18895688520_77ca11637b_c.jpg
Auglýsing

Stærsta og mesta þung­arokks­há­tíð Frakk­lands, Hell­fest, fór fram um síð­ustu helgi. Þetta er í tíunda sinn sem hátíðin er hald­in. Hún er haldin árlega um miðjan júní í Clis­son, skammt frá Nantes. Mið­arnir seld­ust upp á örfáum klukku­tím­um, 150.000 manns mættu á svæð­ið, skemmtu sér sam­fleytt í þrjá daga og drukku sam­tals 260.000 lítra af bjór. Samt voru engin slags­mál, ekk­ert rusl, engar eyði­legg­ing­ar, engin slys, ekk­ert vesen. Allt fór vel fram, svæðið var hreinsað upp á örskömmum tíma. Nú spyrja franskir fjöl­miðl­ar: Af hverju eru hinir ill­vígu þung­arokk­arar svona prúðir og ljúf­mann­legir þegar til kast­anna kem­ur? Og heim­spek­ingar og félags­fræð­ingar eru kall­aðir til að ræða þetta mál.

Þótt ham­gang­ur­inn og hávað­inn sé auð­vitað gríð­ar­legur -  flös­urnar þeyt­ist út um allar áttir þegar menn sveifla höfð­inu upp og nið­ur, veifi öllum öngum og öskri sig radd­lausa - þá virð­ist þessi djöf­ul­gangur samt hafa róandi og jákvæð áhrif á lík­amann og sál­ar­lífið sam­kvæmt merki­legum og nýlegum vís­inda­rann­sókn­um. Það virð­ist koma betur og betur í  ljós að þung­arokk­arar eru eitt­hvert prúð­asta og heið­ar­leg­asta fólk sem hægt er að finna.

Það er í raun stór­merki­legt hvað Hell­fest-há­tíðin er laus við öll slys og áföll, miðað við allan þann fjölda sem mætir og allt það áfengi sem er drukk­ið. Lítið er um fíkni­efni miðað við aðrar tón­list­ar­há­tíð­ir. Þetta er raunar sams­konar yfir­bragð og á öðrum þung­arokks­há­tíðum um allan heim. Þótt sundið sé um stríð og dauða er ekk­ert ofbeldi – ekk­ert vesen. Þung­arokk­arar heims hafa bund­ist böndum um það að skemmta sér kröft­ug­lega – en skyn­sam­lega.

Auglýsing

Stóra sviðið á Hellfest. Flickr: Amaya & Laurent Stóra sviðið á Hell­fest. Flickr: Amaya & Laurent

For­dæmt festi­val



Samt er Hell­fest for­dæmt af kaþ­ólsku kirkj­unni og öðrum kristnum trú­ar­hóp­um. Stjórn­mála­menn hafa sömu­leiðis hneykslast; fyrir fimm árum, sagði Francois Fillon, for­sæt­is­ráð­herra Frakk­lands, að satanískur boð­skapur Hell­fest-há­tíð­ar­innar væri alls ekki í sam­ræmi við gildi frönsku þjóð­ar­inn­ar. Annar franskur ráð­herra, Christine Bout­in, beitti sér mikið fyrir því að franska bjór­fyr­ir­tækið Kronen­bo­urg sliti öllu sam­starfi sínu við hátíð­ina. Coca-Cola og önnur stór vöru­merki neita að styrkja og starfa með Hell­fest. Ráð­herr­ann Fré­d­éric Mitt­er­and ávarp­aði franska þingið sér­stak­lega til þess að lýsa yfir áhyggjum sínum með þessa djöf­ul­legu hátíð. Árið 2010 fóru frönsku, kaþ­ólsku fjöl­skyldu­sam­tök­in, AFC, í mál við Hell­fest og kröfð­ust þess að engum undir 18 ára aldri væri hleypt inn á svæðið og vildu að fá afhenta laga­lista til þess að rit­skoða titl­ana og text­ana. Þess­ari beiðni var hafnað og dómstólar létu málið niður falla.

