Icelandair hefur ekki lækkað eldsneytisgjald sitt í takti við lækkun á heimsmarkaðsverði

Icelandair-vol.jpg
Auglýsing

Icelandair hefur lækkað sér­stakt elds­neyt­is­gjald sitt um 15 pró­sent frá miðju ári í fyrra. Á sama tíma hefur heims­mark­aðs­verð á olíu fallið um 57 pró­sent. Hið sér­staka elds­neyt­is­gjald hefur verið hluti af verð­lagn­ingu ýmissa flug­fé­laga í heim­inum frá árinu 2004 og hefur sögu­lega ekki fylgt sveiflum heims­mark­aðs­verðs á olíu.

Heims­mark­aðs­verð á olíu fór niður fyrir 50 dali á hverja tunnu, eða fat, af Brent-olíu í fyrra­dag. Þegar þetta er skrifað er verðið 50,24 dalir á tunnu. Í júní 2014 kost­aði tunna af Brent-olíu 115,9 dali. Hún hefur því, líkt og áður sagði, lækkað um 57 pró­sent í verði á rúmu ári. Verðið hefur ekki verið lægra síðan á árinu 2009.

Kjarn­inn greindi frá því í gær að verð á elds­neyti til neyt­enda á Íslandi hafi ekki fylgt þróun á heims­mark­aðs­verði og fór yfir þær ástæður sem liggja þar að baki.

Auglýsing

Lækk­aði um 15 pró­sent í lok síð­asta ársIcelandair lækk­aði elds­neyt­is­gjaldið sitt um 15 pró­sent um mán­að­ar­mótin nóv­em­ber-des­em­ber 2014. Gjaldið er hluti af far­miða­verði margra flug­fé­laga og hjá Icelandair nemur þetta gjald stundum meira en helm­ingi af verði flug­mið­ans. Við þetta lækk­aði elds­neyt­is­gjaldið fyrir Evr­ópu­ferðir úr 9.200 krónum í 7.900 krónur og úr 16.400 krónum í 13.900 krónur ef flokið er til Norð­ur- Amer­íku.

Guð­jón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, segir að fyr­ir­tækið hafi ekki lækkað elds­neyt­is­gjaldið síðan í lok síð­asta árs. „Elds­neyt­isá­lag flug­fé­laga var sett á vorið 2004 þegar flug­elds­neyti hafði hækkað hratt, og var komið í 370 doll­ara á tonn­ið. Verðið hefur síðan sveifl­ast upp og nið­ur, fór hæst í meira en 1400 doll­ara 2008, lækk­aði svo niður í um 500 doll­ara 2009, hækk­aði aftur í 1400 doll­ara og er nú komið í kringum 500 doll­ara á tonn­ið. Elds­neyt­isá­lag hefur ekki fylgt þessum sveifl­um, en hefur farið lækk­and­i.“

Gjaldið barn síns tímaÁstæður þess að elds­neyt­is­gjaldið fylgir ekki sveiflum eru nokkr­ar. Þar ber fyrst að nefna þá að stærri flug­fé­lög verja sig vana­lega gagn­vart sveiflum í elds­neyt­is­verði með því að gera fram­virka samn­inga um kaup á því. Því hafa sveiflur yfir skemmri tíma ekki áhrif á elds­neytis­kaup flug­fé­laga. Þetta er að mörgu leyti svipuð rök og íslensk olíu­fé­lög nota þegar þau benda á að þau eigi oft upp­safn­aðar birgðir af elds­neyti sem keyptar hafi verið á hærra verði. Því taki tíma fyrir lækk­anir á heims­mark­aðs­verði að skila sér út í verð­lag­ið.

Önnur ástæða er sú að álagn­ing hins sér­staka elds­neyt­is­gjalds skiptir í raun engu máli í verð­lagn­ingu á flug­mið­um. Kaup á elds­neyti eru risa­stór breyta í rekstri flug­fé­laga og því blasir við að þróun þess mun alltaf hafa áhrif á það verð sem flug­fé­lög geta boðið við­skipta­vinum sín­um. Það er enda svo að þegar flug er pantað kemur fram fullt verð, með elds­neyt­is­gjald­inu. Þ.e. að leggst ekki ofan á eftir að pantað hefur ver­ið.

Því hefur lengi verið rætt um það innan flug­geirans að þetta gjald sé til­gangs­laust og að löngu tíma­bært sé að taka það út úr verð­inu til að það valdi ekki rugl­ingi. Það hefur hins vegar ekki verið gert.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None