Hátt í tíu þúsund mótmæla komu dólgsins Julien Blanc til landsins

087499-665e0fd2-63bf-11e4-8f83-4f43733686cd.jpg
Auglýsing

Banda­ríkja­mað­ur­inn Julien Blanc, sem á ættir sínar að rekja til Sviss, hefur boðað komu sína til lands­ins á næsta ári til að kenna íslenskum karl­mönnum hvernig þeir eiga að ná sér í kon­ur. Blanc kveðst vera stefnu­móta­þjálf­ari, og hefur titlað sjálfan sig sem „pickup artist“ og sér­fræð­ing í tæl­ingu. Hann starfar hjá fyr­ir­tæk­inu Real Social Dyna­mics í Los Ang­el­es, en í nýlegri grein TIME tíma­rits­ins titlar hann sig sem „al­þjóð­legan leið­toga í stefnu­móta­ráð­gjöf.“ Áður­nefnd grein ber fyr­ir­sögn­ina: „Er þetta hatað­asti maður heims?“

Julien Blanc býður upp á nám­skeið og fyr­ir­lestra á vegum Real Social Dyna­mics, þar sem karl­mönnum er boðin ráð­gjöf um hvernig kom­ast eigi í kynni við kvenn­menn og tæla þá. Blanc hefur látið hafa eftir sér­ að til­gang­ur hans sé að ýta undir sjálfs­traust félags­fæl­inna karl­manna til að hafa sam­skipti við kon­ur.

Þetta skema birti Julien Blanc á Twitter, sem á að sýna hvernig menn geta tryggt yfirráð sín yfir konum. Þetta skema birti Julien Blanc á Twitt­er, sem á að sýna hvernig menn geta tryggt yfir­ráð sín yfir kon­um.

Auglýsing

Sak­aður um að kynda undir ofbeldi gagn­vart konumFram­koma Blanc við konur hefur verið harð­lega gagn­rýnd og for­dæmd, enda hefur hann birt ófáar færslur Twitter færslur þar sem hann fer við­ur­styggi­leg­um orðum um kon­ur og hvetur til þess að þær séu beittar ofbeldi. Þá hefur hann birt myndir af sér þar sem hann tekur konur kverka­taki, undir hashtagg­inu #Chok­ing­Girls­AroundtheWorld.

Blanc birti nýverið mynd­band af sér í Tokyo á Youtube þar sem hann beitir konur ofbeldi, áreitir þær og togar höfuð þeirra niður í klofið á sér. Í mynd­band­inu sést Blanc sömu­leiðis tala af fyr­ir­litn­ing­u um jap­anskar konur fyrir fullum sal af karl­mönn­um, sem hlæja dátt að sögum hans. Mynd­bandið var til­kynnt japönskum yfir­völdum enda þar full­yrt að: „Allar asískar konur séu ókeypis fyrir menn sem hagi sér eins og rán­dýr,“ ­sem þótti hvetja menn til að áreita jap­anskar kon­ur. Mynd­bandið var fjar­lægt af Youtu­be, og var mynd­banda­síðu Blanc lokað í kjöl­far­ið. ­Mynd­band­ið var hins vegar birt á ný inn á Youtube um helg­ina af óþekktum aðila, þar sem það var for­dæmt. Sjón er sögu rík­ari.

Ein­stak­ling­ur, sem kveðst vera stúlka á þrí­tugs­aldri, birti nýverið sam­skipti sín við Blanc í stefnu­móta­for­rit­inu Tinder. Eftir ógeð­felld sam­skipti þeirra á milli tók stúlkan saman ýmsar upp­lýs­ingar um Blanc og birti fleiri sam­skipti hans við konur í gegnum stefnu­móta­for­rit­ið. Þar sést hvernig Blanc meðal ann­ars lýgur til um and­lát föður síns og að systur sinni hafi verið nauðg­að til að fá konur til að hafa sam­skipti við sig út á vor­kunn. Þá má sömu­leiðis sjá þar fjöl­margar Twitt­er-­færslur frá Blanc þar sem hann talar við­bjóðs­lega um konur af mik­illi kvenn­fyr­ir­litn­ingu. Þá hefur Blanc ekki vílað fyrir sér að hvetja til þess að konum sé nauðg­að.

Þús­undir mót­mæla komu Blanc til lands­insFyr­ir­huguð koma Blanc til lands­ins hefur vakið hörð við­brögð hér­lend­is, og í dag hafa hátt í tíu þús­und manns ritað nafn sitt á sér­stak­an und­ir­skrift­ar­lista þar sem komu hans til Íslands er harð­lega mót­mælt. Sam­kvæmt heima­síðu Real Social Dyna­mics hyggst Blanc standa fyrir nám­skeiði á Íslandi dag­ana 11. til 13. júní næst­kom­andi.

Boðuð koma Blanc til ann­arra landa hefur sömu­leiðis hrundið af stað mót­mælum þar, en á meðal landa þar sem barist hefur verið gegn komu hans má nefna Ástr­al­íu, Bret­land, Jap­an, Singapúr, Kanda og Bras­il­íu.

Mót­mælin hafa orðið til þess að Blanc hefur neyðst til að aflýsa við­burðum meðal ann­ars í Mel­bo­ur­ne, Bris­bane, Austin og Seatt­le, auk þess sem miða­sölu­fyr­ir­tæki hafa tekið miða á við­burði hans úr sölu. Í dag greinir dag­blaðið The Guar­dian frá því að honum hafi verið meinað um vega­bréfs­á­ritun til Bret­lands.

Í nýlegu við­tali á CNN frétta­stöð­inni, baðst Julien Blanc afsök­unar á fram­ferði sínu. Hann hafi gerst sekur um vafa­sama kímni­gáfu.

Hvort Julien Blanc kemur eða kemur ekki til Íslands mun tím­inn einn leiða í ljós, en ljóst er að hann mun fá ansi kulda­legar mót­t­tökur á Íslandi ef af heim­sókn hans verð­ur.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnÆgir Þór Eysteinsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None