Íslendingar keyra 180 þúsund fólksbíla – 1,8 sitja í hverjum bíl

10016362164_c128ef715b_z.jpg
Auglýsing

Íslend­ingar áttu 180 þús­und fólks­bif­reiðar í umferð­inni um síð­ast­liðin ára­mót. Það þýðir að 1,83 ein­stak­lingar sitja að með­al­tali í hverjum bíl, miðað við nýbirtar mann­fjölda­tölur Hag­stof­unnar og tölur Sam­göngu­stofu um fólks­bíla­eign. Það er svipað og árinu áður, þegar 1,85 lands­menn voru um hvern bíl í umferð.

Þetta hlut­fall hefur lítið breyst und­an­farin ár og efna­hag­skrísan hafði ekki telj­andi áhrif á bíla­eign lands­manna, ef litið er til fjölda fólks­bif­reiða á hvern lands­mann. Þegar horft er yfir lengra tíma­bil má þó sjá hvernig sífellt færri sitja að með­al­tali um hvern bíl. Með öðrum orðum þá hafa lands­menn eign­ast fleiri og fleiri fólks­bíla. Á allra síð­ustu árum hefur fólks­bíla­fjölg­unin verið hæg en umfram fólks­fjölg­un.

Auglýsing


Í með­fylgj­andi gröfum er stuðst við opin­berar upp­lýs­ingar Sam­göngu­stofu um fólks­bif­reiða­eign lands­manna og mann­fjölda­tölur Hag­stof­unn­ar.

Í graf­inu hér að ofan er stuðst við fjölda „fólks­bif­reiða í umferð“. Sam­göngu­stofa hefur gefið upp fjölda bif­reiða í umferð síð­ast­liðin tvö ár. Þær voru 180.071 tals­ins um síð­ustu ára­mót, sam­an­borið við 217.454 „fólks­bíla alls“ á land­inu. Mun­ur­inn á fólks­bílum alls og fólks­bílum í umferð liggur í því að öku­tæki geta verið „í inn­lögn“ sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Sam­göngu­stofu. „Númer geta verið inn­lögð af ýmsum ástæð­um, t.d. vegna við­gerða, öku­tæki ein­ungis notuð hluta af ári eða afklippt af lög­reglu.“ Hlut­fall fólks­bif­reiða í umferð af heild­ar­fjölda fólks­bif­reiða var keim­líkt á árunum 2013 og 2014, eða um 82,7 pró­sent. Við útreikn­inga hefur fjöldi fólks­bif­reiða í umferð á árunum 1994 til 2012 verið áætl­aður miðað við þetta hlut­fall.

Fækkun um einn heilan

Á síð­ustu tutt­ugu árum hefur fjöldi ein­stak­linga í hverjum bíl fækkað um nærri einn heil­an. Árið 1994 voru 2,78 lands­menn um hvern fólks­bíl en voru um síð­ustu ára­mót 1,83. Þótt hlut­fallið hafi breyst til­tölu­lega lítið und­an­farin ár, þá er þró­unin afger­andi þegar litið er yfir tutt­ugu ára tíma­bil. Á þessu tíma­bili hefur lands­mönnum fjölgað um 23 pró­sent en fólks­bílum hefur fjölgað um 87 pró­sent. Þá má benda á að fólks­bif­reiðum fjölg­aði um 4.088 á árinu 2014. Lands­mönnum fjölg­aði á sama tíma um 3.429. Í graf­inu hér fyrir neðan má sjá sömu þróun og fyrsta grafið sýn­ir, nema miðað er við heild­ar­fjölda fólks­bif­reiða um ára­mót., það eru fólks­bif­reiðar í umferð og fólks­bif­reiðar „í inn­lögn“. Um 1,5 ein­stak­lingur sátu að með­al­tali í hverjum bíl um síð­ustu ára­mót, sam­an­borið við 2,3 árið 1994 og 1,78 árið 2000. ferd-til-fjar_bordi

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None