Tchenguiz sótti um leyfi til að áfrýja - Gæti tafið gerð nauðasamnings Kaupþings um tvö ár

000-DV1177607-1.jpg
Auglýsing

Vincent Tchengu­iz, bresk-íranskur fjár­festir sem höfðað hefur mál gegn slita­búi Kaup­þings, sótti á föstu­dag um heim­ild hjá áfrýj­un­ar­dóm­stóli í Bret­landi til að áfrýja skaða­bóta­kröfu sinni gegn búinu. Þetta hefur Kjarn­inn fengið stað­fest hjá ráð­gjöfum Tchengu­iz. Sam­þykki dóm­ari að leyfa Tchenguiz að áfrýja gæti það sett nauða­samn­ing Kaup­þings í algjört upp­nám og tafið slit bús­ins um allt að tvö ár. Það myndi þýða að nauða­samn­ingur muni ekki geta klár­ast fyrir ára­mót og því legg­ist 39 pró­sent stöð­ug­leika­skattur á eignir þess, sam­kvæmt áætlun stjórn­valda um losun hafta sem kynnt var í byrjun júní.

Kaup­þing hefur þegar samið við íslensk stjórn­völd um að mæta þeim stöð­ug­leika­skil­yrðum sem sett voru fram í áætlun þeirra um losun hafta. Til­lögur að því sam­komu­lagi voru lagðar fram áður en að  áætl­unin var kynnt með látum í Hörpu í byrjun júní. Sam­kvæmt útreikn­ingum Kjarn­ans, sem sér­fræð­ingar hafa farið yfir, fela þeir samn­ingar í sér að Kaup­þing greiði íslenska rík­inu ríf­lega 100 millj­arða króna í stöð­ug­leika­fram­lag, miðað við að sölu­and­virði Arion banka sé 80 pró­sent af bók­færðu virði eigin fjár hans í dag.

Bók­fært virði eigna Kaup­þings í lok árs 2014 var hins vegar 799,9 millj­arðar króna. Ef 39 pró­sent stöð­ug­leika­skattur yrði lagður á þær allar þá myndi hann skila íslenska rík­inu yfir 300 millj­örðum króna.

Auglýsing

Kjarn­inn leit­aði eftir við­brögðum frá slita­stjórn Kaup­þings vegna mögu­legrar áfrýj­unar Tchenguiz fyrir helgi og hvort mála­rekst­ur­inn setji nauða­samn­ing bús­ins í upp­nám. Svar hennar var ein­falt: „Slita­stjórn Kaup­þings hyggst ekki tjá sig um þetta“.

Tilkynnt var um aðgerðaráætlun stjórnvalda við losun hafta í byrjun júní síðastliðinn. Kynning á aðgerðunum for fram í Hörpu og var sýnd i beinni útsendingu. Til­kynnt var um aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda við losun hafta í byrjun júní síð­ast­lið­inn. Kynn­ing á aðgerð­unum for fram í Hörpu og var sýnd i beinni útsend­ing­u.

 

Vill fá 460 millj­arða krónaTchenguiz stefndi Grant Thornton í Bret­landi og tveimur starfs­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins, Kaup­þingi og Jóhann­esi Rún­ari Jóhanns­syni, sem situr í  slita­stjórn bús­ins, fyrir að hafa lagt á ráðin um, haft frum­kvæði að og tekið þátt í, rann­sókn bresku efna­hags­brota­deild­ar­innar Special Fraud Office (SFO), á honum og fyr­ir­tækjum í hans eigu. Þetta hafi leitt til þess að hann var hand­tek­inn á heim­ili sínu í mars 2011 og leitað var á skrif­stofu hans og í fyr­ir­tækjum í hans eigu. Hann vill fá 2,2 millj­arða punda, um 460 millj­arða króna, í bætur vegna þessa.

Til­gang­ur­inn, að sögn Vincent Tchengu­iz, var sá að nota rann­sókn SFO á meintum glæpum hans til að knýja hann til að semja um mál­efni sinna félaga gagn­vart Kaup­þingi, afla gagna frá SFO, sem emb­ættið gerði upp­tækt í hús­leit hjá Vincent, sem Kaup­þing hefði ella ekki ­getað aflað og síðan mis­nota þau gögn í sam­skiptum sínum við Vincent Tchengu­iz. Hann telur að með þessu hafi Kaup­þing viljað kom­ast yfir eignir hans og fyr­ir­tæki sem honum tengd­ust. Þetta átti að skila Kaup­þingi auknum eignum og Grant Thornton í Bret­landi auknum greiðsl­um, þar sem starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins myndu sjá um skipti á þeim eignum sem teknar yrðu yfir.

Engin efn­is­leg nið­ur­staða liggur fyrirÍ lok júní hafn­aði breskur und­ir­dóm­stól ­mála­til­bún­aði Jóhann­esar Rún­ars um að þar­lendir dóm­stólar hafi ekki lög­sögu í mál­inu gegn hon­um. Jóhannes Rúnar vildi að málið yrði tekið fyrir á Íslandi þar sem ein­ungis íslenskir dóm­stólar hefðu lög­sögu yfir upp­gjöri slita­bús Kaup­þings, en af því verður ekki. Kjarn­inn hefur óskað eftir upp­lýs­ingum hjá slita­búi Kaup­þings um hver það er sem greiðir fyrir málsvörn Jóhann­esar Rún­ars í mál­inu en það hefur ekki viljað veita upp­lýs­ingar um það.

Jóhannes Rúnar Jóhannsson situr í slitastjórn Kaupþings. Jóhannes Rúnar Jóhanns­son situr í slita­stjórn Kaup­þings.

Kjarn­inn hefur dóm­inn undir höndum og það er vert að taka fram að í honum er ekki tekin nein efn­is­leg afstaða til efn­is­at­riða máls­ins heldur ein­ungis hvort dóm­stóll­inn hafi lög­sögu yfir þeim sem stefnt var. Þetta var sér­stak­lega tekið fram í nið­ur­stöðu dóm­ar­ans.

Dóm­stóll­inn taldi málið hins vegar varða atburði sem áttu sér stað á breskri grundu og því verði þeir teknir fyrir af bresku rétt­ar­kerfi. Hins vegar var við­ur­kennt að breskir dóm­stólar hafi ekki lög­sögu yfir slita­búi Kaup­þings enda geri íslensk gjald­þrota­lög ráð fyrir því að íslenskir dóm­stólar hafi einir lög­sögu yfir þeim. Þeirri ákvörðun gat Tchenguiz mögu­lega áfrýj­að.

Stór hluti eigna bús­ins gæti endað hjá Tchenguiz vinni hann máliðTchenguiz sótti um leyfi til að gera nákvæm­lega það, að áfrýja mál­inu, á föstu­dag. Dóm­ari mun nú þurfa að taka ákvörðun um hvort Tchenguiz fái að gera það. Ef það leyfi fæst, og málið fer aftur fyrir dóm­stóla, áætla ráð­gjafar Tchenguiz að mála­rekst­ur­inn geti tekið allt að tvö ár. Og að slit Kaup­þings tefj­ist um þann tíma.

Ástæðan er ein­fald­lega sú að eignir slita­bús Kaup­þings voru um síð­ustu ára­mót, líkt og áður sagði, um 800 millj­arðar króna. Ef krafa Tchengu­iz, sem er upp á 460 millj­arða króna, helst lif­andi er ljóst að stór hluti eigna bús­ins verði bund­inn vegna henn­ar.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None