Landsbankinn ætlar að selja meirihlutann af eign sinni í Reitum

reitir.jpg
Auglýsing

Lands­bank­inn hefur ákveðið að selja tíu pró­sent hlut í fast­eigna­fé­lag­inu Reit­um, en bank­inn á alls um 18 pró­sent hlut í félag­inu. Hlut­ur­inn verður seldur í gegnum mark­að­við­skipti bank­ans og lág­marks­gengi í útboð­inu verður 63 krón­ur. Reitir voru skráðir á aðal­markað í lok síð­ustu viku í kjöl­far þess að Arion banki seldi 13,25 pró­sent hlut í félag­inu í gegnum útboð sem fyr­ir­tækja­ráð­gjöf fjár­fest­ing­ar­banka­sviðs Arion banka hafði umsjón með. Meðla­gengi seldra hluta í því útboði var tæp­lega 63,9 krónur á hlut en eft­ir­spurn eftir hluta­fénu var fjör­föld.

Til­boðs­frestur í útboði á tíu pró­sent hlut Lands­bank­ans rennur út klukkan 16 á mið­viku­dag. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Lands­bank­anum til kaup­hall­ar­innar sem birt var eftir lokun mark­aða í dag.

Skráð gengi á hlutum í Reitum í lok dags í dag var 63,5 krónur á hlut.

Auglýsing

Eign­ar­haldið bundið tíma­tak­mörkumEign­ar­hald stóru við­skipta­bank­anna á hlutum í Reitum hefur verið nokkuð mikið til umræðu innan fjár­mála­heims­ins að und­an­förnu.

Yfir­lýst stefna allra við­skipta­bank­anna er enda að selja eignir í óskyldum rekstri sem fyrst. Í starfs­reglum Eigna­bjargs, dótt­ur­fé­lags Arion banka sem heldur á hlut hans í Reit­um, segir að félagið skuli „eftir fremsta megni haga því svo að eigna­halds­tími þess á fyr­ir­tækjum í eigu félags­ins vari í eins skamman tíma og hægt er“. Ís­lands­banki hefur gefið það út opin­ber­lega að hann leit­ist við að selja eignir í óskyldum rekstri enda sé „ekki stefna bank­ans að eiga slíkar eignir til lengri tíma“. Í útgef­inni stefnu Lands­bank­ans um sölu fulln­ustu­eigna segir að stefnt sé að því að selja þær „eins fljótt og unnt er að teknu til­liti til mark­aðs­að­stæðn­a“.

Auk þess er eign­ar­hald bank­anna á Reitum skil­yrt sátt sem þeir, og þrotabú Glitn­is, gerðu við Sam­keppn­is­eft­ir­litið 30. apríl 2010. Sam­kvæmt henni veitti eft­ir­litið þeim tíma­frest til að minnka eign­ar­hald sitt í Reit­um. Um þessa sátt, og hvernig henni hefur verið fylgt eft­ir, segir í skrán­ing­ar­lýs­ingu Reita hún hafi að stórum hluta gengið eftir með „þynn­ingu við end­ur­fjár­mögnun útgef­anda í árs­lok 2014 og með sölu þeirra á hluta­bréfum í kjöl­far end­ur­fjár­mögn­un­ar. Því til við­bótar minnkar eign­ar­haldið í fyr­ir­hug­uðu útboði sem verð­bréfa­lýs­ing þessi tekur til. Ekki liggja fyrir upp­lýs­ingar um frek­ari sölu­skyldu á hlutum í útgef­anda. Ekki liggja fyrir upp­lýs­ingar um hvort og þá hvenær eða með hvaða hætti selj­andi í útboð­inu eða aðrir í hópi stærstu hlut­hafa hans áformi að selja þá eign­ar­hluti sem þeir munu eiga eftir að útboð­inu lýk­ur.“

Páll Gunnar Páls­son, for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, vildi ekki tjá sig um málið umfram það sem fram kom í skrán­ing­ar­lýs­ing­unni þegar Kjarn­inn leit­aði eftir því í lok mar­s. Þar segir að „tíma­tak­mörk á sölu eign­ar­hluta í útgef­anda [Reit­um] sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur veitt aðilum að sátt[…] yrði fram­lengd til 31. maí 2015“. Páll Gunnar vildi ekki tjá sig um hvort ein­hver við­bótar sölu­skylda hvíldi á við­skipta­bönk­unum þremur fram að þeim tíma­tak­mörk­un­um.

Vildu ekki tjá sig um áforminÍ ljósi þeirra svara beindi Kjarn­inn fyr­ir­spurn til Lands­bank­ans þar sem hann var spurður af því hvað hafi valdið að hann hafi ekki selt hluti í útboð­inu sem ráð­ist var í fyrir skrán­ingu Reita á mark­að.

Krist­ján Krist­jáns­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bank­ans, sagði þá að bank­inn myndi vinna í sam­ræmi við þá sátt sem gerð var við Sam­keppn­is­eft­ir­litið á árinu 2010 vegna eign­ar­halds­ins á Reit­um, en gild­andi tíma­frestur vegna hennar rennur út 31. maí næst­kom­andi. Að öðru leyti vildi bank­inn ekki tjá sig um áform sín á mark­aði „enda væru það upp­lýs­ingar sem alltaf myndu telj­ast verð­mót­and­i“. Nú hefur hann hins vegar til­kynnt um að meiri­hluti af eign­ar­hlut bank­ans sé til sölu.

Risa­stórt fast­eigna­fé­lagEigna­safn Reita saman stendur af mörgum af verð­mæt­ustu fast­eignum lands­ins.  Mik­il­væg­asta ein­staka eign félags­ins er Kringlan en félagið á einnig margar verð­mætar eignir mið­svæðis í Reykja­vík.  Félagið á stórt eigna­safn í versl­un­ar­hús­næði til við­bótar við Kringl­una, t.d. Holta­garða, Spöng­ina, Mjódd­ina og Eiðis­torg. Þá á félagið t.a.m. tvær stórar Icelandair hót­el­eign­ir; Hilton Reykja­vík hótel og Icelandair Natura.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None