Icelandair hefur ekki lækkað eldsneytisgjald sitt í takti við lækkun á heimsmarkaðsverði

Icelandair-vol.jpg
Auglýsing

Icelandair hefur lækkað sér­stakt elds­neyt­is­gjald sitt um 15 pró­sent frá miðju ári í fyrra. Á sama tíma hefur heims­mark­aðs­verð á olíu fallið um 57 pró­sent. Hið sér­staka elds­neyt­is­gjald hefur verið hluti af verð­lagn­ingu ýmissa flug­fé­laga í heim­inum frá árinu 2004 og hefur sögu­lega ekki fylgt sveiflum heims­mark­aðs­verðs á olíu.

Heims­mark­aðs­verð á olíu fór niður fyrir 50 dali á hverja tunnu, eða fat, af Brent-olíu í fyrra­dag. Þegar þetta er skrifað er verðið 50,24 dalir á tunnu. Í júní 2014 kost­aði tunna af Brent-olíu 115,9 dali. Hún hefur því, líkt og áður sagði, lækkað um 57 pró­sent í verði á rúmu ári. Verðið hefur ekki verið lægra síðan á árinu 2009.

Kjarn­inn greindi frá því í gær að verð á elds­neyti til neyt­enda á Íslandi hafi ekki fylgt þróun á heims­mark­aðs­verði og fór yfir þær ástæður sem liggja þar að baki.

Auglýsing

Lækk­aði um 15 pró­sent í lok síð­asta ársIcelandair lækk­aði elds­neyt­is­gjaldið sitt um 15 pró­sent um mán­að­ar­mótin nóv­em­ber-des­em­ber 2014. Gjaldið er hluti af far­miða­verði margra flug­fé­laga og hjá Icelandair nemur þetta gjald stundum meira en helm­ingi af verði flug­mið­ans. Við þetta lækk­aði elds­neyt­is­gjaldið fyrir Evr­ópu­ferðir úr 9.200 krónum í 7.900 krónur og úr 16.400 krónum í 13.900 krónur ef flokið er til Norð­ur- Amer­íku.

Guð­jón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, segir að fyr­ir­tækið hafi ekki lækkað elds­neyt­is­gjaldið síðan í lok síð­asta árs. „Elds­neyt­isá­lag flug­fé­laga var sett á vorið 2004 þegar flug­elds­neyti hafði hækkað hratt, og var komið í 370 doll­ara á tonn­ið. Verðið hefur síðan sveifl­ast upp og nið­ur, fór hæst í meira en 1400 doll­ara 2008, lækk­aði svo niður í um 500 doll­ara 2009, hækk­aði aftur í 1400 doll­ara og er nú komið í kringum 500 doll­ara á tonn­ið. Elds­neyt­isá­lag hefur ekki fylgt þessum sveifl­um, en hefur farið lækk­and­i.“

Gjaldið barn síns tímaÁstæður þess að elds­neyt­is­gjaldið fylgir ekki sveiflum eru nokkr­ar. Þar ber fyrst að nefna þá að stærri flug­fé­lög verja sig vana­lega gagn­vart sveiflum í elds­neyt­is­verði með því að gera fram­virka samn­inga um kaup á því. Því hafa sveiflur yfir skemmri tíma ekki áhrif á elds­neytis­kaup flug­fé­laga. Þetta er að mörgu leyti svipuð rök og íslensk olíu­fé­lög nota þegar þau benda á að þau eigi oft upp­safn­aðar birgðir af elds­neyti sem keyptar hafi verið á hærra verði. Því taki tíma fyrir lækk­anir á heims­mark­aðs­verði að skila sér út í verð­lag­ið.

Önnur ástæða er sú að álagn­ing hins sér­staka elds­neyt­is­gjalds skiptir í raun engu máli í verð­lagn­ingu á flug­mið­um. Kaup á elds­neyti eru risa­stór breyta í rekstri flug­fé­laga og því blasir við að þróun þess mun alltaf hafa áhrif á það verð sem flug­fé­lög geta boðið við­skipta­vinum sín­um. Það er enda svo að þegar flug er pantað kemur fram fullt verð, með elds­neyt­is­gjald­inu. Þ.e. að leggst ekki ofan á eftir að pantað hefur ver­ið.

Því hefur lengi verið rætt um það innan flug­geirans að þetta gjald sé til­gangs­laust og að löngu tíma­bært sé að taka það út úr verð­inu til að það valdi ekki rugl­ingi. Það hefur hins vegar ekki verið gert.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None