Sunna Ósk Logadóttir Páll Kvaran Mynd: Sunna Ósk Logadóttir
Páll Kvaran í bruggverksmiðjunni sinni í Kampala.
Sunna Ósk Logadóttir

Íslenskur ævintýramaður stofnaði vinsælt brugghús í Úganda

Nokkrir vinir sem kynntust í Kampala stofnuðu bruggklúbb. Reglulega hittust þeir til að smakka og prófa nýjar aðferðir og „allt í einu áttuðum við okkur á því að bjórinn væri bara orðinn frekar góður,“ segir Páll Kvaran sem er búsettur í Úganda og stofnaði fyrsta handverksbrugghús landsins. Bjórinn nýtur sívaxandi vinsælda og fæst orðið á um hundrað stöðum. Og þrátt fyrir að heimsfaraldurinn hafi sett strik í reikninginn er nú bjart framundan.

Ég flutti hingað fyrst til að vinna fyrir Þró­un­ar­sam­vinnu­stofnun sem þá var og hét,“ segir Páll Kvaran sem búið hefur í Úganda í ára­tug. Hann er mennt­aður í þró­un­ar­fræðum og bauðst á sínum tíma að velja um starf í Malaví eða Úganda. Hann las sér til um þau bæði og fannst Úganda meira spenn­andi. „Og hér er ég enn,“ segir hann og brosir glettn­is­lega.

Blaða­maður Kjarn­ans hitti Pál í Naka­ser­o-hverfi Kampala, höf­uð­borgar Úganda, til að for­vitn­ast um veru hans í land­inu græna við mið­baug. Landi sem er ólíkt Íslandi á ótal vegu, hefur sína kosti og galla eins og gengur og ger­ist, þar sem hlut­irnir eiga það til að ger­ast hægt, „stundum mjög hægt“ en er að sama skapi upp­fullt af tæki­færum og allslags ævin­týr­um.

Í fyrstu starf­aði Páll að jafn­rétt­is- og umhverf­is­málum á vegum Þró­un­ar­stofn­un­ar. Eftir ár í því starfi réði hann sig í vinnu hjá úgönsku fyr­ir­tæki sem sinnir verk­efnum á sviði land­bún­að­ar. „Mig lang­aði að hafa meiri áhrif. Og land­bún­að­ur­inn er mik­il­væg­asta atvinnu­greinin í mörgum löndum Afr­íku. Innan hans hafa margir spenn­andi hlutir verið að ger­ast sem hefur orðið og verður von­andi enn meiri lyfti­stöng fyrir sam­fé­lögin hér.“

Páll hélt m.a. utan um verk­efni sem snéru að því að auka sam­vinnu bænda á ýmsum svið­um, inn­leiða nútíma­legri aðferðir við ræktun og auð­velda þeim aðgengi að lánum og mörk­uðum með afurðir sínar svo dæmi séu tek­in. „Mér fannst ég sjá árangur af þess­ari vinnu, að þetta bætti kjör fólks­ins. Og það var einmitt það sem ég vildi ger­a.“

Sakn­aði Íslands

Að nokkrum árum liðnum var Páll far­inn að sakna Íslands. Honum bauðst starf sem frétta­maður á RÚV og ákvað að slá til. Þar var hann í um fimm mán­uði og færði sig svo yfir á vef­mið­il­inn Eyj­una. En eftir ár í frétta­mennsku á Íslandi var Úganda aftur farið að toga í hann af krafti. Því var aftur pakkað ofan í tösku og flogið til Afr­íku.

Páll í klettaklifri í Úganda en hann gekk þar í fjallaklúbb og var fljótlega kominn þar í stjórn.
Úr einkasafni

Páll vann að land­bún­að­ar­verk­efn­unum áfram eftir kom­una til Úganda en hóf svo störf hjá rann­sókn­ar­stofn­un­inni Innovations for Poverty Act­ion (IPA). „Sú stofnun sér­hæfir sig í að rann­saka hvað virkar og hvað virkar ekki í þró­un­ar­mál­um. Og sann­leik­ur­inn er sá að það er ýmis­legt sem hefur verið reynt sem virkar ekki. Hjálpar ekki raun­veru­lega fólk­inu sem verk­efnin bein­ast að og hefur jafn­vel í sumum til­vikum haft nei­kvæð áhrif á nær­sam­fé­lag­ið.“

Í Úganda eru fjöl­margar stofn­anir og sam­tök ýmis­konar að störfum í verk­efnum þar sem beitt er marg­vís­legri nálg­un. Mik­il­vægt að þessir aðilar geti sótt sér þekk­ingu í þann reynslu­banka sem til hefur orðið síð­ustu ára­tugi í þró­un­ar­mál­um.

Úganda er ríkt af náttúrufegurð en þar er fátækt útbreidd, ekki síst meðal barna. Mynd: Úr einkasafni

Um ítar­legar lang­tíma­rann­sóknir er að ræða og beitt er aðferðum sem við erum farin að kann­ast vel við eftir far­aldur COVID-19: Tveir hópar, sem í velst fólk af handa­hófi, eru rann­sak­að­ir: Annar er innan þess þró­un­ar­verk­efn­is­ins sem um ræðir en hinn fær „lyf­leysu“, þ.e. er utan verk­efn­is­ins.

Eftir ár hjá IPA færði hann sig yfir til ráð­gjafa­fyr­ir­tækis í staf­rænum land­bún­aði. Starfið þar gekk m.a. út á að aðstoða stór land­bún­að­ar­fyr­ir­tæki að borga bændum raf­rænt fyrir afurðir sín­ar. Hann tekur dæmi af tefyr­ir­tæki í Aust­ur-Úg­anda sem borg­aði bændum með því að henda pen­inga­sekkjum út úr flug­vél niður á akrana. „Það var ekki aðeins hættu­legt heldur kostn­að­ar­sam­t,“ segir Páll.

Páll vann með mörgum land­bún­að­ar­fyr­ir­tækjum um allt Úganda en einnig ann­ars staðar í Afr­íku, m.a. í Gana, á Fíla­beins­strönd­inni og í Sam­b­íu. Hann sinnir enn ráð­gjafa­störf­um, m.a. fyrir Alþjóða­bank­ann og Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar, en krafta sína nýtir hann nú einnig í fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði ásamt vini sín­um, Kanada­mann­inum Adam.

„Ég og vinir mínir hér í Kampala vorum með brugg­klúbb,“ byrjar hann á að segja um til­urð fyr­ir­tæk­is­ins. „Við hitt­umst reglu­lega til að brugga og smakka bjór­inn. Fólk kemur og fer mikið hérna og allt í einu vorum við tveir eftir í klúbbn­um. Þetta var bara tóm­stundagaman og átti aldrei að fara neitt lengra en það. En allt í einu átt­uðum við okkur á því að bjór­inn væri bara orð­inn frekar góð­ur.“

Ban­ange! Time for a cold one. Availa­ble in Shop­rite, Quality, Millenni­um, Jumia Party and dozens of bars and restaurants...

Posted by Ban­ange Brewing Company on Fri­day, May 21, 2021

Þannig hófst það ævin­týri sem end­aði með stofnun Ban­ange, fyrsta hand­verks­brugg­húss Úganda.

Bjór hafði vissu­lega verið brugg­aður í Úganda lengi en stóru fyr­ir­tækin tvö sem réðu mark­aðnum fram­leiddu ein­göngu lag­er­bjór.

Í nágranna­land­inu Kenía er hins vegar nokkuð síðan að brugg­hús fóru að spretta upp. „Það er oft talað um að Kenía sé um það bil ára­tug á undan Úganda í fram­þró­un,“ segir Páll. „Ég fór oft til Kenía og sá öll þessi brugg­hús og fór að velta þessu fyrir mér. Hvort að það væri ef til vill mark­aður fyrir að minnsta kosti eitt slíkt hér í Úganda.“

Páll og félagi hans gáfu sér góðan tíma eða um tvö ár í að setja saman við­skipta­á­ætlun og leita að fjár­fest­um. „Við þurftum að prófa okkur áfram á mark­aðnum áður en við færum af stað. Við urðum að vera þess full­vissir að fólk væri til­búið að borga meira fyrir bjór­inn okk­ar, sem er dýr­ari í fram­leiðslu en inn­lendi lag­er­bjór­inn. Svo að allt gengi upp þurftum við að selja hann á tvö­falt hærra verði og spurn­ingin var hvort að það væri yfir höfuð raun­hæft.“

Framleiðslugeta brugghússins í Kampala er um 20 þúsund lítrar.
Sunna Ósk Logadóttir

Á nokk­urra mán­aða tíma­bili brugg­uðu þeir Adam nokkur hund­ruð bjóra og aug­lýstu hann svo til sölu á því verði sem til þurfti. „Við hugs­uðum með okkur að ef allt myndi selj­ast upp á tveimur vikum þá gætum við sagt áhuga­sömum fjár­festum að það væri næg eft­ir­spurn. En svo seld­ist hann allur upp á tveimur dög­um,“ segir Páll og breitt bros fær­ist yfir and­lit­ið. Þar með voru þeir komnir með sönnun fyrir því að bjór­inn myndi rennan ljúf­lega ofan í hinn úganska mark­að. Eftir þetta fóru hjólin að snú­ast mjög hratt.

Um tutt­ugu fjár­festar ákváðu að slá til og bygg­ing brugg­húss­ins hófst í Naka­ser­o-hverf­inu í Kampala á sömu lóð og finna má úrvals jap­anskan veit­inga­stað sem var svo fyrstur til að taka bjór­inn í sölu. Smám saman bætt­ust fleiri veit­inga­staðir og barir í hóp við­skipta­vina og áður en langt um leið var farið að selja bjór­inn víða. Í fyrstu var hann aðeins seldur í kútum sem rúllað var út eins og heitum lumm­um.

En svo kom COVID og allt breytt­ist og það frekar hratt.

Páll sýnir áhugasömum gestum starfsemi Banange-brugghússins.
Úr einkasafni

„Það eru liðin rétt rúm­lega þrjú ár síðan að við opn­uðum og í tvö þeirra hefur geisað heims­far­ald­ur,“ segir Páll. Far­ald­ur­inn hafi vissu­lega sett strik í reikn­ing­inn hjá hinu nýstofn­aða fyr­ir­tæki.

„Sett var á útgöngu­bann í Úganda,“ útskýrir hann, „og þetta var alls­herjar útgöngu­bann í fyrstu. Allir veit­inga­stað­ir, barir og hrein­lega allt var lok­að. Engir bílar eða skell­inöðrur á göt­un­um. Ekk­ert. Ein­hvers konar útgöngu­bann var í gildi í heil tvö ár, því var aðeins nýlega aflétt. Þetta þýddi í raun að á þessum tíma mátti ekki selja áfengi á þessum stöð­u­m“.

Þetta varð til þess að salan hjá Ban­ange minnk­aði um heil 85 pró­sent fyrst í stað.

Og þá voru góð ráð dýr. „Við fórum strax að reyna að finna leiðir til að halda við­skipt­unum gang­and­i,“ rifjar Páll upp. Þeir Adam ákváðu svo að bregð­ast við með því að hefja átöppun á flöskur og bjóða heim­send­ingu. Einnig lögðu þeir mikið á sig við að koma bjórnum í sölu í stærstu mat­vöru­versl­un­un­um.

Þessi skjótu við­brögð skil­uðu árangri og um átta mán­uðum eftir að útgöngu­bannið var sett á var salan komin á svipað ról og hún hafði verið fyrir far­ald­ur­inn.

Get your fri­day grove on sipp­ing on some IPA and Amber 🥂 Have you checked out some of the new Ban­ange...

Posted by Ban­ange Brewing Company on Fri­day, Sept­em­ber 17, 2021

En þetta hefur ekki gengið þrauta­laust fyrir sig. Að selja bjór á kútum er nokkuð ein­falt en að selja bjór í flöskum kallar á fleiri starfs­menn, nýjar vélar og fleira í þeim dúr og svo dúkk­uðu upp ýmis vanda­mál sem kunna að koma Íslend­ingum spánskt fyrir sjón­ir.

„Við þurftum við að læra að ger­ilsneyða bjór­inn,“ byrjar Páll á að lýsa en í hit­anum í Úganda er allt annað en ein­falt mál að halda bjór á flöskum í góðum gæð­um. „Á Vest­ur­löndum er hægt að tryggja að flösku­bjór sé kældur nær allan tím­ann frá því að hann kemur út úr verk­smiðj­unni og þar til hann er kom­inn í ísskáp neyt­and­ans. En hér þarf að gera ráð fyrir að hann sé sjaldn­ast geymdur í kæli frá því að hann er fram­leiddur og þar til hann er opn­að­ur. Að hann þoli að vera í 25 stiga hita í allt að sex mán­uði án þess að flösk­urnar fari að springa. Þess vegna verður að ger­ilsneyða hann.“

Kynning á Banange-bjórnum gekk vonum framar og allt benti til þess að markaður væri fyrir handverksbjór í Úganda. Mynd: Úr einkasafni

Fleiri hindr­anir þurfti að yfr­stíga. „Að kaupa flöskur var eitt og sér vanda­mál. Það er ekki hægt að kaupa þær hér nema í gríð­ar­legu magni og við þurfum því að panta þær frá Tansan­íu.“

Og ýmis­legt hefur svo komið upp á sem ekki var fyr­ir­séð. „Það hefur kviknað í öllu sem er brenn­an­legt í brugg­hús­in­u,“ segir hann og hlær. Annað dæmi er öllu und­ar­legra. „Einn dag­inn byrj­uðu allar vélar að ganga aft­urá­bak í brugg­hús­inu. Ég leit ofan í einn ket­il­inn, sá þetta og hugs­aði hvað í ósköp­unum væri í gang­i.“

Hann komst svo að því að starfs­maður raf­magns­veitu rík­is­ins hafði verið að störfum í nágrenn­inu og tengt svo allt heila klabbið öfugt sam­an. „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að þetta gæti einu sinni gerst – að þetta væri raun­veru­leg áhætta!“

Sóttuð þið bæt­ur?

„Ertu að grínast! Það hefði verið hlegið að okk­ur.“

Útbúa varð sér­staka vél í verk­smiðj­unni til að tryggja að þetta myndi ekki end­ur­taka sig.

Vatnið er svo enn eitt sem ekki er hægt að stóla á. „Vatns­veitan skellir stundum klór út í vatnið án þess að láta nokkurn vita. Mæl­arnir okkar fóru einu sinni að sýna mikið magn af klór og þar sem ekki er hægt að fá þá til að til­kynna þetta fyr­ir­fram urðum við að kaupa vél til að filt­era vatn­ið.“

En núna eru þessi vand­ræði úr sög­unni og allt gengur smurt fyrir sig í brugg­hús­inu. Starfs­mönnum hefur fjölgað jafnt og þétt og eru nú orðnir tólf.

Í dag er hægt að kaupa Ban­gange-­bjór á yfir hund­rað stöð­um. Og þar sem útgöngu­bann­inu hefur loks verið aflétt er fyr­ir­séð að salan eigi eftir að taka kipp og sölu­stöðum fjölga. „Það er mik­ill vöxtur framund­an,“ spáir Páll.

Ban­ange (borið fram nákvæm­lega eins og það er skrif­að) er upp­hrópun á lúganda, tungu meiri­hluta Úganda­manna. „Þetta þýðir eitt­hvað eins og „guð minn góð­ur!“ eða „vá!“ Orð sem fólk notar þegar eitt­hvað kemur því skemmti­lega á óvart og það vill vekja athygli á því,“ útskýrir Páll sem segir orðið mikið notað í almennu tali. „Úg­anda­menn fíla þetta nafn á bjórnum mjög vel og hlæja þegar þeir sjá það og heyra.“ Lit­skrúð­ugir mið­arnir á flösk­un­um, lógóin, hafa ekki síður vakið lukku bæði heima­manna og ann­arra. Á þeim má sjá nokkur af þekkt­ustu dýrum lands­ins, þau hin sömu og fólk flykk­ist hingað til að sjá.

Hjá Ban­ange hafa verið brugg­aðar átta teg­undir af bjór en núna, í ljósi feng­innar reynslu, hefur þeim verið fækkað niður í fjór­ar.

Bragð sem þarf að venj­ast

Í Úganda starfa margir útlend­ingar frá öllum heims­horn­um. Sumir starfa hjá alþjóða­stofn­un­um, aðrir hjá hjálp­ar­sam­tökum og enn aðrir hjá ýmsum fyr­ir­tækj­um. Þá eru ótaldir ferða­menn sem og fólk sem dvelur í Úganda en er í fjar­vinnu frá heima­land­inu. Þetta fólk er alla jafna kallað „ex­pat­ar“ – og meiri­hluti þess staldrar aðeins tíma­bundið við, í nokkra mán­uði eða örfá ár. Í þessum hópi er fólk sem þekkir vel til hand­verks­brugg­húsa í sínum heima­löndum og eru „nokkuð aug­ljós mark­að­ur“ fyrir Ban­ange-­bjór­inn að sögn Páls.

En þar sem Ban­ange er fyrsta slíka brugg­húsið í Úganda þekktu heima­menn fæstir til fram­leiðslu þeirra. „Þetta eru bragð­teg­undir sem þarf aðeins að venj­ast. Þær vinna á með tím­an­um. Það eru ekk­ert svo mörg ár síðan að fyrstu brugg­húsin voru opnuð á Íslandi. Ann­ars höfðu Íslend­ingar sem bjuggu í útlöndum verið þeir sem kom­ist höfðu á bragð­ið. Og það er sama sagan hér.“

Banange er sannarlega handverksbrugghús. Joan sölu- og markaðsstjóri límir miða á flöskur og Kenneth, aðstoðar bruggmeistari, rífur niður appelsínur sem notaðar eru til að bragðbæta eina bjórtegundina.
Sunna Ósk Logadóttir

Eftir far­ald­ur­inn er fjár­hagur margra enn þrengri en hann var. Ferða­þjón­ust­an, ein arð­bærasta atvinnu­grein­in, hrein­lega lagð­ist af svo dæmi sé tekið og það mun að mati Páls taka tíma fyrir hag­kerfið að jafna sig. „Prem­ium bjór er því skilj­an­lega ekki efstur á inn­kaupa­lista fólks.“

Páll segir stór­und­ar­legt ástand hafa skap­ast er útgöngu­bannið var sett á í byrjun far­ald­urs­ins. Fólk mátti t.d. ekki fara á milli borg­ar­hluta og lög­reglan setti upp vega­tálma. Aðeins þeir sem voru með sér­stök leyfi máttu yfir höfuð aka og fara í gegn. „Kampala varð allt önnur borg,“ rifjar hann upp. Göt­urnar tóm­ar, aðeins fót­gang­andi á ferð þar sem áður var iðandi mann­líf og alveg svaka­legar umferð­ar­tepp­ur.

Og talandi um umferð­ar­tepp­ur.

Er eitt­hvað sem þú saknar frá Íslandi?

„Ég sakna umferð­ar­inn­ar,“ segir Páll. „Mitt per­sónu­lega met á leið­inni í vinn­una, sem er spöl­korn frá heim­ili mínu, er um fjórir tím­ar.“

Þá seg­ist hann einnig sakna skil­virkn­innar á Íslandi. „Hér tekur flest langan tíma. Stundum mjög langan,“ bætir hann við kím­inn.

Páll kann vel við sig í kayak á Nílarfljóti.
Úr einkasafni

En líf Páls í Úganda hefur svo sann­ar­lega ekki ein­göngu ein­kennst af vinnu.

Hann er mik­ill úti­vist­ar­maður og hefur lagt stund á ýmsar jaðar­í­þrótt­ir. Í Úganda hefur hann til dæmis reynt fyrir sér í kletta­klifri og „kitesurf­ing“, stundum nefnt sjó­dreka­flug á íslensku, í Ken­ía.

En þetta er bara brot af því sem Páll hefur haft ástríðu fyrir á árunum í Afr­íku og lík­lega eru það kayak-­sigl­ingar sem standa upp úr en þær hóf hann fljót­lega eftir kom­una til Úganda og varð fljótt hug­fang­inn af þeirri iðju. Að fara á kayak um flúðir Níl­ar­fljóts undir heitri Afr­íku­sól er engu líkt að hans sögn.

Hefur þú farið á kayak á Íslandi?

„Já,“ svarar hann, hlær og segir vart hægt að líkja þessu sam­an. „Þegar þú flippar kayak á Íslandi færðu „brain­freeze“ en hér flippar maður til að kæla sig!“

Og margt fleira hefur Páll haft fyrir stafni. Hann hefur spilað á trommur í nokkrum hljóm­sveitum sem skip­aðar voru bæði heima­mönnum og útlend­ing­um. „Við vorum svona að reyna að koma með rokk og blús inn í tón­list­ar­menn­ing­una hér og spil­uðum víða.“

Páll ásamt Erlu systur sinni í skíðaferðalagi í Evrópu.
Úr einkasafni

Að auki iðk­aði Páll og kenndi jiu-jitsu um tíma og það var einmitt í því sporti sem hann kynnt­ist kærust­unni sinni, Kylu Long­man frá Banda­ríkj­un­um. Nú búa þau saman á Kololo-hæð í Kampala ásamt hundi sem þau tóku að sér.

Íslend­inga­sam­fé­lagið í Úganda er ekki stórt en þó er lít­ill vísir að slíku til stað­ar. Á hverjum tíma eru alltaf ein­hverjir Íslend­ingar að vinna í sendi­ráð­inu í Kampala. Þá rekur Íslend­ingur hótel í borg­inni Entebbe og annar fyr­ir­tæki í græn­met­is- og ávaxta­út­flutn­ingi. Svo koma annað slagið Íslend­ingar að vinna í hjálp­ar­starfi sem og hjá alþjóða­stofn­un­um. „Síð­asti Íslend­inga­hitt­ing­ur­inn var þegar Hat­ari keppti í Eurovision. Þá komum við saman til að horfa.“

Holur sem gleyptu bíla

En hvað hefur breyst í Úganda á þessum tíu árum?

„Kampala hefur breyst svaka­lega mik­ið,“ svarar Páll og nefnir þegar í stað veg­ina. Núna eru þeir flestir mal­bik­aðir (!) og oft (ekki alltaf) sæmi­lega við hald­ið. „Þegar ég kom hingað fyrst var risa­stór hola í göt­unni rétt hjá íslenska sendi­ráð­inu. Hola sem var stærri en bíll­inn minn. Þegar ég keyrði fyrst fram hjá henni þá átti ég ekki orð! En ég var hepp­inn að sjá hana áður en það rigndi. Því þegar það rigndi þá barma­fyllt­ist hún af vatni og virt­ist ekki vera nema stór drullu­poll­ur. Ég sá einu sinni bíl fljóta um í hol­unni. En þannig var það, í fín­asta hverf­inu í Kampala voru holur sem gátu gleypt bíla.“

Í dag er hægt að kaupa Bangange-bjór á yfir hundrað stöðum. Og þar sem útgöngubanninu hefur loks verið aflétt er fyrirséð að salan eigi eftir að taka kipp og sölustöðum fjölga. „Það er mikill vöxtur framundan,“ spáir Páll.
Sunna Ósk Logadóttir

Önnur aug­ljós breyt­ing á ásýnd Kampala eru allar stóru versl­un­ar­mið­stöðv­arnar sem nú hafa ris­ið. „Þegar ég kom fyrst voru þær tvær en núna eru þær örugg­lega að nálg­ast tutt­ug­u.“

Tvennt hefur hins vegar lítið eða ekk­ert breyst: Stjórn­málin og veðr­ið. Sami for­seti hefur setið á valda­stóli frá árinu 1986 og er meðal þaul­setn­ustu þjóð­höfð­ingja ver­ald­ar. Veðrið í hita­belt­inu þarf svo vart að útskýra. Það er alltaf gott og oft­ast mjög gott.

Að auki má segja að á flesta mæli­kvarða hafi orðið umtals­verð fram­þróun í land­inu sem Páll segir að sé miklu örugg­ara og rólegra en marga Íslend­inga eflaust gruni. „Það eru ýmis merki á lofti um að Úganda eigi bjarta fram­tíð fyrir sér.“

Fyrir því er við­eig­andi að skála. Og þá auð­vitað í Ban­ange-­bjór.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal