Landsbankinn ætlar að selja meirihlutann af eign sinni í Reitum

reitir.jpg
Auglýsing

Lands­bank­inn hefur ákveðið að selja tíu pró­sent hlut í fast­eigna­fé­lag­inu Reit­um, en bank­inn á alls um 18 pró­sent hlut í félag­inu. Hlut­ur­inn verður seldur í gegnum mark­að­við­skipti bank­ans og lág­marks­gengi í útboð­inu verður 63 krón­ur. Reitir voru skráðir á aðal­markað í lok síð­ustu viku í kjöl­far þess að Arion banki seldi 13,25 pró­sent hlut í félag­inu í gegnum útboð sem fyr­ir­tækja­ráð­gjöf fjár­fest­ing­ar­banka­sviðs Arion banka hafði umsjón með. Meðla­gengi seldra hluta í því útboði var tæp­lega 63,9 krónur á hlut en eft­ir­spurn eftir hluta­fénu var fjör­föld.

Til­boðs­frestur í útboði á tíu pró­sent hlut Lands­bank­ans rennur út klukkan 16 á mið­viku­dag. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Lands­bank­anum til kaup­hall­ar­innar sem birt var eftir lokun mark­aða í dag.

Skráð gengi á hlutum í Reitum í lok dags í dag var 63,5 krónur á hlut.

Auglýsing

Eign­ar­haldið bundið tíma­tak­mörkumEign­ar­hald stóru við­skipta­bank­anna á hlutum í Reitum hefur verið nokkuð mikið til umræðu innan fjár­mála­heims­ins að und­an­förnu.

Yfir­lýst stefna allra við­skipta­bank­anna er enda að selja eignir í óskyldum rekstri sem fyrst. Í starfs­reglum Eigna­bjargs, dótt­ur­fé­lags Arion banka sem heldur á hlut hans í Reit­um, segir að félagið skuli „eftir fremsta megni haga því svo að eigna­halds­tími þess á fyr­ir­tækjum í eigu félags­ins vari í eins skamman tíma og hægt er“. Ís­lands­banki hefur gefið það út opin­ber­lega að hann leit­ist við að selja eignir í óskyldum rekstri enda sé „ekki stefna bank­ans að eiga slíkar eignir til lengri tíma“. Í útgef­inni stefnu Lands­bank­ans um sölu fulln­ustu­eigna segir að stefnt sé að því að selja þær „eins fljótt og unnt er að teknu til­liti til mark­aðs­að­stæðn­a“.

Auk þess er eign­ar­hald bank­anna á Reitum skil­yrt sátt sem þeir, og þrotabú Glitn­is, gerðu við Sam­keppn­is­eft­ir­litið 30. apríl 2010. Sam­kvæmt henni veitti eft­ir­litið þeim tíma­frest til að minnka eign­ar­hald sitt í Reit­um. Um þessa sátt, og hvernig henni hefur verið fylgt eft­ir, segir í skrán­ing­ar­lýs­ingu Reita hún hafi að stórum hluta gengið eftir með „þynn­ingu við end­ur­fjár­mögnun útgef­anda í árs­lok 2014 og með sölu þeirra á hluta­bréfum í kjöl­far end­ur­fjár­mögn­un­ar. Því til við­bótar minnkar eign­ar­haldið í fyr­ir­hug­uðu útboði sem verð­bréfa­lýs­ing þessi tekur til. Ekki liggja fyrir upp­lýs­ingar um frek­ari sölu­skyldu á hlutum í útgef­anda. Ekki liggja fyrir upp­lýs­ingar um hvort og þá hvenær eða með hvaða hætti selj­andi í útboð­inu eða aðrir í hópi stærstu hlut­hafa hans áformi að selja þá eign­ar­hluti sem þeir munu eiga eftir að útboð­inu lýk­ur.“

Páll Gunnar Páls­son, for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, vildi ekki tjá sig um málið umfram það sem fram kom í skrán­ing­ar­lýs­ing­unni þegar Kjarn­inn leit­aði eftir því í lok mar­s. Þar segir að „tíma­tak­mörk á sölu eign­ar­hluta í útgef­anda [Reit­um] sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur veitt aðilum að sátt[…] yrði fram­lengd til 31. maí 2015“. Páll Gunnar vildi ekki tjá sig um hvort ein­hver við­bótar sölu­skylda hvíldi á við­skipta­bönk­unum þremur fram að þeim tíma­tak­mörk­un­um.

Vildu ekki tjá sig um áforminÍ ljósi þeirra svara beindi Kjarn­inn fyr­ir­spurn til Lands­bank­ans þar sem hann var spurður af því hvað hafi valdið að hann hafi ekki selt hluti í útboð­inu sem ráð­ist var í fyrir skrán­ingu Reita á mark­að.

Krist­ján Krist­jáns­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bank­ans, sagði þá að bank­inn myndi vinna í sam­ræmi við þá sátt sem gerð var við Sam­keppn­is­eft­ir­litið á árinu 2010 vegna eign­ar­halds­ins á Reit­um, en gild­andi tíma­frestur vegna hennar rennur út 31. maí næst­kom­andi. Að öðru leyti vildi bank­inn ekki tjá sig um áform sín á mark­aði „enda væru það upp­lýs­ingar sem alltaf myndu telj­ast verð­mót­and­i“. Nú hefur hann hins vegar til­kynnt um að meiri­hluti af eign­ar­hlut bank­ans sé til sölu.

Risa­stórt fast­eigna­fé­lagEigna­safn Reita saman stendur af mörgum af verð­mæt­ustu fast­eignum lands­ins.  Mik­il­væg­asta ein­staka eign félags­ins er Kringlan en félagið á einnig margar verð­mætar eignir mið­svæðis í Reykja­vík.  Félagið á stórt eigna­safn í versl­un­ar­hús­næði til við­bótar við Kringl­una, t.d. Holta­garða, Spöng­ina, Mjódd­ina og Eiðis­torg. Þá á félagið t.a.m. tvær stórar Icelandair hót­el­eign­ir; Hilton Reykja­vík hótel og Icelandair Natura.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Frumvarp Páls breytir litlu um samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp takmarkanir á úthlutaðri aflahlutdeild. Það gengur mun skemur en aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram til að draga úr samþjöppun í sjávarútvegi.
Kjarninn 1. desember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Hefði verið gott að „átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðruvísi en aðrir“
Dagur B. Eggertsson segir að borgaryfirvöld verði að taka til sín þá gagnrýni sem eftirlifendur brunans á Bræðraborgarstíg hafa sett fram á þann stuðning og aðstoð sem þeir fengu.
Kjarninn 1. desember 2020
Barist við elda í Ástralíu.
Eldar helgarinnar slæmur fyrirboði
„Svarta sumarið“ er öllum Áströlum enn í fersku minni. Nú, ári seinna, hafa gróðureldar kviknað á ný og þó að slökkvistarf hafi gengið vel um helgina er óttast að framundan sé óvenju heit þurrkatíð.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Húsarústirnar standa enn.
Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Vísaði frá kvörtun vegna ummæla Þórhildar Sunnu um merki á lögreglubúningum
Viðbrögð þingmanns Pírata í pontu Alþingis við umfjöllun í fjölmiðlum um þýðingu merkja sem lögreglumenn hefðu borið við störf sín fela ekki í sér brot á siðareglum þingmanna.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None