Topp 10: Afdrifaríkustu ákvarðanir knattspyrnustjóra

Man-Utd-Cantona-and-Ferg-001.jpg
Auglýsing

Enska úrvals­deildin hefst 8. ágúst þegar fyrsta umferð tíma­bils­ins hefst en á morgun keppa Eng­lands­meist­arar Chel­sea og bik­ar­meist­arar Arsenal um góð­gerð­ar­skjöld­inn. Þessi vin­sælasta deild­ar­keppni heims­ins á sér marga fylgj­endur um allan heim enda spennan oft raf­mögnuð og ástríða áhorf­enda fyrir leiknum næstum áþreif­an­leg.

Kast­ljósið bein­ist ekki síður að knatt­spyrnu­stjórum félag­anna tutt­ugu sem reyna að stýra liðum sínum til sig­urs í hverjum leik og byggja upp lið með því að kaupa og selja leik­menn, oft ótt og títt.

Margar ákvarð­anir knatt­spyrnu­stjóra í sögu úrvals­deild­ar­innar hafa reynst afdrifa­ríkar þegar leik­manna­málin eru ann­ars veg­ar. Kjarn­inn tók saman lista yfir tíu afdrík­ustu ákvarð­anir knatt­spyrnu­stjóra í enskri knatt­spyrnu á síð­ustu 25 árum.

Auglýsing




  1. Salan á Gor­don Strachan til Leeds – Seldur á slikk







Howard Wilk­in­son, þáver­andi knatt­spyrnu­stjóri Leeds United, náði að sann­færa Gor­don Strachan um að koma til félags­ins árið 1989. Strachan var þá 32 ára. Alex Fergu­son, knatt­spyrnu­stjóri Manchester United, var búinn að vera við stjórn­völd­inn í þrjú ár án þess að vinna deild­ina á þessum tíma og sá ekki fram á að geta notað Strachan í liði sínu en hann hafði í fimm ár verið lyk­il­maður hjá Manchester United. Fergu­son var í mik­illi til­tekt í leik­manna­hópnum og hefur sjálfur frá því greint , meðal ann­ars í bók­inni Manag­ing My Life, að meðal þess sem hann var að gera á þessum fyrstu árum hjá félag­inu, var að taka á drykkju­kúltur innan þess og aga­vand­málum (Paul McGrath var lát­inn fara til Aston Villa, hann var val­inn leik­maður árs­ins 1994). Hann þurfti að byggja upp nýjan leik­manna­hóp og efla ung­linga­starf­ið. En Strachan var frá­bær leik­maður og 200 þús­und punda kaup Wilk­in­son reynd­ust afdrifa­rík fyrir topp­baráttuna á Englandi. Strachan var hluti af frá­bærri miðju Leeds sem end­aði í fjórða sæti tíma­bilið 1990-91, og var hann kos­inn leik­maður árs­ins á Englandi. Með honum á miðj­unni voru Gary McAll­ister, David Batty og Gary Speed. Ári seinna, tíma­bilið 91-92, tók hann við titl­inum sem fyr­ir­liði Leeds og hafði þar betur gegn fyrr­ver­andi knatt­spyrnu­stjóra sínum Alex Fergu­son og Manchester United, sem end­aði í 2. sæti. En Fergu­son lét þetta ekki á sig fá, svo ekki sé meira sagt.

