Tchenguiz sótti um leyfi til að áfrýja - Gæti tafið gerð nauðasamnings Kaupþings um tvö ár

000-DV1177607-1.jpg
Auglýsing

Vincent Tchengu­iz, bresk-íranskur fjár­festir sem höfðað hefur mál gegn slita­búi Kaup­þings, sótti á föstu­dag um heim­ild hjá áfrýj­un­ar­dóm­stóli í Bret­landi til að áfrýja skaða­bóta­kröfu sinni gegn búinu. Þetta hefur Kjarn­inn fengið stað­fest hjá ráð­gjöfum Tchengu­iz. Sam­þykki dóm­ari að leyfa Tchenguiz að áfrýja gæti það sett nauða­samn­ing Kaup­þings í algjört upp­nám og tafið slit bús­ins um allt að tvö ár. Það myndi þýða að nauða­samn­ingur muni ekki geta klár­ast fyrir ára­mót og því legg­ist 39 pró­sent stöð­ug­leika­skattur á eignir þess, sam­kvæmt áætlun stjórn­valda um losun hafta sem kynnt var í byrjun júní.

Kaup­þing hefur þegar samið við íslensk stjórn­völd um að mæta þeim stöð­ug­leika­skil­yrðum sem sett voru fram í áætlun þeirra um losun hafta. Til­lögur að því sam­komu­lagi voru lagðar fram áður en að  áætl­unin var kynnt með látum í Hörpu í byrjun júní. Sam­kvæmt útreikn­ingum Kjarn­ans, sem sér­fræð­ingar hafa farið yfir, fela þeir samn­ingar í sér að Kaup­þing greiði íslenska rík­inu ríf­lega 100 millj­arða króna í stöð­ug­leika­fram­lag, miðað við að sölu­and­virði Arion banka sé 80 pró­sent af bók­færðu virði eigin fjár hans í dag.

Bók­fært virði eigna Kaup­þings í lok árs 2014 var hins vegar 799,9 millj­arðar króna. Ef 39 pró­sent stöð­ug­leika­skattur yrði lagður á þær allar þá myndi hann skila íslenska rík­inu yfir 300 millj­örðum króna.

Auglýsing

Kjarn­inn leit­aði eftir við­brögðum frá slita­stjórn Kaup­þings vegna mögu­legrar áfrýj­unar Tchenguiz fyrir helgi og hvort mála­rekst­ur­inn setji nauða­samn­ing bús­ins í upp­nám. Svar hennar var ein­falt: „Slita­stjórn Kaup­þings hyggst ekki tjá sig um þetta“.

Tilkynnt var um aðgerðaráætlun stjórnvalda við losun hafta í byrjun júní síðastliðinn. Kynning á aðgerðunum for fram í Hörpu og var sýnd i beinni útsendingu. Til­kynnt var um aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda við losun hafta í byrjun júní síð­ast­lið­inn. Kynn­ing á aðgerð­unum for fram í Hörpu og var sýnd i beinni útsend­ing­u.

 

Vill fá 460 millj­arða krónaTchenguiz stefndi Grant Thornton í Bret­landi og tveimur starfs­mönnum fyr­ir­tæk­is­ins, Kaup­þingi og Jóhann­esi Rún­ari Jóhanns­syni, sem situr í  slita­stjórn bús­ins, fyrir að hafa lagt á ráðin um, haft frum­kvæði að og tekið þátt í, rann­sókn bresku efna­hags­brota­deild­ar­innar Special Fraud Office (SFO), á honum og fyr­ir­tækjum í hans eigu. Þetta hafi leitt til þess að hann var hand­tek­inn á heim­ili sínu í mars 2011 og leitað var á skrif­stofu hans og í fyr­ir­tækjum í hans eigu. Hann vill fá 2,2 millj­arða punda, um 460 millj­arða króna, í bætur vegna þessa.

Til­gang­ur­inn, að sögn Vincent Tchengu­iz, var sá að nota rann­sókn SFO á meintum glæpum hans til að knýja hann til að semja um mál­efni sinna félaga gagn­vart Kaup­þingi, afla gagna frá SFO, sem emb­ættið gerði upp­tækt í hús­leit hjá Vincent, sem Kaup­þing hefði ella ekki ­getað aflað og síðan mis­nota þau gögn í sam­skiptum sínum við Vincent Tchengu­iz. Hann telur að með þessu hafi Kaup­þing viljað kom­ast yfir eignir hans og fyr­ir­tæki sem honum tengd­ust. Þetta átti að skila Kaup­þingi auknum eignum og Grant Thornton í Bret­landi auknum greiðsl­um, þar sem starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins myndu sjá um skipti á þeim eignum sem teknar yrðu yfir.

Engin efn­is­leg nið­ur­staða liggur fyrirÍ lok júní hafn­aði breskur und­ir­dóm­stól ­mála­til­bún­aði Jóhann­esar Rún­ars um að þar­lendir dóm­stólar hafi ekki lög­sögu í mál­inu gegn hon­um. Jóhannes Rúnar vildi að málið yrði tekið fyrir á Íslandi þar sem ein­ungis íslenskir dóm­stólar hefðu lög­sögu yfir upp­gjöri slita­bús Kaup­þings, en af því verður ekki. Kjarn­inn hefur óskað eftir upp­lýs­ingum hjá slita­búi Kaup­þings um hver það er sem greiðir fyrir málsvörn Jóhann­esar Rún­ars í mál­inu en það hefur ekki viljað veita upp­lýs­ingar um það.

Jóhannes Rúnar Jóhannsson situr í slitastjórn Kaupþings. Jóhannes Rúnar Jóhanns­son situr í slita­stjórn Kaup­þings.

Kjarn­inn hefur dóm­inn undir höndum og það er vert að taka fram að í honum er ekki tekin nein efn­is­leg afstaða til efn­is­at­riða máls­ins heldur ein­ungis hvort dóm­stóll­inn hafi lög­sögu yfir þeim sem stefnt var. Þetta var sér­stak­lega tekið fram í nið­ur­stöðu dóm­ar­ans.

Dóm­stóll­inn taldi málið hins vegar varða atburði sem áttu sér stað á breskri grundu og því verði þeir teknir fyrir af bresku rétt­ar­kerfi. Hins vegar var við­ur­kennt að breskir dóm­stólar hafi ekki lög­sögu yfir slita­búi Kaup­þings enda geri íslensk gjald­þrota­lög ráð fyrir því að íslenskir dóm­stólar hafi einir lög­sögu yfir þeim. Þeirri ákvörðun gat Tchenguiz mögu­lega áfrýj­að.

Stór hluti eigna bús­ins gæti endað hjá Tchenguiz vinni hann máliðTchenguiz sótti um leyfi til að gera nákvæm­lega það, að áfrýja mál­inu, á föstu­dag. Dóm­ari mun nú þurfa að taka ákvörðun um hvort Tchenguiz fái að gera það. Ef það leyfi fæst, og málið fer aftur fyrir dóm­stóla, áætla ráð­gjafar Tchenguiz að mála­rekst­ur­inn geti tekið allt að tvö ár. Og að slit Kaup­þings tefj­ist um þann tíma.

Ástæðan er ein­fald­lega sú að eignir slita­bús Kaup­þings voru um síð­ustu ára­mót, líkt og áður sagði, um 800 millj­arðar króna. Ef krafa Tchengu­iz, sem er upp á 460 millj­arða króna, helst lif­andi er ljóst að stór hluti eigna bús­ins verði bund­inn vegna henn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None