Heimsmarkaðsverð fallið um 57 prósent en bensínlítri á Íslandi lækkað um tólf prósent

15994971641_9c690b8d5e_b.jpg
Auglýsing

Þrátt fyrir að heims­mark­aðs­verð á olíu hafi fallið um 57 pró­sent á rúmu ári hefur útsölu­verð íslensku olíu­fé­lag­anna ein­ungis lækkað um 12,1 pró­sent. Að teknu til­liti til veik­ingar íslensku krón­unnar gagn­vart Banda­ríkja­dal, sem við­skipti á heims­mark­aðs­verði á olíu fara fram í, þá hefur heims­mark­aðs­verðið samt sem áður lækkað um helm­ing án þess að sú lækkun skili sér að öllu leyti í vasa íslenskra neyt­enda.

Ástæðan blasir við: íslensku olíu­fé­lögin ákváðu að auka álagn­ingu sína í stað þess að lækka verðið og taka þannig til sín það svig­rúm sem skap­að­ist vegna lækk­unar á heims­mark­aðs­verði í stað þess að skila því til neyt­enda. Félag íslenskra bif­reiða­eig­enda áætlar að hækkun á álagn­ingu hafi aukið útgjöld neyt­enda um hálfan millj­arð króna á einu ári.

Heims­mark­aðs­verðið undir 50 dali

Heims­mark­aðs­verð á olíu fór niður fyrir 50 dali á hverja tunnu, eða fat, af Brent-olíu í gær. Þegar þetta er skrifað er verðið 50,12 dalir á tunnu. Í júní 2014 kost­aði tunna af Brent-olíu 115,9 dali. Hún hefur því lækkað um 57 pró­sent í verði á rúmu ári. Verðið hefur ekki verið lægra síðan á árinu 2009.

Auglýsing

Ástæður þessa eru nokkr­ar. Hægt er að lesa um þær hér í góðri frétta­skýr­ingu á Quartz-vefn­um.

Þegar verð á elds­neyti hjá íslensku olíu­fé­lög­unum er skoðað kemur í ljós að þessi mikla lækkun hefur ekki skilað sér að öllu leyti í vasa íslenskra neyt­enda. Þvert á móti.

Þann 13. júní 2014 var sjálfs­af­greiðslu­verð á 95 okt­ana bens­íni á Íslandi að með­al­tali 249,9 krónur á lítra. Í dag er lægsta sjálfs­af­greiðslu­verðið 219,5 krónur á lítra, en mjög litlu munar á verð­inu hjá olíu­fé­lög­unum og algeng­asta verðið er 219,6 krónur á lítra.

Verð á bens­íni hefur því lækkað um 12,1 pró­sent á sama tíma og heims­mark­aðs­verð á olíu hefur lækkað um 57 pró­sent.

Að teknu til­liti til veik­ingar íslensku krón­unnar þá hefur heims­mark­aðs­verð á olíu lækkað um 50 pró­sent á einu ári. Samt hefur útsölu­verð á bens­íni ein­ungis lækkað um tólf pró­sent.

Ríkið tekur um helm­ing til sín

Íslenskir elds­neyt­is­salar bera vana­lega fyrir sig þrenns konar skýr­ingar þegar þeir eru gagn­rýnir fyrir of hátt útsölu­verð á els­d­neyti þrátt fyrir að heims­mark­aðs­verðið hafi hríð­fall­ið. Í fyrsta lagi benda þeir oft á að gengi íslensku krón­unnar hafi lækkað gagn­vart Banda­ríkja­dal, sem við­skiptin með olíu fara fram í. Slík lækkun tefji lækk­un­ar­ferli á því elds­neyti sem íslenskir neyt­endur þurfa að kaupa.

Og íslenska krónan hefur lækkað tölu­vert gagn­vart Banda­ríkja­dal frá því í júní á síð­asta ári, eða um 15 pró­sent. Að teknu til­liti til þeirrar veik­ingar hefur heims­mark­aðs­verð á olíu samt sem áður lækkað um 50 pró­sent umfram lækkun á útsölu­verði á elds­neyti hér­lend­is.

Um helmingur af útsöluverði á lítra af bensíni fer til íslenska ríkisins vegna ýmissa skatta og gjalda sem það leggur á. Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.

