Kaup- og söluréttur Landsbankans í Húsasmiðjunni metinn á 225 milljónir króna

husaplusblar_himinn_03-1.jpg
Auglýsing

Félag í eigu Lands­bank­ans hefur eign­fært kaup- og sölu­rétt sinn í félagi um rekstur Húsa­smiðj­unnar á 225 millj­ónir króna. Félag­ið, Holta­vegur 10 ehf., seldi rekstur Húsa­smiðj­unnar til Bygma Gruppen A/S fyrir 760 millj­ónir króna í byrjun árs 2012. Sam­hliða söl­unni hélt félagið eftir 30 pró­sent kaup­rétti í félagi Bygma um rekstur Húsa­smiðj­unn­ar. Sá rétt­ur, ásamt sölu­rétt á hlutn­um, er nú met­inn á 225 millj­ónir króna í bókum félags­ins. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Holta­vegs 10 ehf. fyrir árið 2014 sem skilað var inn til árs­reikn­ing­ar­skráar í vik­unni.

Um tólf millj­arða króna afskriftirLands­bank­inn tók yfir Húsa­smiðj­una í októ­ber 2009. Þá var allt hlutafé afskrifað og bank­inn breytti 10,2 millj­örðum króna af skuldum í nýtt hluta­fé. Um var að ræða 70 pró­sent af öllum vaxta­ber­andi skuldum Húsa­smiðj­unnar við lána­stofn­an­ir. Fyr­ir­tæk­inu var síðan komið fyrir innan Vestia ehf. sem var síðar selt til Fram­taks­sjóðs Íslands (FSÍ). Í jan­úar 2012 breytti Lands­bank­inn einum millj­arði króna til við­bótar af skuldum Húsa­smiðj­unnar í nýtt hlutafé og við það eign­að­ist Hömlur ehf., félag í eigu bank­ans, eign­ar­hlut í fyr­ir­tæk­in­u. Það keypti síðar hlut FSÍ og átti þá Holta­veg 10 að öllu leyti.

Rekstur fyr­ir­tæk­is­ins var loks seldur til danska bygg­ing­ar­vöruris­ans Bygma í upp­hafi árs 2012 fyrir 760 millj­ónir króna auk þess sem Bygma tók yfir 2,5 millj­arða króna skuld­ir. Sam­hliða var nafni gömlu Húsa­smiðj­unnar breytt í Holta­veg 10 ehf. og tölu­vert af draugum for­tíðar skildir eftir þar inni. Á meðal þess var mögu­leg end­ur­á­lagn­ing skatta og mögu­lega sam­keppn­is­sekt. Þessir draugar hafa kostað félagið skild­ing­inn. Á und­an­förnum árum hefur Holta­vegur 10 greitt rúman millj­arð króna í end­ur­á­lagn­ingu skatta og vegna sam­keppn­is­sekt­ar. Því hafa allar eignir félags­ins, að með­töldu sölu­and­virð­inu vegna rekst­urs Húsa­smiðj­unn­ar, farið í að greiða skatta og sekt­ir.

Landsbankinn er endanlegur eigandi Holtavegs 10 ehf. Bankinn á því kaup- og sölurétt á 30 prosent hlut í Húsasmiðjunni. Lands­bank­inn er end­an­legur eig­andi Holta­vegs 10 ehf. Bank­inn á því kaup- og sölu­rétt á 30 pros­ent hlut í Húsa­smiðj­unn­i.

Auglýsing

Sölu­and­virðið allt í skatta og sektirFyrsta stóra áfallið reið yfir í lok árs 2011 þegar emb­ætti rík­is­skatt­stjóra til­kynnti að Húsa­smiðjan skuld­aði rúm­lega 700 millj­ónir króna í skatta vegna svo­kall­aðs öfugs sam­runa sem fyrrum eig­endur hennar höfðu ráð­ist í. Í slíkum sam­runa felst að eign­ar­halds­fé­lag er sett á fót og það kaupir rekstr­ar­fé­lag með láns­fé. Eign­ar­halds­fé­lagið er síðan látið renna inn í rekstr­ar­fé­lagið og þar með er skuld­unum sem stofnað var til við kaupin komið inn í rekst­ur­inn sem þær voru not­aðar til að kaupa.

Til­kynn­ing um end­ur­á­lagn­ingu skatt­anna kom þegar langt var liðið á sölu­ferli Húsa­smiðj­unn­ar, en Bygma var þá við að kaupa hana. Vegna skatta­vand­kvæð­anna var rekstur Húsa­smiðj­unnar settur yfir á nýja kenni­tölu, 2,5 millj­arðar króna af skuldum hennar líka og nýja kennitalan seld til Bygma fyrir 760 millj­ónir króna.

Eftir í gömlu Húsa­smiðj­unni voru skildar eignir sem voru metnar á 240 millj­ónir króna og kaup­verð­ið, 760 millj­ónir króna. Þetta var meðal ann­ars skilið eftir til að borga skatta­skuld­ina og mögu­lega sekt vegna sam­keppn­is­brota. 2011.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið til­kynnti síðan í fyrra­sumar að gamla Húsa­smiðjan  hefði náð sátt við sam­keppn­is­yf­ir­völd sem fól í sér að hún við­ur­kenndi að hafa brotið sam­keppn­is­lög með umfangs­miklu ólög­mætu sam­ráði við Byko. Þar sem gamla Húsa­smiðjan við­ur­kenndi brot sitt og var til­búin að gera sátt tald­i ­Sam­keppn­is­eft­ir­litið rétt­læt­an­legt að leggja á félagið lægri stjórn­valds­sekt en ella. Það var því ákveðið að hún yrði 325 millj­ónir króna. Málið er afrakstur marg­hátt­aðra aðgerða, meðal ann­ars hús­leita og sím­hleranna, sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið réðst í vorið 2011 vegna gruns um sam­keppn­is­brot hjá Húsa­smiðj­unni, Byko og Úlf­in­um.

Þessi sekt var greidd á árinu 2014, sam­kvæmt árs­reikn­ingi Holta­vegs 10 ehf.

Vildu end­ur­heimta hluta afskrifta ef betur gengiSam­hliða söl­unni á rekstri Húsa­smiðj­unnar til Bygma var gert sam­komu­lag um að Holta­sel 10, félag í eigu rík­is­bank­ans Lands­banka, ætti kaup­rétt á 30 pró­sent hlut í félag­inu sem stofnað var utan um rekst­ur­inn. Hægt er að nýta rétt­inn á tíma­bil­inu 1. maí 2015 til 30. apríl 2020.

Til­gang­ur­inn var sá að gefa Lands­bank­anum tæki­færi til að end­ur­heimta hluta af þeim millj­arða­skuldum gömlu Húsa­smiðj­unnar sem hann hafði afskrifað ef rekst­ur­inn á nýju kenni­töl­unni gengi bet­ur. Útfærslan er bæði með kaup­rétti og kaup­skyldu og því kemur ekki til að Lands­bank­inn, eða félög í hans eigu, eigi þennan tæpa þriðj­ungs­hlut til lang­frama.

Rekstur Húsa­smiðj­unnar hefur ekki verið mjög ábata­samur þessi fyrstu ár eftir að Bygma keypti hann. Árið 2012 tap­aði fyr­ir­tækið 179 millj­ónum króna og árið 2013 175 millj­ónum króna. Fyr­ir­tækið hefur ekki skilað inn árs­reikn­ingi vegna árs­ins 2014.

Í nýbirtum árs­reikn­ingi Holta­vegs 10 er þessi kaup- og sölu­réttur eign­færður í fyrsta sinn og sagður 225 milljón króna virði. Verð­mið­inn miðar við 18 pró­sent ávöxt­un­ar­kröfu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None