https://www.youtu­be.com/watch?v=PpMsn1Cs­hYI





  1. Pat­rick Vieira mætir til Arsenal – Leið­togi fæddur







Franski miðju­mað­ur­inn Pat­rick Vieira kom til Arsenal, tví­tugur að aldri, eftir mis­heppn­aða dvöl hjá AC Mil­an. Þangað fór hann frá Cann­es, og þótti mikið efni; teknískur og hávax­inn miðju­mað­ur, með mikla leið­toga­hæfi­leika. Arsene Wen­ger, knatt­spyrnu­stjóri Arsenal, keypti Vieira á 3,5 millj­ónir punda árið 1996 og ráku margir upp stór­augu þegar til­kynnt var um þessi vista­skipti Frakk­ans hávaxna. Hvaða maður var þetta eig­in­lega? Hann hafði aðeins spilað tvo leiki fyrir aðal­lið AC Milan, en mest verið í vara­lið­inu, og þótti ekki nógu góður fyrir félagið hans Berlusconi. Hvernig hann átti að verða lyk­il­maður hjá Arsenal þótti mörgum hulin ráð­gáta. Vieira sýndi strax að hann var eng­inn venju­legur miðju­maður heldur efni í einn þann allra besta. Hann var frá­bær bæði í vörn og sókn og gjör­sam­lega keyrði yfir marga þá bresku miðju­menn sem oft voru sagðir vera harðir í horn að taka. Þeir réðu ekk­ert við Vieira og félaga, og með fyr­ir­liða­bandið fór hann fyrir sínu liði. Hann varð í þrí­gang enskur meist­ari, meðal ann­ars árið 2004 þegar Arsenal tap­aði ekki leik í deild­inni. Þessi ákvörðun Wen­gers, að veðja á Frakk­ann unga, var afdrifa­rík til góðs fyrir Lund­úna­fé­lagið og ein af ástæðum þess að lið Arsenal var ill­við­ráð­an­legt árum sam­an.

https://www.youtu­be.com/watch?v=jbd­wKW93P_g





  1. Beardsley frá Liver­pool til Everton – Sou­ness glóru­laus







Enski sókn­ar­miðju­mað­ur­inn Peter Beardsley var einn af lyk­il­mönnum í sig­ur­sælu liði Liver­pool á árunum 1987 til 1991. Hann lék 131 leik og skor­aði 46 mörk, eða að með­al­tali meira en mark í þriðja hverjum leik. Tíma­bilið 1990/91 var vand­ræða­gangur hjá Liver­pool miðað við sig­ur­sælt tíma­bil árin á und­an. Kenny Dal­gl­ish keypti fram­herjan David Speedie til þess að hressa upp á sókn­ar­leik­inn, og var Beardsley tek­inn út úr lið­inu í nokkra leiki. Nokkrum vikum síðar sagði Dal­gl­ish upp og hætt­i, og skoski harð­haus­inn Gra­eme Sou­ness tók við stjórn­ar­taumun­um. Hann boð­aði nýja og betri tíma og ætl­aði sér að losa sig við leik­menn sem ekki ættu fram­tíð hjá félag­inu. Beardsley fór í kjöl­farið til Everton og lék þar mjög vel. Árið 1993 var hann síðan keyptur til Newcastle þar sem hann var ein aðaldrif­fjöð­urin í sókndjörfu liði undir stjórn Kevin Keeg­an. Skor­aði 47 mörk í 129 leikjum fyrir félagið á fjög­urra ára tímabili. Þetta var annað skeiðið á ferl­inum sem hann lék með Newcastle en þar lét hann einnig ljós sitt skína á árunum 1983 til 1987. Sou­ness hefði betur átt að halda Beardsley hjá Liver­pool frekar en að láta hann frá sér, eins og frá­bær frammi­staða hans næstu sex ár á eftir sýndi glögg­lega.

https://www.youtu­be.com/watch?v=u­Blha9_fxRE





  1. Cant­ona í Sheffi­eld – Fékk ekki samn­ing!







Árið er 1992 og það er jan­ú­ar. Trevor Francis, knatt­spyrnu­stjóri Sheffi­eld Wed­nes­day, var í vand­ræðum með liðið sitt og fékk hring­ingu frá gömlum umboðs­manni sín­um, Dennis Roach. Úr varð að franskur vand­ræða­gemsi, Eric Cant­ona, mætti til æfinga hjá Sheffi­eld í þeirri von að fá samn­ing. Hann æfði í tvo daga en Francis ákvað að bjóða honum ekki samn­ing. Sú ákvörðun reynd­ist afdrifa­rík enda átti Cant­ona eftir að verða goð­sögn á Englandi. Francis hefur varið þessa ákvörðun sína og sagt að ástæð­urnar fyrir þess­ari ákvörðun hafi verið aðrar en þær að hann hafi ekki talið Cant­ona nægi­lega góðan leik­mann. Ein helsta ástæðan hafi verið sú að slæmt veður hafi gert það að verkum að ekki var hægt að æfa á grasi. Í stað­inn þurfti að fara með leik­menn inn í íþrótta­hús og láta þá hlaupa og gera tækni­æf­ing­ar. Cant­ona hafi ekki sýnt neitt sem hafi kallað á samn­ing. Auk þess hafi ýmis­legt úr for­tíð Cant­ona í Frakk­landi, þar sem hann fékk ítrekað rauð spjöld, ekki verið til þess að styrkja skyndi­á­kvörð­un. Í ljósi þess að Cant­ona varð goð­sögn með frammi­stöðu sinni hjá Leeds og Manchester United, eftir að Francis hafði neitað honum um samn­ing, verður að segja alveg eins og er, að það var algjör­lega óverj­andi fyrir félag eins og Sheffi­eld Wed­nes­day að semja ekki við Cant­ona án þess að þurfa að greiða neitt fyrir hann. Trevor Francis hefur engar afsak­an­ir. Alveg ægi­lega afdrifarík mis­tök.

https://www.youtu­be.com/watch?v=r8vn­fUrXcdk





  1. Frank Lampard færði sig til í London







Ítal­inn Claudio Rani­eri stýrði liði Chel­sea árið 2001 og ákvað að kaupa ungan enskan miðju­mann frá West Ham United, Frank Lampard, fyrir tíu millj­ónir punda. Sumum þótti þetta alltof hár verð­miði, og má vafa­lítið deila um hvað er sann­gjart í þeim efnum á hverjum tíma. En Frank Lampard átti eftir að sýna og sanna að þessi kaup hjá Rani­eri væru ekki bara rétt heldur afdrifa­rík fyrir sögu Chel­sea. Lampard er án nokk­urs vafa einn allra besti leik­maður í sögu Chel­sea og var hann lyk­il­maður í upp­gangi Chel­sea og á tíma­bil­unum þar sem deild­ar­meist­ara­tit­ill­inn vannst þegar hann lék með félag­inu. Ótrú­leg töl­fræði hans þegar kemur að marka­skorun segir sína sögu. Hann er marka­hæsti leik­maður í sögu Chel­sea með 211 mörk í öllum keppn­um, og marka­hæsti miðju­maður í sögu ensku úrvals­deild­ar­inn­ar. Rani­eri getur ekki verið stoltur af öllu á sínum ferli hjá Chel­sea, en í maí á þessu ári sagði hann í við­tali við Sky Sports að Lampard væri besti leik­maður sem hann hefði þjálfað á löngum ferli. Ekki Totti. Ekki Zola. Ekki Batistuta. Ekki Del Piero. Heldur Lampard.

https://www.youtu­be.com/watch?v=Jti­J-COs6Fc





  1. Henry kom sá og sigr­aði







Thi­erry Henry var mest not­aður á hægri kant­inum hjá Juventus og fann sig aldrei þar almenni­lega. Arsene Wen­ger, sem þjálf­aði hann þegar hann steig sín fyrstu skref hjá Móna­kó, vissi af hæfi­leikum þessa frá­bæra leik­manns en taldi best að nota hann í fram­lín­unni. Hann sló til og keypti hann á ell­efu millj­ónir punda árið 1999. Nán­ast um leið og hann steig fæti inn á knatt­spyrnu­völl í Arsenal bún­ingnum varð ljóst að Wen­ger hafði tekið adrifa­ríka ákvörðun fyrir félagið með því að fá Henry til félags­ins. Hann blómstr­aði í fram­lín­unni við hlið­ina á hinum frá­bæra Dennis Berg­kamp, vann titla og var óstöðv­andi, einkum á árunum 2001 til 2005. Henry lék með Arsenal í átta ár og skor­aði sam­tals 224 mörk í 377 leikjum og er marka­hæsti leik­maður í sögu félags­ins. Hann fór til Barcelona árið 2007 og lék þar til árs­ins 2010, áður en hann flutti til New York til að spila með NY Red Bulls. Hann lagði skóna end­an­lega á hill­una í fyrra.

