Lækkun bankaskatts í fyrra rýrði tekjur ríkissjóðs um sex milljarða króna

Sitjandi ríkisstjórn mótaði þá stefnu í upphafi síðasta kjörtímabils að það ætti að lækka bankaskatt í skrefum, meðal annars til að bæta kjör almennings. Skatturinn var svo lækkaður hratt í fyrra og tekjur ríkissjóðs vegna hans lækkuðu um 56 prósent.

Á meðal aðgerða sem kynntar voru í fyrsta efnahagspakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum var að lækka bankaskatt.
Á meðal aðgerða sem kynntar voru í fyrsta efnahagspakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum var að lækka bankaskatt.
Auglýsing

Sér­stakur skattur á fjár­mála­fyr­ir­tæki, svo­kall­aður banka­skatt­ur, var lækk­aður í fyrra úr 0,376 í 0,145 pró­sent á heild­ar­skuldir þeirra banka sem skulda yfir 50 millj­arða króna. Alls borga fimm fjár­mála­fyr­ir­tæki skatt­inn en þorra hans greiða stóru bank­arnir þrír: Lands­bank­inn, Íslands­banki og Arion banki. 

Áður hafði verið stefnt að því að lækka skatt­inn niður í skrefum á fjög­urra ára tíma­bili og að sú lækkun myndi að fullu verða komin til fram­kvæmda árið 2024. Þess­ari lækkun var flýtt með vísun í að efna­hags­legar afleið­ingar kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hefðu kallað á það. 

Fyrir vikið lækk­aði álagður banka­skattur sem rík­is­sjóður lagði á bank­ana um 6,1 millj­arð króna vegna árs­ins 2020 og var 4,8 millj­arðar króna. Það er lækkun upp á 56,2 pró­sent. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu vegna álagn­ingu opin­berra gjalda á lög­að­ila vegna rekstr­ar­árs­ins 2020 sem birt var í gær. 

Skörp lækkun banka­skatts­ins, hefur ekki skilað því að vaxta­munur banka hafi lækkað sem neinu nemur en spilað inn í miklar hækk­anir á virði hluta­bréfa í þeim bönkum sem skráðir eru á mark­að.

Frestað til að tryggja rík­inu meiri tekjur

Síð­asta rík­is­stjórn, sem nú er við það að end­ur­nýja sam­starf sitt, hafði lengi stefnt að því að lækka skatt­inn, sem hafði skilað rík­is­sjóði miklum tekjum í kjöl­far banka­hruns­ins, fyrst með að leggj­ast af krafti á þrotabú föllnu bank­anna og síðan með því að leggj­ast á starf­andi íslenska við­skipta­banka.

Auglýsing
Sam­tök fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja höfðu árum saman kvartað tölu­vert undan banka­skatt­in­um, sagt að hann dragi úr sam­keppn­is­hæfni íslenska banka­­kerf­is­ins og leiði til verri kjara fyrir almenn­ing. 

Frum­varp um að lækka banka­skatt­inn í skrefum var lagt fram 2018 og sam­kvæmt því átti það ferli að eiga sér stað milli 2020 og 2023. Í lok þess tíma­bils átti skatt­ur­inn að verða 0,145 pró­sent. 

Í júní 2019 var ákveðið að fresta þessum áformum um eitt ár og að lækkun skatts­ins myndi hefj­ast 2021 en yrði komin að öllu leyti til fram­kvæmda á árinu 2024. Þær breyt­ingar voru gerðar vegna breyttra aðstæðna í íslensku efna­hags­lífi, aðal­­­­­­­lega vegna gjald­­­­þrots WOW air og loðn­­­u­brests. 

Sagði að skatt­ur­inn yrði að fara

Síðla árs 2019 var frum­varp um að lækka banka­skatt í þrepum svo sam­þykkt. Sam­kvæmt því átti að lækka skatt­inn niður í 0,145 pró­sent í þremur áföngum á árunum 2021 til 2024. 

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði meðal ann­ars í aðdrag­anda þess í stöðu­upp­færslu á Twitter að skatt­ur­inn þyrfti að fara. Það væri grund­vall­­ar­at­riði að íslenskir bankar myndu búa við eðli­­leg og sam­keppn­is­hæf skil­yrði til að sinna við­­skipta­vinum sín­­um. 

Þar hlekkj­aði Bjarni í frétt Frétta­­­blaðs­ins­ sem birst hafði sama dag þar sem kom fram að ef ­sér­­­stakur banka­skattur yrði afnumin með öllu myndi sölu­and­virðið sem rík­­­is­­­sjóður gæti vænst að fá fyrir hlutafé í Íslands­­­­­banka og Lands­­­banka, yrðu þeir seldir að fullu, hækka um 70 millj­­­arða króna.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að með því yrði komið til móts við gagn­rýni hags­muna­sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja á fjár­hæð banka­skatts­ins „í því skyni að liðka fyrir lækkun útlána­vaxta og hækkun inn­eign­ar­vaxta til hags­bóta fyrir almenn­ing.“

Gríð­ar­legur hagn­aður í heims­far­aldri

Í kjöl­far kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins var lækk­­un­inni svo flýtt og gjald­hlut­­fallið var fært  niður í 0,145 pró­­sent vegna skulda í árs­­lok 2020. Hún kom því öll til fram­kvæmda í fyrra í stað þess að verða í skrefum á fjórum árum. 

Auk þessa var sveiflu­jöfn­un­ar­auki á eigið fé banka afnumin tíma­bundið og stýri­vextir lækk­aðir niður í 0,75 pró­sent, sem hratt af stað mik­illi aukn­ingu á virði eigna sem bankar sýsla með og fjár­magna, sér­stak­lega hluta­bréfa og íbúða. Breyt­ing­una má glöggt sjá í upp­gjörum bank­anna síðan að þetta var ákveð­ið. 

Eftir að hafa tapað sam­tals 7,2 millj­örðum króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2020 end­uðu stóru bank­arnir þrír með sam­eig­in­legan hagnað upp á 29,8 millj­arða króna á öllu síð­asta ári. 

Auglýsing
Í ár hefur hagn­að­ur­inn verið enn meiri. Sam­eig­in­legur hagn­aður þeirra var rúm­lega 60 millj­arðar króna á fyrstu níu mán­uðum yfir­stand­andi árs. Það er meiri hagn­aður en stóru bank­arnir þrír hafa hagn­ast innan árs frá árinu 2015.

Þegar mark­aðsvirði þeirra þriggja banka sem skráðir eru á mark­aði er skoðað er ljóst að ákvarð­anir stjórn­valda og seðla­banka, meðal ann­ars skörp lækkun banka­skatts, hefur leitt af sér miklar hækk­anir á virði hluta­bréfa. Á einu ári hafa hluta­bréf í Arion banka hækkað um 131 pró­sent, hluta­bréf í Kviku banka um 107 pró­sent og bréf í Íslands­banka hafa hækkað um 60 pró­sent frá því í sum­ar, þegar hann var skráður á mark­að. 

Sagðir hafa svig­rúm til að lækka vaxta­mun

Bank­arnir hafa hins vegar ekki nýtt þetta svig­rúm til að bjóða við­skipta­vinum sínum stór­lega bætt kjör, líkt og hags­muna­gæslu­armur þeirra boð­aði að myndi ger­ast ef banka­skattur myndi lækka. Þótt vaxta­kjör hafi snar­batnað á síð­asta ári, og fram á vorið 2021, þá er ástæða þess lægri stýri­vextir Seðla­banka Íslands.

­Vaxta­munur stóru bank­anna þriggja var á bil­inu 2,4-2,7 pró­­sent á fyrri helm­ingi yfir­­stand­andi árs, sem er mjög svipað og hann var á sama tíma­bili árið 2020 og sem hann var að með­al­tali allt árið 2019, þegar hann var 2,7 pró­­sent að með­­al­tali. Til sam­an­­burðar þá var vaxta­munur nor­ræna banka sem eru svip­aðir að stærð og þeir íslensku 1,68 pró­­sent í fyrra. Hjá stórum nor­rænum bönkum er hann undir einu pró­­senti, sam­­kvæmt því sem fram kemur í árs­­riti Sam­­taka fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja.

Stjórn VR, stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins, sendi frá sér áskorun til stóru bank­anna þriggja í byrjun sept­em­ber síð­ast­lið­ins þar sagði að það væri „holur hljómur í þeirri full­yrð­ingu bank­anna, sem auð­vitað allir hafa orð­miklar stefnur um sam­fé­lags­á­byrgð, að hinn mikli hagn­aður skili við­skipta­vinum betri kjör­u­m.“ Í

tölum sem VR birti kom meðal ann­ars fram að ­með­al­vextir útlána bank­anna væru 5,22 pró­sent á móti aðeins eitt pró­sent með­al­vöxtum inn­lána sem gerði mis­mun uppá heil 4,22 pró­sentu­stig. „Á­lagn­ing íslenskra banka er hrein­lega allt of mikil og hana verður að lækka. Það mætti vel lækka vaxta­mun­inn um 1,25 pró­sentu­stig svo hann sé nær því sem ger­ist í nágranna­lönd­unum og með því mætti skila 40 millj­örðum króna árlega til fyr­ir­tækja og ein­stak­linga í land­in­u.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar