18895688520_77ca11637b_c.jpg
Auglýsing

Stærsta og mesta þung­arokks­há­tíð Frakk­lands, Hell­fest, fór fram um síð­ustu helgi. Þetta er í tíunda sinn sem hátíðin er hald­in. Hún er haldin árlega um miðjan júní í Clis­son, skammt frá Nantes. Mið­arnir seld­ust upp á örfáum klukku­tím­um, 150.000 manns mættu á svæð­ið, skemmtu sér sam­fleytt í þrjá daga og drukku sam­tals 260.000 lítra af bjór. Samt voru engin slags­mál, ekk­ert rusl, engar eyði­legg­ing­ar, engin slys, ekk­ert vesen. Allt fór vel fram, svæðið var hreinsað upp á örskömmum tíma. Nú spyrja franskir fjöl­miðl­ar: Af hverju eru hinir ill­vígu þung­arokk­arar svona prúðir og ljúf­mann­legir þegar til kast­anna kem­ur? Og heim­spek­ingar og félags­fræð­ingar eru kall­aðir til að ræða þetta mál.

Þótt ham­gang­ur­inn og hávað­inn sé auð­vitað gríð­ar­legur -  flös­urnar þeyt­ist út um allar áttir þegar menn sveifla höfð­inu upp og nið­ur, veifi öllum öngum og öskri sig radd­lausa - þá virð­ist þessi djöf­ul­gangur samt hafa róandi og jákvæð áhrif á lík­amann og sál­ar­lífið sam­kvæmt merki­legum og nýlegum vís­inda­rann­sókn­um. Það virð­ist koma betur og betur í  ljós að þung­arokk­arar eru eitt­hvert prúð­asta og heið­ar­leg­asta fólk sem hægt er að finna.

Það er í raun stór­merki­legt hvað Hell­fest-há­tíðin er laus við öll slys og áföll, miðað við allan þann fjölda sem mætir og allt það áfengi sem er drukk­ið. Lítið er um fíkni­efni miðað við aðrar tón­list­ar­há­tíð­ir. Þetta er raunar sams­konar yfir­bragð og á öðrum þung­arokks­há­tíðum um allan heim. Þótt sundið sé um stríð og dauða er ekk­ert ofbeldi – ekk­ert vesen. Þung­arokk­arar heims hafa bund­ist böndum um það að skemmta sér kröft­ug­lega – en skyn­sam­lega.

Auglýsing

Stóra sviðið á Hellfest. Flickr: Amaya & Laurent Stóra sviðið á Hell­fest. Flickr: Amaya & Laurent

For­dæmt festi­valSamt er Hell­fest for­dæmt af kaþ­ólsku kirkj­unni og öðrum kristnum trú­ar­hóp­um. Stjórn­mála­menn hafa sömu­leiðis hneykslast; fyrir fimm árum, sagði Francois Fillon, for­sæt­is­ráð­herra Frakk­lands, að satanískur boð­skapur Hell­fest-há­tíð­ar­innar væri alls ekki í sam­ræmi við gildi frönsku þjóð­ar­inn­ar. Annar franskur ráð­herra, Christine Bout­in, beitti sér mikið fyrir því að franska bjór­fyr­ir­tækið Kronen­bo­urg sliti öllu sam­starfi sínu við hátíð­ina. Coca-Cola og önnur stór vöru­merki neita að styrkja og starfa með Hell­fest. Ráð­herr­ann Fré­d­éric Mitt­er­and ávarp­aði franska þingið sér­stak­lega til þess að lýsa yfir áhyggjum sínum með þessa djöf­ul­legu hátíð. Árið 2010 fóru frönsku, kaþ­ólsku fjöl­skyldu­sam­tök­in, AFC, í mál við Hell­fest og kröfð­ust þess að engum undir 18 ára aldri væri hleypt inn á svæðið og vildu að fá afhenta laga­lista til þess að rit­skoða titl­ana og text­ana. Þess­ari beiðni var hafnað og dómstólar létu málið niður falla.

For­svars­menn hátíð­ar­innar hafa marg­sinnis verið beðnir um að breyta nafni hátíð­ar­innar og margir trúa því stað­fast­lega að Hell­fest sé ein alls­herjar djöfla­messa. Þung­arokk­arar hafa þó marg­sinnis bent á að þeir séu alls ekki djöfla­dýrk­endur – en hafi gaman að því að ögra og leika sér með ýmis­konar galdra­tákn og hina myrku ver­öld hinna illu afla – til þess að ýta undir kyngi­kraft tón­list­ar­inn­ar.

Lif­andi listFrakkar eru þekktir fyrir að ræða öll mál í þaula. Þessi umtal­aða hátíð hefur því auð­vitað ratað inn í umræðu­þætti í sjón­varpi og útvarpi þar sem Hell­fest er skil­greint og skoð­að  gaum­gæfi­lega út frá sál­fræði­leg­um, heim­speki­leg­um, póli­tískum og ekki síst trú­ar­legum for­merkj­um. Flestir eru sam­mála um að þetta sé skemmti­leg og sak­laus hátíð. Öll þessi for­dæm­ing sé merki um það að þung­arokk sé lif­andi list sem enn tak­ist að ögra fólki og stöðn­uðum hug­mynd­um. Lista­menn eigi að hreyfa við og ögra fólki og þung­arokk­urum hafi sann­ar­lega tek­ist það með þess­ari hátíð. Hin stóra og skemmti­lega þver­sögn hátíð­ar­innar – allt vand­ræða­leysið -  þaggi svo end­an­lega niður í hinum for­pok­uðu trú­ar­hópum sem vilja rit­skoða og banna allt það sem þeim mis­lík­ar.

Rokkið ræður ríkjum.  Flickr: Amaya & Laurent Rokkið ræður ríkj­um.

Flickr: Amaya & Laurent

Andóf og póli­tíkHell­fest er nú orðin ein stærsta og þekktasta þung­arokks­há­tíð heims.  Þeir sem heiðr­uðu sam­kom­una í ár með nær­veru sinni voru m.a. Alice Cooper, Judas Priest, Motör­head, Slip­knot, Ant­hrax, Mes­huggah, Shin­ing, Mastodon, Dead Kenn­edys, ZZ Top, Mar­ylin Man­son, Korn, Kill­ing Joke og fleiri bönd. Gamlir jálkar í bland við ung og spenn­andi bönd; allt keyrt áfram af miklum krafti og göf­ug­lyndi.

Þar næstu helgi verður þung­arokks­há­tíðin Eistna­flug haldin í Nes­kaup­stað. Hún er þekkt fyrir að vera með öllu afar frið­söm eins og Hell­fest.  Samt er þung­arokk enn litin horn­auga um allan heim. Í Marokkó eru þung­arokks­tón­leikar t.d. stórpóli­tískir við­burð­ir, upp­fullir af and­ófi og mik­illi spennu. Þung­arokks­há­tíðin í bænum Sidi Kacem í norð­ur­hluta Marokkó hefur dregið að fjölda fólks með sítt hár í svörtum föt­um, en líka marga lög­reglu­menn og fyrir nokkrum árum voru nokkrir þung­arokk­arar hand­teknir fyrir að tigna djöfla­trú og sví­virða íslam. Þung­arokk­ar­ar, ásamt röpp­ur­um, hafa verið sak­aðir um að draga úr góðum gild­um, hvetja til drykkju, eit­ur­lyfja­neyslu og frjáls­lyndis í kyn­ferð­is­mál­um. Ein­hverjir hafa meira að segja verið dæmdir í fang­elsi fyrir þær sakir í þessum heims­hluta.

Málm­haus­arnir hafa reyndar hlegið að þessum ásök­unum og segj­ast hvorki vera eit­ur­lyfjafíklar né djöfla­trú­ar; hins vegar segj­ast þeir vera að ögra og umbera ekki að yfir­völd og sam­fé­lagið skuli segja þeim hvernig þeir eigi að klæða sig, tala og hugsa.

Þung­arokk er því lif­andi list­form, þar heyr­ist ákall þjóð­ar, öskur og reiði unga fólks­ins, en líka húmor og gleði yfir því að vera til. Þung­arokks­há­tíð­irnar eru því eitt­hvað annað og meira en bara ein­hverjar fyll­er­ís-úti­há­tíð­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None