Höfuðborgarsvæðið fékk 72 prósent leiðréttingarinnar en landsbyggðin 28 prósent

IMG-0231-1.jpg
Auglýsing

Tæp­lega 72 pró­sent af þeim fjár­munum sem varið var til lækk­unar á höf­uð­stól þeirra sem voru með verð­tryggð lán á árunum 2008 og 2009, hin svo­kall­aða leið­rétt­ing, fór til heim­ila í Reykja­vík og á Suð­vest­ur­landi. Alls eru lands­menn 329 þús­und tals­ins og af þeim búa rúm­lega 211 þús­und á þessum tveimur lands­svæðum eða 64 pró­sent.

Því rann um 72 pró­sent leið­rétt­ing­ar­innar til svæða þar sem 64 pró­sent íbúa lands­ins búa eða 28 pró­sent hennar til lands­byggð­ar­inn­ar, þar sem 36 pró­sent hennar búa.

Ef þeim 50,1 millj­arði króna yrði dreift á alla íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins myndi hver og einn fá um 237 þús­und krón­ur. Ef þeim 19,7 millj­arðar króna sem fóru til lands­byggð­ar­innar í leið­rétt­ing­unni myndu dreifast á alla íbúa hennar fengi hver og einn þeirra um 167 þús­und krón­ur.

Auglýsing

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um lækkun á höf­uð­stól verð­tryggðra hús­næð­is­lána sem var gerð opin­ber í gær. Athygli vekur að í þeim skýr­ing­ar­myndum um skipt­ingu leið­rétt­ing­ar­innar á milli hópa er heild­ar­upp­hæðin tæp­lega 70 millj­arðar króna, en ekki 80,4 millj­arðar króna líkt og hún á að vera sam­kvæmt skýrsl­unni. Kjarn­inn hefur óskað eftir upp­lýs­ingum um hvað valdi þess­ari skekkju og verið er að vinna svar við fyr­ir­spurn­inni í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Frétt um það verður birt þegar svarið berst. Vert er að taka fram að allar tölur sem birtar eru í þess­ari sam­an­tekt sýna ein­ungis skipt­ingu á milli þeirra sem fengu leið­rétt­ingu, um 94 þús­und manns. Aðrir Íslend­ing­ar, sem fengu hana ekki, koma ekki fyrir í töl­un­um.

Yngri skulda meira en fengu minna

Þegar horft er á skipt­ingu millj­arð­anna 70 milli ald­urs­hópa kemur fram í skýrsl­unni að þeir sem eru 35 ára og yngri fengu 4,4 millj­arða króna, eða 6,4 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­inn­ar. Þeir sem eru eldri en 46 ára fengu 68,4 pró­sent henn­ar, sam­tals um 47,7 millj­arða króna. 

Með­al­eft­ir­stöðvar hús­næð­is­skulda eru mun hærri hjá þeim sem fengu leið­rétt og eru undir 45 ára aldri, en þeim sem eru yfir þeim aldri. Að með­al­tali skuld­aði leið­réttur aðili undir 45 ára að með­al­tali 19,8 millj­ónir króna í hús­næð­is­lán. Þeir sem voru eldri en 45 ára skuld­uðu um 15,3 millj­ónir króna að með­al­tali. Samt fór ein­ungis 31,6 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­innar til yngri hóps­ins.

Tvær af hverjum þremur krónum til hinna tekju­hærriÍ skýrsl­unni eru einnig birtar upp­lýs­ingar um hvernig leið­rétt­ingin skipt­ist milli tekju­hópa. Sam­kvæmt því fær tekju­hærri helm­ingur þeirra sem fá leið­rétt­ingu 62 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­innar en þeir tekju­minni 38 pró­sent henn­ar. Þeir sem þéna meira skulda þó einnig meira en hinir tekju­lægri. Alls er með­al­tal eft­ir­stöðvar hús­næð­is­skulda um 15 millj­ónir króna hjá tekju­lægri helm­ingi leið­réttra Íslend­inga en um 19,6 millj­ónir króna hjá tekju­hærri helm­ingn­um.

Tveir tekju­hæstu hóp­arn­ir, þar sem árs­tekjur heim­ila eru frá 14 til 21,2 millj­ónir króna ann­ars vegar og yfir 21,2 millj­ónir króna hins veg­ar, fá sam­tals 29 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­inn­ar, en sá hópur er 22 pró­sent þeirra sem fá leið­rétt­ingu.

Fjórð­ungur þeirra sem greiddu auð­legð­ar­skatt leið­réttir

Í skýrsl­unni kemur fram að 1.250 heim­ili sem sem greiddu auð­legð­ar­skatt vegna árs­ins 2013 hafi fengið höf­uð­stólslækk­un. Alls nam upp­hæðin sem rann til þessa hóps um 1,5 millj­örðum króna. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem fram koma í skýrsl­unni eru þetta fjórð­ungur þeirra sem greiddu auð­legð­ar­skatt, en það gerðu allir ein­stak­lingar sem eiga meira en 75 millj­ónir krónur í hreina eign og hjón sem eiga meira en 100 millj­ónir króna í hreina eign. Auð­legð­ar­skattur hefur nú verið aflagð­ur, en sam­tals námu tekjur rík­is­ins af honum og við­bót­ar­auð­legð­ar­skatti á hluta­bréfa­eign 10,9 millj­örðum króna vegna árs­ins 2013.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None