brögð hér­lend­is, og í dag hafa hátt í tíu þús­und manns ritað nafn sitt á sér­stak­an und­ir­skrift­ar­lista þar sem komu hans til Íslands er harð­lega mót­mælt. Sam­kvæmt heima­síðu Real Social Dyna­mics hyggst Blanc standa fyrir nám­skeiði á Íslandi dag­ana 11. til 13. júní næst­kom­andi.

Boðuð koma Blanc til ann­arra landa hefur sömu­leiðis hrundið af stað mót­mælum þar, en á meðal landa þar sem barist hefur verið gegn komu hans má nefna Ástr­al­íu, Bret­land, Jap­an, Singapúr, Kanda og Bras­il­íu.

Mót­mælin hafa orðið til þess að Blanc hefur neyðst til að aflýsa við­burðum meðal ann­ars í Mel­bo­ur­ne, Bris­bane, Austin og Seatt­le, auk þess sem miða­sölu­fyr­ir­tæki hafa tekið miða á við­burði hans úr sölu. Í dag greinir dag­blaðið The Guar­dian frá því að honum hafi verið meinað um vega­bréfs­á­ritun til Bret­lands.

Í nýlegu við­tali á CNN frétta­stöð­inni, baðst Julien Blanc afsök­unar á fram­ferði sínu. Hann hafi gerst sekur um vafa­sama kímni­gáfu.

Hvort Julien Blanc kemur eða kemur ekki til Íslands mun tím­inn einn leiða í ljós, en ljóst er að hann mun fá ansi kulda­legar mót­t­tökur á Íslandi ef af heim­sókn hans verð­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÆgir Þór Eysteinsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None