Samlegð innanlands- og millilandaflugs til bóta fyrir alla þjóðina

19124636786_5818a7b27f_b.jpg
Auglýsing

Þeir sem von­uð­ust eftir því að skýrsla stýri­hóps rík­is­ins, Reykja­vík­ur­borgar og Icelandair Group myndi verða ein­hvers­konar enda­hnútur á hið enda­lausa rifr­ildi um veru Reykja­vík­ur­flug­vallar í Vatns­mýr­inni urðu ugg­laust fyrir von­brigð­um. Skýrslan tekur hvorki afger­andi afstöðu gagn­vart veru flug­vall­ar­ins á þeim stað sem hann er nú og hóp­ur­inn, sem dags dag­lega er nefndur Rögnu­nefndin eftir Rögnu Árna­dóttur for­manni hóps­ins, né var það á verk­sviði hans að kanna mögu­legan flutn­ing á inn­an­lands­flugi til Kefla­vík­ur, þar sem milli­landa­flug­völlur lands­ins er fyr­ir.

Þess í stað býður skýrslan upp á hag­kvæm­ustu lausn­ina á upp­bygg­ingu nýs flug­vallar fyrir inn­an­lands- og milli­landa­flug, að teknu til­liti til þeirrar þró­unar sem þurfi að eiga sér stað í flug­vall­ar­málum í nán­ustu fram­tíð. Og sú lausn er upp­bygg­ing nýs flug­vallar í Hvassa­hrauni, skammt frá álver­inu í Straums­vík. Sam­kvæmt stýri­hópnum yrði sam­legð inn­an­lands- og milli­landa­flugs til bóta fyrir alla þjóð­ina.

Rúm­lega fjór­földun ferða­manna framundanÍ skýrslu stýri­hóps­ins kemur fram að ákveðin tíma­mót séu framundan vegna mik­illar fjölg­unar á far­þegum í milli­landa­flugi. Sú mikla aukn­ing kallar á að Kefla­vík­ur­flug­völlur þurfi að óbreyttu að tvö­fald­ast að innviðum fram til árs­ins 2040. Isa­via, sem á og rekur flug­völl­inn, áætlar að kostn­að­ur­inn við upp­bygg­ingu flug­vall­ar­ins muni kosta á annað hund­rað millj­arða króna á þessu tíma­bili. Á meðal þess sem þarf að gera er að rífa niður og/eða end­ur­nýja mik­inn hluta þeirra bygg­inga sem nú eru til staðar á Kefla­vík­ur­flug­velli og bæta við þriðju flug­braut­inni. Milli­landa­flugið skapar hins vegar miklar tekjur sem standa vel undir þeim fram­kvæmdum sem þarf að ráð­ast í til að hámarka þær. Og skýrslan tekur ekki á því hversu hag­kvæmt það yrði að ráð­ast í þá upp­bygg­ingu í Kefla­vík.

Fjölgun ferða­manna á Íslandi hefur verið gríð­ar­leg á und­an­förnum árum. Sam­hliða hefur einnig auk­ist sá fjöldi sem fer um Kefla­vík­ur­flug­völl á leið sinni á aðra áfanga­staði. Árið 2008 fóru tæp­lega tvær millj­ónir manna um völl­inn. Í fyrra er áætlað að 3,9 millj­ónir manna hafi farið um hann. Sú tvö­földun hefur gert það að verkum að stans­laust þarf að vera að stækka mann­virkin við Kefla­vík­ur­flug­völl, sem er í reynd sprung­in.

Auglýsing

Isa­via gerir hins vegar ráð fyrir því að far­þegar verði sjö millj­ónir ári 2020 og að á bil­inu 12 til 15 millj­ónir far­þega fari um milli­landa­flug­völl á Íslandi árið 2040. Fjöldin mun því mögu­lega tæp­lega fjór­fald­ast á næstu 25 árum.  Og við þvi þarf að bregð­ast.

REykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýrinni.  REykja­vík­ur­flug­völlur í Vatns­mýr­inn­i.

Fækkun í inn­an­lands­flugi en þörf á fjár­fest­inguFar­þegar í inn­an­lands­flugi sem fóru um Reykja­vík­ur­flug­völl voru 328 þús­und árið 2014. Þeim hefur fækkað nokkuð und­an­farin ár þrátt fyrir þá miklu aukn­ingu sem hefur orðið í ferða­þjón­ustu, en árið 2012 var fjöldi far­þega sem fór um Reykja­vík­ur­flug­völl um 363 þús­und.

Ólíkt milli­landa­flug­inu er inn­an­lands­flugið að stórum hluta rekið með aðkomu rík­is­ins og fjár­fest­ingum í því hefur verið haldið í lág­marki. Fjár­fest­inga­þörf fyrir inn­an­lands­flug fer hins vegar vax­andi og stýri­hóp­ur­inn telur ljóst að þeir inn­viðir sem séu til staðar nægi ekki til fram­tíð­ar.

Með öðrum orðum þarf að fjár­festa í inn­an­lands­flugi. Staðan eins og hún er í dag gengur ekki og það þýðir einnig að flug­völl­ur­inn í Vatns­mýr­inni í því formi sem hann er í dag dugir ekki. Annað hvort þarf að fjár­festa í honum og byggja þjón­ust­una upp, eða færa mið­stöð inn­an­lands­flugs ann­að. Og það var það sem stýri­hóp­ur­inn var að kanna.

Besta lausnin Hvassa­hraunStýri­hóp­ur­inn metur stöð­una þannig að nú sé tæki­færi, og fullt til­efni, til að skoða milli­landa- og inn­an­lands­flug til lengri tíma í sam­hengi við far­þeg­a­spár og nauð­syn­lega upp­bygg­ingu.

Nið­ur­staða stýri­hóps­ins hefur vart farið fram­hjá nein­um. Hann telur að nýr flug­völlur í Hvassa­hrauni, rétt hjá álver­inu í Straums­vík, hafi „mesta þró­un­ar­mögu­leika til fram­tíð­ar, borið saman við aðra flug­valla­kost­i“. Not­hæfn­is­stuð­ull flug­vallar á því svæði var hæstur allra auk þess sem áætl­aður stofn­kost­aður flug­vallar og bygg­inga sem tækju við alir starf­semi Reykja­vík­ur­flug­vallar væri 22 millj­arðar króna, sem var ódýr­asti kost­ur­inn sem stýri­hóp­ur­inn skoð­aði.

Þar sem stýri­hóp­ur­inn metur að það þurfi að fara í nauð­syn­lega upp­bygg­ingu vegna milli­landa- og inn­an­lands­flugs þá dugar Reykja­vík­ur­flug­völlur eins og hann er í Vatns­mýr­inni ekki til fram­tíð­ar. Annað hvort þarf að flytja hann eða bæta við hann. Í skýrslu stýri­hóps­ins segir að það yrði mjög dýrt. Breyttar útfærslur í Vatns­mýr­inni myndu hafa mikil áhrif á umhverfi flug­vall­ar­ins auk þess sem þær væru kostn­að­ar­samar og myndu jafn­gilda því að byggja nýjan flug­völl.

Ábata­samt fyrir lands­byggð­inaNið­ur­staða skýrsl­unnar er sú að ábati flug­far­þega, bæði inn­an­lands- og milli­landa­far­þega, vegna breyttrar stað­setn­ingar sé á bil­inu 29 til 50 millj­arðar króna. Heild­ar­tap inn­an­lands­far­þega af flutn­ingi flug­vallar er metið á tvo til sjö millj­arða króna þar sem flutn­ingur leiðir til aukn­inga á ferða­kostn­aði þeirra. Íbúar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu tapa meira en íbúar á lands­byggð­inni, en tap þeirra er reiknað 850 millj­ón­irk róna. Það sam­an­tendur af tapi þeirra sem fljúga ein­göngu inn­an­lands (5,3 millj­arðar króna) og ábata þess hluta inn­an­lands­far­þega sem nota inn­an­lands­flugið á leið sinni til útlanda (4,4 millj­arðar króna). Það séu því tölu­verð sam­legð­ar­á­hrif til staðar fyrir inn­an­lands- og milli­landa­flug.

