Icelandair hefur ekki lækkað eldsneytisgjald sitt í takti við lækkun á heimsmarkaðsverði

Icelandair-vol.jpg
Auglýsing

Icelandair hefur lækkað sér­stakt elds­neyt­is­gjald sitt um 15 pró­sent frá miðju ári í fyrra. Á sama tíma hefur heims­mark­aðs­verð á olíu fallið um 57 pró­sent. Hið sér­staka elds­neyt­is­gjald hefur verið hluti af verð­lagn­ingu ýmissa flug­fé­laga í heim­inum frá árinu 2004 og hefur sögu­lega ekki fylgt sveiflum heims­mark­aðs­verðs á olíu.

Heims­mark­aðs­verð á olíu fór niður fyrir 50 dali á hverja tunnu, eða fat, af Brent-olíu í fyrra­dag. Þegar þetta er skrifað er verðið 50,24 dalir á tunnu. Í júní 2014 kost­aði tunna af Brent-olíu 115,9 dali. Hún hefur því, líkt og áður sagði, lækkað um 57 pró­sent í verði á rúmu ári. Verðið hefur ekki verið lægra síðan á árinu 2009.

Kjarn­inn greindi frá því í gær að verð á elds­neyti til neyt­enda á Íslandi hafi ekki fylgt þróun á heims­mark­aðs­verði og fór yfir þær ástæður sem liggja þar að baki.

Auglýsing

Lækk­aði um 15 pró­sent í lok síð­asta ársIcelandair lækk­aði elds­neyt­is­gjaldið sitt um 15 pró­sent um mán­að­ar­mótin nóv­em­ber-des­em­ber 2014. Gjaldið er hluti af far­miða­verði margra flug­fé­laga og hjá Icelandair nemur þetta gjald stundum meira en helm­ingi af verði flug­mið­ans. Við þetta lækk­aði elds­neyt­is­gjaldið fyrir Evr­ópu­ferðir úr 9.200 krónum í 7.900 krónur og úr 16.400 krónum í 13.900 krónur ef flokið er til Norð­ur- Amer­íku.

Guð­jón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, segir að fyr­ir­tækið hafi ekki lækkað elds­neyt­is­gjaldið síðan í lok síð­asta árs. „Elds­neyt­isá­lag flug­fé­laga var sett á vorið 2004 þegar flug­elds­neyti hafði hækkað hratt, og var komið í 370 doll­ara á tonn­ið. Verðið hefur síðan sveifl­ast upp og nið­ur, fór hæst í meira en 1400 doll­ara 2008, lækk­aði svo niður í um 500 doll­ara 2009, hækk­aði aftur í 1400 doll­ara og er nú komið í kringum 500 doll­ara á tonn­ið. Elds­neyt­isá­lag hefur ekki fylgt þessum sveifl­um, en hefur farið lækk­and­i.“

Gjaldið barn síns tímaÁstæður þess að elds­neyt­is­gjaldið fylgir ekki sveiflum eru nokkr­ar. Þar ber fyrst að nefna þá að stærri flug­fé­lög verja sig vana­lega gagn­vart sveiflum í elds­neyt­is­verði með því að gera fram­virka samn­inga um kaup á því. Því hafa sveiflur yfir skemmri tíma ekki áhrif á elds­neytis­kaup flug­fé­laga. Þetta er að mörgu leyti svipuð rök og íslensk olíu­fé­lög nota þegar þau benda á að þau eigi oft upp­safn­aðar birgðir af elds­neyti sem keyptar hafi verið á hærra verði. Því taki tíma fyrir lækk­anir á heims­mark­aðs­verði að skila sér út í verð­lag­ið.

Önnur ástæða er sú að álagn­ing hins sér­staka elds­neyt­is­gjalds skiptir í raun engu máli í verð­lagn­ingu á flug­mið­um. Kaup á elds­neyti eru risa­stór breyta í rekstri flug­fé­laga og því blasir við að þróun þess mun alltaf hafa áhrif á það verð sem flug­fé­lög geta boðið við­skipta­vinum sín­um. Það er enda svo að þegar flug er pantað kemur fram fullt verð, með elds­neyt­is­gjald­inu. Þ.e. að leggst ekki ofan á eftir að pantað hefur ver­ið.

Því hefur lengi verið rætt um það innan flug­geirans að þetta gjald sé til­gangs­laust og að löngu tíma­bært sé að taka það út úr verð­inu til að það valdi ekki rugl­ingi. Það hefur hins vegar ekki verið gert.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None