Íslendingar streyma til Parísar

Miðasala á leik Íslands og Frakklands hefst í hádeginu. Flugfélög keppast nú við að finna lausar flugvélar til að koma flestum sem vilja til Parísar fyrir sunnudaginn.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er orðinn heimsfrægur eftir ótrúlegt gengi liðsins.
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er orðinn heimsfrægur eftir ótrúlegt gengi liðsins.
Auglýsing

Miðasala á leik Íslands og Frakklands hefst í hádeginu í dag á heimasíðu UEFA, evrópska knattspyrnusambandsins. Leikurinn fer fram á Stade de France í París klukkan 19 að íslenskum tíma á sunnudaginn næstkomandi, 3. júlí. Eftir ótrúlegan sigur íslenska landsliðsins gegn Englandi í gærkvöld komust Íslendingar í átta liða úrslit og spila fyrsta leikinn gegn gestgjöfum EM, Frökkum. Stade de France tek­ur rúm­lega 81 þúsund áhorf­end­ur, en Alli­anz Ri­viera-leik­vang­ur­inn í Nice, sem leikið var á í kvöld, tek­ur ein­ung­is rúm­lega 35 þúsund. 

Búist er við því að Íslendingar streymi til Parísar til að verða vitni að þessum sögulega viðburði, en flug seljast hratt upp. Ferðaskrifstofan Heimsferðir opnaði fyrir bókanir klukkan 9:30 en vegna álags er hún afar hæg. Heims­ferðir ætla að bjóða upp á kvöld­flug til Par­ís­ar laug­ar­dag­inn 2. júlí og heim aft­ur til Íslands þriðju­dag­inn 5. júlí.

Icelandair reynir að finna fleiri vélar

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við mbl.is að stefnt sé að því að koma flestum sem vilja til Parísar. Úrslit gærkvöldsins hafi reyndar ekki verið eitthvað sem Icelanda­ir hafði al­mennt reiknað með, eins og gef­ur að skilja. En brugðist verði við stöðunni og líklega verða þær þrjár flugferðir til Parísar sem boðið er upp á dag hvern fljótar að fyllast. Hægt er að komast til Par­ís­ar í gegn­um London, Brus­sel, Amster­dam, Kaup­manna­höfn og ýms­ar aðrar borg­ir. Guðjón undirstrikar við MBL að reynt verði að finna fleiri flugvélar í beint flug, þó að það sé ekki ein­falt á þess­um árs­tíma. 

Auglýsing

Heimasíða WOW Air hrundi vegna álags

Heimasíða flugfélagsins WOW Air hrundi í gærkvöldi vegna álags þegar fólk hópaðist inn á síðuna til að finna sér flug til Parísar. Hún komst þó fljótt í lag. Klukkan 9:30 í dag voru örfá sæti laus til Parísar, en búist er við því að þau seljist fljótt upp. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None