forsidumynd-2.jpg
Auglýsing

Útdeil­ing fjár­muna á grund­velli skulda­­nið­ur­fell­ing­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar er að hefjast, eftir að aðgengi að um­sókn­ar­kerf­inu var opnað í gær. Í gegnum kerfið mun sá hluti Íslend­inga sem var með verð­tryggt hús­næð­is­lán á ákveðnum tíma­bili sækja sér allt að 80 millj­örðum króna. Sá hluti Íslend­inga sem er með sér­eign­ar­sparnað mun geta notað nokkra tugi millj­arða króna hans til að greiða niður hús­næð­is­lánin sín næstu árin hið minnsta. Til stendur jafn­vel að gera þann mögu­leika var­an­leg­an.

En ekki hagn­ast bara sumir íbúða­eig­endur á skulda­­nið­ur­fell­ing­ar­ferða­lagi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Í kringum þessa miklu aðgerð er gríð­ar­legt umstang og alls kyns sér­fræð­i­vinna sem þarf að sinna. Nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust hefur sú vinna ekki verið boðin út.

Rík­is­skatt­stjóri kaupir þjón­ustu



Í skulda­nið­ur­fell­ing­ar­frum­vörp­unum sem nú bíða sam­þykkis Alþingis kemur fram að áætl­aður heild­ar­kostn­aður emb­ættis rík­is­skatt­stjóra við umsjón og fram­kvæmd þess­arra verk­efna sé 285 millj­ónir króna. Þar af eru 235 millj­ónir króna vegna nið­ur­færslna á verð­tryggðum hús­næð­is­lánum og 50 millj­ónir króna vegna ráð­stöf­unar á sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparn­aði. Ekki feng­ust sund­ur­lið­aðar upp­lýs­ingar frá emb­ætt­inu um hvernig kostn­að­ur­inn skipt­ist niður á verkselj­end­ur.

Þó liggur fyrir að Rík­is­skatt­stjóri kaupir tölu­vert af þjón­ustu af Reikni­stofu bank­anna vegna skulda­­nið­ur­fell­ing­anna, en eig­endur hennar eru helstu fjár­mála­fyr­ir­tæki lands­ins. Auk þess var gerður ramma­samn­ingur við Advania, sem sér um gerð þess vefs sem hægt verður að sækja um skulda­nið­ur­fell­ing­una á og gagna­grunna. Rík­is­skatt­stjóri gerði líka samn­ing við Libra, íslenskt fyr­ir­tæki sem smíðar hug­búnað fyrir íslenskan fjár­mála­mark­að. Með virð­is­auka­skatti er samn­ing­ur­inn við Libra um 14 millj­ónir króna og innan útboðs­skyldu. Því bar rík­is­skatt­stjóra ekki að bjóða verk­efnið út heldur gat valið sér þann sam­starfs­að­ila sem hann vildi not­ast við.

Auglýsing

kjarninn_skattur_vef

Tví­hliða­samn­ingar við fjár­mála­stofn­anir



Til við­bótar við þann kostnað sem fellur á hið opin­bera fellur tölu­verður kostn­aður á þá aðila sem veita verð­tryggð lán. Það eru bankar, Íbúða­lána­sjóður og líf­eyr­is­sjóð­ir. Sá kostn­aður er mest vegna aðkeyptrar þjón­ustu og vegna þeirrar vinnu sem tölvu­deild hvers banka fyrir sig þarf að leggja út í. Á meðal þeirra sem selja þessum aðilum þjón­ustu er áður­nefnt Libra. Þar sem um tví­hliða samn­inga á milli einka­að­ila er að ræða fæst ekki upp­gefið hjá fjár­mála­ráðu­neyt­inu hvert umfang þeirra er en heim­ildir Kjarn­ans herma að virði samn­inga Libra í heild vegna skulda­nið­ur­fell­ing­anna sé á bil­inu 50 til 60 millj­ónir króna.

Mörg hund­ruð millj­óna kostn­aður bank­anna



Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn um ætl­aðan kostnað vegna skulda­nið­ur­fell­inga til stóru bank­anna þriggja: Arion banka, Íslands­banka og Lands­banka. Í svari Arion banka er sér­stak­lega til­tekið að erfitt sé á þessum tíma­punkti að meta þann kostnað sem þessu muni fylgja, enda enn margt óljóst um fram­kvæmd­ina. „Kostn­að­ar­á­ætl­anir okk­ar, miðað við þær upp­lýs­ingar sem við höfum í dag og þær for­sendur sem við gefum okk­ur, gera ráð fyrir að kostn­að­ur­inn fyrir bank­ann geti verið á bil­inu 180 til 230 millj­ónir króna,“ segir enn fremur í svar­inu.