https://www.youtu­be.com/watch?v=0ej­I30Yx6UA





  1. Írinn ungi sem breytt­ist í fót­bolta­afl







Goð­sögnin Brian Clough gaf Roy Keane fyrst tæki­færi þegar hann kom inn á gegn Liver­pool á Anfi­eld Road með Nott­ing­ham Forrest árið 1990. Hann kall­aði á hann á hlið­ar­lín­unni; „Come here, Irish boy“ og sagði honum að láta finna fyrir sér. Það gerði hann og leit aldrei til baka á ferl­inum eftir þetta, ef svo má að orði kom­ast. Alex Fergu­son, knatt­spyrnu­stjóri Manchester United, sá leið­toga­hæfi­leika í Keane og keypti hann fyrir met­fé, 3,75 millj­ónir punda, árið 1993. Ekki var aug­ljóst að Keane myndi kom­ast í byrj­un­ar­lið Man. Utd. þar sem fyrir voru Paul Ince og Bryan Rob­son á miðri miðj­unni. En fljót­lega varð ljóst að Keane átti eftir að taka völdin og verða hálf­gert fót­bolta­afl, svo magn­aður sig­ur­veg­ari var hann. Frá árinu 1997 var hann fyr­ir­liði Manchester United á einu mesta blóma­skeiði í sögu félags­ins. Hann hætti hjá félag­inu 2005, eftir deilur við Fergu­son og fór til Celtic í Skotlandi þar sem hann lauk ferli sínum sem leik­maður ári síð­ar. Á tólf árum hjá Manchester United varð hann sjö sinnum Eng­lands­meist­ari og vann sam­tals þrettán titla. Þegar Keane lék sem best virt­ist hann vera í flestum stöðum á vell­in­um. Slík var yfir­ferðin og vinnu­semin í þessum klóka og frá­bæra knatt­spyrnu­manni. Alex Fergu­son veðj­aði á réttan hest þegar hann keypti Keane ungan að árum og lét hann bera fyr­ir­liða­band­ið.

https://www.youtu­be.com/watch?v=M­lc5D8E4irM





  1. Ungur Portú­gali lék sér að John O‘S­hea og var keyptur







Crist­i­ano Ron­aldo var átján ára gam­all þegar Alex Fergu­son ákvað að kaupa hann til Manchester United. Meg­in­á­stæðan fyrir því að hann ákvað að slá til og kaupa þennan unga og efni­lega Portú­gala var frammi­staða hans í æfinga­leik gegn Sport­ing frá Lissa­bon, þar sem Ron­aldo var í aðal­hlut­verki. Írinn John O´S­hea var í því að dekka hann lengst af leik og mátti sín lít­ils gegn hraða og tækni Ron­aldo. Strax í fyrsta leik sínum í ensku úrvals­deild­inni, gegn Bolton 16. ágúst 2003, sló Ron­aldo í gegn. Hann spil­aði í rúman hálf­tíma og tætti varn­ar­menn Bolton í sig með frá­bærum til­þrif­um. Árin á eftir átti það eftir að verða venjan hjá honum í bún­ingi Manchester United að gera and­stæð­ing­unum lífið leitt. Eftir sex ár var hann seldur fyrir metfé til Real Madrid þar sem hann hefur haldið áfram að raða inn mörkum og vinna titla. Hann hefur auk þess í þrí­gang verið val­inn leik­maður árs­ins hjá FIFA, sem er eitt­hvað sem eng­inn annar leik­maður sem leikið hefur í ensku úrvals­deild­inni hefur náð að afreka. Lík­lega mun Ron­aldo fara í sögu­bækur enskrar knatt­spyrnu sem einn allra besti, ef ekki besti, leik­maður sem leikið hefur í ensku úrvals­deild­inni.

