Hreiðar Már, Sigurður og Magnús ákærðir á ný

000_ParVef.jpg
Auglýsing

Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hefur ákært Hreiðar Má Sig­urðs­son, Sig­urð Ein­ars­son og Magnús Guð­munds­son, fyrrum stjórn­endur Kaup­þings, vegna kaupa á skulda­bréfu tengdum skulda­trygg­ing­ar­á­lagi Kaup­þings  og lán­veit­inga vegna þeirra kaupa. Grunur leikur á umboðs­svik og hlut­deild í slíku brot­i.  Ákær­urnar voru birtar mönn­unum þremur í vik­unni og málið verður þing­fest 11. júní næst­kom­andi. Þetta er þriðja ákæran sem emb­ættið birtir mönn­unum þrem­ur. Þeir hafa þegar hlotið dóm í svoköll­uðu Al-T­hani máli.

Í aðdrag­anda falls Kaup­þings veitti bank­inn lán til nokk­urra við­skipta­manna sinna vegna fjár­fest­inga í afleiðu­samn­ing­um, skulda­bréf­um, tengdum skulda­trygg­ing­ar­á­lagi Kaup­þings. Tjón Kaup­þings vegna lán­anna er að minnsta kosti 510 millj­ónir evra, sam­kvæmt gæslu­varð­halds­úr­skurði yfir  Magn­úsi Guð­munds­syni frá árinu 2010, en málið hefur verið til rann­sóknar árum sam­an.

Gerum þetta, „ekki spurn­ing“



Í byrjun febr­úar 2008 fékk Kaup­þing þýska stór­bank­ann Deutsche Bank sér til ráð­gjafar um hvernig bank­inn gæti haft áhrif á síhækk­andi skulda­trygg­ing­ar­á­lag á sig. Sum­arið eftir sendi starfs­maður Deutsche Bank hug­mynd um við­skipti með láns­hæf­istengd skulda­bréf sem hann taldi að gætu hjálpað til við þetta. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis segir að „í tölvu­bréfum sem gengu á milli Sig­urðar Ein­ars­sonar og Hreið­ars Más Sig­urðs­sonar í fram­hald­inu komu þeir sér saman um að ekki þurfti að fá líf­eyr­is­sjóði með í planið en að þetta skuli þeir gera „ekki spurn­ing“.

Alls var skulda­trygg­ingin sem um ræðir 750 millj­ónir evra, sem á þeim tíma var á bil­inu 80-90 millj­arðar króna, en væri í dag um 117 millj­arðar króna. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis seg­ir:„Í upp­hafi var ætl­unin að þrjú félög tækju þátt í þessu en þau voru í eigu sex ein­stak­linga sem voru í miklum við­skiptum við Kaup­þing. Þessi þrjú félög áttu að kaupa láns­hæf­istengd skulda­bréf að nafn­virði 125 millj­ónir evra hvert, með trygg­ingu upp á 250 millj­ónir hvert. Svo virð­ist þó sem við­skiptin hafi ekki átt sér stað við eitt félagið þegar á hólm­inn var kom­ið. Eig­endur tveggja félaga fengu 130 millj­ónir evra að láni frá Kaup­þingi í Lúx­em­borg. 125 millj­ónir evra voru eig­in­fjár­fram­lag til félag­anna en 5 millj­ónir evra gengu til greiðslu þókn­unar til Deutsche Bank. Þar sem samn­ing­ur­inn var 250 millj­óna evra virði þá fengu félögin 125 millj­ónir evra að láni frá Deutsche Bank og var lánið með ákvæði um gjald­fell­ingu ef skulda­trygg­ing­ar­á­lag færi upp fyrir ákveðin mörk.“

