Icelandair hefur ekki lækkað eldsneytisgjald sitt í takti við lækkun á heimsmarkaðsverði

Icelandair-vol.jpg
Auglýsing

Icelandair hefur lækkað sér­stakt elds­neyt­is­gjald sitt um 15 pró­sent frá miðju ári í fyrra. Á sama tíma hefur heims­mark­aðs­verð á olíu fallið um 57 pró­sent. Hið sér­staka elds­neyt­is­gjald hefur verið hluti af verð­lagn­ingu ýmissa flug­fé­laga í heim­inum frá árinu 2004 og hefur sögu­lega ekki fylgt sveiflum heims­mark­aðs­verðs á olíu.

Heims­mark­aðs­verð á olíu fór niður fyrir 50 dali á hverja tunnu, eða fat, af Brent-olíu í fyrra­dag. Þegar þetta er skrifað er verðið 50,24 dalir á tunnu. Í júní 2014 kost­aði tunna af Brent-olíu 115,9 dali. Hún hefur því, líkt og áður sagði, lækkað um 57 pró­sent í verði á rúmu ári. Verðið hefur ekki verið lægra síðan á árinu 2009.

Kjarn­inn greindi frá því í gær að verð á elds­neyti til neyt­enda á Íslandi hafi ekki fylgt þróun á heims­mark­aðs­verði og fór yfir þær ástæður sem liggja þar að baki.

Auglýsing

Lækk­aði um 15 pró­sent í lok síð­asta ársIcelandair lækk­aði elds­neyt­is­gjaldið sitt um 15 pró­sent um mán­að­ar­mótin nóv­em­ber-des­em­ber 2014. Gjaldið er hluti af far­miða­verði margra flug­fé­laga og hjá Icelandair nemur þetta gjald stundum meira en helm­ingi af verði flug­mið­ans. Við þetta lækk­aði elds­neyt­is­gjaldið fyrir Evr­ópu­ferðir úr 9.200 krónum í 7.900 krónur og úr 16.400 krónum í 13.900 krónur ef flokið er til Norð­ur- Amer­íku.

Guð­jón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, segir að fyr­ir­tækið hafi ekki lækkað elds­neyt­is­gjaldið síðan í lok síð­asta árs. „Elds­neyt­isá­lag flug­fé­laga var sett á vorið 2004 þegar flug­elds­neyti hafði hækkað hratt, og var komið í 370 doll­ara á tonn­ið. Verðið hefur síðan sveifl­ast upp og nið­ur, fór hæst í meira en 1400 doll­ara 2008, lækk­aði svo niður í um 500 doll­ara 2009, hækk­aði aftur í 1400 doll­ara og er nú komið í kringum 500 doll­ara á tonn­ið. Elds­neyt­isá­lag hefur ekki fylgt þessum sveifl­um, en hefur farið lækk­and­i.“

Gjaldið barn síns tímaÁstæður þess að elds­neyt­is­gjaldið fylgir ekki sveiflum eru nokkr­ar. Þar ber fyrst að nefna þá að stærri flug­fé­lög verja sig vana­lega gagn­vart sveiflum í elds­neyt­is­verði með því að gera fram­virka samn­inga um kaup á því. Því hafa sveiflur yfir skemmri tíma ekki áhrif á elds­neytis­kaup flug­fé­laga. Þetta er að mörgu leyti svipuð rök og íslensk olíu­fé­lög nota þegar þau benda á að þau eigi oft upp­safn­aðar birgðir af elds­neyti sem keyptar hafi verið á hærra verði. Því taki tíma fyrir lækk­anir á heims­mark­aðs­verði að skila sér út í verð­lag­ið.

Önnur ástæða er sú að álagn­ing hins sér­staka elds­neyt­is­gjalds skiptir í raun engu máli í verð­lagn­ingu á flug­mið­um. Kaup á elds­neyti eru risa­stór breyta í rekstri flug­fé­laga og því blasir við að þróun þess mun alltaf hafa áhrif á það verð sem flug­fé­lög geta boðið við­skipta­vinum sín­um. Það er enda svo að þegar flug er pantað kemur fram fullt verð, með elds­neyt­is­gjald­inu. Þ.e. að leggst ekki ofan á eftir að pantað hefur ver­ið.

Því hefur lengi verið rætt um það innan flug­geirans að þetta gjald sé til­gangs­laust og að löngu tíma­bært sé að taka það út úr verð­inu til að það valdi ekki rugl­ingi. Það hefur hins vegar ekki verið gert.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None