https://www.youtu­be.com/watch?v=m2ha1a74hm8





  1. Skap­bráður Frakki færði ungum mönnum sjálfs­traust







Árið 1992 hafði Leeds United betur gegn Manchester United í bar­áttu um enska meist­ara­tit­il­inn. Þó margir góðir leik­menn hafi leikið með Leeds þá reynd­ist Frakk­inn Eric Cant­ona drjúgur fyrir þessa erki­fj­endur og nágranna Man. Utd. Alex Fergu­son greip tæki­færi sem honum bauð­st, sum­arið 1992, og keypti Cant­ona til Man. Utd. fyrir 1,2 millj­ónir punda. Þrátt fyrir að hann haf leikið stórt hlut­verk í liði Leeds þá taldi Howard Wilk­in­son að hann hefði ekki not fyrir hann áfram. Fergu­son heill­að­ist af hinum óút­reikn­an­lega Cant­ona og taldi að hann gæti veitt ungum leik­mönnum liðs­ins inn­blástur með óút­reikn­an­legum hæfi­leikum sínum og sjálfs­trausti. Þrátt fyrir aga­vanda­mál, meðal ann­ars tíð ásetn­ings­brot og hreint og klárt ofbeldi (réðst á áhorf­anda gegn Crys­tal Palace 25. jan­úar 1995 og hlaut níu mán­aða keppn­is­bann fyr­ir), þá reynd­ust kaupin á Cant­ona gríð­ar­lega afdrifa­rík fyrir ungt lið Manchester United sem var í mótun á þessum tíma. Titl­arnir komu á færi­bandi strax frá hans fyrsta tíma­bili og oftar en ekki var það Cant­ona, með snilli sinni og útsjón­ar­semi, sem gerði gæfumun­inn, oft á síð­ustu stundu í mik­il­væg­ustu leikj­un­um. Það sem verður líka að telj­ast óvenju­legt var hversu mikið traust Fergu­son sýndi þessum skap­bráða Frakka. En það sýnir kannski öðru fremur hversu mikla og óvenju­lega hæfi­leika hann hafði.

https://www.youtu­be.com/watch?v=r7RM­fj4WRRw





  1. Krakkaliðið sem tók við kefl­inu







Skot­inn Alan Han­sen, sem var varn­ar­klettur í sig­ur­sælu liði Liver­pool á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar, lét hafa eftir sér í beinni útsend­ingu í sjón­varpi, eftir að Man. Utd. tap­aði gegn Aston Villa 3-1 haustið 1995, að það væri ekki hægt að vinna ensku deild­ina með krakka í lið­inu. („You don´t win anyt­hing with kids“). Vís­aði hann þar til þess að ungir leik­menn Man. Utd., undir stjórn  Alex Fergu­son, virt­ust ekki til­búnir til þess að halda sig­ur­kyndl­inum á lofti. Í sjálfu sér var þetta ekki endi­lega galin yfir­lýs­ing hjá Han­sen, á þeim tíma­punkti sem hún kom úr munni hans, en óhætt er að segja að hann hafi ekki verið að greina stöð­una rétt miðað við það sem á eftir fór. Fergu­son tók mikla áhættu með því að veðja á unga leik­menn í bland við eldri, ekki síst Frakk­ann Cant­ona. Roy Kea­ne, David Beck­ham, Paul Scho­les, Andy Cole, Nicky Butt, Gary Nevil­le, Phil Neville og Ryan Giggs töld­ust allir til ungra leik­manna, sem þó voru með mikla leik­reynslu. Giggs var til dæmis búinn að vera lyk­il­maður frá því árið 1991 en var þó, tæp­lega fjórum árum síð­ar, aðeins tæp­lega 22 ára gam­all (Hann lék í 23 ár með Man. Utd. Hætti vorið 2014!), og Roy Keane var einnig búinn að stimpla sig inn í liðið sem lyk­il­mað­ur. En þrátt fyrir þetta var ekki aug­ljóst að þetta unga lið gæti farið alla leið og unn­ið. Það var það sem gerð­ist og eftir fylgdi langt sig­ur­tíma­bil þar sem „krakk­arn­ir“ voru kjarn­inn sem allt snérist um og var aldrei hagg­að, þó leik­menn kæmu og færu.

https://www.youtu­be.com/watch?v=3Es-RI­Bn­ba8

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None