Laun stjórnarmanna í skráðum félögum hækka langt umfram það sem verkafólki býðst

forsidumynd61.jpg
Auglýsing

Það er óhætt að segja að allt hafi orðið vit­laust í vik­unni þegar til­kynnt var að laun stjórn­ar­manna hjá HB Granda myndu hækka um 33 pró­sent, beint ofan í þá ólgu sem er á vinnu­mark­aði, þar sem ­fisk­verka­fólk­inu sem vinnur í frysti­húsi félags­ins stendur til boða 3,5 pró­sent launa­hækk­un. Tíð­indin hertu enn á þeim rembihnút sem er í kjara­við­ræð­unum sem stend­ur. Kjarn­inn ákvað að kanna laun stjórn­ar­manna allra skráðra félaga á Íslandi, hversu mikið þau mun­u hækka sam­kvæmt til­lögum sem lagðar voru fyrir aðal­fundi þeirra  og hversu háar arð­greiðslur voru greiddar til hlut­hafa félag­anna. Nið­ur­stöð­urnar eru áhuga­verð­ar.

Fjögur af þeim fjórtán félögum sem skráð eru á íslenskan hluta­bréfa­markað hækk­uðu laun stjórn­ar­manna sinna um tíu pró­sent eða meira á milli ára. Mest var hækk­unin hjá Vátrygg­inga­fé­lagi Íslands þar sem stjórn­ar­menn hækk­uðu um 75 pró­sent í laun­um. Hæst laun­aði stjórn­ar­menn­irnir eru hjá Marel en sá lægst­laun­aði hjá Nýherja. Með­al­laun almennra stjórn­ar­manna í skráðum íslenskum félögum eru 279 ­þús­und krónur á mán­uði, eða 21 ­þús­und krónum lægri en kröfur Starfs­greina­sam­bands Íslands um lág­marks­laun fyrir fulla vinnu eru í yfir­stand­andi kjara­deil­um. Með­al­laun stjórn­ar­for­manna skráðra félaga eru tölu­vert hærri, eða 563 þús­und krónur á mán­uði.

Skráð félög á Íslandi greiddu hlut­höfum sínum sam­tals 20,5 millj­arða króna í arð vegna frammi­stöðu félag­anna á síð­asta ári.

Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa talað fyrir 3,5 til 5,0 ­pró­sent hækkun launa þorra laun­þega lands­ins í þeim kjara­deilum sem nú standa yfir.

 

Gríð­ar­legar arð­greiðslur trygg­inga­fé­laga

Þrjú íslensk trygg­inga­fé­lög eru skráð á mark­að. Hjá Sjóvá voru stjórn­ar­laun hækkuð úr 250 þús­und krónum á mán­uði í 275 þús­und krónur á síð­asta aðal­fundi. Laun stjórn­ar­for­manns eru tvö­föld og þar af leið­andi 550 þús­und krón­ur. Laun stjórn­ar­manna hækk­uðu því um tíu pró­sent. Vara­menn í stjórn fá greidda ein­greiðslu upp á 275 þús­und krónur á ári auk þess sem þeir fá 100 þús­und krónur fyrir hvern fund sem þeir sitja. Hlut­hafar í Sjóvá fengu greidda fjóra millj­arða króna í arð­greiðslu vegna frammi­stöðu árs­ins 2014.

Stjórn­ar­laun hækk­uðu líka hjá Vátrygg­inga­fé­lagi Íslands, VÍS. Þar fóru laun óbreyttra stjórn­ar­manna úr 200 þús­und krónum í 350 þús­und krónur á mán­uði. For­maður stjórnar hækk­aði úr 400 í 600 þús­und krón­ur. Hækkun stjórn­ar­launa er því 75 pró­sent og hækkun stjórn­ar­for­manns nemur 50 pró­sent­um. VÍS greiðir hlut­höfum sínum 2,5 millj­arða króna í arð vegna síð­asta árs.

Hjá Trygg­inga­mið­stöð­inni eru kjör stjórn­ar­manna óbreytt á milli ára. Þar fær hver stjórn­ar­maður 350 þús­und krónur í laun á mán­uði og stjórn­ar­for­maður tvö­falt það, alls 700 þús­und krón­ur. Vara­menn fá 350 þús­und króna ein­greiðslu árlega auk þess sem þeir fá 100 þús­und krónur fyrir hvern fund sem þeir sitja. Trygg­inga­mið­stöðin greiddi hlut­höfum sínum fjóra millj­arða króna í arð vegna árs­ins 2014.Önnur staða hjá Marel og Öss­uriSmá­söluris­inn Hagar er með ann­ars­konar upp­gjörsár en önnur fyr­ir­tæki sem skráð eru á mark­að. Upp­gjör fyrir hluta árs 2014 liggur því ekki fyr­ir, heldur verður það birt næsta sum­ar. Þar fær almennur stjórn­ar­maður 250 þús­und krónur í mán­að­ar­laun en stjórn­ar­for­mað­ur­inn 500 þús­und. Launin voru óbreytt á milli áranna 2013 og 2014.

Hlut­hafar í Högum fengu tæp­lega 1,2 millj­arða króna greidda í arð vegna síð­asta rekstr­ar­árs sem gert hefur verið upp.

Marel og Össur eru í aðeins annarri stöðu en flest fyr­ir­tæki sem skráð eru á íslenskan hluta­bréfa­mark­að, þar sem eign­ar­hald þeirra er að stórum hluta erlent og starf­semin alþjóð­leg. Hjá Marel hækk­uðu stjórn­ar­laun úr 2.500 ­evrum  á mán­uði í 2.750 (400 þús­und krón­ur) og laun stjórn­ar­for­manns úr 7.500 evrum (1.092 þús­und krón­ur)  í 8.250 evrur (1.202 þús­und krón­ur). Alls hækk­uðu því laun stjórn­ar­manna um tíu pró­sent.

Marel greiddi hlut­höfum sínum um 510 millj­ónir króna í arð vegna árs­ins 2014.

Hjá Öss­uri hækk­uðu stjórn­ar­launin lít­il­lega, eða um rúm­lega þrjú pró­sent á milli ára. Þau eru greidd í dölum en yfir­reiknuð í íslenskar krónur fær stjórn­ar­for­mað­ur­inn um 975 þús­und krónur á mán­uði, vara­for­maður stjórnar 585 þús­und krónur og almennir stjórn­ar­menn 390 þús­und krón­ur.

Össur greiddi hlut­höfum sínum tæpan millj­arð króna í arð á síð­asta ári.

Alls eru 14 félög skráð í kauphöll Íslands sem stendur. Þau greiddu samtals út 20,5 milljarða króna í arð. Alls eru 14 félög skráð í kaup­höll Íslands sem stend­ur. Þau greiddu sam­tals út 20,5 millj­arða króna í arð.

Fast­eigna­fé­lögin stöðugTvö fast­eigna­fé­lög eru skráð í kaup­höll­ina. Annað þeirra, Reit­ir, var fyrst skráð á markað fyrr í þessum mán­uði. Hjá því fær stjórn­ar­maður 260 þús­und krónur mán­að­ar­lega og stjórn­ar­for­maður tvölfalda þá upp­hæð, eða 520 þús­und krónur á mán­uði. Engin arður var greiddur út til hlut­hafa vegna síð­asta árs.

Fast­eigna­fé­lagið Reg­inn hefur verið á mark­aði frá því í júlí 2012. Það félag greiðir heldur ekki út arð vegna síð­asta árs. Þóknun stjórn­ar­manna hjá Reg­inn er 250 þús­und krónur á mán­uði og stjórn­ar­for­maður fær tvö­falda þá þókn­un. Kjör stjórn­ar­manna eru óbreytt milli ára.

Meint takt­leysi HB GrandaLíkt og áður sagði varð allt vit­laust í vik­unni þegar spurð­ist út að laun stjórn­ar­manna í HB Granda, sem skráð var á markað í fyrra, myndu hækka um 33 pró­sent. Stjórn­ar­menn í félag­inu fá nú 200 þús­und krónur greiddar á mán­uði í stað 150 þús­und króna og stjórn­ar­for­mað­ur­inn tvö­falda þá upp­hæð. HB Grandi greiddi hlut­höfum sínum 2,7 millj­arða króna í arð vegna frammi­stöðu síð­asta árs.

Elds­neyt­is­þjón­usturis­inn N1 hækkar líka launa­greiðslur stjórn­ar­manna sinna á milli ára. Áður fékk almennur stjórn­ar­maður 275 þús­und krónur á mán­uði, vara­for­maður stjórnar 412.500 krónur og stjórn­ar­for­mað­ur­inn 550 þús­und. Á aðal­fundi í vor voru greiðslur stjórn­ar­manna hækk­aðar í 290 þús­und, greiðslur vara­for­manns í 435 þús­und og laun stjórn­ar­for­manns í 580 þús­und krón­ur. Alls er um að ræða 5,5 pró­sent hækk­un. N1 greiddi hlut­höfum sínum 840 millj­ónir króna í arð vegna frammi­stöðu félags­ins á síð­asta ári.

 

Tækni­fyr­ir­tækin hóf­stillt­ari

Eitt fjar­skipta­fyr­ir­tæki er skrá á íslenskan hluta­bréfa­mark­að, Fjar­skipti hf., móð­ur­fé­lag Voda­fone á Íslandi. Félagið greiddi hlut­höfum sínum 219 millj­ónir króna í arð vegna árs­ins 2014. Á síð­asta aðal­fundi var sam­þykkt að hækka laun stjórn­ar­manna um tæp þrjú pró­sent. Stjórn­ar­for­maður félags­ins fær nú 421.500 krónur á mán­uði en almennir stjórn­ar­menn 210.700 krón­ur. Nýherji  greiðir hlut­höfum sínum ekki út arð vegna frammi­stöðu síð­asta árs, þótt mik­ill við­snún­ingur hafi orðið á rekstri félags­ins. Það hækkar hins vegar laun stjórn­ar­manna sinna lít­il­lega. Stjórn­ar­menn fá nú 130 þús­und krónur á mán­uði, eða fimm þús­und krónum meira en áður, og stjórn­ar­for­mað­ur­inn 390 þús­und krónur í stað 375 þús­und króna áður.Fjöreggin græða á tá og fingriFjöregg Íslands, Icelandair og Eim­skip, eru bæði skráð í kaup­höll. Icelandair hefur gengið mjög vel und­an­farin ár sam­hliða spreng­ingu í íslenskri ferða­þjón­ustu og á síð­asta aðal­fundi var sam­þykkt að greiða 2,5 millj­arða króna til hluhafa í arð. Þar var líka sam­þykkt að halda launum stjórn­ar­manna óbreyttum milli ára. Stjórn­ar­for­maður félags­ins fær því áfram 550 þús­und krón­ur, vara­for­mað­ur­inn 412.500 krónur og almennir stjórn­ar­menn 275 þús­und krón­ur.

Eim­skip borgar hlut­höfum sínum 933 millj­ónir króna í arð vegna síð­asta árs. Á síð­asta aðal­fundi var ákveðið að hækka laun stjórn­ar­manna um fjög­ur ­pró­sent. Stjórn­ar­for­mað­ur­inn fær nú 550 þús­und krón­ur, vara­for­mað­ur­inn 415 þús­und krónur og almennir stjórn­ar­menn 275 þús­und króna.

Við­bót 16. apr­íl:Rangt var farið með laun stjórn­ar­manna í Marel í upp­haf­legri frétt. Það hefur verið leið­rétt og frétt­inn upp­færð í takt við réttar upp­lýs­ing­ar.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None