Höfuðborgarsvæðið fékk 72 prósent leiðréttingarinnar en landsbyggðin 28 prósent

IMG-0231-1.jpg
Auglýsing

Tæp­lega 72 pró­sent af þeim fjár­munum sem varið var til lækk­unar á höf­uð­stól þeirra sem voru með verð­tryggð lán á árunum 2008 og 2009, hin svo­kall­aða leið­rétt­ing, fór til heim­ila í Reykja­vík og á Suð­vest­ur­landi. Alls eru lands­menn 329 þús­und tals­ins og af þeim búa rúm­lega 211 þús­und á þessum tveimur lands­svæðum eða 64 pró­sent.

Því rann um 72 pró­sent leið­rétt­ing­ar­innar til svæða þar sem 64 pró­sent íbúa lands­ins búa eða 28 pró­sent hennar til lands­byggð­ar­inn­ar, þar sem 36 pró­sent hennar búa.

Ef þeim 50,1 millj­arði króna yrði dreift á alla íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins myndi hver og einn fá um 237 þús­und krón­ur. Ef þeim 19,7 millj­arðar króna sem fóru til lands­byggð­ar­innar í leið­rétt­ing­unni myndu dreifast á alla íbúa hennar fengi hver og einn þeirra um 167 þús­und krón­ur.

Auglýsing

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um lækkun á höf­uð­stól verð­tryggðra hús­næð­is­lána sem var gerð opin­ber í gær. Athygli vekur að í þeim skýr­ing­ar­myndum um skipt­ingu leið­rétt­ing­ar­innar á milli hópa er heild­ar­upp­hæðin tæp­lega 70 millj­arðar króna, en ekki 80,4 millj­arðar króna líkt og hún á að vera sam­kvæmt skýrsl­unni. Kjarn­inn hefur óskað eftir upp­lýs­ingum um hvað valdi þess­ari skekkju og verið er að vinna svar við fyr­ir­spurn­inni í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Frétt um það verður birt þegar svarið berst. Vert er að taka fram að allar tölur sem birtar eru í þess­ari sam­an­tekt sýna ein­ungis skipt­ingu á milli þeirra sem fengu leið­rétt­ingu, um 94 þús­und manns. Aðrir Íslend­ing­ar, sem fengu hana ekki, koma ekki fyrir í töl­un­um.

Yngri skulda meira en fengu minna

Þegar horft er á skipt­ingu millj­arð­anna 70 milli ald­urs­hópa kemur fram í skýrsl­unni að þeir sem eru 35 ára og yngri fengu 4,4 millj­arða króna, eða 6,4 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­inn­ar. Þeir sem eru eldri en 46 ára fengu 68,4 pró­sent henn­ar, sam­tals um 47,7 millj­arða króna. 

Með­al­eft­ir­stöðvar hús­næð­is­skulda eru mun hærri hjá þeim sem fengu leið­rétt og eru undir 45 ára aldri, en þeim sem eru yfir þeim aldri. Að með­al­tali skuld­aði leið­réttur aðili undir 45 ára að með­al­tali 19,8 millj­ónir króna í hús­næð­is­lán. Þeir sem voru eldri en 45 ára skuld­uðu um 15,3 millj­ónir króna að með­al­tali. Samt fór ein­ungis 31,6 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­innar til yngri hóps­ins.

Tvær af hverjum þremur krónum til hinna tekju­hærriÍ skýrsl­unni eru einnig birtar upp­lýs­ingar um hvernig leið­rétt­ingin skipt­ist milli tekju­hópa. Sam­kvæmt því fær tekju­hærri helm­ingur þeirra sem fá leið­rétt­ingu 62 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­innar en þeir tekju­minni 38 pró­sent henn­ar. Þeir sem þéna meira skulda þó einnig meira en hinir tekju­lægri. Alls er með­al­tal eft­ir­stöðvar hús­næð­is­skulda um 15 millj­ónir króna hjá tekju­lægri helm­ingi leið­réttra Íslend­inga en um 19,6 millj­ónir króna hjá tekju­hærri helm­ingn­um.

Tveir tekju­hæstu hóp­arn­ir, þar sem árs­tekjur heim­ila eru frá 14 til 21,2 millj­ónir króna ann­ars vegar og yfir 21,2 millj­ónir króna hins veg­ar, fá sam­tals 29 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­inn­ar, en sá hópur er 22 pró­sent þeirra sem fá leið­rétt­ingu.

Fjórð­ungur þeirra sem greiddu auð­legð­ar­skatt leið­réttir

Í skýrsl­unni kemur fram að 1.250 heim­ili sem sem greiddu auð­legð­ar­skatt vegna árs­ins 2013 hafi fengið höf­uð­stólslækk­un. Alls nam upp­hæðin sem rann til þessa hóps um 1,5 millj­örðum króna. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem fram koma í skýrsl­unni eru þetta fjórð­ungur þeirra sem greiddu auð­legð­ar­skatt, en það gerðu allir ein­stak­lingar sem eiga meira en 75 millj­ónir krónur í hreina eign og hjón sem eiga meira en 100 millj­ónir króna í hreina eign. Auð­legð­ar­skattur hefur nú verið aflagð­ur, en sam­tals námu tekjur rík­is­ins af honum og við­bót­ar­auð­legð­ar­skatti á hluta­bréfa­eign 10,9 millj­örðum króna vegna árs­ins 2013.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None