Auglýsing

Vild­ar­við­skipta­vinir gátu grætt, en aldrei tapað



Frá 29. ágúst til 8. októ­ber 2008 lán­aði Kaup­þing alls 510 millj­ónir evra, sem í dag eru tæp­lega 80 millj­arðar króna, í þessi skulda­trygg­inga­við­skipti. Ekk­ert eigið fé var lagt í við­skiptin heldur voru þau að fullu fjár­mögnuð af Kaup­þingi. Félögin sem fengu lánin hétu Tren­vis Limited, Holly Beach S.A.,Charbon Capi­tal LTd. og Harlow Equities S.A. Þau félög lán­uðu 250 millj­ónir evra til félag­anna Chesterfi­eld United Inc. og Partridge Mana­gement Group til að þau gætu keypt skulda­bréf tengd skulda­trygg­ing­ar­á­lagi Kaup­þings. Auk þess lán­aði Kaup­þing 250 millj­ónir evra til Chesterfi­eld og Partridge til að mæta veð­köllum frá Deutsche Bank vegna kaupanna.  Öll umrædd félög voru eign­ar­laus og eig­endur þeirra voru vild­ar­við­skipta­vinir Kaup­þings, sem hefðu grætt ef við­skiptin hefðu skilað arði en gátu aldrei tapað krónu. Þeir voru Skúli Þor­valds­son, Ólafur Ólafs­son, Kevin Stan­ford og Karen Mil­len og Ant­on­i­ous Yer­olemou. Auk þess stóð til að hinn nú þekkti Sjeik Al-T­hani myndi líka taka þátt í sams­konar við­skipt­um. Ekk­ert varð af þeim við­skiptum annað en að félagið Brooks, í eigu Al-T­hani, fékk 50 millj­ónir dala lán­að­ar.

Hreiðar Már Sig­urðs­son sagði við skýrslu­töku hjá rann­sókn­ar­nefnd Alþingis „að það hefði ekki verið neitt nema hagn­að­ar­von hjá við­skipta­vinum bank­ans sem seldu þessar skulda­trygg­ing­ar, það er ef bank­inn færi í greiðslu­þrot þá væri hagn­aður núll en ef hann væri enn í rekstri í októ­ber 2013 þá myndu þessir við­skipta­vinir hagn­ast. Því til við­bótar sagði Hreið­ar: "Ja, þetta var, við töldum að þetta væri þess virði að gera þetta, eins og ég segi, við töldum að við værum að nota fjár­muni bank­ans á ágæt­legan hátt, fá ágætis tekjur af þeim fjár­mun­um.Við töldum að það væri mik­il­vægt að athuga hvort þessi mark­aður væri raun­veru­legur eða ekki og við töldum að þetta væri gott fyrir þessa við­skipta­vini, sem voru stórir við­skipta­vinir og borg­uðu okkur fullar þókn­anir og skuld­uðu okkur nátt­úru­lega pen­inga, svo það að staða þeirra mundi batna væri gott fyrir bank­ann."

Síð­ustu lánin veitt eftir gild­is­töku neyð­ar­laga og veit­ing neyð­ar­láns



Í áður­nefndum gæslu­varð­halds­úr­skurði yfir Magn­úsi Guð­munds­syni kemur fram að sér­stakur sak­sókn­ari telji „að umræddar lán­veit­ingar hafi falið í sér mjög mikla fjár­tjóns­hættu fyrir Kaup­þing banka hf. Gríð­ar­lega háar fjár­hæðir hafi verið lán­aðar eign­ar­lausum félögum til afar áhættu­samra við­skipta og hags­munum hlut­hafa og kröfu­hafa með því stefnt í stór­fellda hættu. Síð­ustu lán­veit­ing­arnar hafi átt sér stað eftir gild­is­töku neyð­ar­lag­anna og veit­ingu Seðla­banka Íslands á 500.000.000 EUR neyð­ar­láni til Kaup­þings banka hf.“

Við rann­sókn máls­ins hafi komið fram upp­lýs­ingar um að æðstu stjórn­endur Kaup­þings, þeir Sig­urður Ein­ars­son, starf­andi stjórn­ar­for­mað­ur, Hreiðar Már Sig­urðs­son, for­stjóri, og Magnús Guð­munds­son, for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, hefðu tekið ákvarð­anir um umræddar lán­veit­ingar og við­skipti. Þeir hafa nú verið ákærðir vegna þeirra. Þetta er þriðja ákæran sem mönn­unum þremur er birt vegna verka þeirra fyrir Kaup­þing fyrir hrun.  Auk þess eru fleiri mál á hendur þeim enn í rann­sókn.

Í des­em­ber síð­ast­liðnum var Hreiðar Már dæmdur í fimm og hálfs árs fang­elsi í Al-T­hani mál­inu svo­kall­aða. Sig­urður hlaut fimm ára dóm í sama máli og Magnús þriggja ára dóm. Dómnum var áfrýjað til Hæsta­rétt­ar. Auk þess eru menn­irnir þrír allir á meðal þeirra lyk­il­starfs­manna Kaup­þings sem hafa verið ákærðir fyrir umfangs­mikla mark­aðs­mis­notkun á tíma­bil­inu 1. nóv­em­ber 2007 til 8. októ­ber 2008.

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None