Landsbankinn ætlar að selja meirihlutann af eign sinni í Reitum

reitir.jpg
Auglýsing

Lands­bank­inn hefur ákveðið að selja tíu pró­sent hlut í fast­eigna­fé­lag­inu Reit­um, en bank­inn á alls um 18 pró­sent hlut í félag­inu. Hlut­ur­inn verður seldur í gegnum mark­að­við­skipti bank­ans og lág­marks­gengi í útboð­inu verður 63 krón­ur. Reitir voru skráðir á aðal­markað í lok síð­ustu viku í kjöl­far þess að Arion banki seldi 13,25 pró­sent hlut í félag­inu í gegnum útboð sem fyr­ir­tækja­ráð­gjöf fjár­fest­ing­ar­banka­sviðs Arion banka hafði umsjón með. Meðla­gengi seldra hluta í því útboði var tæp­lega 63,9 krónur á hlut en eft­ir­spurn eftir hluta­fénu var fjör­föld.

Til­boðs­frestur í útboði á tíu pró­sent hlut Lands­bank­ans rennur út klukkan 16 á mið­viku­dag. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Lands­bank­anum til kaup­hall­ar­innar sem birt var eftir lokun mark­aða í dag.

Skráð gengi á hlutum í Reitum í lok dags í dag var 63,5 krónur á hlut.

Auglýsing

Eign­ar­haldið bundið tíma­tak­mörkumEign­ar­hald stóru við­skipta­bank­anna á hlutum í Reitum hefur verið nokkuð mikið til umræðu innan fjár­mála­heims­ins að und­an­förnu.

Yfir­lýst stefna allra við­skipta­bank­anna er enda að selja eignir í óskyldum rekstri sem fyrst. Í starfs­reglum Eigna­bjargs, dótt­ur­fé­lags Arion banka sem heldur á hlut hans í Reit­um, segir að félagið skuli „eftir fremsta megni haga því svo að eigna­halds­tími þess á fyr­ir­tækjum í eigu félags­ins vari í eins skamman tíma og hægt er“. Ís­lands­banki hefur gefið það út opin­ber­lega að hann leit­ist við að selja eignir í óskyldum rekstri enda sé „ekki stefna bank­ans að eiga slíkar eignir til lengri tíma“. Í útgef­inni stefnu Lands­bank­ans um sölu fulln­ustu­eigna segir að stefnt sé að því að selja þær „eins fljótt og unnt er að teknu til­liti til mark­aðs­að­stæðn­a“.

Auk þess er eign­ar­hald bank­anna á Reitum skil­yrt sátt sem þeir, og þrotabú Glitn­is, gerðu við Sam­keppn­is­eft­ir­litið 30. apríl 2010. Sam­kvæmt henni veitti eft­ir­litið þeim tíma­frest til að minnka eign­ar­hald sitt í Reit­um. Um þessa sátt, og hvernig henni hefur verið fylgt eft­ir, segir í skrán­ing­ar­lýs­ingu Reita hún hafi að stórum hluta gengið eftir með „þynn­ingu við end­ur­fjár­mögnun útgef­anda í árs­lok 2014 og með sölu þeirra á hluta­bréfum í kjöl­far end­ur­fjár­mögn­un­ar. Því til við­bótar minnkar eign­ar­haldið í fyr­ir­hug­uðu útboði sem verð­bréfa­lýs­ing þessi tekur til. Ekki liggja fyrir upp­lýs­ingar um frek­ari sölu­skyldu á hlutum í útgef­anda. Ekki liggja fyrir upp­lýs­ingar um hvort og þá hvenær eða með hvaða hætti selj­andi í útboð­inu eða aðrir í hópi stærstu hlut­hafa hans áformi að selja þá eign­ar­hluti sem þeir munu eiga eftir að útboð­inu lýk­ur.“

Páll Gunnar Páls­son, for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, vildi ekki tjá sig um málið umfram það sem fram kom í skrán­ing­ar­lýs­ing­unni þegar Kjarn­inn leit­aði eftir því í lok mar­s. Þar segir að „tíma­tak­mörk á sölu eign­ar­hluta í útgef­anda [Reit­um] sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur veitt aðilum að sátt[…] yrði fram­lengd til 31. maí 2015“. Páll Gunnar vildi ekki tjá sig um hvort ein­hver við­bótar sölu­skylda hvíldi á við­skipta­bönk­unum þremur fram að þeim tíma­tak­mörk­un­um.

Vildu ekki tjá sig um áforminÍ ljósi þeirra svara beindi Kjarn­inn fyr­ir­spurn til Lands­bank­ans þar sem hann var spurður af því hvað hafi valdið að hann hafi ekki selt hluti í útboð­inu sem ráð­ist var í fyrir skrán­ingu Reita á mark­að.

Krist­ján Krist­jáns­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bank­ans, sagði þá að bank­inn myndi vinna í sam­ræmi við þá sátt sem gerð var við Sam­keppn­is­eft­ir­litið á árinu 2010 vegna eign­ar­halds­ins á Reit­um, en gild­andi tíma­frestur vegna hennar rennur út 31. maí næst­kom­andi. Að öðru leyti vildi bank­inn ekki tjá sig um áform sín á mark­aði „enda væru það upp­lýs­ingar sem alltaf myndu telj­ast verð­mót­and­i“. Nú hefur hann hins vegar til­kynnt um að meiri­hluti af eign­ar­hlut bank­ans sé til sölu.

Risa­stórt fast­eigna­fé­lagEigna­safn Reita saman stendur af mörgum af verð­mæt­ustu fast­eignum lands­ins.  Mik­il­væg­asta ein­staka eign félags­ins er Kringlan en félagið á einnig margar verð­mætar eignir mið­svæðis í Reykja­vík.  Félagið á stórt eigna­safn í versl­un­ar­hús­næði til við­bótar við Kringl­una, t.d. Holta­garða, Spöng­ina, Mjódd­ina og Eiðis­torg. Þá á félagið t.a.m. tvær stórar Icelandair hót­el­eign­ir; Hilton Reykja­vík hótel og Icelandair Natura.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None