Íslendingum sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna fækkaði mikið í fyrra

biskupar.jpg
Auglýsing

Sókn­ar­börnum Þjóð­kirkj­unnar hefur fækkað um átta þús­und á síð­ustu tíu árum, eða um 3,2 pró­sent. Þau eru nú 242.743 en voru 250.759 þús­und árið 2005. Á sama tíma hefur Íslend­ingum fjölgað um 35.523, en sú fjölgun hefur ekki skilað neinni aukn­ingu á sókn­ar­börnum Þjóð­kirkj­unn­ar. Þetta kemur fram í nýjum hag­tölum Hag­stofu Íslands um trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög sem birtar voru í morg­un.

Í byrjun þessa árs voru 73,8 pró­sent þjóð­ar­innar skráð í Þjóð­kirkj­unni. Hlut­fallið var 85,4 pró­sent árið 2005. Lang­flestar breyt­ingar á trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lagi sem áttu sér stað á árinu 2014 voru vegna þess að Íslend­ingar sögðu sig úr Þjóð­kirkj­unni, eða 2.533. Alls gengu 2.079 fleiri úr Þjóð­kirkj­unni en í hana. Það er tölu­verð aukn­ing frá árinu 2013 þegar brott­skráðir umfram nýskráða í Þjóð­kirkj­unni voru 1.716 tals­ins.

Þeim sem skráðu sig utan trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga fjölg­aði á síð­asta ári um 1.255. Þeim hefur fjölgað um rúm­lega ell­efu þús­und á ára­tug og erum nú 18.458, eða 5,6 pró­sentAf trú­fé­lögum varð mest fjölgun í Kaþ­ólsku kirkj­unni (469 fleiri skráðu sig en sögðu sig úr) og í Sið­mennt (409 fleiri skráðu sig en sögðu sig úr).

Auglýsing

Flótt­inn varað lengiFækkun þeirra sem kjósa að vera í Þjóð­kirkj­unni hefur verið mjög stöðug um nokk­urt langt skeið. Lengi vel var skipu­lag á Íslandi með þeim hætti að nýfædd börn voru ætið skráð í trú­fé­lag móð­ur. Það þurfti því sér­stak­lega að skrá sig úr trú­fé­lagi í stað þess að skrá sig inn í það. Nú er fyr­ir­komu­lagið þannig að nýjum for­eldrum er gert að velja hvaða trú­fé­lagi þau vilja að börn þeirra til­heyri þegar nafn þeirra er skráð, eða hvort þau vilji að börnin standi utan trú­fé­lags, ef for­eldr­arnir eru ekki skráðir í sama trú­fé­lag og eru skráðir í sam­búð eða hjú­skap.

Árið 1992 voru 92,2 pró­sent lands­manna skráðir í Þjóð­kirkj­una. Um ald­ar­mótin var það hlut­fall komið niður í 89 pró­sent og í dag er það 73,8 pró­sent. Þeim íslensku rík­is­borg­urum sem kusu að standa utan Þjóð­kirkj­unnar voru 30.700 um síð­ustu ald­ar­mót. Í byrjun þessa árs voru þeir 86.357 tals­ins. Þeim hefur því fjölgað um rúm­lega 55 þús­und á 15 árum.

Mun færri börn skráð í Þjóð­kirkj­una við fæð­inguInnan við 60 pró­sent þeirra barna sem fædd­ust í fyrra voru skráð í Þjóð­kirkj­una við fæð­ingu. Hlut­fallið hefur lækkað veru­lega frá árinu 2005, þegar það var rúm­lega 80 pró­sent. Á sama tíma­bili hefur börnum sem eru skráð með ótil­greinda trú­fé­lags- eða lífs­skoð­un­ar­að­ild fjölgað mik­ið, eða úr tæpum sex pró­sentum barna sem fædd­ust árið 2005 í rúm­lega 26 pró­sent barna sem fædd­ust árið 2014.Þetta er hægt að sjá út úr tölum sem birt­ust í svari Ólafar Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Sig­ríðar Ingi­bjargar Inga­dótt­ur, þing­konu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um skrán­ingu barna í trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög. Svarið var lagt fram á Alþingi í lok febr­úar síð­ast­lið­ins.

45.560 lif­andi fædd börn komu í heim­inn á Íslandi á árunum 2005 til 2014. 1.716 börn voru skráð utan trú- eða lífs­skoð­un­ar­fé­laga og 4.774 börn voru skráð með ótil­greinda trú­fé­lags- eða lífs­skoð­un­ar­fé­lags­að­ild. Eftir að ný lög tóku gildi í byrjun árs 2013 eru börn skráð með stöð­una „ótil­greind trú­fé­lags- eða lífs­skoð­un­ar­fé­lags­að­ild“ ef for­eldrar þeirra eru í hjú­skap eða sam­búð en ekki í sama trú­fé­lagi. For­eldrar þurfa þá að taka sam­eig­in­lega ákvörðun um trú­fé­lag en fram að því er barnið skráð með ótil­greinda stöðu.

Traust til kirkj­unnar hefur minnkað mikið frá ald­ar­mótumTraust til Þjóð­kirkj­unnar hefur einnig dalað mjög skarpt frá ald­ar­mót­um. Árið 1999 treystu 61 pró­sent lands­manna Þjóð­kirkj­unni sam­kvæmt könnun Þjóð­ar­púlsi Capacent. Traustið hrundi næstu árin og fór lægst í 28 pró­sent í febr­úar 2012. Það hefur síðan auk­ist lít­il­lega og í nýjasta Þjóð­ar­púls­inum sem mældi traust til stofn­ana, sem var fram­kvæmdur í febr­úar 2015, mæld­ist traustið 36 pró­sent. Það er 25 pró­sentu­stigum minna en það var fyrir 16 árum síð­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None