Íslendingar horfa 38 prósent minna á sjónvarp en árið 2008

television.jpg
Auglýsing

Áhorf landsmanna á íslenskar sjónvarpsstöðvar hefur dregist saman um 38 prósent frá árinu 2008. Þegar horft er á áhorf þeirra sem eru á aldrinum 12 til 49 ára er samdrátturinn enn meiri, eða 46 prósent. Þetta er hægt að sjá út úr fjölmiðlamælingum Capacent sem aðgengilegar eru á vefnum. Um er að ræða meðalfjölda mínútna sem hver einstaklingur sem mælingarnar ná til horfir á sjónvarp.

Áhorf á RÚV dregst mikið saman

Kjarninn tók saman áhorf á sjónvarp í nóvember árin 2008, 2010, 2013 og 2014. Í samantektinni kemur í ljós að í nóvember 2008 horfði hver einstaklingur á aldrinum 12-80 ára á RÚV að meðaltali í 537,5 mínútur á viku, eða tæpa  níu klukkutíma. Hlutdeild RÚV í heildaráhorfi á íslensku sjónvarpsstöðvarnar var á þeim tíma um 46 prósent. Tveimur árum síðar, í nóvember 2010, horfði hver Íslendingur í þessum aldurshópi á RÚV í 495,4 mínútur, og meðaláhorfið því dalað um átta prósent.      


Í nóvember í fyrra var meðaláhorfið komið niður í 442 mínútur, sem er um ellefu prósentum minna en það var í sama mánuði árið 2010. Í ár náði það síðan nýjum lægðum þegar meðaláhorfið var 382,5 mínútur, um sex klukkutíma og 23 mínútur, á viku. Það er 13,5 prósentum minna en áhorfið var í nóvember í fyrra og 29 prósent minna en það var í nóvember 2008.
Samdrátturinn er enn meiri þegar horft er einvörðungu á yngri áhorfendur, á aldrinum 12 til 49 ára. Þá hefur áhorf á RÚV dregist saman um 35 prósent á síðustu sex árum. Á síðastliðnu ári hefur áhorfið dregist saman um 13,2 prósent í þessum aldurshópi.

Stöð 2 og SkjárEinn bæta við sig á milli ára


Stærsta sjónvarpsstöðin sem er í áskrift, Stöð 2, hefur líka upplifað töluverðan samdrátt í áhorfi, eða um 35 prósent í aldurshópnum 12 til 80 ára á síðustu sex árum. Árið 2008 var staða Stöð 2 þannig að meira meðaláhorf hvers einstaklings undir 50 ára var hærra en það var á meðal allra aldurshópa. Það hefur breyst töluvert enda hefur áhorf í aldurshopnum 12 til 49 ára nánast helmingast á þessum sex árum, eða um 46 prósent.

Auglýsing

Athygli vekur hins vegar að Stöð 2 hefur bætt við sig áhorfi á milli 2013 og 2014 þrátt fyrir að færri horfi yfirhöfuð á sjónvarp. Alls hefur áhorfið þar í aldurshópnum 12 til 80 ára aukist um níu prósent. Áhorfið hjá fólki undir fimmtugu hefur hins vegar nánast staðið í stað.


Áhorf á SkjáEinn, næst stærstu áskriftarstöð landsins, hefur einnig dregist mikið saman á tímabilinu. Sá samdráttur er hins vegar ekki sambærilegur við hinar stöðvarnar þar sem SkjárEinn breyttist úr frístöð í áskriftarstöð í nóvember 2009. Ef horft er á breytingu á áhorfi á SkjáEinn á milli nóvembermánaðar 2013 og 2014 kemur í ljós að áhorf jókst um 13,2 prósent í aldurshópnum 12 til 80 ára. Hjá áhorfendum undir 50 ára jókst áhorfið um tæp 19 prósent. Vert er að taka fram að hlutdeild SkjásEins í heildaráhorfi í nóvembermánuði 2014 var 6,9 prósent á meða að hlutdeild RÚV var tæp 53 prósent og Stöðvar 2 rúm 27 prósent.

Kjarninn greindi frá því í byrjun október að áhorf á fréttatíma sjónvarpsstöðvanna hefði dregist mikið saman frá árinu 2008. Sá samdráttur virðist vera í samræmi við minnkandi sjónvarpsáhorf landsmanna, sérstaklega þeirra sem yngri eru.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None