For­svars­menn hátíð­ar­innar hafa marg­sinnis verið beðnir um að breyta nafni hátíð­ar­innar og margir trúa því stað­fast­lega að Hell­fest sé ein alls­herjar djöfla­messa. Þung­arokk­arar hafa þó marg­sinnis bent á að þeir séu alls ekki djöfla­dýrk­endur – en hafi gaman að því að ögra og leika sér með ýmis­konar galdra­tákn og hina myrku ver­öld hinna illu afla – til þess að ýta undir kyngi­kraft tón­list­ar­inn­ar.

Lif­andi list



Frakkar eru þekktir fyrir að ræða öll mál í þaula. Þessi umtal­aða hátíð hefur því auð­vitað ratað inn í umræðu­þætti í sjón­varpi og útvarpi þar sem Hell­fest er skil­greint og skoð­að  gaum­gæfi­lega út frá sál­fræði­leg­um, heim­speki­leg­um, póli­tískum og ekki síst trú­ar­legum for­merkj­um. Flestir eru sam­mála um að þetta sé skemmti­leg og sak­laus hátíð. Öll þessi for­dæm­ing sé merki um það að þung­arokk sé lif­andi list sem enn tak­ist að ögra fólki og stöðn­uðum hug­mynd­um. Lista­menn eigi að hreyfa við og ögra fólki og þung­arokk­urum hafi sann­ar­lega tek­ist það með þess­ari hátíð. Hin stóra og skemmti­lega þver­sögn hátíð­ar­innar – allt vand­ræða­leysið -  þaggi svo end­an­lega niður í hinum for­pok­uðu trú­ar­hópum sem vilja rit­skoða og banna allt það sem þeim mis­lík­ar.

Rokkið ræður ríkjum.  Flickr: Amaya & Laurent Rokkið ræður ríkj­um.

Flickr: Amaya & Laurent

Andóf og póli­tík



Hell­fest er nú orðin ein stærsta og þekktasta þung­arokks­há­tíð heims.  Þeir sem heiðr­uðu sam­kom­una í ár með nær­veru sinni voru m.a. Alice Cooper, Judas Priest, Motör­head, Slip­knot, Ant­hrax, Mes­huggah, Shin­ing, Mastodon, Dead Kenn­edys, ZZ Top, Mar­ylin Man­son, Korn, Kill­ing Joke og fleiri bönd. Gamlir jálkar í bland við ung og spenn­andi bönd; allt keyrt áfram af miklum krafti og göf­ug­lyndi.

Þar næstu helgi verður þung­arokks­há­tíðin Eistna­flug haldin í Nes­kaup­stað. Hún er þekkt fyrir að vera með öllu afar frið­söm eins og Hell­fest.  Samt er þung­arokk enn litin horn­auga um allan heim. Í Marokkó eru þung­arokks­tón­leikar t.d. stórpóli­tískir við­burð­ir, upp­fullir af and­ófi og mik­illi spennu. Þung­arokks­há­tíðin í bænum Sidi Kacem í norð­ur­hluta Marokkó hefur dregið að fjölda fólks með sítt hár í svörtum föt­um, en líka marga lög­reglu­menn og fyrir nokkrum árum voru nokkrir þung­arokk­arar hand­teknir fyrir að tigna djöfla­trú og sví­virða íslam. Þung­arokk­ar­ar, ásamt röpp­ur­um, hafa verið sak­aðir um að draga úr góðum gild­um, hvetja til drykkju, eit­ur­lyfja­neyslu og frjáls­lyndis í kyn­ferð­is­mál­um. Ein­hverjir hafa meira að segja verið dæmdir í fang­elsi fyrir þær sakir í þessum heims­hluta.

Málm­haus­arnir hafa reyndar hlegið að þessum ásök­unum og segj­ast hvorki vera eit­ur­lyfjafíklar né djöfla­trú­ar; hins vegar segj­ast þeir vera að ögra og umbera ekki að yfir­völd og sam­fé­lagið skuli segja þeim hvernig þeir eigi að klæða sig, tala og hugsa.

Þung­arokk er því lif­andi list­form, þar heyr­ist ákall þjóð­ar, öskur og reiði unga fólks­ins, en líka húmor og gleði yfir því að vera til. Þung­arokks­há­tíð­irnar eru því eitt­hvað annað og meira en bara ein­hverjar fyll­er­ís-úti­há­tíð­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None