Þegar bara er horft til milli­landa­far­þega er það nið­ur­staða skýrsl­unnar að flutn­ingur milli­landa­flugs í Hvassa­hraun sé til mik­illa bóta. Ábati þeirra er met­inn á bil­inu 36 til 51 millj­arður króna. Ábati íbúa höfðu­borg­ar­svæð­is­ins og jað­ar­byggða þess í milli­landa­flugi er mest­ur, eða 34 til 48 millj­arðar króna. Íbúar lands­byggð­in­ar­innar hagn­ast hins vegar einnig á þess­ari leið, sam­kvæmt skýrsl­unni. Þar segir að íbúar lands­byggðar í milli­landa­flugi – þeir sem nota ekki inn­an­lands­flug á leið sinni til Reykja­víkur – hljóti tveggja til þriggja millj­arða króna ábata af sam­ein­ingu inn­an­lands- og milli­landa­flug­vall­ar. „Allur ábati lands­byggðar af sam­ein­ingu inn­an­lands- og milli­landa­flugs vegur því rúm­lega upp tap íbúa lands­byggðar vegna flutn­ings inn­an­lands­flug­vall­ar. Ráð­stöf­unin er því ábata­söm fyrir íbúa lands­byggð­ar. Sam­legð­ar­á­hrif inn­an­lands- og milli­landa­flugs eru til bóta fyrir íslenska flug­far­þega sam­kvæmt þeim mæli­kvörðum sem lagt er upp með,“ segir í skýrsl­unni.

Til bóta fyrir þjóð­inaHvassa­hrauns­flug­völlur má því vera 82 til 123 millj­örðum krónum dýr­ari en allur kostn­aður vegna Kefla­vík­ur- og Reykja­vík­ur­flug­vallar áður en að bygg­ing hans verður þjóð­hags­lega óhag­kvæm fjár­fest­ing, sam­kvæmt nið­ur­stöðu nefnd­ar­inn­ar. Þar er ­reyndar gegnið út frá því að allt inn­an­lands- og milli­landa­flug verði sam­einað á vell­inum og kostn­aður við hina tvo vell­ina sparist þá á móti. Afar lík­legt verður að telj­ast að það muni ekki ger­ast þegj­andi og hljóða­laust að loka Kefla­vík­ur­flug­velli og byggja upp nýjan alþjóða­flug­völl í Hvassa­hrauni, jafn­vel þótt að fyrir liggi að end­ur­nýja þurfi nán­ast öll mann­virki á honum á næstu árum. Atvinnu­á­standið er einna verst á Suð­ur­nesjum af öllum lands­svæðum og flug­völl­ur­inn er langstærsti vinnu­staður svæð­is­ins.

Millilandsflugvöllur þjóðarinnar er í dag í Keflavík. Milli­lands­flug­völlur þjóð­ar­innar er í dag í Kefla­vík­.

Í skýrslu stýri­hóps­ins segir að til að fá botn í það hvort flug­völl­ur­inn í Hvassa­hrauni sé hag­kvæmur kostur þurfi þó að ákvarða fjár­fest­ing­ar­þörf á Kefla­vík­ur­flug­velli, stofn- og rekstr­ar­kostnað Hvassa­hrauns­flug­vallar og nauð­syn­legra inn­viða og áætla hvernig vell­irnir tveir myndu vinna sam­an. „Nið­ur­staðan sýnir þó að sam­legð­ar­á­hrif inn­an­lands- og milli­landa­flugs yrðu til bóta fyrir þjóð­ina að gefnum for­sendum þ.e. að Íslend­ingar myndu hagn­ast af því að hafa aðgang að inn­an­lands- og milli­landa­flugi á sama stað á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u.“

Ekki lagt mat á að við­halda Reykja­vík­ur­flug­velli í núver­andi myndMjög til­finn­inga­heitar deilur hafa staðið um veru Reykja­vík­ur­flug­vallar í Vatns­mýr­inni. Sett var af stað und­ir­skrifta­stöfnun um að halda flug­vell­inum þar. Þegar Jóni Gnarr, þáver­andi borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur, voru afhentar und­ir­skrift­irnar höfðu 69.802 manns skrifað und­ir. Sú und­ir­skrifta­söfn­un, sem fer fram undir nafn­inu „Hjartað í Vatns­mýr­inn­i“, er sú fjöl­menn­asta sem ráð­ist hefur verið í á Íslandi.

