Heimsmarkaðsverð fallið um 57 prósent en bensínlítri á Íslandi lækkað um tólf prósent

15994971641_9c690b8d5e_b.jpg
Auglýsing

Þrátt fyrir að heims­mark­aðs­verð á olíu hafi fallið um 57 pró­sent á rúmu ári hefur útsölu­verð íslensku olíu­fé­lag­anna ein­ungis lækkað um 12,1 pró­sent. Að teknu til­liti til veik­ingar íslensku krón­unnar gagn­vart Banda­ríkja­dal, sem við­skipti á heims­mark­aðs­verði á olíu fara fram í, þá hefur heims­mark­aðs­verðið samt sem áður lækkað um helm­ing án þess að sú lækkun skili sér að öllu leyti í vasa íslenskra neyt­enda.

Ástæðan blasir við: íslensku olíu­fé­lögin ákváðu að auka álagn­ingu sína í stað þess að lækka verðið og taka þannig til sín það svig­rúm sem skap­að­ist vegna lækk­unar á heims­mark­aðs­verði í stað þess að skila því til neyt­enda. Félag íslenskra bif­reiða­eig­enda áætlar að hækkun á álagn­ingu hafi aukið útgjöld neyt­enda um hálfan millj­arð króna á einu ári.

Heims­mark­aðs­verðið undir 50 dali

Heims­mark­aðs­verð á olíu fór niður fyrir 50 dali á hverja tunnu, eða fat, af Brent-olíu í gær. Þegar þetta er skrifað er verðið 50,12 dalir á tunnu. Í júní 2014 kost­aði tunna af Brent-olíu 115,9 dali. Hún hefur því lækkað um 57 pró­sent í verði á rúmu ári. Verðið hefur ekki verið lægra síðan á árinu 2009.

Auglýsing

Ástæður þessa eru nokkr­ar. Hægt er að lesa um þær hér í góðri frétta­skýr­ingu á Quartz-vefn­um.

Þegar verð á elds­neyti hjá íslensku olíu­fé­lög­unum er skoðað kemur í ljós að þessi mikla lækkun hefur ekki skilað sér að öllu leyti í vasa íslenskra neyt­enda. Þvert á móti.

Þann 13. júní 2014 var sjálfs­af­greiðslu­verð á 95 okt­ana bens­íni á Íslandi að með­al­tali 249,9 krónur á lítra. Í dag er lægsta sjálfs­af­greiðslu­verðið 219,5 krónur á lítra, en mjög litlu munar á verð­inu hjá olíu­fé­lög­unum og algeng­asta verðið er 219,6 krónur á lítra.

Verð á bens­íni hefur því lækkað um 12,1 pró­sent á sama tíma og heims­mark­aðs­verð á olíu hefur lækkað um 57 pró­sent.

Að teknu til­liti til veik­ingar íslensku krón­unnar þá hefur heims­mark­aðs­verð á olíu lækkað um 50 pró­sent á einu ári. Samt hefur útsölu­verð á bens­íni ein­ungis lækkað um tólf pró­sent.

Ríkið tekur um helm­ing til sín

Íslenskir elds­neyt­is­salar bera vana­lega fyrir sig þrenns konar skýr­ingar þegar þeir eru gagn­rýnir fyrir of hátt útsölu­verð á els­d­neyti þrátt fyrir að heims­mark­aðs­verðið hafi hríð­fall­ið. Í fyrsta lagi benda þeir oft á að gengi íslensku krón­unnar hafi lækkað gagn­vart Banda­ríkja­dal, sem við­skiptin með olíu fara fram í. Slík lækkun tefji lækk­un­ar­ferli á því elds­neyti sem íslenskir neyt­endur þurfa að kaupa.

Og íslenska krónan hefur lækkað tölu­vert gagn­vart Banda­ríkja­dal frá því í júní á síð­asta ári, eða um 15 pró­sent. Að teknu til­liti til þeirrar veik­ingar hefur heims­mark­aðs­verð á olíu samt sem áður lækkað um 50 pró­sent umfram lækkun á útsölu­verði á elds­neyti hér­lend­is.

Um helmingur af útsöluverði á lítra af bensíni fer til íslenska ríkisins vegna ýmissa skatta og gjalda sem það leggur á. Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.

