Í Seðlabanka með aðgang að trúnaðarupplýsingum í miklum fjárfestingum

15367564864-a2c806a43e-z.jpg
Auglýsing

Félag í eigu starfs­manns Seðla­banka Íslands, sem hafði aðgang að trún­að­ar­upp­lýs­ing­um, stóð í umsvifa­miklum fjár­fest­ingum með hluta­bréf, fram­virka samn­inga og gjald­miðla á árunum 2007 og 2008. ­Upp komst um umsvif við­skipta félags manns­ins sum­arið 2013 og var honum sagt upp störfum nokkrum mán­uðum síð­ar.

Hann höfð­aði mál á hendur Seðla­bank­anum vegna upp­sagn­ar­innar sem hann tap­aði í hér­aðs­dómi á fimmtu­dag. Starfs­menn Seðla­bank­ans sem báru vitni í mál­inu sögði mann­inn hafa brotið gróf­lega trún­að, brotið gegn lögum um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins og brotið gegn reglum Seðla­bank­ans um heim­ild starfs­manna hans til setu í stjórnum stofn­ana og atvinnu­fyr­ir­tækja.

Seðla­bank­inn hefur ekki gripið til neinna ann­arra aðgerða gagn­vart mann­inum en að segja honum upp störf­um. Mál hans er því ekki til rann­sókn­ar.

Auglýsing

Vann á gjald­eyr­is­borði en átti við­skipti með gjald­eyriSeðla­banki Íslands var á fimmtu­dag sýkn­aður af kröfu fyrrum starfs­manns sem höfð­aði skaða­bóta­mál á hendur bank­anum vegna þess hann taldi ólög­mæta upp­sögn. Mað­ur­inn, Hall­grímur Ólafs­son, vildi fá 19,7 millj­ónir króna frá bank­anum vegna þess að honum var sagt upp starfi sínu í fyrra. Upp­sögnin átti sér stað eftir að upp komst að félag sem mað­ur­inn átti 30 pró­sent hlut í hefði farið út í fjár­fest­ingar á árinu 2007, meðal ann­ars á verð­bréfa­mark­aði, með gjald­eyri og fram­virka samn­inga um kaup á hluta­bréf­um. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi átti félag­ið, Skóla­brú hf., eignir upp á 120,5 millj­ónir króna í lok árs 2007.

Félagið hafði áður átt fast­eign sem var seld haustið 2007 og sölu­á­góð­inn not­aður í ofan­greindar fjár­fest­ing­ar.

Starfs­menn Seðla­bank­ans, sem unnu með honum og gáfu vitna­skýrslur við aðal­með­ferð, báru allir að hann hefði haft aðgang að trún­að­ar­upp­lýs­ingum sem engan veg­inn hafi getað sam­rýmst því að hann væri jafn­framt fram­kvæmda­stjóri félags sem hafi verið í umsvifa­miklum fjár­fest­ing­um.

Hall­grímur hélt því fram fyrir dómi að hann, sem starfs­maður Seðla­bank­ans, ekki haft neinn aðgang að mark­aðs­upp­lýs­ingum umfram almenn­ing og hvað þá að hann hafi búið yfir inn­herj­a­upp­lýs­ing­um. Starfs­menn Seðla­bank­ans, sem unnu með honum og gáfu vitna­skýrslur við aðal­með­ferð, báru allir að hann hefði haft aðgang að trún­að­ar­upp­lýs­ingum sem engan veg­inn hafi getað sam­rýmst því að hann væri jafn­framt fram­kvæmda­stjóri félags sem hafi verið í umsvifa­miklum fjár­fest­ing­um. Eng­inn þeirra virð­ist hafa hafa haft hug­mynd um fjár­fest­inga­um­svif Hall­gríms fyrr en í fyrra­sum­ar. Næsti yfir­maður hans sagði til dæmis fyrir dómi að „Meðal ann­ars hafi Skóla­brú ehf., í við­skiptum við Lands­bank­ann í ágúst 2008, gert fram­virkan hluta­fjár­samn­ing um kaup í fyr­ir­tæk­inu Atl­antic petr­oli­um, samn­ing­ur­inn hafi verið í dönskum krónum og sett hafi verið að hand­veði inni­stæða á evru­gjald­eyr­is­reikn­ingi. Á sama tíma hafi stefn­andi verið að vinna á gjald­eyr­is­borði stefnda sem sé ótrú­legt. Því hafi stefn­andi brotið gróf­lega trúnað gagn­vart sér sem næsta yfir­manni sín­um".