Auk þess varð til sér­staks fram­boð fyrir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar sem hafði það sem sitt helsta stefnu­mál, að minnsta kosti framan af kosn­inga­bar­átt­unni, að halda flug­vell­inum í Vatns­mýr­inni. Í fram­boð­inu blönd­uð­ust saman Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og eld­heitir áhuga­menn um áfram­hald­andi veru Reykja­vík­ur­flug­vallar í Vatns­mýr­inni undir nafn­inu Fram­sókn og flug­vall­ar­vin­ir. Greini­leg eft­ir­spurn var eftir mál­flutn­ingi fram­boðs­ins, þar sem það hlaut 10,7 pró­sent atkvæða og tvo kjörna borg­ar­full­trúa. Það verður reyndar að fylgja sög­unni að fylgi Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina fór fyrst á flug eftir að Svein­björg Birna Svein­bjarn­ar­dótt­ir, tjáði sig um and­stöðu sína við bygg­ingu mosku í Reykja­vík.

Í skýrslu stýri­hóps­ins er ekki lagt mat á hag­kvæmni þess að halda Reykja­vík­ur­flug­velli í núver­andi mynd, enda skoðun nefnd­ar­innar að fjár­fest­ingar sé þörf í inn­an­lands­flugi. Í frétta­til­kynn­ingu frá Fram­sókn og flug­vall­ar­vin­um, sem send var út skömmu eftir að skýrslan var opin­beruð, kom fram að nið­ur­staðan breytti ekki afstöðu fram­boðs­ins. Það vill enn að Reykja­vík­ur­flug­völlur verði óbréyttum í Vatns­mýr­inni.

Fylgj­endur Vatns­mýr­ar­flug­vall­ar­ins geta einnig tengt við þá skýru nið­ur­stöðu stýri­hóps­ins að tryggja þurfi rekstr­ar­ör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vallar í Vatns­mýr­inni á meðan að und­ir­bún­ingur fyrir fram­tíð­ar­skipan flug­mála, og eftir atvikum fram­kvæmd­ir, fara fram. Flug­völl­ur­inn í Vatns­mýr­inni er því ekki að fara þaðan í bráð, þótt hann verði ekki þar um aldur og ævi.

Sjúkra­flutn­ings­tími leng­ist lít­il­legaStór partur af umræð­unni um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vallar hefur ætið snú­ist um nálægð hans við Lands­spít­al­ann til að tryggja öryggi sjúk­linga sem flogið er með til höf­uð­borg­ar­innar með sjúkra­flugi. Stýri­hop­ur­inn lét kanna hvaða áhrif flutn­ingur á mið­stöð sjúkra­flugs á flug­völl í Hvassa­hrauni myndi hafa á sjúkra­flutn­inga.

Þar kemur fram að ferða­tími með sjúkra­bíl frá flug­velli á Lands­spít­al­ann muni aukast um 7,5 til 11,5 mín­útur ef flug­völlur verður byggður í Hvassa­hrauni fremur en í Vatns­mýr­inni. Vert er að taka fram að sjúkra­flutn­ingur í for­gangi tók 157 til 158 mín­útur að með­al­tali á árunum 2012 til 2014, að með­töldum flutn­ingi af flug­velli. For­gangs­flutn­ingur er þó ein­ungis 3-4 pró­sent af sjúkra­flutn­ing­um. Í skýrsl­unni seg­ir: „Um er að ræða tíma frá því að beiðni um sjúkrafl ug berst og þar til sjúk­lingur er kom­inn á LSH. Sá tími sem líður frá atviki þar til við­bragðs­að­ili óskar eftir sjúkrafl ugi er þá ótal­inn. Að öðrum þáttum sjúkra­flutn­inga óbreyttum má búast við að tími sjúkra­flutn­ings með sjúkra­flugi leng­ist um 8,5-12,5 mín­útur vegna lengri flug- og akst­urs­tíma.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None