Íbúðalánasjóður er vandamál sem stjórnvöld velta sífellt á undan sér

9954417613_8888c2a1ab_z.jpg
Auglýsing

Skulda­úr­ræði rík­is­stjórn­ar­innar kosta Íbúða­lána­sjóð millj­arða króna sem ríkið hefur lofað að bæta sjóðn­um, vafi er á rekstr­ar­hæfi hans, sjóð­ur­inn hefur þörf fyrir áfram­hald­andi stuðn­ing frá íslenska rík­inu og mik­illar óvissu gætir um fram­tíð­ar­hlut­verk og mögu­lega til­vist Íbúða­lána­sjóðs vegna hug­mynda félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra um breyt­ingar á hús­næð­is­mál­um. Útfærsla þeirra hug­mynda er í bið­stöðu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í árs­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs sem var birt í gær­kvöldi.

Sjóð­ur­inn skil­aði hagn­aði upp á 3,2 millj­arða króna á síð­asta ári og er það í fyrsta sinn sem hann skilar slíkum frá árinu 2008. Í milli­tíð­inni hefur sjóð­ur­inn tapað tæpum 58 millj­örðum króna og rík­is­sjóður hefur þurft að leggja honum til 53,5 millj­arða króna frá árinu 2009 til að halda sjóðnum gang­andi.

Þorri þess hagn­aðar sem Íbúða­lána­sjóður sýnir fyrir árið 2014 er komin til vegna breyt­inga á virð­is­rýrnun útlána sjóðs­ins. Þ.e.  inn­heimt­an­leiki lána hefur auk­ist um 2,5 millj­arða króna. Þá skiptir hlut­deild sjóðs­ins í hagn­aði dótt­ur­fé­lags­ins Kletts, sem er leigu­fé­lag utan um hluta þeirra íbúða sem Íbúða­lána­sjóður hefur leyst til sín, líka tölu­verðu máli.

Auglýsing

Sam­an­dregið þá er ljóst að Íbúða­lána­sjóður heldur áfram að vera afar kostn­að­ar­samt vanda­mál sem stjórn­völd taka, af ein­hverjum ástæð­um, ekki almenni­lega á. Þess í stað er vanda hans velt áfram inn í fram­tíð­ina.

Enn langstærsti íbúð­ar­lán­veit­andi á ÍslandiÁrs­reikn­ingur sjóðs­ins sýnir að útlán hans hafi lækkað um 40,4 millj­arða króna á síð­asta ári. Hann er samt sem áður enn langstærsti íbúða­lán­veit­andi á Íslandi með 43 pró­sent mark­aðs­hlut­deild. Hún hefur hins vegar minnkað hratt á und­an­förnum árum. Hún var talin vera á bil­inu 55 til 60 pró­sent árið 2011.

Ný útlán sjóðs­ins voru líka mjög lág. Alls námu þau 6,6 millj­örðum króna á síð­asta ári og sam­kvæmt mán­að­ar­skýrslum sjóðs­ins var umfang lána til ein­stak­linga, venju­bundin hús­næð­is­lán, um 4,7 millj­arðar króna. Til sam­an­burðar juk­ust íbúða­lán Lands­bank­ans um 39 millj­arða króna á síð­asta ári, um nán­ast sömu krónu­tölu og heild­ar­út­lán íbúða­lána­sjóðs dróg­ust sam­an.Skulda­nið­ur­fell­ingar kosta sjóð­inn og rík­is­sjóð millj­arðaÍ árskýrsl­unni er einnig fjallað mjög ítar­lega um áhrif skulda­nið­ur­fell­inga­úr­ræða stjórn­valda, sem nefn­ast einu nafni Leið­rétt­ing­in, á stöðu sjóðs­ins. Þar kemur fram að nið­ur­greiðslur rík­is­sjóðs á völdum verð­tryggðum hús­næð­is­lánum (600 til 900 millj­óna króna tap á ári) og notkun fólks á sér­eign­ar­sparn­aði til að greiða niður höf­uð­stól íbúð­ar­lána (300 til 450 millj­óna króna tap á ári) valdi því að sjóð­ur­inn tapi um 900 til 1.350 millj­ónum króna á ári vegna vaxta­taps. Um sé að ræða helm­ing vaxta­tekna sjóðs­ins, sem er að fullu í eigu íslenska rík­is­ins. Þar segir að  „tjón vegna úrræða stjórn­valda mun að óbreyttu hafa mikil áhrif á grunnafkomu sjóðs­ins og valda því að sjóð­ur­inn verður hér eftir rek­inn með tapi sem á end­anum fellur á rík­is­sjóð. Ljóst er að slík umgjörð rekstrar kann að valda því að ýmsir aðrir áhættu­þættir sjóðs­ins, svo sem upp­greiðslu­vandi, geta magn­ast upp og vafi kann að leika á rekstr­ar­hæfi sjóðs­ins. Við þessar aðstæður er það mark­mið stjórn­enda að lág­marka tjón sjóðs­ins.“.

