Lagt til að mjólkurframleiðslukerfi verði gjörbylt neytendum í vil

15535315495_97cbda6cae_z.jpg
Auglýsing

Það kerfi sem er við­haft á Íslandi við mjólk­ur­fram­leiðslu gerir það að verkum að íslenska ríkið og eig­endur þess, íslenskir neyt­end­ur, þurfa að borga um átta millj­örðum krónum meira fyrir fram­leiðslu á henni en ef mjólkin hefði ein­fald­lega verið flutt inn frá öðru fram­leiðslu­landi á árunum 2011 til 2013. Ríkið og neyt­endur borg­uðu 15,5 millj­arða króna fyrir mjólk­ina á tíma­bil­inu en inn­flutt mjólk, með flutn­ings­kostn­aði, hefði kostað 7,5 millj­arða króna. Reyndar er það svo að á tíma­bil­inu sem um ræðir var fram­leitt meira af mjólk hér­lendis en neytt var af henni. Neysla Íslend­inga hefði ein­ungis kostað tæp­lega 6,5 millj­arða króna á ári. Offram­leiðsla á nið­ur­greiddri mjólk­inni kost­aði neyt­endur og ríkið því millj­arð til við­bót­ar.

Þetta kemur fram í skýrslu Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands um mjólk­ur­vöru­fram­leiðslu á Íslandi sem gerð var opin­ber í dag. Nið­ur­staða skýrsl­unnar er nokkuð skýr: íslenska kerfið er mein­gallað og afar kostn­að­ar­samt fyrir ríkið og neyt­end­ur. Skýrslu­höf­undar leggja til að magn­tollar af mjólk­ur­vörum verði afnumdir og verð­tollar lækk­aðir úr 30 pró­sentum í 20 pró­sent. Það ætti að nægja „til þess að ýmsar erlendar mjólk­ur­vörur verði boðnar til sölu hér, en íslenskar mjólk­ur­vörur verða þó áfram sam­keppn­is­fær­ar. Neyt­endur hafa þá úr fleiri vörum að velja en nú og íslenskir fram­leið­endur fengju aukið aðhald.“ Á sama tíma vilja skýrslu­höf­undar afnema und­an­þágu mjólk­ur­fram­leiðslu­iðn­að­ar­ins frá sam­keppn­is­lög­um.

Með öðrum orð­um, þeir vilja gjör­bylta kerf­inu neyt­endum í vil.

Auglýsing

Þrjár meg­in­stoðir íslenska kerf­is­ins



Í skýrsl­unni kemur fram að þrjár meg­in­stoðir liggi til grund­vallar stuðn­ings­kerfi mjólk­ur­fram­leiðslu á Íslandi. Í fyrsta lagi gildir ákveðið lág­marks­verð sem fram­leidd er innan greiðslu­marks mjólk­ur. Til­gangur þess er að tryggja að kúa­bændur fái svipuð laun og gengur og ger­ist hjá öðrum starfs­stétt­um. Umfram­mjólk er síðan heim­ilt að selja á hvaða verði sem er. Lág­marks­verðið er sett í skjóli umfangs­mik­illar tolla­verndar sem gerir það að verkum að íslenskir mjólk­ur­fram­leið­endur sitja einir að inn­an­lands­mark­aði.

Önnur stoðin er svo­kallað greiðslu­marks­kerfi, sem er eins konar kvóta­kerfi sem veitir aðgang að lok­uðum inn­an­lands­mark­aði. Það sam­anstendur af heild­ar­greiðslu­marki sem er síðan deilt niður á kúa­bænd­ur. Það hefur auk­ist ár frá ári og er 140 þús­und lítrar árið 2015.

Skýrslu­höf­undar benda á að stór hluti af stuðn­ingi við mjólk­ur­fram­leiðslu renni nú þegar til fjár­mála­stofn­ana og þeirra sem áður stund­uðu búskap. „Ekki verður annað séð en að bændur sjálfir njóti með tím­anum æ minni hluta stuðn­ings­ins. Þetta stafar af því að stuðn­ing­ur­inn eign­ger­ist í greiðslu­marki“.

Bein­greiðslur eru þriðja og síð­asta stoð­in.­Fyr­ir­framá­kveð­inni heild­ar­fjár­hæð er skipt milli greiðslu­marks­hafa í réttu hlut­falli við greiðslu­mark þeirra. Árið 2015 eru áætl­aðar greiðslur úr rík­is­sjóði vegna mjólk­ur­fram­leiðslu 6,5 millj­arðar króna. Í skýrslu Hag­fræði­stofn­unar kemur fram að mikil óvissa sé um þjóð­hags­legan kostnað vegna stuðn­ings rík­is­ins við kúa­bænd­ur. Lík­lega sé hann á bil­inu 1,5 millj­arðar króna á ári og upp í rúma fjóra millj­arað króna. „Hér er um að ræða kostnað neyt­enda og skatt­greið­enda umfram ábata þeirra sem njóta góðs af stuðn­ings­kerf­in­u,“ segir í skýrsl­unni.

Þær breytingar sem Hagfræðistofnun Háskólans leggur til að verði gerðar á mjólkurframleiðslukerfinu myndu gjörbylta því. Þær breyt­ingar sem Hag­fræði­stofnun Háskól­ans leggur til að verði gerðar á mjólk­ur­fram­leiðslu­kerf­inu myndu gjör­bylta því.

Fákeppni og ein­okun mark­aðs­ráð­andi fyr­ir­tækja



Þetta kerfi leiðir af sér fákeppni. Staðan í íslenskum mjólkur­iðn­aði í dag er nefni­lega þannig að Mjólk­ur­sam­salan (MS) og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, sem á hlut í MS, kaupa nán­ast alla mjólk sem bændur á Íslandi selja. Fyr­ir­tækin tvö vinna auk þess saman og eru með algjöra ein­ok­un­ar­stöðu á mjólk­ur­vöru­mark­aði.

Þessi mark­aðs­ráð­andi staða fyr­ir­tækj­anna hefur verið nokkuð í sviðs­ljós­inu und­an­farin miss­eri í kjöl­far þess að Sam­keppn­is­eft­ir­litið sektaði MS um 370 millj­ónir króna í sept­em­ber síð­ast­liðnum fyrir að mis­nota mark­aðs­ráð­andi stöðu sína og brjóta þar af leið­andi gegn sam­keppn­is­lög­um. Málið snérist um að MS hefði selt sam­keppn­is­að­ilum fyr­ir­tæk­is­ins Kú, sem eru tengdir MS, hrá­mjólk á 17 pró­sent lægra verði en því sem Kú bauðst.

Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála komst nokkru síðar að fella yrði úrskurð­inn úr gildi þar sem MS lét við undir höfuð leggj­ast að upp­lýsa stofn­un­ina um þennan áður óþekktan samn­ing við KS. Að mati nefnd­ar­innar komu ekki fram full­nægj­andi skýr­ingar af hálfu MS á fram­kvæmd samn­ings­ins fyrir nefnd­inni. Því er Sam­keppn­is­eft­ir­litið að rann­saka málið aft­ur, með hlið­sjón af umræddum samn­ingi. Nið­ur­staða liggur ekki fyr­ir.

Und­an­þegin sam­keppn­is­eft­ir­liti



Sú ein­ok­un­ar­staða sem fyr­ir­tækin tvö, MS og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, eru með á mjólk­ur­vöru­mark­aði byggir einnig að búvöru­lögum og sér­stak­lega breyt­ingum sem á þeim voru gerðar á vor­þingi 2004.

Þá lagði Guðni Ágústs­son, þáver­andi land­bún­að­ar­ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins, fram stjórn­ar­frum­varp sem gekk út á að lög­festa verð­sam­ráð afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði og und­an­skilja búvöru­lög frá sam­keppn­is­eft­ir­liti. Í frum­varp­inu sagði að afurða­stöðvum yrði „heim­ilt að gera samn­inga sín á milli um verð­til­færslu milli til­tek­inna afurða“ þrátt fyrir ákvæði sam­keppn­islaga sem bönn­uðu slíkt sam­ráð. Í rök­stuðn­ingi frum­varps­ins sagði: „Frum­varp þetta er samið að til­hlutan land­bún­að­ar­ráð­herra [Guðna Ágústs­son­ar] í því skyni að lög­festa ákvæði sem ætlað er að eyða þeirri réttaró­vissu sem skap­ast hefur um gild­andi búvöru­lög, nr. 99/1993, tryggi ekki með nægj­an­legri vissu að sam­ráð, sam­runi og verð­til­færsla í mjólkur­iðn­aði sé und­an­skilið gild­is­sviði sam­keppn­islaga í sam­ræmi við ætlan lög­gjafans“.

Hvorki var haft sam­ráð við land­bún­að­ar­nefnd né fjár­laga­nefnd við und­ir­bún­ing frum­varps­ins. Það kom fyrst fyrir sjónir nefnd­ar­manna í þeim nefndum þegar því var dreift á Alþingi.

Í ræðu sem Guðni flutti þegar hann mælti fyrir frum­varp­inu sagði hann að „á meðal mark­mið­anna er að skapa rekstr­ar­um­hverfi fyrir fram­leiðslu og vinnslu mjólk­ur­af­urða sem leiði af sér aukna hag­kvæmni, bæti afkomu­mögu­leika í mjólk­ur­fram­leiðslu og jafn­framt að við­halda þeim stöð­ug­leika sem náðst hefur milli fram­leiðslu og eft­ir­spurn­ar.“ Frum­varpið varð svo að lögum á loka­degi vor­þings 2004.

Eftir að Guðni hætti í stjórn­málum var hann ráð­inn fram­kvæmda­stjóri Sam­taka afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði, sem eru í eigu MS, Kaup­fé­lags Skag­firð­inga og Mjólku, sem er í eigu Kaup­fé­lags Skag­firð­inga. Nær allar afurða­stöðvar sem taka við mjólk frá fram­leið­endum eru aðilar að sam­tök­un­um.

Í skýrslunni er lagt til að opinbert heildsöluverð á mjólkurvörum verð lagt af og undanþágur mjólkurvinnslufyrirtækja frá samkeppnislögum verði felldar úr gildi. Í skýrsl­unni er lagt til að opin­bert heild­sölu­verð á mjólk­ur­vörum verð lagt af og und­an­þágur mjólk­ur­vinnslu­fyr­ir­tækja frá sam­keppn­is­lögum verði felldar úr gild­i.

Íslensk mjólk að jafn­aði 30 pró­sent dýr­ari



Í skýrslu Hag­fræði­stofn­unar er tekið á öllum ofan­greindum mál­um. Bent er á að almennt hafi stjórn­völd á Vest­ur­löndum dregið úr stuðn­ingi við land­búnað und­an­farin ár. Í Evr­ópu­sam­band­inu hafi kvóti á fram­leiðslu mjólkur til að mynda verið lagður af í mars 2015.

Að mati Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar (OECD) var íslensk mjólk að jafn­aði um 30 pró­sent dýr­ari en inn­flutt mjólk. Þegar styrkjum úr rík­is­sjóði er bætt við það verð eykst mun­ur­inn mik­ið. Í skýrsl­unni kemur fram að á árunum 2011 til 2013 hafi mjólk á bænda­verði kostað „neyt­endur og íslenska ríkið 15,5 millj­arð króna á ári að jafn­aði, en inn­flutt mjólk hefði kostað tæp­lega 7,5 millj­arð króna, með flutn­ings­kostn­aði. Stuðn­ingur ríkis og neyt­enda við fram­leiðsl­una var með öðrum orðum um 8 millj­arðar króna á ári. Á þessum tíma var meira fram­leitt af mjólk hér á landi en neytt var af henni. Neysla Íslend­inga á mjólk hefði aðeins kostað tæp­lega 6,5 millj­arð króna, ef mjólkin hefði verið flutt inn. Hér er rætt um mjólk á bænda­verði, en þá er eftir að vinna hana.“

Veiga­miklar breyt­ingar lagðar til



Í lokakafla skýrsl­unnar eru því gerðar til­lögur um breyt­ingar á opin­berum stuðn­ingi við mjólk­ur­fram­leiðslu. Þar er lagt til að verð­tollar verði lækk­aðir í 20 pró­sent og magn­tollar afnumd­ir, svo fram­leiðsla grann­landa verði sam­keppn­is­fær við íslenskar mjólk­ur­af­urðir hér á landi. Síðan er lagt til að opin­bert heild­sölu­verð á mjólk­ur­vörum verð lagt af og und­an­þágur mjólk­ur­vinnslu­fyr­ir­tækja frá sam­keppn­is­lögum verði felldar úr gildi. „Í stað greiðslna úr rík­is­sjóði fyrir mjólk­ur­fram­leiðslu innan greiðslu­marks (fram­leiðslu­kvóta) komi annað hvort styrkir sem mið­aðir verði við fjölda naut­gripa og hey­feng, að ákveðnu marki, eða hreinir búsetu­styrk­ir. Lagt er til að greiðslu­mark (fram­leiðslu­kvóti) verði aflag­t.“

Þessar breyt­ingar myndu gjör­breyta því fyr­ir­komu­lagi mjólk­ur­fram­leiðslu sem nú er við lýði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None