Konur enn færri en karlar á Alþingi

Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.

Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Auglýsing

Leið­rétt­ing: End­ur­taln­ing í Norð­vest­ur­kjör­dæmi nú undir kvöld hefur leitt í ljós mis­ræmi í taln­ingu atkvæða. Síð­degis var ákveðið að telja þar aftur og nið­ur­staðan breytir miklu: Konur eru ekki meiri­hluti þing­manna.

Þrjá­tíu konur náðu kjöri til Alþingis í kosn­ing­unum í gær og 33 karl­ar. Í níu klukku­stundir leit út fyrir að nið­ur­staðan væri einmitt öfug og að konur hefðu í fyrsta sinn í sög­unni náð meiri­hluta á þing­inu. Konur eru einnig innan við helm­ingur þing­manna stjórn­ar­flokk­anna þriggja, eða átján af þeim 37 sem sam­an­lagt náðu kjöri en voru nítján fyrir end­ur­taln­ing­una. Engin gler­þök voru því brotin í morgun líkt og talið var.

Á þing fyrir stærsta flokk lands­ins, Sjálf­stæð­is­flokk, setj­ast sjö konur en flokk­ur­inn fékk sextán þing­menn kjörna. Fram­sókn fékk þrettán þing­menn kjörna, þar af sex kon­ur. Vinstri græn náðu átta þing­mönnum og af þeim eru fimm kon­ur.

Af sex þing­mönnum Sam­fylk­ingar eru fjórar kon­ur. Af sex þing­mönnum Pírata eru þrjár konur og þrjár eru sömu­leiðis í fimm manna þing­manna­hópi Við­reisn­ar. Tvær konur munu setj­ast á þing fyrir Flokk fólks­ins af sex þing­mönnum sem náðu kjöri. Mið­flokk­ur­inn náði þremur inn á þing. Engin kona er í þeim hópi.

Auglýsing

Konur leiddu 28 af 61 fram­boðs­lista þeirra ell­efu stjórn­mála­flokka sem voru í kjöri fyrir Alþing­is­kosn­ing­arnar eða tæp 46 pró­sent þeirra. Af þeim 305 sem raðað var í efstu fimm sæti allra þess­ara lista voru 147 skipuð konum eða rúm 48 pró­sent.

Á þeim 99 árum sem liðin eru frá því að fyrsta kon­an, Ingi­björg H. Bjarna­son, var kosin til setu á Alþingi, hefur fjöldi þing­kvenna verið allt frá engri upp í 33 og höfðu þær aldrei, fyrr en nú, náð að verða fleiri en karl­ar. Fyrir þessar kosn­ingar höfðu konur sam­tals verið um fimmt­ungur allra þing­manna. Eftir kosn­ing­arnar í gær eru þær hins vegar orðnar tæp 24,5 pró­sent þing­manna á þess­ari tæpu öld.

Ingibjörg H. Bjarnason. Mynd: Wikipedia

Fyrir komu Kvenna­list­ans hafði hlut­fall kvenna á Alþingi verið um eða undir 5 pró­sent í yfir 60 ár. Með til­komu fram­boðs­ins varð fjöldi kvenna á Alþingi í fyrsta sinn yfir 10 pró­sent og aðeins fjórum árum síðar var hlut­fallið orðið 20 pró­sent. Því hlut­falli héldu konur í 12 ár og náði það í fyrsta sinn yfir 30 pró­sent árið 1999. Síðan þá hefur hlut­fall kvenna á þingi ávallt verið yfir 30 pró­sent og hefur nú þrí­vegis náð yfir 40 pró­sent­in; árin 2009, 2016 og 2021 en 47,6 pró­sent þeirra sem náðu kjöri í gær eru kon­ur.

Eftir alþing­is­kosn­ing­arnar árið 2016 hlutu konur einnig 47,6 pró­sent þing­sæta og höfðu aldrei verið fleiri. Ári síðar urðu stjórn­ar­slit og kosið var að nýju. Í þeim kosn­ingum náðu 24 konur kjöri, hlutu því um 38 pró­sent þing­sæta sem var þá lægsta hlut­fall kjör­inna kvenna á Alþingi í ára­tug. Á kjör­tíma­bil­inu sagði einn karl af sér þing­mennsku og í hans stað kom kona. Þar með urðu þing­konur 25 og hlut­fall þeirra á þingi 39,6 pró­sent.

Ingi­björg H. Bjarna­son var lands­kjörin í kosn­ingum 8. júlí árið 1922 og sat hún á þingi til árs­ins 1930 og var allan þann tíma eina þing­kon­an. Guð­rún Lár­us­dóttir var lands­kjörin árið 1930 og árið 1934 varð hún fyrsta konan til að vera kjörin á Alþingi í almennum þing­kosn­ing­um. Hún lést árið 1938 og engin kona sat á Alþingi frá 1938 til 1946. Þremur árum síð­ar, 1949, voru í fyrsta skipti tvær konur kjörn­ar. Þær sátu báðar til árs­ins 1953 en í kosn­ingum það ár náði engin kona kjöri. Næstu árin voru því ýmist eng­in, ein eða tvær konur á Alþingi Íslend­inga. Fyrsta konan sem varð ráð­herra var Auður Auð­uns árið 1970.

Auður Auðuns.

Árið 1971 var komið að tíma­mótum er þrjár konur voru í fyrsta skipti kjörn­ar: Auður Auð­uns, Ragn­hildur Helga­dóttir (sem hafði setið á þingi frá 1956) og Svava Jak­obs­dótt­ir. Árið 1978 sett­ist Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir á Alþingi og sat þar allt til árs­ins 2013 eða í tæp 35 ár, lengst allra kvenna.

Stórt stökk varð í kosn­ing­unum vorið 1983 er Kvenna­list­inn bauð fram í þremur kjör­dæm­um. Fram­boðið hafði einnig þau áhrif að aðrir flokkar fjölg­uðu einnig konum á fram­boðs­listum sín­um. Kvenna­list­inn hlaut 5,5 atkvæða á lands­vísu og þrjá full­trúa inn á Alþingi. Sex aðrar konur hlutu þing­sæti í þessum kosn­ing­um, tvær fyrir Banda­lag jafn­að­ar­manna, ein fyrir Alþýðu­banda­lag­ið, tvær fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn og ein fyrir Alþýðu­flokk­inn. Konur á Alþingi urðu níu tals­ins og hlut­fall þeirra hækk­aði úr 5 í 15 pró­sent. Á næsta kjör­tíma­bili varð enn mikil fjölgun og sautján konur sett­ust á þing. Enn ein tíma­mótin urðu svo í lok kjör­tíma­bils­ins sem hófst árið 1995 er nítján konur sátu sam­tímis á þingi og voru þá í fyrsta sinn 30 pró­sent allra þing­manna. Á þessu sama kjör­tíma­bili var kona svo einnig kjörin for­maður stjórn­mála­flokks beggja kynja í fyrsta sinn, Mar­grét Frí­manns­dótt­ir, sem varð for­m­aður Alþýðu­banda­lags­ins árið 1995.

Þrír kven­ráð­herrar voru svo í fyrsta sinn í rík­is­stjórn sem mynduð var eftir kosn­ing­arnar 1999 er 22 konur náðu kjöri (35 pró­sent þing­sæta): Ingi­björg Pálma­dóttir heil­brigð­is- og trygg­inga­mála­ráð­herra, Siv Frið­leifs­dóttir umhverf­is­ráð­herra og Sól­veig Pét­urs­dóttir dóms- og kirkju­mála­ráð­herra. Val­gerður Sverr­is­dóttir tók svo við emb­ætti iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra 31. des­em­ber 1999 og kven­ráð­herrar þá orðnir fjór­ir.

Hlut­fall kvenna á Alþingi lækk­aði eftir alþing­is­kosn­ing­arnar 2003, í fyrsta sinn síðan að Kvenna­list­inn bauð fram, tveimur ára­tugum fyrr. Þeim átti reyndar eftir að fjölga er leið á kjör­tíma­bilið og urðu að end­ingu 23.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tók fyrst kvenna við emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra í febr­úar 2009. Í þess­ari minni­hluta­stjórn með Vinstri græn­um, sem sat þar til í maí þetta ár, voru tíu ráð­herr­ar, þar af helm­ing­ur­inn konur í fyrsta skipti í stjórn­mála­sög­unni. 27 konur voru kjörnar á þing í kosn­ing­unum vorið 2009 en þeim fækk­aði svo lít­il­lega eftir kosn­ing­arnar árið 2013 eða í 25. Við lok kjör­tíma­bils­ins hafði þeim hins vegar fjölg­að, voru orðnar 29 og þar með 46 pró­sent þing­manna.

Enn ein jákvæðu tíma­mótin urðu svo í kosn­ing­unum haustið 2016 er sá sögu­legi við­burður átti sér stað að 30 konur voru kjörnar á Alþingi Íslend­inga. Þær skip­uðu því 47,6 pró­sent þing­sæta.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Ekki tókst að mynda rík­is­stjórn fyrr en í jan­úar 2017. Í henni voru ell­efu ráð­herr­ar, þar af fjórar kon­ur. Upp úr þessu stjórn­ar­sam­starfi slitn­aði hins vegar sama haust og kosið var að nýju í lok októ­ber. Þá kom enn eitt bakslagið og aðeins 24 konur náðu kjöri og fækk­aði um sex frá hinum sögu­legu kosn­ingum árið áður. Ell­efu ráð­herrar tóku sæti í rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, þar af fimm kon­ur. Ein kona vék úr ráð­herra­stóli á kjör­tíma­bil­inu, Sig­ríður And­er­sen, og í stað hennar kom Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir. Áslaug er yngsti kven­ráð­herra sög­unnar en hún var 28 ára er hún tók við emb­ætti dóms­mála­ráð­herra.

Sam­an­tekt um sögu þing­kvenna er m.a. fengin af vef Alþingis og úr BA-­rit­gerð Ásdísar Bjargar Björg­vins­dótt­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar