Íbúðalánasjóður er vandamál sem stjórnvöld velta sífellt á undan sér

9954417613_8888c2a1ab_z.jpg
Auglýsing

Skuldaúrræði ríkisstjórnarinnar kosta Íbúðalánasjóð milljarða króna sem ríkið hefur lofað að bæta sjóðnum, vafi er á rekstrarhæfi hans, sjóðurinn hefur þörf fyrir áframhaldandi stuðning frá íslenska ríkinu og mikillar óvissu gætir um framtíðarhlutverk og mögulega tilvist Íbúðalánasjóðs vegna hugmynda félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingar á húsnæðismálum. Útfærsla þeirra hugmynda er í biðstöðu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Íbúðalánasjóðs sem var birt í gærkvöldi.

Sjóðurinn skilaði hagnaði upp á 3,2 milljarða króna á síðasta ári og er það í fyrsta sinn sem hann skilar slíkum frá árinu 2008. Í millitíðinni hefur sjóðurinn tapað tæpum 58 milljörðum króna og ríkissjóður hefur þurft að leggja honum til 53,5 milljarða króna frá árinu 2009 til að halda sjóðnum gangandi.

Þorri þess hagnaðar sem Íbúðalánasjóður sýnir fyrir árið 2014 er komin til vegna breytinga á virðisrýrnun útlána sjóðsins. Þ.e.  innheimtanleiki lána hefur aukist um 2,5 milljarða króna. Þá skiptir hlutdeild sjóðsins í hagnaði dótturfélagsins Kletts, sem er leigufélag utan um hluta þeirra íbúða sem Íbúðalánasjóður hefur leyst til sín, líka töluverðu máli.

Auglýsing

Samandregið þá er ljóst að Íbúðalánasjóður heldur áfram að vera afar kostnaðarsamt vandamál sem stjórnvöld taka, af einhverjum ástæðum, ekki almennilega á. Þess í stað er vanda hans velt áfram inn í framtíðina.

Enn langstærsti íbúðarlánveitandi á Íslandi


Ársreikningur sjóðsins sýnir að útlán hans hafi lækkað um 40,4 milljarða króna á síðasta ári. Hann er samt sem áður enn langstærsti íbúðalánveitandi á Íslandi með 43 prósent markaðshlutdeild. Hún hefur hins vegar minnkað hratt á undanförnum árum. Hún var talin vera á bilinu 55 til 60 prósent árið 2011.

Ný útlán sjóðsins voru líka mjög lág. Alls námu þau 6,6 milljörðum króna á síðasta ári og samkvæmt mánaðarskýrslum sjóðsins var umfang lána til einstaklinga, venjubundin húsnæðislán, um 4,7 milljarðar króna. Til samanburðar jukust íbúðalán Landsbankans um 39 milljarða króna á síðasta ári, um nánast sömu krónutölu og heildarútlán íbúðalánasjóðs drógust saman.


Skuldaniðurfellingar kosta sjóðinn og ríkissjóð milljarða


Í árskýrslunni er einnig fjallað mjög ítarlega um áhrif skuldaniðurfellingaúrræða stjórnvalda, sem nefnast einu nafni Leiðréttingin, á stöðu sjóðsins. Þar kemur fram að niðurgreiðslur ríkissjóðs á völdum verðtryggðum húsnæðislánum (600 til 900 milljóna króna tap á ári) og notkun fólks á séreignarsparnaði til að greiða niður höfuðstól íbúðarlána (300 til 450 milljóna króna tap á ári) valdi því að sjóðurinn tapi um 900 til 1.350 milljónum króna á ári vegna vaxtataps. Um sé að ræða helming vaxtatekna sjóðsins, sem er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Þar segir að  „tjón vegna úrræða stjórnvalda mun að óbreyttu hafa mikil áhrif á grunnafkomu sjóðsins og valda því að sjóðurinn verður hér eftir rekinn með tapi sem á endanum fellur á ríkissjóð. Ljóst er að slík umgjörð rekstrar kann að valda því að ýmsir aðrir áhættuþættir sjóðsins, svo sem uppgreiðsluvandi, geta magnast upp og vafi kann að leika á rekstrarhæfi sjóðsins. Við þessar aðstæður er það markmið stjórnenda að lágmarka tjón sjóðsins.“.

