18895688520_77ca11637b_c.jpg
Auglýsing

Stærsta og mesta þung­arokks­há­tíð Frakk­lands, Hell­fest, fór fram um síð­ustu helgi. Þetta er í tíunda sinn sem hátíðin er hald­in. Hún er haldin árlega um miðjan júní í Clis­son, skammt frá Nantes. Mið­arnir seld­ust upp á örfáum klukku­tím­um, 150.000 manns mættu á svæð­ið, skemmtu sér sam­fleytt í þrjá daga og drukku sam­tals 260.000 lítra af bjór. Samt voru engin slags­mál, ekk­ert rusl, engar eyði­legg­ing­ar, engin slys, ekk­ert vesen. Allt fór vel fram, svæðið var hreinsað upp á örskömmum tíma. Nú spyrja franskir fjöl­miðl­ar: Af hverju eru hinir ill­vígu þung­arokk­arar svona prúðir og ljúf­mann­legir þegar til kast­anna kem­ur? Og heim­spek­ingar og félags­fræð­ingar eru kall­aðir til að ræða þetta mál.

Þótt ham­gang­ur­inn og hávað­inn sé auð­vitað gríð­ar­legur -  flös­urnar þeyt­ist út um allar áttir þegar menn sveifla höfð­inu upp og nið­ur, veifi öllum öngum og öskri sig radd­lausa - þá virð­ist þessi djöf­ul­gangur samt hafa róandi og jákvæð áhrif á lík­amann og sál­ar­lífið sam­kvæmt merki­legum og nýlegum vís­inda­rann­sókn­um. Það virð­ist koma betur og betur í  ljós að þung­arokk­arar eru eitt­hvert prúð­asta og heið­ar­leg­asta fólk sem hægt er að finna.

Það er í raun stór­merki­legt hvað Hell­fest-há­tíðin er laus við öll slys og áföll, miðað við allan þann fjölda sem mætir og allt það áfengi sem er drukk­ið. Lítið er um fíkni­efni miðað við aðrar tón­list­ar­há­tíð­ir. Þetta er raunar sams­konar yfir­bragð og á öðrum þung­arokks­há­tíðum um allan heim. Þótt sundið sé um stríð og dauða er ekk­ert ofbeldi – ekk­ert vesen. Þung­arokk­arar heims hafa bund­ist böndum um það að skemmta sér kröft­ug­lega – en skyn­sam­lega.

Auglýsing

Stóra sviðið á Hellfest. Flickr: Amaya & Laurent Stóra sviðið á Hell­fest. Flickr: Amaya & Laurent

For­dæmt festi­valSamt er Hell­fest for­dæmt af kaþ­ólsku kirkj­unni og öðrum kristnum trú­ar­hóp­um. Stjórn­mála­menn hafa sömu­leiðis hneykslast; fyrir fimm árum, sagði Francois Fillon, for­sæt­is­ráð­herra Frakk­lands, að satanískur boð­skapur Hell­fest-há­tíð­ar­innar væri alls ekki í sam­ræmi við gildi frönsku þjóð­ar­inn­ar. Annar franskur ráð­herra, Christine Bout­in, beitti sér mikið fyrir því að franska bjór­fyr­ir­tækið Kronen­bo­urg sliti öllu sam­starfi sínu við hátíð­ina. Coca-Cola og önnur stór vöru­merki neita að styrkja og starfa með Hell­fest. Ráð­herr­ann Fré­d­éric Mitt­er­and ávarp­aði franska þingið sér­stak­lega til þess að lýsa yfir áhyggjum sínum með þessa djöf­ul­legu hátíð. Árið 2010 fóru frönsku, kaþ­ólsku fjöl­skyldu­sam­tök­in, AFC, í mál við Hell­fest og kröfð­ust þess að engum undir 18 ára aldri væri hleypt inn á svæðið og vildu að fá afhenta laga­lista til þess að rit­skoða titl­ana og text­ana. Þess­ari beiðni var hafnað og dómstólar létu málið niður falla.