Önnur ástæða sem oft er nefnd er sú að olíu­fé­lögin eigi svo miklar upp­safn­aðar birgðir af elds­neyti sem keyptar hafi verið á hærra verði. Því taki tíma fyrir lækk­anir á heims­mark­aðs­verði að skila sér út í verð­lagið sem íslenskir neyt­endur verða að sætta sig við. Þessi rök eiga þó ekki við nú, í ljósi þess að um ár er síðan að verð­hrun varð á heims­mark­aði með olíu. Olíu­fé­lögin hafa aug­ljós­lega keypt nýjar olíu­birgðir síðan að það verð­hrun átti sér stað, án þess að það hafi skilað sér til neyt­enda.

Þriðja ástæðan sem oft er nefnd er að ríkið taki til sín stóran hluta elds­neyt­is­verðs­ins. Og það er rétt að stór ástæða þess að verð á bensín og dísel er jafnt hátt og raun ber vitni hér­lendis er sú að ríkið tekur til sín um helm­ing elds­neyt­is­verðis til sín í formi ýmissa gjalda og skatta sem það leggur á. Þar er átt við sér­stakt bens­ín­gjald, almennt bens­ín­gjald, kolefn­is­gjald og auð­vitað virð­is­auka­skatt sem leggst á bensín eins og aðra vöru. Því fara um 110 krónur af hverjum lítra af bens­íni sem við kaupum til rík­is­ins og aug­ljóst að ríkið gæti stuðlað að lægra verði með því að draga úr álögum sín­um. Það breytir því hins vegar ekki að svig­rúm olíu­fé­laga til að lækka sitt útsölu­verð eykst í hvert skipti sem heims­mark­aðs­verðið lækk­ar.

Olíu­fé­lög­in ­geta lækkað útsölu­verð­ið, en þau kjósa að gera það ekki. Þvert á móti hafa þau ákveðið að auka álagn­ingu sína.

Hafa við­ur­kennt aukna álagn­ingu

Í við­tali við Við­skipta­blaðið í jan­úar 2015 við­ur­kenndi Val­geir Bald­urs­son, for­stjóri Skelj­ungs, að fyr­ir­tækið sem hann stýri hafi aukið álagn­ingu á elds­neyti. Þar var Val­geir spurður hvort álagn­ingin væri meiri en áður og svarið var ein­falt: „Já, það er rétt að álagn­ing er hærri“.

Í ljósi þess að verð á elds­neyti er nán­ast alls­staðar það sama þá liggur fyrir að hin olíu­fé­lögin hafi gert slíkt hið sama, hækkað álögur sín­ar.

Í gær var greint frá því í hádeg­is­fréttum RÚV að hækkun á álagn­ingu á smá­sölu­verð elds­neytis hjá íslensku olíu­fé­lög­unum hafi leitt til þess að útgjöld neyt­enda vegna elds­neytis­kaupa hafi hækkað um 500 millj­ónir króna á einu ári. Þar var vitnað í útreikn­inga sem Félags íslenskra bif­reið­ar­eig­enda (FÍB) hafði gert. Álagn­ing þeirra hefur hækkað úr 39 krónum í 43,5 krónur á einu ári, sam­kvæmt útreikn­ing­un­um. Það þýðir að hún hafi auk­ist um 10,3 pró­sent.

Í máli Run­ólfs Ólafs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra FÍB, kom auk þess fram að álagn­ing á íslenska neyt­endur væri helm­ingi hærri en sú sem sænskir eða danskir neyt­endur þurfa að búa við.

Það var því tekin með­vituð ákvörðun um það hjá olíu­fé­lög­unum að fjölga þeim krónum sem lenda í vasa eig­enda þeirra á kostnað þess að bjóða neyt­endum upp á lægra útsölu­verð á elds­neyti.

Þessa aukn­ingu má til dæmis ber­sýni­lega sjá í upp­gjöri N1, eina olíu­fé­lags­ins sem er skráð á mark­að, vegna fyrsta árs­fjórð­ungs 2015. Þar kemur fram að fram­legð af vöru­sölu hafi auk­ist um 12,8 pró­sent og að hagn­aður félags­ins hafi verið 135 millj­ónir króna, þrátt fyrir að félagið hafi notað 117 millj­ónir króna vegna breyt­inga á fram­kvæmda­stjórn félags­ins.

Hlut­hafar N1 fengu 830 millj­ónir króna greiddar í arð vegna frammi­stöðu félags­ins á árinu 2014. Skelj­ung­ur, Olís og Atl­ants­olía hafa ekki skilað árs­reikn­ingum vegna þess rekst­ar­árs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None