Önnur ástæða sem oft er nefnd er sú að olíu­fé­lögin eigi svo miklar upp­safn­aðar birgðir af elds­neyti sem keyptar hafi verið á hærra verði. Því taki tíma fyrir lækk­anir á heims­mark­aðs­verði að skila sér út í verð­lagið sem íslenskir neyt­endur verða að sætta sig við. Þessi rök eiga þó ekki við nú, í ljósi þess að um ár er síðan að verð­hrun varð á heims­mark­aði með olíu. Olíu­fé­lögin hafa aug­ljós­lega keypt nýjar olíu­birgðir síðan að það verð­hrun átti sér stað, án þess að það hafi skilað sér til neyt­enda.

Þriðja ástæðan sem oft er nefnd er að ríkið taki til sín stóran hluta elds­neyt­is­verðs­ins. Og það er rétt að stór ástæða þess að verð á bensín og dísel er jafnt hátt og raun ber vitni hér­lendis er sú að ríkið tekur til sín um helm­ing elds­neyt­is­verðis til sín í formi ýmissa gjalda og skatta sem það leggur á. Þar er átt við sér­stakt bens­ín­gjald, almennt bens­ín­gjald, kolefn­is­gjald og auð­vitað virð­is­auka­skatt sem leggst á bensín eins og aðra vöru. Því fara um 110 krónur af hverjum lítra af bens­íni sem við kaupum til rík­is­ins og aug­ljóst að ríkið gæti stuðlað að lægra verði með því að draga úr álögum sín­um. Það breytir því hins vegar ekki að svig­rúm olíu­fé­laga til að lækka sitt útsölu­verð eykst í hvert skipti sem heims­mark­aðs­verðið lækk­ar.

Olíu­fé­lög­in ­geta lækkað útsölu­verð­ið, en þau kjósa að gera það ekki. Þvert á móti hafa þau ákveðið að auka álagn­ingu sína.

Hafa við­ur­kennt aukna álagn­ingu

Í við­tali við Við­skipta­blaðið í jan­úar 2015 við­ur­kenndi Val­geir Bald­urs­son, for­stjóri Skelj­ungs, að fyr­ir­tækið sem hann stýri hafi aukið álagn­ingu á elds­neyti. Þar var Val­geir spurður hvort álagn­ingin væri meiri en áður og svarið var ein­falt: „Já, það er rétt að álagn­ing er hærri“.

Í ljósi þess að verð á elds­neyti er nán­ast alls­staðar það sama þá liggur fyrir að hin olíu­fé­lögin hafi gert slíkt hið sama, hækkað álögur sín­ar.

Í gær var greint frá því í hádeg­is­fréttum RÚV að hækkun á álagn­ingu á smá­sölu­verð elds­neytis hjá íslensku olíu­fé­lög­unum hafi leitt til þess að útgjöld neyt­enda vegna elds­neytis­kaupa hafi hækkað um 500 millj­ónir króna á einu ári. Þar var vitnað í útreikn­inga sem Félags íslenskra bif­reið­ar­eig­enda (FÍB) hafði gert. Álagn­ing þeirra hefur hækkað úr 39 krónum í 43,5 krónur á einu ári, sam­kvæmt útreikn­ing­un­um. Það þýðir að hún hafi auk­ist um 10,3 pró­sent.

Í máli Run­ólfs Ólafs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra FÍB, kom auk þess fram að álagn­ing á íslenska neyt­endur væri helm­ingi hærri en sú sem sænskir eða danskir neyt­endur þurfa að búa við.

Það var því tekin með­vituð ákvörðun um það hjá olíu­fé­lög­unum að fjölga þeim krónum sem lenda í vasa eig­enda þeirra á kostnað þess að bjóða neyt­endum upp á lægra útsölu­verð á elds­neyti.

Þessa aukn­ingu má til dæmis ber­sýni­lega sjá í upp­gjöri N1, eina olíu­fé­lags­ins sem er skráð á mark­að, vegna fyrsta árs­fjórð­ungs 2015. Þar kemur fram að fram­legð af vöru­sölu hafi auk­ist um 12,8 pró­sent og að hagn­aður félags­ins hafi verið 135 millj­ónir króna, þrátt fyrir að félagið hafi notað 117 millj­ónir króna vegna breyt­inga á fram­kvæmda­stjórn félags­ins.

Hlut­hafar N1 fengu 830 millj­ónir króna greiddar í arð vegna frammi­stöðu félags­ins á árinu 2014. Skelj­ung­ur, Olís og Atl­ants­olía hafa ekki skilað árs­reikn­ingum vegna þess rekst­ar­árs.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None