í bréfi velferðarráðuneytisins dagsettu 19. desember 2014 kemur fram að það sé skilningur bæði félags- og húsnæðismálaráðherra og fjármálaráðherra að Íbúðalánasjóði verði bætt þau neikvæðu áhrif sem kunna að verða á afkomu sjóðsins vegna höfuðstólslækkunar húsnæðisskulda

Þar segir einnig að „í bréfi velferðarráðuneytisins dagsettu 19. desember 2014 kemur fram að það sé skilningur bæði félags- og húsnæðismálaráðherra og fjármálaráðherra að Íbúðalánasjóði verði bætt þau neikvæðu áhrif sem kunna að verða á afkomu sjóðsins vegna höfuðstólslækkunar húsnæðisskulda[...] og segir jafnframt að sú afstaða hafi einnig komið fram á fundi fulltrúa Íbúðalánasjóðs þann 18. desember 2014 með embættismönnum ráðuneytanna og forsætisráðuneytisins. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti tjón sjóðsins verður bætt og eiga stjórnvöld í samráði við sjóðinn eftir að útfæra það nánar. Ekki er færð krafa á ríkissjóð vegna þessa tjóns.“

Leiðrétting ríkisstjórnarinnar hefur reynst þungur baggi fyrir Íbúðalánasjóð. Ríkið þarf að bæta honum það fjárhagslega tjón sem niðurgreiðslurnar valda honum. Leiðrétting ríkisstjórnarinnar hefur reynst þungur baggi fyrir Íbúðalánasjóð. Ríkið þarf að bæta honum það fjárhagslega tjón sem niðurgreiðslurnar valda honum.

Óvissa um framtíðarhlutverk


Vaxtamunur Íbúðalánasjóðs er ekki mikill, einungis 0,28 prósent. Hann dugar ekki fyrir virðisrýrnun sambærilegri þeirra sem efnahagshrunið fól í sér og vegna þessarra aðstæðna þarfnast sjóðurinn þess að eigandinn ,skattgreiðendur á Íslandi, styðji við bakið á honum.

Það ríkir hins vegar gríðarleg óvissa um hvert framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs sé. Í skýrslu stjórnar sem fylgir ársskýrslunni segir að þetta óvissuástand hafi staðið yfir „frá þeim tíma er félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála 9. september 2013 í samræmi við þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda íslenskra heimila sem samþykkt var á Alþingi vorið 2013. Verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hefur skilað ráðherra tillögum sínum og unnið er að því í velferðarráðuneytinu að skapa ramma framtíðarfyrirkomulags með laga- og reglugerðasmíð sem vonandi verður tilbúið sem fyrst. Fyrir vikið hefur stefnumótandi ákvörðunartaka í nánasta umhverfis sjóðsins verið sett í biðstöðu en slíkt hefur áhrif á rekstur sjóðsins með ýmsum hætti“.

Umdeildar tillögur enn ekki komnar fram og allt í biðstöðu


Verkefnastjórnin skilaði tillögum til ríkisstjórnarinnar í maí í fyrra. Í tillögunum, sem eru umdeildar, er lagt til að tekið verði upp nýtt húsnæðiskerfi þar sem sérhæfð húsnæðislánafélög annast lánveitingar til fasteignakaupa. Öll umgjörð íbúðalána á að miðast við að jafnvægi sé milli útlána og fjármögnunarlána, líkt og tíðkast í Danmörku. Þetta kerfi er enda í daglegu tali kallað danska kerfið.

Samkvæmt tillögunum verður núverandi lánasafn Íbúðalánasjóðs látið renna út, honum skipt upp í nýtt opinbert húsnæðislánafélag og einhvers konar umgjörð um mörg af verkefnum sjóðsins í dag. Í skýrslunni segir: „Nokkur vinna var við útfærslu tillagnanna á árinu 2014. Kannaður var rekstrargrundvöllur nýs húsnæðislánafélags í eigu ríkisins, en ákveðið að hefja ekki undirbúning að stofnun slíks félags fyrr en fyrir liggur hverjar breytingar verða á lögum um fjármálafyrirtæki. Rætt var um að leggja alfarið af lánveitingar sjóðsins til þess að auka ekki á ábyrgðir ríkissjóðs vegna hans, en sjóðurinn hefur ekki sótt fé á markað með útboðum síðan 2012. Sem stendur virðist vinna við útfærslu tillagnanna vera í biðstöðu. Ekki hafa enn verið lögð fram á Alþingi frumvörp um breytingu á verkefnum Íbúðalánasjóðs en fyrir liggja drög að frumvarpi um stofnstyrki til leigufélaga.“

Í Fréttablaðinu í morgun er greint frá því að þau frumvörp sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ætlar sér að leggja fram og byggja á tillögunum verði lögð fram á næstu dögum. Frumvörpin áttu að fara fyrir ríkisstjórn í dag eða á þriðjudag og þaðan til þingflokka stjórnarflokkanna. Heimildir Kjarnans herma að töluverð andstaða sé við þá leið sem verið sé að velja innan Sjálfstæðisflokksins og því alls ekki sjálfgefið að frumvörpin fari snuðrulaust í gegn hjá þingflokki hans. Síðan eiga frumvörpin eftir að fara í gegnum Alþingi og boðaði Eygló að mgöulega yrði sumarþing til að ljúka þessum málum ef með þarf. Frestur til að leggja fram frumvörp án afbrigða á yfirstandandi vorþingi rann út í dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None