Sextán milljarða króna eftirgjöf

kjarninn_hafnarfjordur_vef.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt ítar­legri rann­sókn Kjarn­ans nam eft­ir­gjöf skulda hjá fyr­ir­tækjum í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð hátt í sextán millj­örðum króna á árunum 2010 til 2012. Rann­sókn Kjarn­ans náði til upp­lýs­inga sem fram koma í árs­reikn­ingum félaga sem falla undir bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð sam­kvæmt ÍSAT atvinnu­greina­flokkun Evr­ópu­sam­bands­ins sem inn­leidd var hér á landi árið 2008, og skil­uðu árs­reikn­ingum á umræddu tíma­bili. Félögin sem um ræðir eru á þriðja þús­und tals­ins.

almennt_15_05_2014

Starf­semi þeirra er marg­þætt og mis­mun­andi; þau ann­ast allt frá þróun bygg­ing­ar­verk­efna, bygg­ingu íbúða- og atvinn­u­hús­næð­is, brú­ar­smíði og jarð­ganga­gerð, upp­setn­ingu inn­rétt­inga, vega­gerð og annan frá­gang bygg­inga. Upp­­taln­ingin er hvergi nærri tæm­andi, enda geir­inn víð­feðmur og ýmis smá­sölu­fyr­ir­tæki með bygg­ing­ar­vöru sem þjón­usta bygg­ing­ar­geir­ann ekki höfð með í reikn­ingn­um.

Hinn mikli fjöldi einka­hluta­fé­laga í geir­anum er til marks um mik­inn upp­gang í grein­inni árin fyrir banka­hrunið og hefur tölu­vert kenni­tölu­flakk verið við­loð­andi geir­ann á und­an­förnum miss­er­um.

Auglýsing

Lestu meira um málið í Kjarn­anum hér.

Meira eftir höfundinnÆgir Þór Eysteinsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None