Landsbankinn sópar til sín nýjum íbúðarlánum, jukust um 39 milljarða

9954417613_8888c2a1ab_z.jpg
Auglýsing

Lands­bank­inn bætti lang­mestu við sig af íbúða­lánum allra á síð­asta ári. Alls juk­ust íbúða­lán bank­ans til ein­stak­linga um 39 millj­arða króna. Á sama tíma juk­ust íbúða­lán Arion banka til ein­stak­linga um 13,6 millj­arða króna og íbúða­lán Íslands­banka til ein­stak­linga um 11,0 millj­arða króna.

Almenn íbúða­lán Íbúða­lána­sjóðs dróg­ust hins vegar saman um 21,6 millj­arða króna á árinu 2014. Fyrir hverja krónu sem hann lánar út þá greiða við­skipta­vinir sjóðs­ins upp rúm­lega fimm krónur af lán­um. Hlut­deild Íbúða­lána­sjóðs á íbúða­lána­mark­að­inum er samt sem áður um 50 pró­sent. Þetta kemur fram í sam­an­tekt Kjarn­ans um íbúða­lána­mark­að­inn.

Auglýsing

Lands­bank­inn bætir lang­mestu við sig

Mikil bar­átta stendur nú yfir milli við­skipta­bank­anna um að heilla nýja íbúða­lán­tak­end­ur. Lík­ast til hefur eng­inn bank­anna lagt meira í þá veg­ferð und­an­farin miss­eri en Lands­bank­inn. Aug­lýs­ingar hans sem bein­ast að fyrstu kaup­endum eða þeim sem ætla að end­ur­fjár­magna virt­ust á tíma­bili vera all­stað­ar. Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á við­skipta­bank­anna þrjá og spurði þá um aukn­ingu íbúða­lána á síð­asta ári. Lands­bank­inn svar­aði því til að aukn­ing íbúða­lána hjá honum á síð­asta ári hafi verið 39 millj­arðar króna. Um 65 pró­sent lán­anna voru verð­tryggð en 35 pró­sent óverð­tryggð.

Alls nema íbúða­lán bank­ans um 164,5 millj­örðum króna og hann er því enn minnstur við­skipta­bank­anna þriggja á þessum mark­aði, þótt hann eigi ekki langt í land við að ná Íslands­banka með þessu áfram­haldi. Íslands­banki bætti við sig um ell­efu millj­örðum króna af íbúða­lánum á árinu 2014 og heild­ar­um­fang íbúð­ar­lána hans til ein­stak­linga í lok þess árs nam 187 millj­örðum króna.

Arion banki stærstur af við­skipta­bönk­unum

Út úr árs­reikn­ingum Arion banka má lesa að  út­lán hans juk­ust um 13,6 millj­arða króna á síð­asta ári. Bank­inn er langstærstur við­skipta­bank­anna á íbúða­lána­mark­aði, en heildar­í­búð­ar­lán hans til ein­stak­linga námu 271,6 millj­örðum króna um síð­ustu ára­mót. Sú stærð ræðst meðal ann­ars af því að Kaup­þing, sem Arion banki byggir á, var stór­tæk­ari en aðrir við­skipta­bankar fyrir hrun að ná til sín við­skiptum íbúð­ar­kaup­enda. Auk þess yfir­tók bank­inn íbúða­lán á fimmta þús­und ein­stak­linga þegar bank­inn tók yfir 56 millj­arða króna útlána­safn frá slita­stjórn Dróma í lok árs 2013. Um var að ræða lán sem áður til­heyrðu Spron, Frjálsa fjár­fest­ing­ar­bank­anum og eigna­safni Seðla­banka Íslands.Mark­aðs­hlut­deild Íbúða­lána­sjóðs hrynurÍbúða­lána­sjóður er hins vegar stærstur allra á mark­aði. Hann birtir ekki árs­reikn­ing sinn fyrir árið 2014 fyrr en í næstu viku og því mið­ast tölur yfir útlán hans í þess­ari sam­an­tekt við stöðu útlána sjóðs­ins um mitt síð­asta ár.

Alls voru útlán sjóðs­ins til ein­stak­linga 623,5 millj­arðar króna í lok júní 2014. Staða hans á mark­aði hefur hins vegar farið hríð­versn­andi und­an­farin ár. Á síð­asta ári lán­aði sjóð­ur­inn til að mynda ein­ungis 4,7 millj­arða króna út í ný útlán, sam­kvæmt mán­að­ar­skýrslum hans. Við­skipta­vinir hans borg­uðu hins vegar upp 26,3 millj­arða króna af lánum sínum á árinu 2014. Við­skipta­vinir sjóðs­ins eru því að greiða upp rúm­lega fimm krónur af lánum fyrir hverja eina krónu sem er tekin að láni hjá sjóðn­um.

Mark­aðs­hlut­deild Íbúða­lána­sjóð í íbúð­ar­lánum var talin vera á bil­inu 55 til 60 pró­sent árið 2011, sam­kvæmt umsögn sem Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja skil­uðu inn til Alþingis það ár. Hún er nú um 44 pró­sent.Líf­eyr­is­sjóð­irnir standa í staðLíf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru líka stórir leik­endur á íbúða­lána­mark­aði. Þeir lána skjól­stæð­ingum sínum svokölluð sjóðs­fé­laga­lán sem að lang stærstu leyti ertu notuð til íbúð­ar­kaupa. Umfang þeirra lána var 171,3 millj­arðar króna í lok síð­asta árs, sem var 4,8 millj­örðum krónum lægra en það var í árs­lok 2013.

Umfang þess­arra sjóðs­fé­laga­lána hefur hald­ist nokkuð stöðugt und­an­farin ár. Það er til að mynda svipað í dag og það var fyrir sex árum síð­an. Ein ástæða þess er sú að bannað var að taka svo­kallað láns­veð, þar sem for­eldrar eða aðrir vild­ar­menn lána fólki veð í sinni eign gegn láni frá líf­eyr­is­sjóði.

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None