Ís­lands­banki sagði að kostn­aður bank­ans lægi ekki fyrir eins og er og hann yrði ekki ljós fyrr en end­an­leg útfærsla aðgerð­ar­innar lægi fyrir og búið væri að ganga frá samn­ingum við rík­ið. „Þá er ekki enn ljóst hversu mikið af lánum bank­ans falla undir aðgerð­irn­ar.“

Lands­bank­inn lét leggja mat á þann við­bót­ar­kostnað sem hann áætlar að verða fyrir vegna skulda­nið­ur­fell­ing­anna. Með við­bót­ar­kostn­aði er átt við breyti­legan kostn­að. Fastur kostn­aður er und­an­skilin í áætl­un­inni. „Beinn kostn­aður Lands­bank­ans við þessa aðgerð er á bil­inu 70-100 millj­ónir króna, það veltur á útfærslu ákveð­inna þátta hver enda­leg tala verð­ur. Þá er ekki með­tal­inn beinn og/eða óbeinn kostn­að­ur, t.d. vegna tap­aðra vaxta­tekna af fyr­ir­fram­greiddum lánum eða þeir skattar sem lagðir hafa verið á fjár­mála­fyr­ir­tækja til að mæta kostn­aði við leið­rétt­ing­una,“ segir í svari Lands­bank­ans.

Af svörum bank­anna má ljóst vera að heild­ar­kostn­aður þeirra allra hleypur á mörg hund­ruð millj­ónum króna.

almennt_15_05_2014

Ana­lyt­ica valið til verka



En ekki hefur ein­vörð­ungu skap­ast kostn­aður vegna tækni­legs hluta útfærsl­unn­ar. Sér­fræð­inga­hópur for­sæt­is­ráð­herra um lækkun höf­uð­stóls verð­tryggðra hús­næð­is­lána, undir for­ystu Sig­urðar Hann­es­son­ar, kynnti nið­ur­stöður sínar um aðgerðir í skulda­málum heim­ila 30. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Í skýrslu hóps­ins var meðal ann­ars frá­viks­spá frá vetr­ar­spá Hag­stof­unnar sem unnin var af Ana­lyt­ica að beiðni sér­fræð­inga­hóps for­sæt­is­ráð­herra. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum úr for­sæt­is­ráðu­neyt­inu hafði sér­fræð­inga­nefndin sam­band við nokkur grein­ing­ar­fyr­ir­tæki og „gaf þeim kost á að bjóða í verk­efn­ið“. Í svar­inu kemur ekki fram hvaða fyr­ir­tæki er um að ræða.

Ana­lyt­ica var á end­anum ráðið til verks­ins og fékk 6,9 millj­ónir króna fyr­ir. Spá Ana­lyt­ica var á þá leið, miðað við gefnar for­send­ur, að hag­ræn áhrif skulda­nið­ur­fell­ing­anna yrðu jákvæð. Flestallir aðrir grein­ing­ar­að­ilar sem lagst hafa yfir til­lög­urnar síð­an, meðal ann­ars Seðla­banki Íslands, hafa kom­ist að öfugri nið­ur­stöðu. Þó verður að taka fram að þeir hafa ekki unnið sínar grein­ingar miðað við sömu for­sendur og lagðar voru fyrir Ana­lyt­ica.

Unnu líka að úttekt á hús­næð­is­málum



Þetta er ekki eina verk­efnið sem Ana­lyt­ica hefur unnið fyrir rík­is­stjórn­ina á und­an­förnum mán­uð­um. Fyr­ir­tækið vann líka úttekt á áhrifum afnáms verð­trygg­ingar fyrir sér­fræð­inga­­nefnd um afnám verð­trygg­ingar á nýjum neyt­enda­lánum sem starf­aði á vegum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. Sú vinna kost­aði tvær millj­ónir króna.

Ana­lyt­ica var líka, ásamt KPMG, fengið til að fram­kvæma sviðs­mynda­grein­ingar fyrir verk­efn­is­stjórn um fram­tíð­ar­­­skipan hús­næð­is­mála, sem skil­aði umfangs­mik­illi skýrslu í byrjun maí. Í skýrsl­unni segir að verk­efn­is­stjórnin hafi „leitað eftir til­boðum þar til gerðra aðila til sviðs­mynda­grein­ing­ar. Þegar tíma­fresti lauk, þann 23. októ­ber 2013, hafði verk­efn­is­­stjórn borist til­boð fimm aðila. Var það ákvörðun verk­efn­is­­stjórnar að ganga til samn­inga við Ana­lyt­ica og KPMG á grund­velli til­boða þeirra“.

Kjarn­inn leit­aði eftir upp­lýs­ingum hjá Vel­ferð­ar­­ráðu­neyt­inu um hversu mikið þessir aðilar hefðu fengið greitt fyrir vinnu sína. Í svar­inu kemur fram að heild­ar­kostn­aður vegna aðkeyptrar þjón­ustu vegna úttekt­ar­innar sé 37,4 millj­ónir króna. Þar af fékk KPMG 22,3 millj­ónir króna, Ana­lyt­ica 13,7 millj­ónir króna og tveir minni aðilar það sem upp á vant­ar.

Frétta­skýr­ingin birt­ist í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None