Höfuðborgarsvæðið fékk 72 prósent leiðréttingarinnar en landsbyggðin 28 prósent

IMG-0231-1.jpg
Auglýsing

Tæp­lega 72 pró­sent af þeim fjár­munum sem varið var til lækk­unar á höf­uð­stól þeirra sem voru með verð­tryggð lán á árunum 2008 og 2009, hin svo­kall­aða leið­rétt­ing, fór til heim­ila í Reykja­vík og á Suð­vest­ur­landi. Alls eru lands­menn 329 þús­und tals­ins og af þeim búa rúm­lega 211 þús­und á þessum tveimur lands­svæðum eða 64 pró­sent.

Því rann um 72 pró­sent leið­rétt­ing­ar­innar til svæða þar sem 64 pró­sent íbúa lands­ins búa eða 28 pró­sent hennar til lands­byggð­ar­inn­ar, þar sem 36 pró­sent hennar búa.

Ef þeim 50,1 millj­arði króna yrði dreift á alla íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins myndi hver og einn fá um 237 þús­und krón­ur. Ef þeim 19,7 millj­arðar króna sem fóru til lands­byggð­ar­innar í leið­rétt­ing­unni myndu dreifast á alla íbúa hennar fengi hver og einn þeirra um 167 þús­und krón­ur.

Auglýsing

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um lækkun á höf­uð­stól verð­tryggðra hús­næð­is­lána sem var gerð opin­ber í gær. Athygli vekur að í þeim skýr­ing­ar­myndum um skipt­ingu leið­rétt­ing­ar­innar á milli hópa er heild­ar­upp­hæðin tæp­lega 70 millj­arðar króna, en ekki 80,4 millj­arðar króna líkt og hún á að vera sam­kvæmt skýrsl­unni. Kjarn­inn hefur óskað eftir upp­lýs­ingum um hvað valdi þess­ari skekkju og verið er að vinna svar við fyr­ir­spurn­inni í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Frétt um það verður birt þegar svarið berst. Vert er að taka fram að allar tölur sem birtar eru í þess­ari sam­an­tekt sýna ein­ungis skipt­ingu á milli þeirra sem fengu leið­rétt­ingu, um 94 þús­und manns. Aðrir Íslend­ing­ar, sem fengu hana ekki, koma ekki fyrir í töl­un­um.

Yngri skulda meira en fengu minna

Þegar horft er á skipt­ingu millj­arð­anna 70 milli ald­urs­hópa kemur fram í skýrsl­unni að þeir sem eru 35 ára og yngri fengu 4,4 millj­arða króna, eða 6,4 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­inn­ar. Þeir sem eru eldri en 46 ára fengu 68,4 pró­sent henn­ar, sam­tals um 47,7 millj­arða króna. 

Með­al­eft­ir­stöðvar hús­næð­is­skulda eru mun hærri hjá þeim sem fengu leið­rétt og eru undir 45 ára aldri, en þeim sem eru yfir þeim aldri. Að með­al­tali skuld­aði leið­réttur aðili undir 45 ára að með­al­tali 19,8 millj­ónir króna í hús­næð­is­lán. Þeir sem voru eldri en 45 ára skuld­uðu um 15,3 millj­ónir króna að með­al­tali. Samt fór ein­ungis 31,6 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­innar til yngri hóps­ins.

Tvær af hverjum þremur krónum til hinna tekju­hærriÍ skýrsl­unni eru einnig birtar upp­lýs­ingar um hvernig leið­rétt­ingin skipt­ist milli tekju­hópa. Sam­kvæmt því fær tekju­hærri helm­ingur þeirra sem fá leið­rétt­ingu 62 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­innar en þeir tekju­minni 38 pró­sent henn­ar. Þeir sem þéna meira skulda þó einnig meira en hinir tekju­lægri. Alls er með­al­tal eft­ir­stöðvar hús­næð­is­skulda um 15 millj­ónir króna hjá tekju­lægri helm­ingi leið­réttra Íslend­inga en um 19,6 millj­ónir króna hjá tekju­hærri helm­ingn­um.

Tveir tekju­hæstu hóp­arn­ir, þar sem árs­tekjur heim­ila eru frá 14 til 21,2 millj­ónir króna ann­ars vegar og yfir 21,2 millj­ónir króna hins veg­ar, fá sam­tals 29 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­inn­ar, en sá hópur er 22 pró­sent þeirra sem fá leið­rétt­ingu.

Fjórð­ungur þeirra sem greiddu auð­legð­ar­skatt leið­réttir

Í skýrsl­unni kemur fram að 1.250 heim­ili sem sem greiddu auð­legð­ar­skatt vegna árs­ins 2013 hafi fengið höf­uð­stólslækk­un. Alls nam upp­hæðin sem rann til þessa hóps um 1,5 millj­örðum króna. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem fram koma í skýrsl­unni eru þetta fjórð­ungur þeirra sem greiddu auð­legð­ar­skatt, en það gerðu allir ein­stak­lingar sem eiga meira en 75 millj­ónir krónur í hreina eign og hjón sem eiga meira en 100 millj­ónir króna í hreina eign. Auð­legð­ar­skattur hefur nú verið aflagð­ur, en sam­tals námu tekjur rík­is­ins af honum og við­bót­ar­auð­legð­ar­skatti á hluta­bréfa­eign 10,9 millj­örðum króna vegna árs­ins 2013.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None