For­svars­menn hátíð­ar­innar hafa marg­sinnis verið beðnir um að breyta nafni hátíð­ar­innar og margir trúa því stað­fast­lega að Hell­fest sé ein alls­herjar djöfla­messa. Þung­arokk­arar hafa þó marg­sinnis bent á að þeir séu alls ekki djöfla­dýrk­endur – en hafi gaman að því að ögra og leika sér með ýmis­konar galdra­tákn og hina myrku ver­öld hinna illu afla – til þess að ýta undir kyngi­kraft tón­list­ar­inn­ar.

Lif­andi listFrakkar eru þekktir fyrir að ræða öll mál í þaula. Þessi umtal­aða hátíð hefur því auð­vitað ratað inn í umræðu­þætti í sjón­varpi og útvarpi þar sem Hell­fest er skil­greint og skoð­að  gaum­gæfi­lega út frá sál­fræði­leg­um, heim­speki­leg­um, póli­tískum og ekki síst trú­ar­legum for­merkj­um. Flestir eru sam­mála um að þetta sé skemmti­leg og sak­laus hátíð. Öll þessi for­dæm­ing sé merki um það að þung­arokk sé lif­andi list sem enn tak­ist að ögra fólki og stöðn­uðum hug­mynd­um. Lista­menn eigi að hreyfa við og ögra fólki og þung­arokk­urum hafi sann­ar­lega tek­ist það með þess­ari hátíð. Hin stóra og skemmti­lega þver­sögn hátíð­ar­innar – allt vand­ræða­leysið -  þaggi svo end­an­lega niður í hinum for­pok­uðu trú­ar­hópum sem vilja rit­skoða og banna allt það sem þeim mis­lík­ar.

Rokkið ræður ríkjum.  Flickr: Amaya & Laurent Rokkið ræður ríkj­um.

Flickr: Amaya & Laurent

Andóf og póli­tíkHell­fest er nú orðin ein stærsta og þekktasta þung­arokks­há­tíð heims.  Þeir sem heiðr­uðu sam­kom­una í ár með nær­veru sinni voru m.a. Alice Cooper, Judas Priest, Motör­head, Slip­knot, Ant­hrax, Mes­huggah, Shin­ing, Mastodon, Dead Kenn­edys, ZZ Top, Mar­ylin Man­son, Korn, Kill­ing Joke og fleiri bönd. Gamlir jálkar í bland við ung og spenn­andi bönd; allt keyrt áfram af miklum krafti og göf­ug­lyndi.

Þar næstu helgi verður þung­arokks­há­tíðin Eistna­flug haldin í Nes­kaup­stað. Hún er þekkt fyrir að vera með öllu afar frið­söm eins og Hell­fest.  Samt er þung­arokk enn litin horn­auga um allan heim. Í Marokkó eru þung­arokks­tón­leikar t.d. stórpóli­tískir við­burð­ir, upp­fullir af and­ófi og mik­illi spennu. Þung­arokks­há­tíðin í bænum Sidi Kacem í norð­ur­hluta Marokkó hefur dregið að fjölda fólks með sítt hár í svörtum föt­um, en líka marga lög­reglu­menn og fyrir nokkrum árum voru nokkrir þung­arokk­arar hand­teknir fyrir að tigna djöfla­trú og sví­virða íslam. Þung­arokk­ar­ar, ásamt röpp­ur­um, hafa verið sak­aðir um að draga úr góðum gild­um, hvetja til drykkju, eit­ur­lyfja­neyslu og frjáls­lyndis í kyn­ferð­is­mál­um. Ein­hverjir hafa meira að segja verið dæmdir í fang­elsi fyrir þær sakir í þessum heims­hluta.

Málm­haus­arnir hafa reyndar hlegið að þessum ásök­unum og segj­ast hvorki vera eit­ur­lyfjafíklar né djöfla­trú­ar; hins vegar segj­ast þeir vera að ögra og umbera ekki að yfir­völd og sam­fé­lagið skuli segja þeim hvernig þeir eigi að klæða sig, tala og hugsa.

Þung­arokk er því lif­andi list­form, þar heyr­ist ákall þjóð­ar, öskur og reiði unga fólks­ins, en líka húmor og gleði yfir því að vera til. Þung­arokks­há­tíð­irnar eru því eitt­hvað annað og meira en bara ein­hverjar fyll­er­ís-úti­há­tíð­ir.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None