Finnar sjá fram á mögur ár með niðurskurði og skattahækkunum

Suurkirkko_Helsinki_maaliskuu_2002_IMG_0629.jpg
Auglýsing

Ný stjórn undir for­ystu Mið­flokks­ins mun að öllum lík­indum taka við völdum eftir þing­kosn­ing­arnar í Finn­landi á sunnu­dag. Ágrein­ingur innan raða stjórn­ar­innar og dap­urt efna­hags­á­stand hefur fælt kjós­endur frá stjórn­ar­flokk­unum og þá hafa dig­ur­bark­ar­legar yfir­lýs­ingar for­stæ­is­ráð­herr­ans ekki hjálp­að. Kosn­inga­bar­áttan hefur að miklu leyti snú­ist um efna­hags­mál en deilur við Rússa hafa einnig sett svip á hana, sér­stak­lega í kjöl­far greinar sem varn­ar­mála­ráð­herrar Norð­ur­landa auk Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra skrif­uðu í norska dag­blaðið Aften­post­en.

Síð­asta kjör­tíma­bil hefur verið nokkuð róst­ur­samt í finnskum stjórn­mál­um. Eftir kosn­ing­arnar 2011 var Sam­bands­flokk­ur­inn stærsti flokkur lands­ins og for­maður hans Jyrki Katainen mynd­aði sex flokka stjórn sem teygði sig frá Vinstra banda­lag­inu til Kristi­legra demókrata. Vinstra banda­lagið hætti í stjórn­inni eftir deilur um aðhalds­að­gerðir og nið­ur­skurð í vel­ferð­ar­málum og Katainen sagði svo af sér sum­arið 2014 þegar hann tók við emb­ætti vara­for­seta fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins. Nýr for­maður Sam­bands­flokks­ins, Alex­ander Stubb, tók við emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra skömmu síðar og mynd­aði fimm flokka stjórn. Í sept­em­ber yfir­gáfu Græn­ingjar stjórn­ina þegar ákveðið var að ráð­ast í bygg­ingu nýs kjarn­orku­vers í norð­ur­hluta lands­ins.

Sakaði sam­herja um kjark­leysiAlex­ander Stubb er 47 ára gam­all og er harður stuðn­ings­maður Evr­ópu­sam­bands­ins og þess að Finnar gangi form­lega í NATO. Hann þykir frjáls­lyndur í við­horfum sem meðal ann­ars hefur leitt til deilna við Kristi­lega Demókrata vegna stuðn­ings hans við hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra. Fyrir um mán­uði vöktu ummæli hans um stjórn­mála­menn­ing­una í Finn­landi hörð við­brögð, en þar sak­aði hann bæði póli­tíska and­stæð­inga og sam­herja um kjark­leysi. Ráð­ast þyrfti í erf­iðar aðgerðir til að ná tökum á efna­hags­á­stand­inu en þegar á reyndi þyrðu stjórn­mála­menn ekki að taka ákvarð­an­ir. Hug­myndum um breyt­ingar væri hafn­að, ekki endi­lega vegna þess að fólk væri ósam­mála þeim, heldur vegna ótta við við­brögð kjós­enda. Þessi ummæli vöktu skilj­an­lega litla kátínu hjá sam­starfs­flokk­unum og þau sögð geta ýtt undir fylgi flokka sem ala á tor­tryggni og jafn­vel hatri í garð stjórn­mála og stjórn­mála­manna.

Ljóst er að Finnar glíma við vanda­mál sem ekki verða leyst nema með víð­tækum aðgerð­um. Skulda­staða hefur versnað til muna og í nýlegri úttekt sér­fræð­inga fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins kemur fram að fjár­lagagatið nemi um sex millj­örðum evra. Það verði aðeins brúað með blöndu af nið­ur­skurði og skatta­hækk­un­um. Finnar hafa treyst á hag­vöxt til að ná sér út úr erf­ið­leik­unum en ný spá gerir ráð fyrir að hann verði aðeins hálft pró­sent í ár sem er langt undir vænt­ing­um. Þegar við bæt­ist við­skipta­halli sem einkum má rekja til minnk­andi útflutn­ings er ljóst að útlitið til skemmri tíma er dökkt. Fall fjar­skipt­ar­is­ans Nokia og hrun í papp­írs­iðn­aði hefur reynst Finnum dýr­keypt og í dag standa 26 fyr­ir­tæki fyrir um 60 pró­sent af öllu útflutn­ingi lands­ins.

Auglýsing

Ald­urs­sam­setn­ing þjóð­ar­innar hjálpar ekki til en finnska þjóðin eld­ist hraðar en nokkur önnur þjóð í Evr­ópu með til­heyr­andi álagi á vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­kerf­ið. Eina lausnin fellst í inn­fluttu vinnu­afli sem er eitur í beinum Flokks F­inna (áður Sannra Finna) sem berj­ast með kjafti og klóm gegn fjölgun inn­flytj­enda og Evr­ópu­sam­band­inu.

Alexander Stubb, forsætisráðherra Finlands. Mynd: EPA Alex­ander Stubb, for­sæt­is­ráð­herra Fin­lands. Mynd: EPA

Rússagrýlan hræðirÍ grein varn­ar­mála­ráð­herra Norð­ur­land­anna og utan­rík­is­ráð­herra Íslands segir að fram­ferði Rússa sé mesta áskorun sem steðji að örygg­is­málum Evr­ópu og að við því verði brugð­ist með auknu sam­starfi í varn­ar­mál­um. Við­brögð Rússa voru fyr­ir­sjá­an­leg en þeir vör­uðu við því að Svíar og Finnar færðu sig nær NATO og bættu við að svo virt­ist sem varn­ar­sam­starfi Norð­ur­land­anna væri nú beitt gegn Rúss­um. Birt­ing grein­ar­innar hefur verið harð­lega gagn­rýnd í Finn­landi. Nálægðin við Rúss­land gerir ógn­ina áþreif­an­legri enda hafa Finnar fetað slóð hlut­leysis þótt vissu­lega hafi þeir hallað sér í átt til Norð­ur­landa og Evr­ópu­sam­bands­ins á síð­ustu árum. Varn­ar­mála­ráð­herr­ann var sak­aður um að fara út fyrir vald­svið sitt því að sam­kvæmt finnsku stjórn­ar­skránni ættu stefnu­mót­andi yfir­lýs­ingar sem þessar að vera á hendi for­seta lands­ins og for­sæt­is­ráð­herra. Einnig var bent á að birt­ing grein­ar­innar skömmu fyrir kosningar væri óheppi­leg því með henni væri reynt að binda hendur næstu stjórn­ar. Ólík­legt er að stjórn undir for­ystu Mið­flokks­ins noti jafn harka­legt orða­lag í sam­skiptum sínum við Rússa og þá á eftir að koma í ljós hvort hún vilji ganga jafn langt í varn­ar­sam­starfi við Norð­ur­lönd­in.

Flokkur Finna gætu farið í stjórn í fyrsta sinnKosn­ing­arnar 2011 voru sögu­legar því árangur Flokks Finna var ævin­týra­leg­ur. Hann komst fyrst inn á þing árið 2003 en í kosn­ing­unum 2011 fimm­fald­aði hann nán­ast fylgið og varð þriðji stærsti flokkur lands­ins með 19 pró­sent atkvæða. Þjóð­ern­is­á­herslur virt­ust falla vel í kramið auk and­stöðu við inn­flytj­endur og Evr­ópu­sam­band­ið. Reyndar hefur flokk­ur­inn gengið enn lengra því hann berst gegn því að sænska sé skyldu­fag fyrir alla Finna þrátt fyrir að tungu­málið sé annað opin­bera tungu­mál lands­ins. Áherslan er á finnska tungu og menn­ingu sem er þröngt skil­greind í stefnu­skrá flokks­ins, til dæmis á ríkið aðeins að styðja við klass­íska list en ekki nútíma­list. Flokkur Finna er í raun hefð­bund­inn popúlísur flokkur þótt for­mað­ur­inn lýsi honum sem verka­manna­flokki án sós­í­al­isma. Lík­legt er að flokk­ur­inn tapi ein­hverju fylgi frá kosn­ing­unum 2011 en hann er þó tal­inn lík­legur til að taka þátt í næstu rík­is­stjórn. Þá reynir á hvort flokks­menn láti sér lynda að ganga í takt og styðja stefnu stjórnar sem að öllum lík­indum verði í veiga­miklum atriðum í and­stöðu við stefnu flokks­ins.

Stefnir í spenn­andi kosn­ingarNýj­ustu kann­anir sýna að Mið­flokk­ur­inn verður stærsti flokkur lands­ins og er búist við að hann fái um 50 af 200 sætum á þing­inu. Þar fyrir aftan koma þrír flokkar í hnapp með um 30 þing­menn hver, Sam­bands­flokk­ur­inn, Flokkur Finna og Jafn­að­ar­menn. Sam­kvæmt venju fær stærsti flokk­ur­inn stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð og búist er við að fyrst verði rætt við næst­stærsta flokk­inn. For­maður Mið­flokks­ins hefur þó sagt að stærð flokka ætti ekki endi­lega að ráða úrslitum um það hverjir myndi stjórn, en talið er að hann horfi frekar til Jafn­að­ar­manna um sam­starf en Sam­bands­flokks­ins. Ef Flokkur Finna bæt­ist í hóp­inn má gera ráð fyrir að einn til tveir smá­flokkar komi inn í stjórn­ina til að styrkja meiri­hlut­ann, sér­stak­lega þar sem mikil óvissa ríkir um það hvort Flokkur Finna sé yfir höfuð stjórn­tæk­ur.

Eins og áður sagði verður kosið á sunnu­dag og gæti kosn­inga­þátt­taka ráðið miklu um það hvernig flokk­arnir raða sér niður fyrir aftan Mið­flokk­inn. Það er því enn mögu­leiki á að spá sér­fræð­inga gangi ekki eft­ir. Þó er nokkuð ljóst að Alex­ander Stubb lætur af emb­ætti en hann spáir því hins vegar að arf­taki hans muni ekki eiga auð­velda sigl­ingu fyrir hönd­um. Stað­reyndin sé sú að þegar póli­tískur raun­veru­leiki taki við af háfleygum yfir­lýs­ingum kosn­inga­bar­átt­unnar komi í ljós hversu djúp­stæð vanda­mál steðji að Finn­landi og hversu rót­tækar ákvarð­anir þurfi að taka til að rétta þjóð­ar­skút­una af.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira eftir höfundinnBaldvin Þór Bergsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None