Umfang upp­lýst sum­arið 2013Að­al­lög­fræð­ingur Seðla­bank­ans komst að aðkomu manns­ins að félag­inu Skóla­brú ehf. þegar hún var að vinna að frum­inn­herj­a­lista Seðla­bank­ans á árinu 2012.  Hann var í kjöl­farið beð­inn um að gera Má Guð­munds­syni seðla­banka­stjóra og reglu­verði bank­ans grein fyrir félag­inu og starf­semi þess. Kom þá í ljós að Skóla­brú hf. hefði farið út í fjár­fest­ingar í hluta­bréf­um, með gjald­eyri og fram­virka samn­inga, eftir að hafa selt fast­eign sem það átti á árinu 2007. Þar kom einnig fram að félagið ætti í deilum við slita­stjórn Lands­bank­ans og Virð­ingu vegna fjár­fest­inga sinna og að lík­legt væri að málið myndi enda fyrir dóm­stól­um. Hall­grímur sagði sig í kjöl­farið úr stjórn félags­ins eftir að seðla­banka­stjóri hafði hafnað bón hans um að sitja áfram í henni.

Í júní 2013 féll dómur í máli Skóla­brúar hf. gegn Virð­ingu og var sá dómur birtur á vef dóm­stóla lands­ins. Málið snérist um að Skóla­brú taldi Virð­ingu hafa farið út fyrir fjár­fest­inga­heim­ildir sínar með fé félags­ins og krafð­ist skaða­bóta. Virð­ing var sýknuð af kröfu félags­ins.

Í dómnum kemur hins vegar ýmis­legt athygl­is­vert fram sem olli áhyggjum innan Seðla­bank­ans. Þar segir meðal ann­ars að Skóla­brú hafi fjár­fest í hluta­bréfum og fram­virkum samn­ingum í félögum á borð við Atorku, Kaup­þingi, Straumi-­Burða­rás og Existu

Í dómnum kemur hins vegar ýmis­legt athygl­is­vert fram sem olli áhyggjum innan Seðla­bank­ans. Þar segir meðal ann­ars að Skóla­brú hafi fjár­fest í hluta­bréfum og fram­virkum samn­ingum í félögum á borð við Atorku, Kaup­þingi, Straumi-­Burða­rás og Existu. Í grein­ar­gerð Skóla­brúar í mál­inu segir að Hall­grímur hafi sent tölvu­póst í jan­úar 2008 þar sem hann vildi að öll sam­skipti Virð­ingar við Skóla­brú ættu að fara fram við stjórn­ar­for­mann Skóla­brú­ar, ekki fram­kvæmda­stjóra, sem var Hall­grímur sjálf­ur. Í dómnum segir að sú skýr­ing hafi verið gefin á fyr­ir­komu­lag­inu „að vegna starfa Hall­gríms í Seðla­banka Íslands gæti hann ekki af „aug­ljósum ástæð­um“ staðið í sím­tölum eða kaupum á verð­bréfum í vinnu­tíma[..] Hall­grímur hafi þó oft haft sam­band við [...] í far­síma hans“.

Í dómnum segir að sú skýr­ing hafi verið gefin á fyr­ir­komu­lag­inu „að vegna starfa Hall­gríms í Seðla­banka Íslands gæti hann ekki af „aug­ljósum ástæð­um“ staðið í sím­tölum eða kaupum á verð­bréfum í vinnu­tíma[..] Hall­grímur hafi þó oft haft sam­band við [...] í far­síma hans“.

