Íslendingum sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna fækkaði mikið í fyrra

biskupar.jpg
Auglýsing

Sókn­ar­börnum Þjóð­kirkj­unnar hefur fækkað um átta þús­und á síð­ustu tíu árum, eða um 3,2 pró­sent. Þau eru nú 242.743 en voru 250.759 þús­und árið 2005. Á sama tíma hefur Íslend­ingum fjölgað um 35.523, en sú fjölgun hefur ekki skilað neinni aukn­ingu á sókn­ar­börnum Þjóð­kirkj­unn­ar. Þetta kemur fram í nýjum hag­tölum Hag­stofu Íslands um trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög sem birtar voru í morg­un.

Í byrjun þessa árs voru 73,8 pró­sent þjóð­ar­innar skráð í Þjóð­kirkj­unni. Hlut­fallið var 85,4 pró­sent árið 2005. Lang­flestar breyt­ingar á trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lagi sem áttu sér stað á árinu 2014 voru vegna þess að Íslend­ingar sögðu sig úr Þjóð­kirkj­unni, eða 2.533. Alls gengu 2.079 fleiri úr Þjóð­kirkj­unni en í hana. Það er tölu­verð aukn­ing frá árinu 2013 þegar brott­skráðir umfram nýskráða í Þjóð­kirkj­unni voru 1.716 tals­ins.

Þeim sem skráðu sig utan trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga fjölg­aði á síð­asta ári um 1.255. Þeim hefur fjölgað um rúm­lega ell­efu þús­und á ára­tug og erum nú 18.458, eða 5,6 pró­sentAf trú­fé­lögum varð mest fjölgun í Kaþ­ólsku kirkj­unni (469 fleiri skráðu sig en sögðu sig úr) og í Sið­mennt (409 fleiri skráðu sig en sögðu sig úr).

Auglýsing

Flótt­inn varað lengiFækkun þeirra sem kjósa að vera í Þjóð­kirkj­unni hefur verið mjög stöðug um nokk­urt langt skeið. Lengi vel var skipu­lag á Íslandi með þeim hætti að nýfædd börn voru ætið skráð í trú­fé­lag móð­ur. Það þurfti því sér­stak­lega að skrá sig úr trú­fé­lagi í stað þess að skrá sig inn í það. Nú er fyr­ir­komu­lagið þannig að nýjum for­eldrum er gert að velja hvaða trú­fé­lagi þau vilja að börn þeirra til­heyri þegar nafn þeirra er skráð, eða hvort þau vilji að börnin standi utan trú­fé­lags, ef for­eldr­arnir eru ekki skráðir í sama trú­fé­lag og eru skráðir í sam­búð eða hjú­skap.

Árið 1992 voru 92,2 pró­sent lands­manna skráðir í Þjóð­kirkj­una. Um ald­ar­mótin var það hlut­fall komið niður í 89 pró­sent og í dag er það 73,8 pró­sent. Þeim íslensku rík­is­borg­urum sem kusu að standa utan Þjóð­kirkj­unnar voru 30.700 um síð­ustu ald­ar­mót. Í byrjun þessa árs voru þeir 86.357 tals­ins. Þeim hefur því fjölgað um rúm­lega 55 þús­und á 15 árum.

Mun færri börn skráð í Þjóð­kirkj­una við fæð­inguInnan við 60 pró­sent þeirra barna sem fædd­ust í fyrra voru skráð í Þjóð­kirkj­una við fæð­ingu. Hlut­fallið hefur lækkað veru­lega frá árinu 2005, þegar það var rúm­lega 80 pró­sent. Á sama tíma­bili hefur börnum sem eru skráð með ótil­greinda trú­fé­lags- eða lífs­skoð­un­ar­að­ild fjölgað mik­ið, eða úr tæpum sex pró­sentum barna sem fædd­ust árið 2005 í rúm­lega 26 pró­sent barna sem fædd­ust árið 2014.Þetta er hægt að sjá út úr tölum sem birt­ust í svari Ólafar Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Sig­ríðar Ingi­bjargar Inga­dótt­ur, þing­konu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um skrán­ingu barna í trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög. Svarið var lagt fram á Alþingi í lok febr­úar síð­ast­lið­ins.

45.560 lif­andi fædd börn komu í heim­inn á Íslandi á árunum 2005 til 2014. 1.716 börn voru skráð utan trú- eða lífs­skoð­un­ar­fé­laga og 4.774 börn voru skráð með ótil­greinda trú­fé­lags- eða lífs­skoð­un­ar­fé­lags­að­ild. Eftir að ný lög tóku gildi í byrjun árs 2013 eru börn skráð með stöð­una „ótil­greind trú­fé­lags- eða lífs­skoð­un­ar­fé­lags­að­ild“ ef for­eldrar þeirra eru í hjú­skap eða sam­búð en ekki í sama trú­fé­lagi. For­eldrar þurfa þá að taka sam­eig­in­lega ákvörðun um trú­fé­lag en fram að því er barnið skráð með ótil­greinda stöðu.

Traust til kirkj­unnar hefur minnkað mikið frá ald­ar­mótumTraust til Þjóð­kirkj­unnar hefur einnig dalað mjög skarpt frá ald­ar­mót­um. Árið 1999 treystu 61 pró­sent lands­manna Þjóð­kirkj­unni sam­kvæmt könnun Þjóð­ar­púlsi Capacent. Traustið hrundi næstu árin og fór lægst í 28 pró­sent í febr­úar 2012. Það hefur síðan auk­ist lít­il­lega og í nýjasta Þjóð­ar­púls­inum sem mældi traust til stofn­ana, sem var fram­kvæmdur í febr­úar 2015, mæld­ist traustið 36 pró­sent. Það er 25 pró­sentu­stigum minna en það var fyrir 16 árum síð­an.

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None