Hverjir eru þessir ólígarkar?

Ólígarkar hafa blandast inn í umræðuna eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst 24. febrúar, ekki síst í tengslum við efnahagsþvinganir og refsiaðgerðir Vesturlanda gegn Rússum. En hverjir eru þessir ólígarkar? Og hvernig urðu þeir svona ríkir?

abramovich og púrín
Auglýsing

Ólíg­ar­k­ar, í nútíma­legum skiln­ingi, sam­an­standa af fámennri stétt rúss­neskra auð­manna sem efn­uð­ust veru­lega á umfangs­mik­illi einka­væð­ingu rík­is­fyr­ir­tækja eftir hrun Sov­ét­ríkj­anna á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar.

Hug­takið sjálft, ólíg­ar­kí, er komið úr grísku og merkir „fá­menn­is­stjórn“. Með ólíg­arkí er því átt við stjórn hinna fáu, ólíkt orð­inu demókra­tí, eða lýð­ræði, sem vísar til stjórn­ar­fars þar sem almenn­ingur eða lýð­ur­inn ræð­ur, að því er segir í umfjöllun Vís­inda­vefs­ins um ólíg­arka.

Ólíg­arkar eru „gríð­ar­lega ríkir við­skipta­menn sem hafa mikil póli­tísk og félags­leg áhrif,“ segir Elise Giuli­ano, lektor við stjórn­mála­fræði­deild í Col­umbi­a-há­skól­anum sem sér­hæfir sig í rúss­neskum stjórn­málum eftir hrun Sov­ét­ríkj­anna. „Þeir eru oft í góðum tengslum við helstu stjórn­mála­leið­toga lands­ins, en ekki alltaf.“

Auglýsing
Pólitísk áhrif og völd ólíg­ar­kanna áttu einmitt stóran hlut í auð­söfnun þessa manna, því jú, lang­flestir ólíg­ar­kanna eru karl­ar. Í fyrra voru aðeins þrjár konur meðal hund­rað rík­ustu Rúss­anna, en engin á topp tíu.

Jeltsín-ólíg­arkar og Pútín-ólíg­arkar

Fyrstu rúss­nesku ólíg­ar­k­arnir komu fram á sjón­ar­sviðið í stjórn­ar­tíð Mik­haíl Gor­batsjev, síð­asta leið­toga Sov­ét­ríkj­anna, á árunum 1985-1991. Áætlun Gor­batsjev sem sneri að opnun (gla­snost) og end­ur­skipu­lagn­ingu (per­estrojka) stjórn­mála- og efna­hags­kerfis Sov­ét­ríkj­anna greiddi leið ólíg­ar­kanna sem sölsuðu undir sig eignum við einka­væð­ingu um 15 þús­und rík­is­fyr­ir­tækja, ekki síst auð­lindum líkt og olíu og málm­um.

Þró­unin hélt áfram og eftir fall Sov­ét­ríkj­anna má í raun skipta ólígörkum í tvennt: Þeim sem urðu til undir lok stjórn­ar­tíðar Gor­batsjevs og í upp­hafi for­seta­tíðar Jeltsíns við hrun Sov­ét­ríkj­anna og þeir sem urðu ríkir vegna tengsla sinna við Vla­dimír Pútín þegar hann tók við emb­ætti Rúss­lands­for­seta um alda­mót­in.

Ólíg­arkar sem hösl­uðu sér völl á „Jeltsín-­tíma­bil­inu“ eru meðal ann­ars Mik­haíl Frid­man, einn af stofn­endum Alfa-­Bank, sem er einn stærsti einka­rekni banki Rúss­lands og Vla­dimír Potan­ín, næst rík­asti maður Rúss­lands á eftir Mor­das­hov-­fjöl­skyld­unni, og 58. rík­asti maður heims.

Vladimír Pútín og Boris Jeltsín í kveðjuhófi hins síðarnefnda á gamlársdag 1999.

Frá Ber­ezov­skí til Abramovich

Boris Ber­ezov­skí varð einnig áber­andi í stjórn­ar­tíð Jeltsín og er af mörgum tal­inn einn umdeild­asti ólíg­arki fyrr og síð­ar. Ber­ezov­skí átti hlut í nokkrum olíu­fé­lögum og öðrum fyr­ir­tækjum og var í innsta hring Jeltsíns. Sagt er að Ber­ezov­skí hafi fyrstur stungið upp á Pútín sem arf­taka Jeltsíns. Eftir að Pútín varð hins vegar kjör­inn for­seti um alda­mótin sner­ist Ber­ezov­skí gegn hon­um, flúði land og fékk póli­tískt hæli í Bret­landi árið 2003. Ber­ezov­skí var síðar dæmdur fyrir svik og fjár­drátt í Rúss­landi en var ekki við­staddur dóms­upp­kvaðn­ing­una.

Ber­ezov­skí á skraut­legan feril að baki sem end­aði með óhugn­an­legum hætti þegar hann fannst lát­inn á heim­ili sínu í London árið 2013 eftir að hafa tapað stóru dóms­máli gegn fyrr­ver­andi við­skipta­fé­laga, Roman Abramovich. Sam­kvæmt krufn­ing­ar­skýrslu tók Ber­ezov­skí eigið líf með því að hengja sig en sögur þess efnis að stjórn­völd í Kreml hafi átt þátt í dauða hans ganga enn.

Sagt er að Berezovskí hafi fyrstur stungið upp á Pútín sem arftaka Jeltsíns.

Tengsl rúss­neskra ólíg­arka í dag við Rúss­lands­for­seta eru mis­mun­andi, en allir treysta þeir á vernd­ar­væng Pútíns með einum eða öðrum hætti og varð fljótt ljóst eftir að Pútín tók við völdum að áfram­hald­andi auð­söfnun þeirra myndi krefj­ast dyggrar hlýðni við Pútín. Svo lengi sem póli­tískir hags­munir Pútíns og fjár­hags­legir hags­munir ólíg­ar­kanna náðu saman væri allt í himna lagi. Það sást ber­sýni­lega þegar Mik­haíl Borisovich Khodor­kovski, sem var eitt sinn rík­asti maður Rúss­lands, og Pútín lenti saman og Khodor­kovski var í kjöl­farið dæmdur í tíu ára fang­elsi fyrir fjár­drátt og pen­inga­þvætti.

A­bramovich, aðal­eig­andi fót­boltaliðs­ins Chel­sea, er lík­lega á meðal þekkt­ustu ólíg­ar­kanna í dag. Abramovich var 34 ára þegar Pútín tók við völdum og er með yngstu ólígörk­un­um. Abramovich hagn­að­ist á olíu­við­skiptum og átti hlut í rúss­neska olíu­fyr­ir­tæk­inu Sib­neft ásamt Ber­ezov­skí.

Við­skipta­sam­band þeirra end­aði með dóms­máli þar sem Ber­ezov­skí sagði Abramovich hafa átt í hót­unum við hann og hafi neytt hann til að selja sinn hlut í Sib­neft. Ber­ezov­skí krafði Abramovich um þrjá millj­arða evra í skaða­bæt­ur. Dóm­ar­inn sagði Ber­ezov­skí óáreið­an­legt vitni og Abramovich hafði betur í einu dýrasta dóms­máli Bret­lands en áætl­aður kostn­aður vegna mála­rekst­urs­ins var um 100 millj­ónir punda.

Eignir Abramovich eru í dag metnar á 9,4 millj­arða punda og má rekja þær að mestu leyti til söl­unnar á Sib­neft til rík­is­orkuris­ans Gazprom árið 2005. Hann hefur reynt að slíta á tengslin við Pútín, að minnsta kosti þannig að svo blasi það við Vest­ur­lönd­um, en hefur ekki haft erindi sem erf­iði.

Skammar­legt að stríð þurfi til að afhjúpa ólíg­ar­kanna

Rúss­neskir ólíg­arkar eru margir umsvifa­miklir í Bret­landi og er Abramovich í hópi rúss­neskra við­skipta­manna sem eru með tengsl við rúss­nesk stjórn­völd sem sæta skulu við­skipta­þving­un­um.

Allar eignir Abramovich í Bret­landi hafa verið frystar, þar á meðal fót­boltalið Chel­sea. Abramovich til­­kynnti í byrjun mars að hann ætl­­aði sér að selja knatt­­spyrn­u­­fé­lagið og láta ágóð­ann renna til „fórn­­­ar­lamba stríðs­ins í Úkra­ín­u“, en ljóst virð­ist að ekk­ert geti orðið af þeim áformum á næst­unni. Hið minnsta mun Abramovich ekki fá að hafa neitt að gera með ráð­­stöfun ágóð­ans af mög­u­­legri sölu, sam­­kvæmt breskum mið­l­­um.

David Conn, rann­sókn­ar­blaða­maður The Guar­dian, sem hefur meðal ann­ars fjallað um spill­ing­ar­mál innan FIFA, segir það gagn­rýn­is­vert að stríðs­á­tök þurfi til að Bretar átti sig loks á hvernig ólíg­arkar eins og Abramovich auðg­uð­ust jafn mikið og raun ber vitni. Conn segir sögu ólíg­ar­kanna í Rúss­landi eina stóra sorg­ar­sögu og að hún ætti að vera mun þekkt­ari meðal almenn­ings en hún er í raun og veru. Skömm sé af því að stríð þurfti að brjót­ast út svo fólk geri sér raun­veru­lega grein fyrir umsvifum og áhrifum ólíg­ar­kanna.

Slóð ólíg­arka nær alla leið til litla Íslands

Ólíg­arkar eru ekki ein­skorð­aðir við Rúss­land og dæmi eru um að ólíg­arkar hafi tengsl við litla Ísland. Þó svo að einka­væð­ing eftir hrun Sov­ét­ríkj­anna hafi ekki verið með sama hætti í nágranna­rík­inu Hvíta-Rúss­landi er þar hópur manna sem hefur auðg­ast á tengslum sínum við Alex­ander Lukashen­ko, sem hefur verið for­seti lands­ins frá því að það varð sjálf­stætt árið 1994. Sjálfur hefur Lukashenko lýst sér sem „síð­asta ein­ræð­is­herra Evr­ópu“.

Einn þess­ara manna er Aleksander Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­maður Íslands í Hvíta-Rúss­landi. Í umfjöllun Stund­ar­innar sem birt­ist á föstu­dag eru íslensk stjórn­völd sögð hafa beitt sér gegn því að Evr­ópu­sam­bandið beitti Mos­hen­sky við­skipta­þving­un­um.

Mos­hen­­sky er einn rík­asti maður Hvíta-Rúss­lands og umsvifa­­mik­ill við­­skipta­jöf­ur. Geir H. Haarde und­ir­rit­aði skip­un­ar­bréf Mos­hen­sky haustið 2006 og hefur hann verið kjör­ræð­is­­maður Íslands í Hvíta-Rúss­landi síðan þá.

Hann er tal­inn mjög hand­­gengur Lukashen­ko og hefur hagn­­ast gríð­­ar­­lega í einu mið­­stýrð­asta efna­hags­­kerfi Evr­­ópu, sem byggir mjög á nánu sam­­bandi við ráða­­menn. Veldi hans veltir um 220 millj­­örðum króna á ári. Fyrir vikið er Mos­hen­­sky oft kall­að­­ur­„veski Lukashen­­kos“.

Á meðal þeirra sem Mos­hen­­sky stundar við­­skipti við eru íslensk sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki. Hann kaupir mikið magn sjá­v­­­ar­af­­urða héð­an, sér­­stak­­lega loðnu, síld og mak­ríl, og hags­munir íslenskra útgerða í við­­skiptum við hann hlaupa á millj­­örðum króna. Þau við­­skipti eru meðal ann­­ars við Vinnslu­­stöð­ina í Vest­­manna­eyjum en í Stund­inni segir að náin vin­átta hafi skap­­ast milli Mos­hen­­sky og for­­stjóra Vinnslu­­stöðv­­­ar­inn­­ar, Sig­­ur­­geirs Brynjars Krist­­geir­s­­son­­ar.

Í umfjöll­un Stund­­ar­innar kemur fram að nafn Mos­hen­­sky hafi ítrekað verið á lista yfir þá sem Evr­­ópu­­sam­­bandið hafi ætlað að setja á lista yfir fólk sem refsi­að­­gerðir nái til, en að það hafi ætíð verið fjar­lægt skömmu áður en list­­arnir voru for­m­­lega sam­­þykkt­­ir.

Munu „síló­g­ar­k­ar“ taka við af ólígörk­um?

Þrátt fyrir að vera „fá­menn stétt“ hefur ólígörkum farið fjölg­andi, á því leikur eng­inn vafi. Árið 2001 voru átta millj­arða­mær­ingar í Rúss­landi og voru eignir þeirra metnar sam­tals á 12,4 millj­arða doll­ara. Tíu árum síðar voru millj­arða­mær­ing­arnir orðnir 101 og sam­an­lagt virði þeirra 432,7 millj­arðar doll­arar sam­kvæmt gögnum frá For­bes.

Mikil óvissa ríkir um fram­tíð ólíg­ar­kanna meðan Vest­ur­lönd beita refsi­að­gerðum og efna­hags­þving­unum vegna stríðs­ins í Úkra­ínu. Um miðjan þennan mánuð voru að minnsta kosti 22 ólíg­arkar, auk Abramovich, fyrir beinum áhrifum af refsi­að­gerð­un­um.

Á sama tíma er ákveðin þróun að eiga sér stað meðal ólíg­ar­kanna. Með sterkri valda­stöðu Pútíns og hertu taki rúss­neskra stjórn­valda á einka­fyr­ir­tækjum hefur nokk­urs konar afkvæmi ólíg­ar­kanna litið dags­ins ljós: Síló­g­ark­ar.

Síló­g­arkar (e. silovarch) er sam­sett úr orð­inu ólíg­arki og rúss­neska orð­inu siloviki, sem notað er um þá sem til­heyra elítu lands­ins í hern­að­ar- og örygg­is­mál­um. Margir síló­g­ar­kanna tengj­ast Pútín per­sónu­lega frá árum hans í rúss­nesku leyni­þjón­ust­unni eða störf­uðu með honum í Sankti Pét­urs­borg í upp­hafi stjórn­mála­fer­ils­ins.

Nokkuð hefur verið skrifað um síló­g­ar­kanna, meðal ann­ars í rit­rýndum fræði­tíma­rit­um. Einn þeirra er Stan­islav Markus, pró­fessor í alþjóða­við­skiptum við háskól­ann í Suð­ur­-Kar­ólínu. Segir hann að „hinir svoköll­uðu síló­g­arkar sam­an­standi af við­skipta­el­ítu sem nýttu áhrif sín í rúss­nesku leyni­þjón­ust­unni, FSB, eða hernum til að raka saman auði og völd­um“.

Hópur fólks yfirtók glæsihýsi rússnesks ólígarka í miðborg London í þeim tilgangi að opna það fyrir úkraínsku flóttafólki. Mynd: EPA

Síló­g­arkar eru ekki und­an­þegnir refsi­að­gerðum en þeir hafa, líkt og ólíg­ar­k­ar, ratað á lista Vest­ur­landa yfir ein­stak­linga sem sæta efna­hags­þving­un­um. Bæði ólíg­arkar og síló­g­arkar hafa því fylgst með auði og eignum sínum hríð­falla á meðan Pútín heldur stríðs­rekstri Rúss­lands áfram.

Ólíg­arkar fá enga samúð hjá almenn­ingi, að minnsta kosti ekki í Bret­landi þar sem hópur fólks tók yfir glæsi­hýsi Oleg Der­ipaska, náins banda­manns Pútíns, í mið­borg London í vik­unni. Der­ipaska er á lista breskra stjórn­valda yfir ólíg­arka sem sæta efna­hags­þving­unum vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu. Hóp­ur­inn sem yfir­tók húsið sagð­ist vera að sinna vinnu stjórn­valda með því að gera glæsi­hýsið, sem inni­heldur að minnsta kosti 200 her­bergi, að sama­stað fyrir flótta­menn frá Úkra­ínu. „Heim­ili þeirra hafa verið lögð í rúst og þessi maður [Der­ipa­ska] styður stríð­ið,“ sagði einn úr hópn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar