Tchenguiz sótti um leyfi til að áfrýja - Gæti tafið gerð nauðasamnings Kaupþings um tvö ár

000-DV1177607-1.jpg
Auglýsing

Vincent Tchengu­iz, bresk-íranskur fjár­festir sem höfðað hefur mál gegn slita­búi Kaup­þings, sótti á föstu­dag um heim­ild hjá áfrýj­un­ar­dóm­stóli í Bret­landi til að áfrýja skaða­bóta­kröfu sinni gegn búinu. Þetta hefur Kjarn­inn fengið stað­fest hjá ráð­gjöfum Tchengu­iz. Sam­þykki dóm­ari að leyfa Tchenguiz að áfrýja gæti það sett nauða­samn­ing Kaup­þings í algjört upp­nám og tafið slit bús­ins um allt að tvö ár. Það myndi þýða að nauða­samn­ingur muni ekki geta klár­ast fyrir ára­mót og því legg­ist 39 pró­sent stöð­ug­leika­skattur á eignir þess, sam­kvæmt áætlun stjórn­valda um losun hafta sem kynnt var í byrjun júní.

Kaup­þing hefur þegar samið við íslensk stjórn­völd um að mæta þeim stöð­ug­leika­skil­yrðum sem sett voru fram í áætlun þeirra um losun hafta. Til­lögur að því sam­komu­lagi voru lagðar fram áður en að  áætl­unin var kynnt með látum í Hörpu í byrjun júní. Sam­kvæmt útreikn­ingum Kjarn­ans, sem sér­fræð­ingar hafa farið yfir, fela þeir samn­ingar í sér að Kaup­þing greiði íslenska rík­inu ríf­lega 100 millj­arða króna í stöð­ug­leika­fram­lag, miðað við að sölu­and­virði Arion banka sé 80 pró­sent af bók­færðu virði eigin fjár hans í dag.

Bók­fært virði eigna Kaup­þings í lok árs 2014 var hins vegar 799,9 millj­arðar króna. Ef 39 pró­sent stöð­ug­leika­skattur yrði lagður á þær allar þá myndi hann skila íslenska rík­inu yfir 300 millj­örðum króna.

Auglýsing

Kjarn­inn leit­aði eftir við­brögðum frá slita­stjórn Kaup­þings vegna mögu­legrar áfrýj­unar Tchenguiz fyrir helgi og hvort mála­rekst­ur­inn setji nauða­samn­ing bús­ins í upp­nám. Svar hennar var ein­falt: „Slita­stjórn Kaup­þings hyggst ekki tjá sig um þetta“.

Tilkynnt var um aðgerðaráætlun stjórnvalda við losun hafta í byrjun júní síðastliðinn. Kynning á aðgerðunum for fram í Hörpu og var sýnd i beinni útsendingu. Til­kynnt var um aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda við losun hafta í byrjun júní síð­ast­lið­inn. Kynn­ing á aðgerð­unum for fram í Hörpu og var sýnd i beinni útsend­ing­u.

 

Vill fá 460 millj­arða krónaTchenguiz stefndi Grant Thornton í Bret­landi og tveimur starfs­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins, Kaup­þingi og Jóhann­esi Rún­ari Jóhanns­syni, sem situr í  slita­stjórn bús­ins, fyrir að hafa lagt á ráðin um, haft frum­kvæði að og tekið þátt í, rann­sókn bresku efna­hags­brota­deild­ar­innar Special Fraud Office (SFO), á honum og fyr­ir­tækjum í hans eigu. Þetta hafi leitt til þess að hann var hand­tek­inn á heim­ili sínu í mars 2011 og leitað var á skrif­stofu hans og í fyr­ir­tækjum í hans eigu. Hann vill fá 2,2 millj­arða punda, um 460 millj­arða króna, í bætur vegna þessa.

Til­gang­ur­inn, að sögn Vincent Tchengu­iz, var sá að nota rann­sókn SFO á meintum glæpum hans til að knýja hann til að semja um mál­efni sinna félaga gagn­vart Kaup­þingi, afla gagna frá SFO, sem emb­ættið gerði upp­tækt í hús­leit hjá Vincent, sem Kaup­þing hefði ella ekki ­getað aflað og síðan mis­nota þau gögn í sam­skiptum sínum við Vincent Tchengu­iz. Hann telur að með þessu hafi Kaup­þing viljað kom­ast yfir eignir hans og fyr­ir­tæki sem honum tengd­ust. Þetta átti að skila Kaup­þingi auknum eignum og Grant Thornton í Bret­landi auknum greiðsl­um, þar sem starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins myndu sjá um skipti á þeim eignum sem teknar yrðu yfir.

Engin efn­is­leg nið­ur­staða liggur fyrirÍ lok júní hafn­aði breskur und­ir­dóm­stól ­mála­til­bún­aði Jóhann­esar Rún­ars um að þar­lendir dóm­stólar hafi ekki lög­sögu í mál­inu gegn hon­um. Jóhannes Rúnar vildi að málið yrði tekið fyrir á Íslandi þar sem ein­ungis íslenskir dóm­stólar hefðu lög­sögu yfir upp­gjöri slita­bús Kaup­þings, en af því verður ekki. Kjarn­inn hefur óskað eftir upp­lýs­ingum hjá slita­búi Kaup­þings um hver það er sem greiðir fyrir málsvörn Jóhann­esar Rún­ars í mál­inu en það hefur ekki viljað veita upp­lýs­ingar um það.

Jóhannes Rúnar Jóhannsson situr í slitastjórn Kaupþings. Jóhannes Rúnar Jóhanns­son situr í slita­stjórn Kaup­þings.

Kjarn­inn hefur dóm­inn undir höndum og það er vert að taka fram að í honum er ekki tekin nein efn­is­leg afstaða til efn­is­at­riða máls­ins heldur ein­ungis hvort dóm­stóll­inn hafi lög­sögu yfir þeim sem stefnt var. Þetta var sér­stak­lega tekið fram í nið­ur­stöðu dóm­ar­ans.

Dóm­stóll­inn taldi málið hins vegar varða atburði sem áttu sér stað á breskri grundu og því verði þeir teknir fyrir af bresku rétt­ar­kerfi. Hins vegar var við­ur­kennt að breskir dóm­stólar hafi ekki lög­sögu yfir slita­búi Kaup­þings enda geri íslensk gjald­þrota­lög ráð fyrir því að íslenskir dóm­stólar hafi einir lög­sögu yfir þeim. Þeirri ákvörðun gat Tchenguiz mögu­lega áfrýj­að.

Stór hluti eigna bús­ins gæti endað hjá Tchenguiz vinni hann máliðTchenguiz sótti um leyfi til að gera nákvæm­lega það, að áfrýja mál­inu, á föstu­dag. Dóm­ari mun nú þurfa að taka ákvörðun um hvort Tchenguiz fái að gera það. Ef það leyfi fæst, og málið fer aftur fyrir dóm­stóla, áætla ráð­gjafar Tchenguiz að mála­rekst­ur­inn geti tekið allt að tvö ár. Og að slit Kaup­þings tefj­ist um þann tíma.

Ástæðan er ein­fald­lega sú að eignir slita­bús Kaup­þings voru um síð­ustu ára­mót, líkt og áður sagði, um 800 millj­arðar króna. Ef krafa Tchengu­iz, sem er upp á 460 millj­arða króna, helst lif­andi er ljóst að stór hluti eigna bús­ins verði bund­inn vegna henn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None