Í grein­ar­gerð­inni kemur líka fram að Hall­grímur hafi sjálfur hringt í þann starfs­mann Virð­ingar sem sá um fjár­fest­ingar fyrir Skóla­brú til þess að óska „fyrir hönd stefn­anda eftir kaupum á hluta­bréfum í Kaup­þingi banka hf. og að jafn­framt yrðu gerðir fram­virkir samn­ingar um kaup á hluta­bréfum í Exista hf. og Straumi-­Burða­r­ási hf.“. Á árinu 2008 hafi Hall­grímur síðan verið í beinum sam­skiptum fyrir hönd Skóla­brúar við þáver­andi starfs­mann Virð­ingar um fjár­fest­ingar Skóla­brú­ar.

Kröfu mannsins um miskabætur vegna uppsagnar var hafnað í héraðsdómi á fimmtudag, 18. desember. Kröfu manns­ins um miska­bætur vegna upp­sagnar var hafnað í hér­aðs­dómi á fimmtu­dag, 18. des­em­ber.

Sagt upp í októ­ber 2013Dómar í málum Skóla­brúar gegn þrota­búi Lands­bank­ans og Virð­ingu gengu báðir á fyrri hluta árs­ins 2013 og voru báðir birtir opin­ber­lega. Í sýknu­dómnum yfir Seðla­bank­an­um, sem féll á mið­viku­dag, seg­ir: „Urðu dómar þessir til­efni þess að stefn­andi var kall­aður á fund seðla­banka­stjóra þann 28. júní 2013 og honum afhent bréf und­ir­ritað af seðla­banka­stjóra og reglu­verði bank­ans. Í bréf­inu kemur fram að þann 10. júní 2013 hafi gengið dómur í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í mál­inu E-198/2012: Skóla­brú ehf. gegn Virð­ingu hf. og dóm­ur­inn birtur á vef­síðu hér­aðs­dóms­ins þann 26. júní sl. Í dóm­inum komi fram upp­lýs­ingar um aðkomu stefn­anda að verð­bréfa-, gjald­eyr­is- og afleiðu­við­skiptum Skóla­brúar á árunum 2007 og 2008, sem fram­kvæmda­stjóri Skóla­brúar ehf. og jafn­framt starfs­maður Seðla­banka Íslands á sama tíma.

Vísað var síðan til 5. gr. reglna stefnda nr. 831/2002 um með­ferð trún­að­ar­upp­lýs­inga og verð­bréfa- og gjald­eyr­is­við­skipti starfs­manna. Þess var óskað af hálfu stefnda að stefn­andi tæki sér tíma­bundið leyfi frá störfum á launum frá 28. júní 2013 á meðan athugað væri hvort stefn­andi hefði gerst brot­legur í starfi við lög og starfs­reglur stefnda. Síðan fór í gang rann­sókn af hálfu stefnda á mál­inu og var m.a. aflað gagna frá utan­að­kom­andi aðilum sem stefn­andi hafði veitt heim­ild til að afla gagna frá.“

Í októ­ber 2013 komst Seðla­bank­inn að þeirri nið­ur­stöðu að Hall­grímur hefði brotið gróf­lega gegn lögum um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins sem og gegn reglum Seðla­bank­ans um heim­ild starfs­manna hans til setu í stjórnum stofn­ana og atvinnu­fyr­ir­tækja. Eftir að honum hafði verið gefið tæki­færi til að and­mæla var Hall­grími sagt upp störfum þann 23. októ­ber 2013 það sem það væri mat Seðla­bank­ans að hann hefði „brotið gróf­lega gegn trún­að­ar­skyldum í starfi sín­u“.

Hall­grímur sætti sig ekki við þessa nið­ur­stöðu og höfð­aði skaða­bóta­mál. Upp­haf­lega fór hann fram á 47,6 milj­ónir króna í miska­bæt­ur. Við upp­haf aðal­með­ferðar var sú krafa síðan lækkuð niður í 19,7 milj­ónir króna. Hér­aðs­dómur Reykja­víkur hafn­aði þeirri kröfu á fimmtu­dag.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None