í bréfi vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins dag­settu 19. des­em­ber 2014 kemur fram að það sé skiln­ingur bæði félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra að Íbúða­lána­sjóði verði bætt þau nei­kvæðu áhrif sem kunna að verða á afkomu sjóðs­ins vegna höf­uð­stólslækk­unar húsnæðisskulda

Þar segir einnig að „í bréfi vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins dag­settu 19. des­em­ber 2014 kemur fram að það sé skiln­ingur bæði félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra að Íbúða­lána­sjóði verði bætt þau nei­kvæðu áhrif sem kunna að verða á afkomu sjóðs­ins vegna höf­uð­stólslækk­unar hús­næð­is­skulda[...] og segir jafn­framt að sú afstaða hafi einnig komið fram á fundi full­trúa Íbúða­lána­sjóðs þann 18. des­em­ber 2014 með emb­ætt­is­mönnum ráðu­neyt­anna og for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti tjón sjóðs­ins verður bætt og eiga stjórn­völd í sam­ráði við sjóð­inn eftir að útfæra það nán­ar. Ekki er færð krafa á rík­is­sjóð vegna þessa tjóns.“

Leiðrétting ríkisstjórnarinnar hefur reynst þungur baggi fyrir Íbúðalánasjóð. Ríkið þarf að bæta honum það fjárhagslega tjón sem niðurgreiðslurnar valda honum. Leið­rétt­ing rík­is­stjórn­ar­innar hefur reynst þungur baggi fyrir Íbúða­lána­sjóð. Ríkið þarf að bæta honum það fjár­hags­lega tjón sem nið­ur­greiðsl­urnar valda hon­um.

Óvissa um fram­tíð­ar­hlut­verkVaxta­munur Íbúða­lána­sjóðs er ekki mik­ill, ein­ungis 0,28 pró­sent. Hann dugar ekki fyrir virð­is­rýrnun sam­bæri­legri þeirra sem efna­hags­hrunið fól í sér og vegna þess­arra aðstæðna þarfn­ast sjóð­ur­inn þess að eig­and­inn ,skatt­greið­endur á Íslandi, styðji við bakið á hon­um.

Það ríkir hins vegar gríð­ar­leg óvissa um hvert fram­tíð­ar­hlut­verk Íbúða­lána­sjóðs sé. Í skýrslu stjórnar sem fylgir árs­skýrsl­unni segir að þetta óvissu­á­stand hafi staðið yfir „frá þeim tíma er félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra skip­aði verk­efna­stjórn um fram­tíð­ar­skipan hús­næð­is­mála 9. sept­em­ber 2013 í sam­ræmi við þings­á­lyktun um aðgerðir vegna skulda­vanda íslenskra heim­ila sem sam­þykkt var á Alþingi vorið 2013. Verk­efna­stjórn um fram­tíð­ar­skipan hús­næð­is­mála hefur skilað ráð­herra til­lögum sínum og unnið er að því í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu að skapa ramma fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lags með laga- og reglu­gerða­smíð sem von­andi verður til­búið sem fyrst. Fyrir vikið hefur stefnu­mót­andi ákvörð­un­ar­taka í nán­asta umhverfis sjóðs­ins verið sett í bið­stöðu en slíkt hefur áhrif á rekstur sjóðs­ins með ýmsum hætt­i“.

Umdeildar til­lögur enn ekki komnar fram og allt í bið­stöðuVerk­efna­stjórnin skil­aði til­lögum til rík­is­stjórn­ar­innar í maí í fyrra. Í til­lög­un­um, sem eru umdeild­ar, er lagt til að tekið verði upp nýtt hús­næð­is­kerfi þar sem sér­hæfð hús­næð­is­lána­fé­lög ann­ast lán­veit­ingar til fast­eigna­kaupa. Öll umgjörð íbúða­lána á að mið­ast við að jafn­vægi sé milli útlána og fjár­mögn­un­ar­lána, líkt og tíðkast í Dan­mörku. Þetta kerfi er enda í dag­legu tali kallað danska kerf­ið.

Sam­kvæmt til­lög­unum verður núver­andi lána­safn Íbúða­lána­sjóðs látið renna út, honum skipt upp í nýtt opin­bert hús­næð­is­lána­fé­lag og ein­hvers konar umgjörð um mörg af verk­efnum sjóðs­ins í dag. Í skýrsl­unni seg­ir: „Nokkur vinna var við útfærslu til­lagn­anna á árinu 2014. Kann­aður var rekstr­ar­grund­völlur nýs hús­næð­is­lána­fé­lags í eigu rík­is­ins, en ákveðið að hefja ekki und­ir­bún­ing að stofnun slíks félags fyrr en fyrir liggur hverjar breyt­ingar verða á lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki. Rætt var um að leggja alfarið af lán­veit­ingar sjóðs­ins til þess að auka ekki á ábyrgðir rík­is­sjóðs vegna hans, en sjóð­ur­inn hefur ekki sótt fé á markað með útboðum síðan 2012. Sem stendur virð­ist vinna við útfærslu til­lagn­anna vera í bið­stöðu. Ekki hafa enn verið lögð fram á Alþingi frum­vörp um breyt­ingu á verk­efnum Íbúða­lána­sjóðs en fyrir liggja drög að frum­varpi um stofn­styrki til leigu­fé­laga.“

Í Frétta­blað­inu í morgun er greint frá því að þau frum­vörp sem Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, ætlar sér að leggja fram og byggja á til­lög­unum verði lögð fram á næstu dög­um. Frum­vörpin áttu að fara fyrir rík­is­stjórn í dag eða á þriðju­dag og þaðan til þing­flokka stjórn­ar­flokk­anna. Heim­ildir Kjarn­ans herma að tölu­verð and­staða sé við þá leið sem verið sé að velja innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins og því alls ekki sjálf­gefið að frum­vörpin fari snuðru­laust í gegn hjá þing­flokki hans. Síðan eiga frum­vörpin eftir að fara í gegnum Alþingi og boð­aði Eygló að mgö­u­lega yrði sum­ar­þing til að ljúka þessum málum ef með þarf. Frestur til að leggja fram frum­vörp án afbrigða á yfir­stand­andi vor­þingi rann út í dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None