Skutuvogur_bjorrymi-1.jpg
Auglýsing

Áfeng­is- og tóbaks­verslun rík­is­ins (ÁTVR) er risa­stórt fyr­ir­tæki. Árlega veltir það tæpum 30 millj­örðum króna og árs­reikn­ingur fyr­ir­tæk­is­ins sýnir að það skilar hagn­aði upp á 1,3 millj­arða króna á síð­asta ári. Sá pen­ing­ur, og raunar meira til, rennur óskiptur til rík­is­ins í formi arð­greiðslu.

Mikið hefur verið tek­ist á um fram­tíð ÁTVR und­an­farin ár, sér­stak­lega eftir að frum­varp var lagt fram á Alþingi í fyrra­haust um að afnema einka­leyfi fyr­ir­tæk­is­ins á sölu áfeng­is. Verði það frum­varp að lögum mun það kippa til­veru­grund­vell­inum undan ÁTVR og fyr­ir­tækið myndi, á end­an­um, heyra sög­unni til ef svo verð­ur.

Tölu­verður hiti hefur verið í sam­fé­lags­um­ræð­unni um efni frum­varps­ins. Stuðn­ings­menn þess benda margir á að það sé órétt­læt­an­leg tíma­skekkja að íslenska ríkið reki næstum 50 versl­anir sem selji eina teg­und vöru. Ef vara sé lög­leg eigi að ríkja sam­keppni um sölu henn­ar, líkt og með aðrar vör­ur. And­stæð­ingar frum­varps­ins bera aðal­lega fyrir sig lýð­heilsu­sjón­ar­mið. Frelsi í sölu muni auka aðgengi og neyslu á þessu lög­lega vímu­efni. Auk þess muni vöru­fram­boð drag­ast saman og fullt af fólki sem í dag starfar hjá ÁTVR missa vinn­una.

Auglýsing

En lítið hefur verið fjallað um raun­veru­legan rekstur og skipu­lag ÁTVR í þess­ari umræðu. Kjarn­inn ákvað því að rýna í nýbirta árs­skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins til að reyna að útskýra hvernig ÁTVR græðir pen­inga og hvað það myndi þýða fyrir arð­semi rík­is­ins af áfeng­is­sölu ef það hætti að reka vín­búð­ir.

ÁTVR rekið með hagn­aði, en hvaðan kemur hagn­að­ur­inn?Fyrr á þessu ári tók fyr­ir­tækið Clever Data saman skýrslu um rekstur ÁTVR. Skýrslan var tekin saman fyrir aðila sem vilja að fram­lagt frum­varp um að afnema ein­okun rík­is­ins á smá­sölu áfengis verði að lög­um.

Nið­ur­staðan var sú að ekki væri eig­in­legur hagn­aður af starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Ein helsta ástæða þess væri sú að langtum meiri rekstr­ar­hagn­aður væri af sölu tóbaks en sölu áfeng­is, enda sé tóbak­inu dreift í heild­sölu á meðan að áfengið sé selt í versl­unum sem ÁTVR á og rekur út um allt land.

ÁTVR brást við skýrsl­unni með því að senda frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem fyr­ir­tækið hafn­aði nið­ur­stöðu henn­ar. Þar stóð m.a.: „Nið­ur­stöður hennar eru vanga­veltur sem eiga sér litla stoð í raun­veru­leik­anum og ÁTVR hafnar þeim alfar­ið. ÁTVR hefur aldrei verið rekin með tapi frá því að áfeng­is­gjöld og tóbaks­gjöld voru aðskilin frá rekstr­ar­tekj­u­m versl­un­ar­inn­ar. “

Í til­kynn­ing­unni svar­aði ÁTVR því ekki hvort rétt væri að tóbaks­sala væri að nið­ur­greiða mjög víð­ferma, og kostn­að­ar­sama, áfeng­is­sölu­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þar sagði ein­ungis að ÁTVR sé lögum sam­kvæmt rekin sem ein heild og smá­sala áfengis og heild­sala tóbaks sé því ekki aðgreind í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins né bók­haldi. „Ljóst er að aðgreindur rekstur hefði í för með sér veru­lega óhag­kvæmni, enda eru veiga­miklir rekstr­ar­liðir sam­eig­in­legir báðum þáttum starf­sem­inn­ar. Nægir hér til dæmis að nefna hús­næð­is­kostn­að, kostnað við með­höndlun vöru í vöru­húsi, rekstur tölvu­kerfa, vöruinn­kaup,  vöru­dreif­ingu og launa­kostn­að. Í bók­haldi ÁTVR er ekki sund­ur­greint hvernig slíkur kostn­aður deilist á milli áfeng­is- og tóbaks­hlut­ans og því eru engin gögn til um kostn­að­ar­skipt­ing­u.“

Ástæðan er lík­ast til sú að allar líkur eru á því að svo sé. Tóbaks­salan nið­ur­greiðir áfeng­is­söl­una.

Vilja ekki upp­lýsa um aðskil­inn kostnaðÁTVR birti árs­skýrslu sína fyrir árið 2014 í síð­asta mán­uð­i.  Líkt og áður er rekstr­ar­kostn­aður vegna tóbaks­sölu ekki gefin sér­stak­lega upp í bók­haldi ÁTVR. Öll tóbaks­dreif­ing ÁTVR er mið­læg og fer því fram á einum og sama staðn­um, Útgarði, dreif­ing­ar­mið­stöð fyr­ir­tæk­is­ins í Reykja­vík. Þannig hefur hún verið frá því í jan­úar 2014. Í árs­skýrslu ÁTVR fyrir árið 2013 segir að mikið hag­ræði hafi fylgt breyt­ing­unni þar sem „birgða­hald og vöru­með­höndlun minnkar og dreif­ing­ar­kostn­aður lækk­ar. Sam­hliða hefur verið lögð áhersla á raf­rænar pant­anir til hags­bóta fyrir alla aðila“.

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á ÁTVR í ágúst 2014 og óskaði eftir upp­lýs­ingum um hver kostn­aður við sölu á tóbaki væri. Sig­rún Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir, aðstoð­ar­for­stjóri ÁTVR, sagði þá að kostn­að­ur­inn væri ekki skil­greindur sér­stak­lega í bók­haldi fyr­ir­tæk­is­ins.

Tóbaks­salan virð­ist nið­ur­greiða áfeng­is­versl­an­irnarEin­faldur huga­reikn­ingur sýnir hins vegar að miklar líkur séu á því að tóbaks­salan greiði allan þann arð sem rennur til íslenska rík­is­ins ár hvert. Tekjur ÁTVR af tóbaks­sölu í fyrra voru 9,5 millj­arðar króna. Vöru­notkun tóbaks var átta millj­arðar króna og af henni var 5,7 millj­arðar króna tóbaks­gjald sem greið­ist til rík­is­ins.

Þegar vöru­gjöld hafa verið dregin frá tekjum ÁTVR af tóbaks­sölu stendur eftir 1,5 millj­arður króna. Mjög erfitt er að ímynda sér að kostn­aður við hinn hag­kvæma mið­læga rekstur tóbaks­sölu fyr­ir­tæk­is­ins, sem er allur á einum stað þar sem allar vörur eru pant­aðar er raf­rænt, sé nema brota­brot af þeirri upp­hæð.

Það sem meira er þá eru tekj­urnar af tóbaks­sölu að aukast á milli ára þrátt fyrir mik­inn sam­drátt í sölu á reyk­tó­baki. Ástæðan er tví­þætt. Ann­ars vegar auknar álögur á tóbak, sem skila rík­inu meiri tekj­um, og hins vegar sprengin í fram­leiðslu og sölu á íslensku nef­tó­baki, oft kallað „Rudd­i“, sem nú er aðal­lega notað í vör­ina. Sala á því jókst um 19 pró­sent í fyrra og ÁTVR hefur aldrei í sög­unni áður selt jafn mikið af nef­tó­baki. Alls skil­aði nef­tó­baks­salan 692,5 millj­ónum krónum í kass­ann, eða 115,6 millj­ónum krónum meira en árið áður.

Því er með rökum hægt að draga þá ályktun að þorri þess hagn­aðar sem ÁTVR sýndi í fyrra, 1,3 millj­örðum króna, sé til­komin vegna tóbaks­sölu.

Rekur miklu fleiri versl­anir en BónusÁfeng­is­sala ÁTVR er mun umfangs­meiri rekstur en tóbaks­sal­an. Raunar er fyr­ir­tækið einn stærsti smá­sali lands­ins. Það rekur 49 versl­anir út um allt land, þar af tólf á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, og veltir 23,9 millj­örðum króna árlega vegna sölu á áfengi. Til sam­an­burðar rekur Bón­us, sem er með 39 pró­sent mark­aðs­hlut­deild á dag­vöru­mark­aði, 29 versl­anir um land allt.

Hjá ÁTVR fengu 684 starfs­menn greidd laun á síð­asta ári, en margir þeirra eru í hluta­starfi. Alls eru árs­verkin 282 tals­ins og fjölg­aði um tólf milli ára. Þorri þessa starfs­fólks vinnur í vín­búðum 49, eða við umsýslu áfeng­is. Þar sem ÁTVR aðgreinir ekki kostnað vegna tóbaks- og áfeng­is­sölu er ekki hægt að segja nákvæm­lega til um hver launa­kostn­aður vegna áfeng­is­söl­unnar er. Heild­ar­launa­kostn­aður ÁTVR, ásamt launa­tengdum gjöld­um, var hins vegar 1,7 millj­arðar króna á árinu 2014 og hækk­aði um 9,3 pró­sent milli ára. Mest mun­aði um laun for­stjór­ans Ívars J. Arndal, en árs­laun hans námu 16,5 millj­ónum króna og hækk­uðu um 700 þús­und krónur milli ára. Ívar fær því 1.375 þús­und krónur á mán­uði.

Bónus er stærsta matvöruverslunarkeðja landsins. Alls eru 29 Bónusverslanir reknar um allt land. ÁTVR rekur 49 verslanir. Bónus er stærsta mat­vöru­versl­un­ar­keðja lands­ins. Alls eru 29 Bón­usversl­anir reknar um allt land. ÁTVR rekur 49 versl­an­ir.

For­stjór­inn með 16,5 millj­ónir á áriRekstr­ar­tekjur ÁTVR voru 28,6 millj­arðar króna og juk­ust um 1,2 millj­arða króna á milli ára. Af þeim runnu 23,7 millj­arðar króna til rík­is­sjóðs vegna tóbaks­gjalds (5,7 millj­arðar króna), áfeng­is­gjalds (9,2 millj­arðar króna), virð­is­auka­skatts (7,3 millj­arðar króna) og arð­greiðslu (1,4 millj­arðar króna).

Það þýðir að um 83 pró­sent allra tekna ÁTVR renna í rík­is­sjóð. Allar þessar tekjur myndu skila sér þangað óháð því hver það væri sem seldi áfengi og tóbak, utan arð­greiðsl­unn­ar.

Þetta háa hlut­fall tekna fyr­ir­tæk­is­ins sem rennur til rík­is­sjóðs ætti ekki að koma mörgum á óvart. Álögur á áfengi á Íslandi eru þær hæstu í Evr­ópu að Nor­egi und­an­skildu.

Tveir þriðju hlutar allra rekstr­ar­tekna ÁTVR, alls 19,1 millj­arðar króna, koma til vegna sölu áfeng­is. Þær hækk­uðu um 4,7 pró­sent á síð­asta ári.Tæpur helm­ingur áfeng­is­sölu­veltunnar er vegna bjór­sölu og um 72 pró­sent af öllum bjór sem seldur er í vín­búð­unum er inn­lendur bjór. Þar er talin með sá einka­leyfi­skyldi bjór sem inn­lendir aðilar fram­leiða með leyfi aðal­fram­leið­anda.

Rekstrartekjur ÁTVR voru 28,6 milljarðar króna og jukust um 1,2 milljarða króna á milli ára. Af þeim runnu 23,7 milljarðar króna til ríkissjóðs vegna tóbaksgjalds (5,7 milljarðar króna), áfengisgjalds (9,2 milljarðar króna), virðisaukaskatts (7,3 milljarðar króna) og arðgreiðslu (1,4 milljarðar króna). Rekstr­ar­tekjur ÁTVR voru 28,6 millj­arðar króna og juk­ust um 1,2 millj­arða króna á milli ára. Af þeim runnu 23,7 millj­arðar króna til rík­is­sjóðs vegna tóbaks­gjalds (5,7 millj­arðar króna), áfeng­is­gjalds (9,2 millj­arðar króna), virð­is­auka­skatts (7,3 millj­arðar króna) og arð­greiðslu (1,4 millj­arðar króna).

Ríki í rík­inuÞrátt fyrir þessu miklu umsvif stofn­un­ar­inn­ar, og ÁTVR er skil­greind sem stofnun í lög­um, þá er engin stjórn yfir fyr­ir­tæk­inu. Slík hefur ekki verið til staðar í nokkur ár heldur heyrir stofn­unin beint undir fjár­mála­ráð­herra. Yfir­stjórn fyr­ir­tæk­is­ins, sem sam­anstendur af Ívari J. Arn­dal for­stjóra og fram­kvæmda­stjórum, tekur þess í stað ákvarð­anir tengdar rekstri ÁTVR. Fyr­ir­tækið sker sig þannig frá öðrum stórum fyr­ir­tækjum í opin­berri eigu, eins og til dæmis orku­fyr­ir­tækj­um, þar sem eig­and­inn kemur ekki að beinni stjórn þess.

Þótt um sé að ræða rík­is­stofnun með algjöra ein­okun á sínum mark­aði eru íslenskir neyt­endur mjög ánægðir með þá þjón­ustu sem ÁTVR veit­ir. Fyr­ir­tækið skor­aði raunar hæst allra fyr­ir­tækja í Íslensku ánægju­vog­inni á síð­asta ári.

"Ein­hverjir aðrir hags­munir á ferð­inni"Ívar J. Arndal, for­stjóri ÁTVR, skrif­aði inn­gang í árs­skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins sem vakið hefur tölu­verða athygli. Þar segir hann síð­ast­lið­inn vetur hafa verið erf­iður fyrir starfs­fólk ÁTVR vegna nei­kvæðrar umræðu um rík­is­starfs­menn og frum­varps um afnám einka­leyfis ÁTVR á smá­sölu áfeng­is. Þar segir Ívar: „Frum­varpið hefur valdið starfs­fólki ÁTVR hug­ar­angri því það gerir ráð fyrir að sala á öllu áfengi fær­ist frá ÁTVR til einka­að­ila, Vín­búðum ÁTVR verði lokað og flestu starfs­fólki sagt upp störf­um. [...]­Greini­legt er að það eru ekki við­skipta­vinir ÁTVR sem eru að biðja um breyt­ingar á fyr­ir­komu­lagi áfeng­is­sölu. Þar eru ein­hverjir aðrir hags­munir á ferð­inn­i.“

Hann segir erfitt að standa á hlið­ar­lín­unni þegar verið sé að fjalla um mál­efni sem snerti hann per­sónu­lega þótt ákvörð­unin um fyr­ir­komu­lag áfeng­is­sölu sé í eðli sínu póli­tísk og í réttum höndum hjá alþing­is­mönn­um. ÁTVR sendi umsögn til alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar þar sem til­vera fyr­ir­tæk­is­ins og núver­andi laga um áfeng­is­sölu er var­in. Þar er farið yfir skoðun stjórn­enda ÁTVR á því hvað muni ger­ast ef fyr­ir­tækið verður lagt nið­ur. Á meðal þess sem kemur fram í umsögn­inni er að aðgengi að áfengi muni aukast, vöru­fram­boð muni minn­ka, sér­stak­lega á lands­byggð­inni, lík­legt er að áfeng­is­verð muni hækka, neysla áfengis muni aukast, sér­stak­lega hjá ungu fólki, með til­heyr­andi auknum kostn­aði fyrir sam­fé­lag­ið, smygl og sviknar vörur munu eiga greið­ari aðgang að mark­aðn­um, áfeng­is­þjófn­aður úr versl­unum mun aukast og fjöldi starfs­manna ÁTVR mun missa vinn­una verði frum­varpið að lög­um.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook
Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.
Kjarninn 27. maí 2020
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None